Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 I I I I I I I I strax að þetta orð passaði ekki um Bryndísi frænku. Hún var alls ekki dáin heldur aðeins farin frá jörðinni. Hvernig átti svona góð og jákvæð manneskja skyndilega að vera kom- in í eitthvað sem enginn gæti lýst öðruvísi en ef til vill einhverju tómi, engri tilveru eða hvað? Því hún Bryndís okkar var alltof lífsglöð, kraftmikil, heilbrigð og full af áhuga á tilveru og líðan annarra til að bara yfirgefa okkur svona eins og ekkert hefði í skorist. Eg vissi um leið og ég grét í símtalinu til Aslaugar að aldrei, aldrei myndu minningarnar afmást, aldrei myndi hún vera burtu í eitt skipti fyiir öll heldur horfin í eilífðina. Þar sem tvíburasystir hennar hefur verið allan tímann, þar sem svo margir kæiir okkur hvíla orðnir heilir að nýju og lausir undan líkamlegu og andlegu álagi jarðartilvistarinnar. Jafnvel þótt ég aumkaði sjálfa mig fyrir að það var á leiðinni í afmælið mitt sem Bryn- dís hafði dottið og annar fóturinn bólgnað og hún þess vegna verið lögð inn á spítala, þaðan sem hún átti ekki afturkvæmt. Áslaug hugg- aði mig og sagði mér að það hefði ekkert með veikindi Bryndísar að gera þótt hún hefði dottið á gang- stétt og ég vissi að það var rétt. Við vorum búnar að bralla svo margt saman, frænkumar. Og það er tiltölulega stutt síðan hún missti máttinn í fótunum og gat ekki verið ein heima hjá sér lengur, hvað þá heldur keyrt bílinn sinn, né farið í ferðalög. Að vísu hafði hallað undan fæti síðustu árin, Bryndísi frænku var hætt að langa til að fara í ferða- lög eða gera annað það sem hún hafði sem mest gaman af forðum: Fara hjólandi, keyrandi eða gang- andi í vinnuna á Drafnarborg, fara í ferðalög eriendis eða heima, fá heim- sókn eða fara í heimsókn, fai-a í leik- hús, ganga í bæinn, fara á samkomur hjá KFUM eða Kristilegu félagi heU- brigðisstétta, yfirleitt að vera á ferð- inni til að njóta lífsins, tala við fólk, heyra hvernig öðrum liði, gefa heil- brigð ráð og hlýða á ráð annarra, hlæja, spjalla og gaspra endalaust. Og alltaf endaði allt með góðri máltíð heima hjá henni, eða öðram eða á veitingahúsi. Það var eiginlega eng- inn endir á því sem hægt var að finna upp á tU að gera með henni. Eg gleymi því aldrei þegar við einu sinni ákváðum að fara á Hótel Sögu að kvöldi til og líta á mannlífið. Það skipti engum togum, þaraa sem við sátum við borð í Súlnasalnum streymdi fólk að borðinu stöðugt allt kvöldið til að heilsa upp á Bryndísi. Hún hafði fóstrað rúmlega þrjá ætt- liði á Drafnarborg. Og hún þekkti tU svo til allra íbúa í Vesturbæ Reykja- víkur. Þetta var dásamleg kvöld- stund og hún skemmti sér konung- lega og spjallaði og hló. En bestar vora stundirnai1 með Bi-yndísi ásamt börnunum úr hvei'finu inni á heimUi hennar í Sörlaskjóli. Þá var sko ekki vandi að fá gleðina í gang! Börnin fengu liti, blýanta, blöð, leir, eða nál- ar, marglita grófa þræði og fleh-a til að vinna með og fyrr en varði vora allir orðnir hljóðir og uppteknir við að vinna. Hún var einstakur bama- leiðtogi og sérstaklega það að hún þvingaði aldrei neitt barn til að gera það sem hún vildi, allir fundu að það var allt í lagi að hætta við verkefnið og fara að lesa bók eða út að leika sér. Bryndís tók allt til greina og leyfði öllum að njóta sín á sínum for- sendum. Einu sinni fóram við á barnaleikrit í Þjóðleikhúsinu ásamt barnabarni mínu. Á leiðinni út úr leikhúsinu tók stráksi til við að hlaupa og ætluðum við aldrei að ná honum. Hann grét sáran yfir að fá ekki að hlaupa um Þjóðleikhúsið og hélt áfram að gráta í leigubílnum á leiðinni heim. Við keyrðum meðfram höfninni í miðbæ Reykjavíkur. Aki-a- borgin vai- þá að sigla yfu- Faxa- flóann áleiðis til Akraness. Bryndís hrópaði: „Ólafur Öra, sérðu stóra skipið, eigum við að fara að sigla bm-t með svona skipi?