Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Leiðangrinum Vinland 2000 farsællega lokið Morgunblaðið/Árni Sæberg Seglskútan Elding kom til hafnar í Reykjavík sl. sunnudag. Skútan kom til Patreksfjaröar á fimmtudag í seinustu viku og hafði þá siglt í þrettán daga frá Nýfundnalandi. Forstjóri Fangelsismálastofnunar um notkun eftirlitsmyndavéla Asakanir úr lausu lofti gripnar Elding komin til Reykjavíkur SEGLSKÚTAN Elding kom til hafn- ar í Reykjavík síðdegis á sunnudag eftir vel heppnaða siglingu leiðan- gursins Vfnlands 2000. Skipið sigldi í kjölfar fornra sækappa til Græn- lands, Nýfundnalands og Vínlands hins góða, skv. kenningum sem Páll Bergþórsson, fyrrv. veðurstofu- stjóri, hefur sett fram. Var Páll í hópi þeirra sem mættir voru á smábátabryggjunni neðan við gömlu verbúðina í Reykjavlk til að fagna komu skútunnar og færðu leiðangursmenn honum sýnishorn af gróðri frá eynni Anticosti (eða Bjarney) o.fl. smálegt af þessum slóðum, sem gæti varpað frekara ljósi á kenningar hans, að þvi' er fram kemur í fréttatilkynningu frá aðstandendum leiðangursins. Tóku þátt í hátíðahöldum á Grænlandi og Nýfundnalandi Ahöfnina skipuðu 8 manns, þar af sex Islendingar, í upphafi ferðar til Vesturheims, sem hófst 4. júlí. Leið- angursmenn tóku þátt í hátíðahöld- um á Grænlandi og Nýfundnalandi í tilefni þúsund ára afmælis landa- funda og afhentu við þau tækifæri fjóra áletraða sæbarða hnullunga af slóðum víkinga á siglingaleið Eld- ingar, sem verða varðveittir á söfn- um í Brattahlíð og L’anse aux Meadows. Siglt aftur til heimahafnar í Harðangursfírði í dag mun Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri taka á móti áhöfn Eldingar í Ráðhúsinu kl. 10.30. Elding staldrar við hér á landi í um vikutíma en þá sigla þeir Haf- steinn Jóhannsson skipstjóri og Daniel Rnyrvik henni aftur til heimahafnar á Húsnesi í Harðang- ursfirði í Noregi, með viðkomu í Færeyjum og á Hjaltlandi. Fara þeir sömu leið og skútunni var siglt í vor, áður en lagt var upp í leiðang- urinn Vínland 2000 frá Reykjavík. FORSTJÓRI Fangelsismálastofnun- ar ríkisins, Guðgeir Eyjólfsson, segist ekki vita til þess að fangaverðir hafi nokkurn tíma notað eftirlitsmynda- vélar fangelsisins til að fylgjast með einkalífi fólks utan fangelsisins. Segir hann að fullyrðingar þess efnis séu úr lausi lofti gripnar og vísar þar til ásakana hjóna á Eyrarbakka sem segjast hafa orðið vör við vökul augu myndavéla fangelsisins Litla-Hrauns í ágúst. Hjónin hafa hins vegar gert Tölvunefnd grein fyrir málinu og lagt fyrir hana nokkrar spumingar um rétt fangelsisins til að nota vélamar. „Við höfum enn ekki fjallað um málið og því hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir um aðgerðir," sagði Sigrún Jóhannesdóttir, fram- kvæmdastjóri Tölvunefndar, þegar Morgunblaðið hafði samband við hana í gærdag. Að sögn forstjóra Fangelsismála- stofnunar ríkisins hafa ávallt gilt óskrifaðar reglur um notkun eftirlits- myndavélanna en samkvæmt þeim, segir hann, á eingöngu að nota vél- arnar til eftirlits á athafnasvæði fang- elsisins nema í neyðartilvikum, t.d. við strok fanga. Telur hann að farið hafi verið eftir þeim reglum í hví- vetna. Hins