Morgunblaðið - 12.09.2000, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 12.09.2000, Qupperneq 58
J 58 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens E6 \(ONA AÐ yKKUk,5E SA/AA, EN EG VERÐ EKKIHER Á MORGUN! ÞAMUNEGLEIÐA HJÖRÖINA PADERFINTL VIB PURFUM 5MÁ HVÍLb Grettir IVE 60T IT FI6URE0 0UT,5IR. UUINTER6REEN CANPV' MAKE5 5PARK5 BECAU5E OF 61ECTRICAL CMAR6E5.. Nú skil ég þetta, herra. Þegar maður bryður nammi úr vetrarliljuolíu þá myndast neistar við núninginn vegna rafhleðslu. Þetta er kallað „kaldaskin". Nú, tyggðu betur, ég er að reyna að lesa á kortið. Ég held að tennurnar séu búnar. BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Þorskar í Reykjavík Frá Guðbrandi Jónssyni: ÞETTA vor var ég á siglingu við Reykjavík, fisksjáin var á til að fygljast með lífríki sjávar, óvenju mikið svif var allt frá botni og upp úr á siglingaleiðinni inn eftir Við- eyjarsundi. Er ég kom framhjá bryggjunni í Gufunesi og var á milli Viðeyjar og Geldinganess varð fisksjáin rauðglóandi og bát- urinn fór að titra. Ég ákvað að fara á krókarall og kanna hvað undir var. Fyrir borð fór þriggja öngla lína á stöng. Ekki náði færið botni er á tók og upp komu þrír vænir þorskar um sjö kg hver, allt hængar. Ég færði mig undir Lundey, önnur torfa og aftur þrír vænir þorskar, allt hængar. Þetta gerði ég sjö sinnum á jafn margar torfur og fékk upp 21 þorsk, allt hænga af sömu stærð. Trillukarlar voru búnir að loka af Kollafjörð með þorsknetagirðingu frá Lundey að Brimnesi og þaðan vestur og norður með Kjalarnesi. Þorskar áttu hér enga mögu- leika til lífs. Ég skrifaði niður hjá mér kennitölur báta af belgjum er þar voru og fór á næstu dögum að fylgjast með löndun í Reykjavíkur- höfn. Mér var nokkuð brugðið því að í körum sem upp komu voru hrygnur 95% en hængar 5%, allt stór og fallegur fiskur. Þetta var í þveröfugu hlutfalli við krókarallið mitt. Þetta vor kviknaði sú hugmynd að friða þorsk í fæðingarorlofi til Reykjavíkur fyrir þorskanetum með línu frá Gróttu yfir í Kjalar- nes og rækta þannig upp þorsk- stofn næstu 10 árin. Ég reiknaði út hvað gerðist hjá 40 hrygnum í fæðingarorlofi til Reykjavíkur sem væri þjónað af 400 hængum á sama svæði. 10 hængar á hrygnu sem hrygnir 10 sinnum á tveimur mánuðum að vori. Forsendur og niðurstöður eru þessar. Hver hrygna er 10 kg eða stærri og eru 10 milljón egg í hverri hrygnu. Hængamir eru 10 kg hver fiskur. Ég nota dauðastaðall (mortality rate) upp á 18% strax við hryggn- ingu og endurtek það á hverju ári í 10 ár. Ég vil sjá stofnstærðina árið 2010. Þessar 40 hrygnur losa 400 milljónir hrogna sem eru eftir fyrningu 328 milljónir hrogna. Ég bíð í eitt ár þangað til hvert seiði er 1 kg. Ég er nú með 328 milljón- ir kg. Eftir eitt ár til viðbótar hafa þorsklingarnir mínir náð að verða 2 kg. Ég er nú með 656 milljónir kg. Ég fyrni um 18% og er þá með 538 milljónir kg. Ég endurtek þetta í 10 ár og er með að þeim tíma liðnum 2,8 milljónir þorska og er hver þorskur 10 kg. Fiski- stofninn minn við Reykjavík er nú 2.800 tonn af 10 ára fiski. Þorsk- arnir mínir voru svo ánægðir í fæðingarorlofinu til Reykjavíkur að þeir komu allir aftur á 2. ári og öll árin eftir það, 5 ára fiskur og eldri var því að stofni 14.000 tonn. Ég magnaði næst upp allar tölur og var með 8.000 hrygnur (8o tonn) og 80.000 hænga (8oo tonn) og fékk þannig á 10 árum hrygn- ingarstofn upp á 563.000 tonn og veiðistofn í Faxaflóa upp á 280.000 tonn. Þetta voru aðgerðir í friðuðu umhverfi. Frá Hafrannsóknastofnun hef ég fengið upplýst að hrygningar- stofninn nú er 440.000 tonn og er veiðistofninn 220.000 tonn. Þetta er árangur af 10 ára friðun þorsks á Islandsmiðum og stingur nokkuð í stúf við aðgerðir mínar í Reykja- vík næstu 10 árin. Ég nota sömu forsendur og áður en skipti upp hrygningarstofni í hænga - hrygn- ur. Þá verða hængar 90% eða 396.000 tonn en hrygnur 44.000 tonn. I samanburði við dæmið frá Reykjavík næstu 10 árin þar sem 80 tonn af hrygnum gefa af sér 563.000 tonn hljóta hrygnurnar í dæminu frá Hafró að vera færri en 44.000 tonn. Hér blasir við sú öm- urlega staðreynd að þorskhrygnur í hrygningarstofni ríkisstjórnar Is- lands eftir 10 ára friðun á íslands- miðum eru innan við 2% af stofnin- um, uppistaðan er því hængar 98%. Þetta er mesta umhverfisslys Islandssögunnar sem hófst fyrir 10 árum með reglugerð um möskvastærð þorskneta. Til- gangurinn þá var að vernda smá- fisk til að veiða síðar en árang- urinn er útrýming hrygnu úr stofninum. Ég hef enga tríí á þvl að sjávar- útvegsráðherra Islands taki þessa grein alvarlega frekar en aðrar sem gagnrýna fiskveiðistjórnun á Islandsmiðum en ég hef meiri trú á borgarstjóranum í Reykjavík og geri mér vonir um að hún sendi umhverfisráðherra bréf og krefjist þess þar að þorskanet verði bönn- uð á svæði sem dregið er með línu frá Gróttu til Kjalarness. Svæðið þar inn af kalla ég Reykjavík. Ef umhverfisráðherra getur bannað rjúpnaveiði á Reykjanesi hlýtur sami ráðherra að geta bannað þorskveiðar í net við fjörur Reykvíkinga. Ég krefst þess að umhverfisráðherra fyrirskipi opin- bera rannsókn á kynskiptingu þorsks í hrygningarstofni á Is- landsmiðum. Látum náttúruna njóta vafans. Hér er of mikið í húfi fyrir Island. GUÐBRANDUR JÓNSSON, þyrluflugstjóri og umhverfisvinur í Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.