“ Ólafur Órn hætti snarlega að gráta og horfði forvitnislega á siglingu skipsins gegnum gluggann og fór að spjalla við frænku um ferðalagið. Þá kenndi hún mér að besta ráðið út úr sorg barns, að minnsta kosti, er að fá at- hyglina eitthvert annað og það snar- lega. Fyrstu kynni mín af frænku voru þegar ég var með elsta barn mitt á gangi í Vesturbænum í Reykjavík og hún kom lallandi með alpahúfuna á höfðinu og í frakkanum með aðra hönd í vasanum í áttina frá Drafnar- borg eftir Öldugötunni og stansaði hjá mér. „Já, hér er mamma og barn sem era róleg og líður vel sam- an og engin þörf á leikskólavist." Mér fannst hún mjög forvitnileg manneskja, hún frænka. Seinna setti ég eldri dóttur mína á leikskól- ann til Bryndísar og ég gleymi ekki hversu hún undi sér vel þar þótt vistin yrði ekki löng. Það var ein- göngu vegna þess að Bryndís var helguð starfi sínu og elskaði að gera andrúmsloftið hlýlegt og jákvætt. Dóttir mín getur aldrei gleymt þeg- ar Bryndís var að kenna henni að vefa, stóð hjá henni og fylgdist með hvernig hún setti saman litina og hversu áhugi hennai- var mikill og lifandi á því sem barnið var að gera. Seinna hafði ég þörf fyrir vinnu hjá Bryndísi og var þá með yngri dóttur mína með mér á leikskólanum, þar sem Bryndís stjórnaði meðan hún hafði aldur til, á Dranfarborg. Það var skemmtilegur og tilbreytinga- ríkur vinnustaður, af því að Bryndís var við stjórnvölinn. Bryndís fann alltaf upp á einhverju nýju hvern einasta dag, að fara út að ganga, fara inn og lesa, borða, lita, leira, vefa, leika sér, út aftur. En ógleym- anlegar verða alla tíð jólaskemmt- anirnar á Drafnarborg. Þá skúruð- um við og skreyttum gamla, góða húsið við Drafnarstíg. Og síðan var foreldrum boðið ásamt börnum sín- um til jólaboðsins. Og Bryndís hafði sjálf bakað tertur, smákökur og alls kyns jólaskreytingar. Fyrir utan allt það jólaskraut sem börnin höfðu gert sjálf og var til skrauts um alla veggi og borð. Og hversu yndislegt það var að vera komin saman með fjörkálfunum okkar í sparifötunum, sitjandi við kertaljós og hlustandi á helgisögur og syngjandi söngva með undirspili á gítar og hlustandi á hljóðfæraleikara, sem hafði verið boðið í heimsókn, spila einleik. Bryndís var fyrsta fóstran á Is- landi sem nam erlendis og það var í Danmörku sem hún lærði fóstru- fræðin. Það var dásamlegt að skreppa með henni í bæinn í ein- hverja stóra bókaverslun og finna barnabækur með mörgum fagur- lega lituðum teikningum, mest frá Danmörku. Þá var lítið um íslenskar barnabækur og Bi-yndís hafði ósegj- anlega fínan bókakost fyrir börnin sem gistu á Drafnarborg. Bryndís hlaut íslensku Fálkaorðuna fyrir störf sín sem barnfóstra og var hún sannarlega vel að henni komin. Hún vildi aldrei tala um Fálkaorðuna. Tíminn leið og leiðir skildi, en alltaf héldum við hópinn. Við hitt- umst í afmælisboðum, á samkom- um og fórum oft saman í ferðalög um landsbyggðina þar sem hún keyrði bíl síðustu árin. En ógleym- anlegar eru mér líka stundarnar með henni í Sörlaskjólinu eftir að mamma mín dó. Þá var hún mér eins og besta móðir. Ég sat oft hjá henni á laugardagskvöldum og við horfðum saman á sjónvarpið, lás- um upphátt hver fyrir aðra úr góðri þók eða úr Biblíunni, skoðuð- um myndabækur og fjölskyldu- albúm. Og aldrei vantaði uppörv- andi, jákvæð ráð frá henni. Það var eins og hún yrði aldrei gömul eins og annað fólk. Hún átti ekki til öf- undsýki eða frekju, hún hló oft að því sem öðrum fannst alvarlegt. Það var þess vegna, þegar hún