Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 50
ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, sonur, tengdasonur, bróðir, mágur og frændi, ÁRNI SIGURÐUR ÁRNASON frá Akranesi, Hlíðarási 8, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju fimmtu- daginn 14. september kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlega b Landspítalans í Kópavogi. Hrafnhildur Jónsdóttir, Karl Alex Árnason, Eva Hrönn Jóhannsdóttir, Steinunn Þórðardóttir, Hrefna Valdemarsdóttir, Bjarni Árnason, Sigríður Árnadóttir, Þórður Árnason, Emilía P. Árnadóttir, Ingibjörg Árnadóttir, Sigrún Árnadóttir, Ólína Elín Árnadóttir, Steinunn Árnadóttir, Guðmundur Árnason, Valdemar S. Jónsson, Máni Freysteinsson, Ásdís Inga Jónsdóttir, Elfn Margrét Jónsdóttir og frændsystkyni Áslaug Hjartardóttir, Kristján Kristjánsson, Sesselja Engilbertsdóttir, Guttormur Jónsson, Sigurður Ingimarsson, Þorkell Einarsson, Sigrún Traustadóttir, + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, SIGFRÍÐUR JÓNA ÞORLÁKSDÓTTIR, áður Sæbóli, Seltjarnarnesi, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 13. september kl. 13.30. Guðmundur M. Jónsson, Þuríður Kristjánsdóttir, Hekla Guðmundsdóttir, Ómar Hilmarsson, Berglind Guðmundsdóttir. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR, Löngubrekku 7, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju í dag, þriðjudaginn 12. september, kl. 10.30. Fjölskyldan. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. si'mi S96 $242 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is J Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. m ¥ Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. LILJA TH. INGIMUNDARDÓTTIR + Lilja Th. Ingi- mundardóttir fæddist á bænum Sunnuhvoli, Barða- strönd, 26. desember 1924. Hún lést á Landspítalanum Iaugardaginn 2. september síðastlið- inn. Foreldrar hennr voru Jón Kristinn Ingimundur Jóhann- esson, bóndi, Yztu- Tungu, Tálknafírði, f. 3.3.1895 á Eystein- seyri í Tálknafírði, d. 8.4. 1973 og Guð- björg Bjarnveig Jóhannesdóttir, f. 28.10. 1887 að Múla á Barða- strönd, d. 22.3. 1962. Lilja var sjötta barn í átta systkina hópi: Magnús Jóhann, f. 18.12. 1914, d. 9.10.1997; Sveinn Þórður, f. 28.8. 1916; Kristín Guðbjörg, f. 8.4. 1919; Jóhanna Björg, f. 10.1. 1921; Kjartan, f. 25.8. 1923; Ólaf- ur Sigurður, f. 4.8. 1927 og Hjálmar, f. 2.11. 1928. Uppeldis- systir þeirra er Lilja Sigrún Jóns- dóttir, f. 4.11.1939. Lilja giftist ívari Helgasyni, f. 30.5. 1922, d. 15.5. 1989, fulltr. Landssíma fslands, hinn 30.5. 1947. Börn þeirra; 1) Helgi, f. 19.3. 1948, fv. slökkviliðsstjóri, Hafnarfírði, kona hans er Jónína Steiney Stein- grímsdóttir, börn Pálín Dögg, Ivar og Telma Hlín. 2) Rannveig, f. 13.8. 1950, dagmóðir, Seltjarnarnesi, mað- ur hennar er Otti Kristinsson, börn Lilja, sem á tvö börn, Söru Hlín og Eið Otta, Guð- laug Gígja, Kristinn og Ivar Már. 3) Guðbjörg, f. 22.4. 1963, hár- greiðslumeistari, Hafnarfirði, maður hennar er Þórarinn Guð- mundsson, börn Andrea, Elmar og Kristín. Lilja starfaði á spftalanum á Patreksfirði þegar hún var ung, um 4 ára skeið hjá Prjónastofu Önnu Þórðardóttur, og á áttunda áratugnum hjá Sveinsbakaríi. Lilja verður jarðsungin frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það er mjög sárt að hafa hana mömmu ekki lengur hjá okkur. Hún var, eins og allar góðar mæð- ur, best í heimi, jákvæð, kát og glöð og hvers manns hugljúfi. Aldrei kvartaði hún eða bar sig illa í sínum veikindum, heldur bar hún höfuðið hátt, brosti og sagði: „Ég er svo heppin, það er ekkert að mér.