vegar sé verið að vinna í því að setja þessar reglur niður á blað þannig að það fari ekki á milli mála að þær séu til staðar. Segir hann að- spurður að það hafi verið ákveðið að skrá reglumar í kjölfar ásakana að undanfómu um að fangaverðir noti vélamar til að íylgjast með einkalífi fólks á Eyrarbakka. Utanríkisráðherra um álit umboðsmanns í Flugstöðvarmálinu Oskynsamlegt að aug- lýsa í stöðu til eins árs HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið, aðspurður um við- brögð við áliti umboðsmanns Al- þingis á ráðningu í embætti for- stjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, að sér þætti það óskynsamlegt að auglýsa stöðu for- stjóra yfir mikilvægum rekstri til eins árs. Hann ætlar þó ekki að deila við umboðsmann vegna niður- stöðu hans, m.a. þess efnis að sér hafi borið að auglýsa stöðuna þegar hún var fyrst veitt. „Þetta starf var auglýst í lok síð- asta kjörtímabils. Þegar kom að því að ganga frá ráðningu, rétt fyrir kosningar, taldi ég rétt að bíða með það þar til hugsanlega nýr ráðherra væri kominn til starfa. Síðan varð raunin sú að ég hélt áfram í því starfi. Við fóram yfir málið á nýjan leik. Þá var tekin sú ákvörðun að stofna hlutafélag um flugstöðina og skipa henni sérstaka stjórn. Sann- leikurinn er sá að þetta er orðið svo viðamikill rekstur að ekki er hægt að reka hann beint frá utanríkisráðuneytinu. Þá var talið rétt að nýskipan þessara mála yrði í höndum væntanlegrar stjórnar. Við ákváðum að framlengja setningu þess forstjóra sem hafði verið þarna enda hefur reksturinn gengið mjög vel undir hans stjórn," sagði Halldór. Skynsamlega að þessu staðið Hann sagðist hafa farið að ráðleggingum lögfræðinga utanríkisráðuneytisins og fram- lengt stöðuveitinguna. „Enda held ég að það sé afskap- lega óvenjulegt að auglýsa eftir for- stjóra yfir viðamiklum rekstri til eins árs, án þess að neitt sé vitað um framhaldið. Það eru ekki venju- leg vinnubrögð í okkar þjóðfélagi. Umboðsmaður kemst hins vegar að sinni niðurstöðu og ég ætla ekki að deila við hann. Ég tel að það hafi verið skynsamlega að þessu staðið,“ sagði Halldór. Utanríkisráðherra minnti á að ný stjórn Flugstöðvarinnar væri tekin til starfa. Það væri hennar hlutverk að ráða mann sem væri þeim vanda vaxinn að stýra „þessu mikilvæga fyrirtæki." Varðandi þau tilmæli umboðs- manns Alþingis að utanríkisráðu- neytinu hafi borið að skýra um- sækjendum frá töfum á afgreiðslu málsins og upplýsa þá um hvenær ákvörðunar væri að vænta, sagði Halldór að það væri eflaust rétt. Það væru eðlileg tilmæli. „Hins vegar er ég sannfærður um að sú stefnubreyting sem varð á málinu var rétt. Ég er mjög ánægð- ur með að þessu fyrirtæki hafi verið breytt í hlutafélag og því skipuð ÞAÐ hefur blásið hressilega á við- skiptavini Bæjarins bestu eftir að húseignin við Hafnarstræti 17, þar sem áður var Svarta pannan, var rifin á sunnudag. Að sögn Guðrún- ar Kristmundsdóttur, eiganda sérstök stjórn sem starfar þá sam- kvæmt lögum um hlutafélög og gef- ur væntanlega meiri sveigjanleika sem er nauðsynlegur í þessum rekstri," sagði Halldór Asgrímsson. Nokkrar umsóknir komnar Að sögn Gísla Guðmundssonar, stjórnarformanns