var lögð inn á spítalann, eins og hún færi þangað aðeins í stutta innlögn vegna smámeiðsla á fæti. Blessuð sé sú minning og sú hressa, hlýlega og sterka mynd sem hún skilur eftir í hugum okkar allra. Ég hef hugsað mikið um það síðan hún fékk kallið hversu mikilvægt það sé að vera kátur og hress meðan lífið hér á jörðinni varir og sérstak- lega ekki að láta annað fólk buga sig, að segja hvað okkur býr í brjósti á hreinskilinn og um leið hlýlegan hátt sem Bryndís kunni svo vel. Jesús og englarnir hans veri með þér í himnaríki hjá systur þinni og mömmu og pabba, elsku ástkæra frænka mín. Valgerður Þóra Benediktsson. + Ólafur Sverrir Ól- afsson fæddist í Reykjavík 11. októ- ber 1925. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 31. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Sæ- mundsson, f. 14. júnf 1886, d. 6. júní 1953 og Jónína Hansdóttir, f. 27. febrúar 1886, d. 26. aprfl 1970. Ólafur átti tvö alsystkini og sjöhálfsystkini. Ólafur kvæntist, 28. júlí 1950, Brynhildi Vagnsdótt- ur frá Látrum í Aðalvík, f. 2. júní 1925, d. 17. nóvember 1980. Börn Ólafs og Brynhildar eru: 1) Jakob, f. 18. aprfl 1950, maki Steinunn Theódórsdóttir, f. 15. ágúst 1950, börn þeirra eru Brynhildur, f. 6. október 1972, Steinuim Ingibjörg, f. 6. október 1976 og Ólafur Sverr- ir, f. 10. nóvember 1981.2) Jón Val- geir, f. 25. nóvember 1960, maki Kristín Elva Bragadóttir, f. 28. febrúar 1962, böm þeirra eru Stef- án Þór, f. 17. júní 1986 og Steinar, f. 25. janúar 1992. 3) Jóhannes Ól- afur, f. 28. febrúar 1965, sambýlis- Elsku pabbi minn! Það eru margar minningar sem koma upp í hugann núna þegar þú ert farinn. Það eru allt minningar sem gefa okkur svo mikið. Þetta era minning- ar um hvað þú reyndist okkur alltaf vel. Þú fékkst að finna fyrir erfiðum tímum, sérstaklega þegar mamma veiktist og þú þurftir að hugsa einn um þrjá óþekka stráka. Alltaf varst þú samt jákvæður og horfðir fram á við og gerðir allt sem þú gast til að okkur liði vel. Ég man t.d. þegar ég var 11 ára, þá fékk ég fyrst að keyra bflinn hjá þér úti á flugvelli og svo um hverja helgi þangað til ég var 17 ára, fóram við út á flugvöll að keyra, þetta gaf mér svo mikið. Svo varð ég 17 og þá var keyptur bfll og alltaf voru þetta einhverjar draslur sem ég átti fyrst um sinn, en ekki þurfti að spyrja að því að fá þína hjálp í bílaviðgerðum. Við tóku helgamar í Vélamiðstöðinni í bflaviðgerðum. Ég gleymi því aldei þegar ég lenti út af brautinni í mínu lífi að þú sagðir við mig: „Ég veit að þú átt eftir að standa þig“ og þú stóðst eins og klettur við hlið mér. Það bjargaði mér að eiga þig að og að geta alltaf leitað til þín, pabbi minn. Við Hildur voram að rifja það upp um daginn að þegar Karen var fjög- urra ára og von var á Brynhildi í heiminn fljótlega og Hildur lá inni á spítala, þá passaðir þú Karenu á daginn og þegar ég kom svo og sótti hana þá fórst þú upp á spítala að heimsækja Hildi og oft tókstu eitt- hvað með til að færa henni. Karen talar enn um þennan tíma, því henni fannst svo gaman að fara með þér í Húsdýragarðinn og yfirleitt á hverj- um degi. Þegar við keyptum húsið okkar fyrir þremur áram þá komst þú til mín í nokkra daga og hjálpaðir mér mikið. Við lögðum teppi, máluðum og fleira. Ég man vel hvað það var gott að fá þig heim og læra af þér. Þú sagð- ir við mig: „Vandaðu þig alltaf með það sem þú gerir því þá verður þú ánægður.