“ Mamma var kona sem fram- kvæmdi hugmyndir sínar á sex- tugsaldri, lærði á bíl, fótanuddtæk- inu sem hún fékk í jólagjöf skipti hún strax í myndbandstæki, síðan var keyptur tjaldvagn og haldið af stað um sveitir Islands til að skoða fallega staði og náttúruna. Hún var listakona og mikill fagurkeri sem haldið hefur nú til nýrra heima. Elsku mamma, minning þín mun ylja okkur um ókomin ár. Englanna skarinn skær skínandi sé mér nær, svo vil ég glaður sofna nú, sætt í nafni Jesú. (G.J.) Þín dóttir, Guðbjörg. í dag kveð ég Lilju Ingimundar- GUÐRUN ÞOREY EINARSDÓTTIR + Guðrún Þórey Einarsdóttir frá Hvalsá, Dalbraut 20, Reykjavík, fæddist 5. janúar 1908 á Þórustöðum í Bitru, Strandasýslu. Hún Iést á Landspítalan- um 2. september síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Ingunn Helga Gísladóttir, f. 8. október 1872, d. 8. janúar 1968, og Einar Ólafsson, f. 21. júlí 1876, d. 15. maí 1962. Systkini Guðrúnar voru þrjú. Ólafur, Kristjana og Margrét sem öll eru látin. ^ Eiginmaður Guðrúnar er Ágúst Benediktsson, bóndi frá Steinadal, f. 11. ágúst 1900. Ágúst og Guðrún giftust 11. júlí 1929. Þau bjuggu á Hvalsá frá 1929 til 1972 er þau fluttu til Reykjavíkur og hafa búið þar síðan. Þeirra synir voru sjö. 1) Haraldur, f. 27. júní 1930, d. 7. ágúst 1994. Maki Guðbjörg Brosið hennar ömmu lifir sterkt í hjarta okkar nú þegar við kveðj- um hana. Amma sem alltaf var kát og glöð og góð við okkur er farin þangað sem hún sagði að væri góð- ur staður og það er hjá Guði. Alla tíð lifði hún eftir þeirri lífsskoðun sinni að allir ættu að vera góðir við alla því allir væru góðir. Mikil var alltaf tilhlökkunin þeg- ar við sem lítil börn fórum með foreldrum okkar að heimsækja ömmu og afa. Spenningurinn magnaðist alltaf þegar komið var á Ennishálsinn og sást yfir Kolla- fjörðinn og bærinn þeirra Hvalsá var beint á móti. Þá vissum við að Gunnarsdóttir. Börn þeirra eru ijögur. 2) Benedikt, f. 16. júlí 1931. Maki Jóna Guð- laugsdóttir. Börn þeirra eru fjögur. 3) Júlíus, f. 17. desem- ber 1932, d. 1. júní 1987. Maki Lilja Árnadóttir, d. 24. febrúar 1986. Börn þeirra eru ijögur. 4) Einar Ingi, f. 15. júní 1935. Maki Svala Marelsdóttir. 5) Óskar, f. 10. sept- ember 1936. Maki Margrét Sig- urðardóttir. Þau eiga tvær dæt- ur. 6) Svavar Ágústsson, f. 8. oktöber 1941. Maki Sumarrds Jónsdóttir. Börn þeirra eru þijú. 7) Gísli, f. 19. desember 1946. Maki Hrafnhildur Björg- vinsdóttir. Á hann fjögur börn frá fyrra hjónabandi. Afkomend- ur Guðrúnar eru 69 í dag. Útför Guðrúnar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. nú var verulega farið að styttast. Þegar komið var heim á hlað komu þau hjónin alltaf bæði út til að taka á móti ferðalöngunum og allt- af brosti amma út að eyrum og strauk okkur fram og aftur. Síðan fórum við hvert á fætur öðru að fá að dvelja sumarlangt í sveitinni. Það er upplifun þar sem hvert okkar telur sig hafa fengið ómet- anlegan lærdóm fyrir