Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Föng úr
náttúrunni
MYIVDLIST
RáAhús Reykjavíkur
NYTJALIST ÚR
NÁTTÚRUNNI-
HANDVERK OG HÖNNUN
Opið alla daga á tíma Ráðhússins.
Til 24. september. Aðgangur
ókeypis. Sýningarskrá 400 krónur.
ÞEIR eru margvíslegir framning-
amir í gryfju Ráðhúss Reykjavíkur
og ekki allir þesslegir að tilefni sé að
skrifa sérstaklega um þá, eðlilega
ekki jafnaðarlega um myndverk að
ræða hvað þá gilda myndlist. Við því
er þó ekkert að segja því nákvæm-
lega hið sama er uppi á teningnum í
ráðhúsum erlendis, þar ráða allt
önnur lögmál um val þess sem til
sýnis er hveiju sinni en í hsthúsum
og þarf sérstakt tilefni til að listrýn-
ar blaða geri sér erindi þangað. Sýn-
ingar í ráðhúsum stórborga jafnt og í
menningarmiðstöðum virðulegra
sendiráða geta komið manni mjög á
óvart á hvom veginn sem er, og á ég
hér bæði góðar sem afleitar minn-
ingar um heimsóknir á staðina aust-
an hafs sem vestan, að ekki sé talað
um Ráðhús Reykjavíkur.
Ein þeirra sýninga sem komið
hafa mér einna mest á óvart á staðn-
um, er sýning félagskaparins Hand-
verk og hönnun, sem nú stendur yfír,
verð bara að harma að hafa ekki ver-
ið sneggri á vettvang, sem ekki alfar-
ið er mín sök enda hef ég tekið mér
lengi fyrirhugað smáfrí frá rýnis-
skrifum. Sýnist mér sem flikkað hafi
verið upp á hið hráa rými frá því ég
kom þar síðast og borið hafi verið á
gólfið þannig að aðkoman er ögn
hlýlegri. Þó kann að vera, að upp-
setningin og tréflekarnir undir verk-
unum, svo og þau sjálf, eigi hér
drjúgan hlut að máli og skapi nokkra
sjónblekkingu. Hér hefur það bless-
unarlega skeð að náttúruleg form og
lífræn hönnun hafa tekið völdin í
rýminu um stund, einmitt þau atriði
sem einna mest hafa orðið útundan í
sjálfstæðisbaráttunni og sögu lýð-
veldisins. Er með ólíkindum að ekki
skuli hafa verið hugað meir að þess-
um þáttum í uppbyggingu íslenzkrar
þjóðmenningar og hér risið listiðnað-
arskóli, sömuleiðis sérhannaður
myndlistarskóli, eins mjög og þýðing
þessara stofnana blasir við hjá
frændum vorum á Norðurlöndum,
hvað þá meðal stærri þjóðfélaga.
Listiðnaður malar þar gull eins og ég
í áratugi hef ítrekað fært sönnur á,
og margur miðaldra hönnuðurinn á
starfslaunum ævilangt til að hann
geti einbeitt sér alfarið að sérgrein
sinni. Til eru þeir sem hafa sótt
grunnmenntun sína hingað, þ.e. í
fomámsdeildir Myndlista- og hand-
íðaskóla Islands, sem var! Segir
ófróðum væntanlega hvernig vinna
þessa fólks er metin ytra, jafnvel
þótt skildingarinir fari ekki að rúlla
strax, túrbó jeppamir og sólarlanda-
ferðir ekki í sjónmáli í hvelli, á stund-
um ekki næri strax, því markað-
ssetning hönnunar er flókið mál og
tekur oftar en ekki tímann sinn. Þá
er rétt að vekja athygli á því, að hér
kemur fólk til vinnunnar, en ekki
vinnan til fólksins, sem er mál mál-
anna.
Um þessar mundir eru nákvæm-
lega 32 ár frá fyrstu stóm norrænu
listhönnunarsýningunni í Norræna
húsinu, sem markaði um leið upphaf
reglulegra rýnis- og greinaskrifa um
hönnun í blaðinu. Síðan hefur mikið
vatn runnið til sjávar, framfarir
miklar en þó hefur listhönnun ekki
rótfest sig sem skyldi hér á landi og
má öðru frekar rekja ástæðuna til
þess að sérskóli er enginn og ný-
stofnað safn í geymslurekkum, eins
pg raunar 95% af verkum Listasafns
Islands! Lítið fyrir sjálfstæða þjóð
að hrópa húra fyrir, listir og listíðir
eru nefnilega ekki ytra skreytið á
þjóðfélagstertunni heldur sjálft
deigið og gmnnur hennar, framfarir
ráðast svo ekki af framleiðslueining-
um eins og halda mætti heldur hug-
myndum hinna stóm anda.