“ Eg hugsaði mikið um þetta í sumai- þegar ég var að smíða sólpallinn heima og ég hlakkaði mikið til að sýna þér hann, en þú náðir því miður ekki að koma að skoða hann, kannski ertu búinn að því núna. Það eru líka góðar minningar pabbi minn frá öllum helgunum þegar kíkt var til ykkar Sóleyjai- og þú bakaðir frægu góðu vöffiurnar þínar. Þér fannst alltaf svo gaman að fá okkur í heimsókn og tókst svo vel á móti stelpunum mínum. Eg vil bara þakka þér pabbi minn fyiir hvað þú reyndist mér og fjöl- skyldunni minni vel. Ég verð duglegur að segja bömun- um mínum frá því hvað afi þeirra var góður. Þú varst svo mikil bamagæla. Takk fyrh- allt sem þú gerðir fyrir kona Ingveldur Páls- dóttir, f. 1. október 1966, börn þeirra eru Ólafía, f. 31. maí 1995 og Einar Páll, f. 10. ágúst 1998, fyrir á Jóhannes Ástu Þór- unni, f. 19. septem- ber 1984. 4) Borgar Vagn, f. 3. desember 1967, maki Hildur Eyjólfsdóttir, f. 17. febrúar 1976, barn þeirra er Brynhildur Dóra, f. 20. október 1995, fyrir á Borgar Karen, f. 1. september 1991. _ Hinn 1. júlí 1988 kvæntist Ólafúr eftirlifandi eiginkonu sinni, Sól- eyju Tómasdóttur, f. 25. nóvember 1930. Ólafur lærði rennismíði hjá Vélsmiðjunni Héðni, hann starfaði ávallt við rennismíði, m.a. hjá Vélsmiðjunni Hamri, Vegagerð- inni og Vélamiðstöð Reykjavíkur- borgar. Ólafur var einn af stofn- endum knattspyrnufélagsins Þróttar. Útför Ólafs fer fram frá Lang- holtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. mig, pabbi minn. Þinn sonur, Borgar. Átta ár era ekki langur tími en svo mörg era árin sem ég hef þekkt hann tengdapabba minn. Betri tengda- pabba hefði ég ekki getað fundið. Það era margar minningar sem leita í hugann nú þegar þú ert farinn. Minn- ingar um góðan mann og alveg sér- staklega góðan afa. Afi var mikil bamagæla og alltaf að' syngja og tralla með afabörnin sín. Það er svo margt sem er mér minn- isstætt eins og þegar við Borgar gift- um okkur að þá vildir þú ekkert að við væram að leigja handa þér smóking, þú ættir svo fín jakkaföt og þú gætir nú alveg notað þau. Þú vildir nú ekki að við værum að hafa neitt fyrir þér. Það var ekki fyrr en við útskýrðum að þú yrðir úr takt við hina að þú sam- þykktir að vera í smóking. Þú hefur alltaf verið mér svo góður. Hefur alltaf stutt okkur í öllu sem við höfum tekið okkur fyrir hendur. Mér fannst svo gaman að því þegar þú komst og varst hjá okkur í nokkra daga eftir að við keyptum húsið. Það var sama hvað ég var með í matinn handa okkur að alltaf fannst þér vera veisla og þú grínaðist með að þú myndir nú fitna um nokkur klló héma hjá mér. Þú vildir hafragraut á morgnana og svo tókstu afganginn af honum og hrærðir honum saman við skyr í hádeginu. Þetta fannst mér svo mikil nægjusemi. Það nægði þér að fá hafragraut og kók. Þú vildir aldrei bruðla með neitt. Þú varst svo góður við Karenu og Brynhildi. Brynhildur er ung og man ekki mjög langt aftur í tímann. Hún man þó eftir fína þríhjólinu sem þú gafst henni í afmælisgjöf þegar hún var tveggja ára og eftir svuntunni sem þú málaðir og gafst henni í af- mælisgjöf núna síðast. Þegar ég lá á meðgöngudeildinni varst þú svo duglegur að heimsækja mig og mér þótti svo vænt um það. Þegar Brynhildur var svo loksins fædd að þá vildi hún vaka á nóttunni og sofa á daginn og þá taldir nú ekki eftir þér að sækja Karenu á morgn- ana og passa hana og fara svo með hana í leikskólann eftir hádegið svo að ég gæti sofið. Þér var alltaf svo um- hugað um okkur. Vildir alltaf fá að vita hvernig gengi hjá okkur, hvemig mér gengi í skól- anum og nú síðast í vinnunni. Þú varst með þetta allt á hreinu og fylgdist með hjá öllum þó þú værir orðinn mikið veikur undir það síðasta. Þú varst alltaf tilbúinn að gera allt fyrir alla. Að leiðarlokum við ég þakka þér allt sem þú gafst af þér og leyfðir okkur að njóta. Þín tengdadóttir, Hildur. ÓLAFUR SVERRIR ÓLAFSSON Elsku tengdapabbi. Mig langar að kveðja þig með