Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 67
morgunblaðið
ÞRIÐJUDAGUR12. SEPTEMBER 2000 67
■>. /j (3 TT 553 2075
Sjáið alit um HOLLOW MAN, SCARY MOVIE ofl. stórmyndir á skifan.is.
553^75 alvöru Bfá! CCDolby
S1AFRÆNT
= = HLJÓBKBRH í | LJ y
=—= ðLLUMSÖLUMI J
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10.
Sýnd kl. 8. b.í.i6.
www.laugarásbíó.is
Halle Berry knúsar kærastann sinn, Enc Benet, en hun
hlaut verðlaunin fyrir bestu frammistöðu í sjónvarpsmynd.
Besta gamanþáttaröðin var Willog Graee sem fjallar um sam- Salurinn hyllti Michael J. Fox þegar hann kvaddi aðdáend-
skipti samkynhneigðs manns og gagnkynhneigðrar konu. ur sína.
Emmy-verðlaunin veitt um helgina
Vinningshaf-
arnir
Reuters
Leikarar, framleiðendur og höfundar Vesturálmunnar voru að vonum ánægðir með árangurinn.
RAFMÖGNUÐ spennan lá í loftinu
síðustu mínúturnar áður en tilkynnt-
ir voru sigurvegarar virtustu verð-
launa sjónvarpsins, sjálfra Emmy-
verðlaunanna sem voru veitt við há-
tíðlega athöfn á sunnudagskvöld.
Stjörnurnar skinu skært í sínum
fegursta skrúða og þótti sumum sem
þær lýstu upp gangveginn á rauða
dreglinum. Æstur aðdáendaskarinn
stóð klukkustundum saman fyrir
framan hátíðarhöllina þar sem verð-
launaafhendingin fór fram til að
berja goðin sín stjörnuþyrstum aug-
um. Laun þolinmæðinnar voru líka
ríkuleg þar sem leikkonurnar klædd-
ust sínu fínasta pússi, silkikjólum og
satínskóm svo að sjálfri Öskubusku
hefði þótt sem álfkonan hefði svikið
hana. Karlleikaramir voru einnig
glæsilegir en öllu hefðbundnari en
kvenskörungamir þar sem þeir
skrýddust kjól og hvítu.
Vesturálman sópar til sín flest-
um verðlaunum í ár
Úrslit hátíðarinnar voru öll á einn
veg þar sem stjómmáladramað um
Vesturálmuna (The West Wing) sóp-
aði til sín níu verðlaunum og sló þar
með öll met í sögu Emmy-verðlaun-
anna. Fyrrverandi methafar voru
þættirnir um Bráðavaktina (ER) og
Hill Street Biues sem hvor um sig
hlaut átta verðlaun á sínum tíma.
eru...
Flestir bjuggust reyndar við að
mafíósaþátturinn The Sopranos
myndi veita Vesturálmunni harðari
samkeppni en þættirnir vora báðir
tilnefndir til átján verðlauna.
Mafíósamir fóru slyppir og snauð-
ir frá hátíðinni og hlutu aðeins ein
verðlaun sem féllu aðalleikara þátt-
arins, James Gandolfini, í skaut. „Ég
get varla útskýrt þetta með neinu
öðru en að valnefndin sé hriíin af of
þungum sköllóttum körlum," sagði
Gandolfini og vísaði til sigurvegara
undanfarinna ára.
Gandolfini rændi þar með verð-
laununum frá Martin Sheen sem
flestir áttu von á að hlyti heiðurinn
þar sem túlkun hans á Josiah Bartlet
forseta í Vesturálmunni þykir næst-
um skuggalega nákvæm eftirlíking á
hegðun Bandaríkjaforseta nútímans.
Þegar úrslitin vora orðin Ijós gætti
nokkurrar biturðar í Sheen þegar
hann lét hafa þetta eftir sér: „James
var kannski valinn besti leikarinn en
við unnum leikinn. Það er það sem
skiptir mestu máli.“ Vínberin eiga
það til að vera súr þegar maður nær
ekki í þau sjálfur.
Fox kvaddur með stæl
Michael J. Fox afsalaði sér titli að-
stoðarborgarstjóra New York-borg-
ar í hinum vinsæla gamanþætti Ó
ráðhús (Spin Citý) þegar Parkinsons-
sjúkdómurinn sem hann þjáist af
reyndist hamla honum um of við
störf. Michael ákvað að taka sér frí
frá leik til að leita sér lækninga og
eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni.
Það kom því fáum á óvart þegar
Michael var valinn besti gamanleik-
arinn og hlaut hann dynjandi lófatak
þar sem áhorfendur stóðu allir sem
einn upp til að hylla þennan ástsæla
leikara er hann tók við verðlaununum
úr hendi hinnar nýgiftu Jennifer An-
iston. „Takk, þetta hefur verið frá-
bær skemmtiferð, haldið áfram að
horfa,“ sagði Fox og steig sigurreifur
niður af sviðinu.
Tvenn stærstu verðlaunin fyrir
kvenhlutverk féllu í skaut Selu Ward
úr Enn og aftur (Once and Agairí) og
Patriciu Heaton úr Allir elska Raym-
ond (Everybody Loves Raymond).
Sigurinn kom þeim báðum á óvart
sem og lykilaðilum innan sjónvarps-
iðnaðarins sem höfðu veðjað á Edie
Falco og Lorraine Bracco annars
vegar og Jennu Elftnan og Söru Jess-
icu Parker hins vegar.
Emmy-verðlaunin hafa oft verið
gagnrýnd fyrir að vera fullfyrirsjáan-
leg en ráku af sér slyðraorðið í ár.
Það er þakkað breyttu fyrirkomulagi
hjá valnefndinni sem hefúr skilað sér
í stórauknum atkvæðaskilum. Áður
var nefndarmeðlimum smalað saman
á hótel þar sem þeir sátu klukku-
stundum saman og horfðu á tilnefndu
þættina en í ár var sú nýbreytni tekin
upp að senda kjörnefndinni þættina
heim til þeirra á myndbandsspólum
svo að meðlimir gætu horft þegar þá
lysti innan kunnuglegra veggja heim-
ilisins en ekki á sótthreinsuðu hótel-
herbergi fjarri fjölskyldunni. Með _
þessu fyrirkomulagi skiluðu 2.500*
manns atkvæðum sínum í ár en 650 í
fyrra. Það vora því í raun Emmy-
verðlaunin sjálf sem vora helsti sig-
urvegari ársins.
rAphOstorgi
samfilm.iíá
æ!A aaafly;
BWNVJ/IIJ
sími 421 1170 - samfilm.is