Allt þetta er mikilvægt að minna á
varðandi sýninguna í Ráðhúsinu og
það er fleira en brottkast fisks sem
er stóralvarlegt mál, til að mynda
burtkústun verðmæta í þeim fiski
sem landað er sem og frysting skap-
andimannauðs...
Heiðurinn af framkvæmdinni í
Ráðhúsinu, á sem sagt fyrirtækið
Handverk og hönnun, sem nú er til
húsa að Aðalstræti 12, og er afar vel
staðið að verki og hefur sýningar-
stjórinn Birna Kristjánsdóttir unnið
gott verk. Gefin hefur verið út hand-
hæg vel hönnuð og vönduð kynning-
arskrá með myndum af öllum 25, og
verkum þeirra ásamt kynningu og
ferliskrá, þó hefur gleymst að gera
grein fyrir sjálfum verkunum. Og
þótt munirnir njóti sín misvel, nái
ekki flugi eins og til að mynda
gluggatjöldin er falla ekki að hráu
umhverfinu og svo skartgripirnir
sem eru á of háum stöllum mega
Verðlaunaverk Phillippe Ricart, Vatnsberi, jurtalit-
aður ullarflóki.
Þ. Lydía Jósafatsdóttir, Aftur til
upphafsins, hlýraroð.
menn vel við una. Silfrinu þannig
fyrir komið í glerkössum að erfitt er
að átta sig á því, og þó svo mikil prýði
sé að sjálfum stöllunum undir þeim í
uppsetningunni, hér þarf njótandinn
helst að vera í hærra lagi til að fá yf-
irsýn, útilokað fyrir smávaxið fólk og
yngri kynslóðir. Hins vegar njóta
hlutimir á gólfpöllunum sín yfirleitt
vel en í sumum tilvikum hefði verið
æskilegt að hafa þá í mittishæð svo
sem verðlaunaverk Georgs Holland-
er, hvað áhugaverðustu efnistökin
snertir; Vatnskassinn, kistill með
leynilás, rekaviður, línolía og bývax.
Það er erfitt í skoðun, en hins vegar
nýtur verðlaunavek Phillippe Ricard
sín prýðilega enda í réttri hæð. En
þar fyrir geta menn verið ánægðir
með heildina og sumir munir njóta
sín mjög vel, eins og leir- og gler-
verk, svo og púðar og klæði. Einkum
steinleir Guðrúnar Indriðadóttur,
Britu Kristinu Berglund og Mar-
grétar Jónsdóttur, púðar og pullur
Hrannar Vilhelmsdóttur og glerverk
Jónasar Braga og Piu Rakelar
Sverrisdóttur, svo eitthvað sé nefnt.
En það sem meginmáli skiptir er hve
fagmannlega er staðið að verki,
menn beri sýninguna einungis sam-
an við hina stóru framninga í Laug-
ardalshöllinni og Hrafnagili. Þó er sá
samanburður hæpinn, þar sem hér
er í það heila um gagnmenntað fólk í
handíðum að ræða, og svo er form-
og sjónrænni menntun stórlega
ábótavant í almenna menntakerfinu.
Þeirri háskalegu þróun undangeng-
inna áratuga í útlandinu að auk fylgt
eftir í listaskólum, að aírækja grunn-
menntun og líta niður á handverkið.
Inntak og veigur sýningarinnar er
öllu öðru fremur eins og nafnið ber
með sér, að föngin eru sótt til náttúr-
unnar, stoðum rennt undir þýðingu
þess að virkja hið lífræna, það sem
menn hafa í nágrenninu og handa á
millum. Gerviefni höfðu nær útrýmt
náttúrulegum efnum á heimsmar-
kaðnum, sem voru líkust hjáróma
tísti í voldugum kórsöng. Og þótt
margt megi gott um gerviefni segja
leynast ýmsar hættur í þeim fyrir
mannfólkið, sem eru þó smávægileg-
ar í samanburði við úrganginn sem
verður til við framleiðslu þeirra, ban-
vænn fyrir náttúruna og viðsjárverð-
ur fyrir fólkið sem vinnur í verk-
smiðjunum. Þetta allt hefur stöðugt
verið að koma betur og betur í ljós á
undangengnum áratugum og nátt-
úruefni um leið risið upp úr öskustó,
orðið vinsælli og verðmætari. Hér
hefur vörn verið snúið í sókn og þar
sem Island er svo auðugt af náttúru-
efnum, alveg niður í hveraörverur,
væri lag að verja nokkrum milljörð-
um til uppbyggingar listhönnunar,
og mun vitlegra en margar
milljarðafjárfestingar undangeng-
inna ára sem litlu og engu hafa skilað
öðru en tilbúinni og tímabundinni
vinnu. Þá ber að stíla á hágæða-
markað, gera íslenzka hönnun í list-
íðum að eftirsóttu fágæti og setja
fiskinn í heild sinni á stall sem dýr-
asta eðalstein, sem hann og er yst
sem innst, stórauka svo rannsóknir á
ullinni og litun hennar, litum sem
unnir skulu úr íslenzkri náttúru.