lífið. Ákveð- in verkaskipting var að sjálfsögðu í sveitinni og t.d. þótti okkur það vera fyrir ömmu að sækja kýrnar, því þetta voru kýrnar hennar ömmu. Eins var það fyrir ömmu að gefa hænunum, því þetta voru dóttur. Á þessari stundu er erfitt að hugsa til allra minninga um tengdamóður mína, sem ég kynnt- ist fyrir tíu árum á Grensásvegi 60. Þar naut ég nærveru hennar oft virka daga og á tyllidögum. Það er óhætt að segja að Lilja hafi verið með jákvæðari og glað- lyndari manneskjum sem ég hef kynnst og var hún mjög barngóð kona. Mikill er söknuður barna minna því Lilja gætti þeirra mörg- um stundum og lék sér við þau af einskærri gleði. Lilja var þeim ein- stöku hæfileikum gædd að vera vinur og hún elskaði alla, „bræður, systur, börn og barnabörn". Á fyrri árum, milli húsverka, las hún mikið, ferðaðist og stundaði hannyrðir, hafði ætíð gaman í góðra vina hópi, systkina, barna og barnabarna, í sumarbústaðaferðum og ferðalögum. Á síðari árum barð- ist hún hetjulega við þennan skæða sjúkdóm en Lilja kenndi sér aldrei meins. Þetta lýsir henni vel, hún var jákvæð og glaðlynd kona. Síð- ustu orð hennar við mig, nokkrum dögum áður en hún kvaddi, voru: „Það er ekkert að mér, ég vil bara fara heim.“ Þegar ég hugsa til baka er ég farinn að skilja hvað Lilja meinti með því að fara heim. Elsku Lilja, velkomin heim. Þinn einlægur tengdasonur. Elsku Guðbjörg mín, bróðir, systir, börn og barnabörn, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Þórarinn Guðmundsson. Hún amma Lilja var hörku amma og mikill prakkari. Einu sinni setti hún mig ofan í kassa. Síðustu dagana var hún mikið veik og það gerði mig mjög sorgmædd- an, en núna er hún engill hjá guði og henni líður vel. Ég sakna þín mikið, elsku amma. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þinn Elmar. hænurnar hennar ömmu. Ekki var farið í rúmið fyrr en við vorum búin að fara með bæn- irnar og oft gaukaði hún að okkur kristilegum bókmenntum á kvöldin enda var hún trúuð kona. Oft var fjölmennt á Hvalsá því gestagangur var þar mikill. Oft og tíðum stóð hún frá morgni til kvölds í að sinna heimilisfólki og gestum en aldrei heyrðist hún kvarta yfir álagi þótt hún hefði verið fyrst á fætur á morgnana og síðust inn í rúm á kvöldin eftir annasaman dag. Jafnvel gengu þau hjónin úr rúmi ef svo bar undir. Aldrei heyrðum við ömmu segja eitt einasta styggðaryrði um nokk- urn mann og alltaf sá hún góðu hliðarnar á öllum. Þegar amma og afi fluttu til Reykjavíkur breyttist margt í lífi þeirra. Borgarlífið tók við og daglegt líf varð öðruvísi. Þegar afi varð hundrað ára 11. ágúst sl. var gaman að sjá hversu glöð þau voru og ánægjan geislaði af þeim og hafði hún á orði hve all- ir væru góðir við þau. Þessi orð lýsa henni vel. Við þökkum ömmu fyrir allt sem hún hefur kennt okkur og allan þann góða tíma sem við fengum að eiga með henni. Við biðjum al- góðan Guð að varðveita hana ásamt því að halda utan um og styðja afa því að missir hans er mestur. Við vitum að pabbi og Júlli taka vel á móti henni og bera hana á höndum sér. Megi elsku- lega amma okkar hvíla í friði. Guðrún Júlía, Gunnar, Rafn og Haraldur. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á net- fang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.