örfá- um orðum. Ég gleymi aldrei þeim degi þegar ég hitti þig í fyrsta sinn, yngsti sonurinn var þá nýfæddur, of#* ykkur vantaði bamapíu. Jakob spurði mig hvort ég vildi aðstoðaviðaðpassa litla bróður. Ég man hvað ég kveið mikið fyrir, ég var með hnút í magan- um allan daginn, en auðvitað reyndist sá ótti ástæðulaus, því betri tengda- foreldra hefði ég ekki getað hugsað mér. Þið tókuð mér opnum örmum. Þegar Brynhildur, elsta dóttir okk- ar, fæddist, varð hún strax sólargeisl- inn í lífi ykkar, þó að þið ættuð sjálf fyrir þijá unga syni. Það er ekki hægt að segja að lífið hafi farið um þig mjúkum höndum. Þegar tengdamamma veiktist vai\sffc þú bæði fyrirvinna og húsmóðir. Ég skil ekki enn í dag hvemig þú fórst að þessu aleinn. En þér tókst að koma drengjunum þínum til vits og ára. Ef einhver ætti skilið riddarakrossinn, þá værir það þú. Eftir mörg erfið ár varðst þú svo lánsamur að kynnast seinni konunni þinn, Sóleyju Tómasdóttur, hún hjálpaði þér að finna trúna á lífið. Það var okkur mikil gleði að sjá þig ham- ingjusaman á ný. Þið vorað alveg ein- stök saman. Svo þegar þú veiktist fyr- ir tæpum þremur áram reyndist hún þér einstaklega vel og stóð eins og klettur við hlið þér allan tímann og gafst aldrei upp þótt á móti blési. Ég kveð þig elsku tengdapabb^*' með miklum söknuði og þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér. Ó, Jesús bróðir besti ogbamavinurmesti, æ, breið þú blessun þína ábamæskunamína. Þín Steinunn (Unna). Elsku afi minn! Þú varst alltaf svo góður við mig. Fórst oft með mig í húsdýragarðinn og ég fékk alltaf aáb - fara í bflana þar. Þú fórst líka með mig á rólóinn hjá þér að leika og líka út í búð. Stundum fékk ég líka að gista hjá þér. Mér finnst svo leiðinlegt að þú sért dáinn og að við forum ekki meira saman í húsdýragarðinn. Núna ertu hjá Guði og þá ertu hættur að vera veikur. Ég sakna þín mikið. Þín Karen. Þegar systir okkar Sóley kynntist Ólafi S. Ólafssyni og síðai- giftist var það mikið gæfuspor. Bæði höfðu þau misst maka sína langt um aldur fram. Sóley hafði búið í húsi þar sem þijár kynslóðir bjuggu saman frá því að hún missti mann sinn. Inn í þennarf— hóp blandaði Ólafur geði og féll vel inn í hópinn. Þegar við kynntumst Ólafi tókum við fljótt eftir því að eitthvað var að öðram fætinum. Ástæða þess var sú að hann var á Súðinni þegar Þjóðverj- ar réðust á hana í stríðinu. Hann fékk mörg skot í sig og munaði minnstu að hann misti fótinn. En þessi örkuml bar hann með reisn alla ævi. Ólafur var iðnaðarmaður, réttara sagt jámsmiður eða rennismiður, að mennt. En hann var alls ekki í verk- þekkingu bundinn við þröngt svið. Hann var þúsund þjala smiður og hjálpsamur með eindæmum. Hann var alltaf tilbúinn að hjálpa til. Ólafur var gamall Holtari eins og viij>— Skerfii-ðingai- kölluðum íbúa Gríms- staðaholts. Ólafur ólst upp á Holtinu en við systkinin í Skeijaíirðinum. Þar á milli vora mikil tengsl vegna sameigin- legs skóla. Oft fúrðuðum við okkur á hve þóslifandi þessi æskutími var í huga hans. Mundi hann vel eftir systk- inahópi okkar. Ólafur var einstaklega glaðlegur og þægilegur maður. Alitaf með spaugsyrði á vör. Þegar böm voru annarsvegar löðuðust þau að honum, vai- oft hópur í kringum hann og glatt á hjalla. Síðastliðin tvö til þrjú ár hafa veri£u erfið fyrir Ólaf og fjölskyldu hans. * afur fékk slag í tvígang og hafði hon- um hrakað mjög síðastliðið ár. Ólafur var einstakur gæða maður og var jafnræði milli hans og systur okkar Sóleyjar. Við sendum Sóleyju, sonum hans og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Jens, Margrét, Haukur og Fjóla. 4P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.