Fiskurinn sækir stöðugt á til mann-
eldis, sem hið næringarríkasta og
hollasta sem mannskepnan hefur völ
á, ytra byrði hans svo ekki síður nyt-
samt en húð nautgripa eða skinn-
feldur loðdýra. Hér er opið svið fyrir
frumleika, opið svið fyrir fegurð.
Bragi Ásgeirsson
Jóanes Nielsen vinnur fær-
eyska leikritasamkeppni
FÆREYSKA skáldið Jóanes Niel-
sen hlaut fyrstu verðlaun fyrir
leikritið „Eitur nakað land week-
end?“ sem á íslensku útleggst
„Heitir nokkurt land helgi?“, í
leikritasamkeppni sem Leikpallur
Fproya, samstarfsvettvangur leik-
félaganna í Færeyjum, stóð fyrir.
Aðeins voru veitt ein verðlaun,
100.000 færeyskar krónur, eða sem
svarar ríflega einni milljón ís-
lenskra króna.
í fréttatilkynningu segir að leik-
listarsaga Færeyja sé að mestu
óskrifuð en elstu þekktar heimildir
um sjónleikahald séu frá árinu
1782 og tvö fyrstu færeysku leik-
ritin hafi verið sviðsett 1889. Líf-
legt áhugastarf hafi, líkt og á ís-
landi, fætt af sér atvinnuleikhúsið
Grímu, sem komið sé á nokkuð
traustan grundvöll með stórbættri
aðstöðu í gömlu mjólkurstöðinni í
hjarta Þórshafnar.
Til að örva innlenda leikritun var
í ár efnt til leikritasamkeppni. Alls
Ljósmynd/Georg L. Petersen
Jóanes Nielsen
bárust níu verk í keppnina og
þykja þau öll sýningarhæf, sem tal-
inn er einstakur árangur í sjálfu
sér.
Dómnefnd skipuðu
þau Olaf Johannessen,
leikari við Konunglega
leikhúsið í Kaup-
mannahöfn, Vár
Jacobsen dramatúrg
og Helga Hjörvar, for-
stjóri Norðurlanda-
hússins í Færeyjum.
Jóanes Nielsen er
fæddur árið 1957.
Hann er einkum
þekktur sem ljóðskáld
og þjóðfélagsgagnrýn-
andi, en hefur auk sex
ljóðabóka gefið út
tvær skáldsögur og
eitt smásagnasafn.
Hann hefur þrisvar
verið tilnefndur til
Bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs, síð-
ast árið 1999. Jóanes var á Islandi
árið 1975; reri þá frá Patreksfirði
hjá útgerð Jóns Magnússonar, en
var einnig í fiskvinnu í landi.
Jóhanna Ósk Valsdóttir mezzósópran og Krystyna Cortes pianóleikari.
Jóhanna Ósk Vals-
dóttir í Salnum
JÓHANNA Ósk Valsdóttir mezzó-
sópran heldur söngtónleika ásamt
Krystynu Cortes píanóleikara, í
Salnum f kvöld, þriðjudagskvöld,
kl. 20.
Á efnisskránni eru m.a. verk eft-
ir Grieg og Brahms, fslensk söng-
lög og aríur.
Jóhanna Ósk Valsdóttir er fædd í
Reykjavík 1972. Jóhanna lauk námi
við óperudeild Tónlistarháskólans í
Stuttgart í júlí siðastliðnum og
heldur aftur til Stuttgart í haust og
þá til náms í Ijóðadeild sama skóla,
auk þess sem hún hyggst reyna fyr-
ir sér í þýskum óperuheimi.
Miðasalan er opin alla virka
daga frá kl. 13-18 og tónleikakvöld
til kl. 20. Um helgar er miðasalan
opnuð klukkustund fyrir tónleika.