Flugstöðvarinn- ar, hafa nokkrar umsóknir borist um forstjórastarfið sem auglýst var samkvæmt nýrri skipan. Umsókn- arfrestur rennur út nk. föstudag. Sigurður Jónsson viðskiptafræð- ingur, sem kvartaði til umboðs- manns Alþingis vegna ráðningar utanríkisráðherra á núverandi for- stjóra, Ómari Kristjánssyni, sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki vera búinn að ákveða hvort hann ætlaði að fara með málið lengra. Fyrst ætlaði hann að leggja inn um- sókn um starfið að nýju áður en lengra yrði haldið. pylsuvagnsins, stendur til að bæta úr því fljótlega því að stefnt er á að reisa skjólvegg innan ti'ðar. Ekki liggur fyrir hvað verður reist í stað hússins því ekki er búið að skipuleggja þetta svæði í þaula. Bílvelta í Vattarfírði Hafnaði í sjávarlóni FÓLKSBIFREIÐ valt út af veginum í botni Vattarfjarðar í Barðastrandarsýslu skömmu eftir hádegi á sunnudag, enda- stakkst en hafnaði á hjólunum í sjávarlóni um 20 metram neðar. Fernt var í bflnum sem var á leið frá Patreksfirði til Reykjavíkur. Lögreglan á Patreksfirði fékk tflkynningu frá Neyðarlinunni um slysið klukkan 12.50 á sunnudag fr á vegfarendum sem komu að slysinu. Lögreglunni var tjáð að kona sem var farþegi í framsæti hefði orðið íyrir háls- meiðslum. Lögreglubiíreið og tvær sjúkrabifreiðir héldu af stað frá Patreksfirði og þyi'la Landhelgisgæslunnar var köll- uð út. Þeim sem voru á slysstað var ráðlagt að hreyfa ekki við konunni heldur bíða eftir að að- stoð bærist. Þurfti hröð handtök vegna þess að flæddi að Þegar lögreglumenn komu á staðinn stóð bfllinn hálfur upp úr sjó. Atján ára stúlka sem var með opið beinbrot á hægi-a fæti lá í fjöruborðinu. Sjór flæddi inn í lónið og því þurftu lögi'eglu- menn, læknar og sjúkraflutn- ingalið að beita hröðum hand- tökum til að losa konuna úr flakinu. Að því búnu þurftu þeir að bera hana upp 20-25 m háa veghleðslu. Því næst var stúlkan borin upp á veg. Ökumaður og þriðji farþeginn slösuðust minna. Þegar lögreglan fjarlægði flakið síðar um daginn var það næstum algerlega komið á kaf í sjó. TF-LIF, þyrla Landhelgis- gæslunnar tók á loft frá Vattar- firði um 14.30 með alla farþega bflsins innanborðs. Ökumaðurinn er talinn hafa misst stjóm á bflnum í lausamöl en þar sem slysið varð er aflíð- andi beygja. Allir í bflnum voru í bflbelti og lögreglan segir það tvímælalaust hafa orðið þeim til lífs. Konan sem meiddist á hálsi er um fimmtugt. Hún ásamt stúlkunni sem fótbrotnaði liggja enn á Landspítalanum. Karl- maður á sjötugsaldri og kona um sextugt fengu að fara til síns heima eftir að hafa fengið að- hlynningu á spítalanum. Þjónusta númer eitt! Y -« VW Passat tdi 1.9, f. skrd. 17.02.1998, ekinn 29 þ. km, dökkgrænn, 4 dyr, ssk., bensín, 15" álfelgur, cd, vindskeið, verð 1.820 þ Nánari uppl. hjá Bílaþingi Heklu, sími 569 5500. Oþnunartími: Mdnud. - fðstud. kl. 9-18 laugardagar kl. 12-16 . BÍLAÞINGHEKLU 1 NiírYi&K í nofvZvw bdum! Laugavegi 174,105 Reykjavík, sími 569-5500 \'«W(Wl(',.lbfi|!íaitll7iiirt(g,.ii<s •• v«fi«(Wlft.Ni|l@Stlh>ii|iti®.ji(S <• v«wwJteii|líait|iíiiiiriig,.iií5 Morgunblaðið/Ami Sæberg Bæjarins bestu á bersvæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.