Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Til efstu þrepa Parnassum KAMMER- TÖNLEIKAR Bilstaðakirkja Eþos-kvartettinn flutti verk eftir Helga Pálsson, Beethoven og Brahms. Sunnudaginn 10. september. UPPHAF 44. starfsárs Kamm- ermúsíkklúbbsins hófst sl. sunnudag með tónleikum í Bústaðakirkju og var það Eþos-kvartettinn sem lék „Tilbrigðakvartettinn“ eftir Helga Pálsson, „Muss es sein“-kvartettinn op. 135 eftir Beethoven og a-moll-kvartettinn op 51. nr. 2 eftir Brahms. Eþos-kvartettinn skipa Auður Hafsteinsdóttir, Gréta Guðna- dóttir, Guðmundur Kristmundsson og Bryndís Halla Gylfadóttir. Fyrsta verkið, strengjakvartett eftir Helga Pálsson, mætti sem best kalla „Tilbrigðakvartettinn", því form hans eru tíu tilbrigði og fúga en frum tilbrigðanna er eigið stef tón- skáldsins, sérkennilegt og á köflum „modalt", þ.e. ber svip af kirkjutón- tegundum, og óvenjulegt að því leyti til að það er ekki í sönglagastíl, eins og þau stefin sem oftast eru notuð til tilbrigðagerðar. Stefið er frekar dulið og gefur því ýmsa möguleika til úr- vinnslu. I verkinu getur að heyra ljóðræna útfærslu, skemmtilegar og lipurlega samdar skreytilínur, hryn- ræna skerpu og margbreytileika í styrk og blæbrigðum, svo að verkið í heild er skemmtilegt áheyrnar. Fúg- an í lokin er helst til átakalítil og eins og fúguformið haldi aftur af Helga. Þetta skemmtilega verk var mjög vel flutt og lögðu flytjendur áherslu á andstæður í tónferli, styrk og blæ- brigðum, er hélt áhuga hlustenda. Annað verkið á efnisskránni var síðasti kvartett Beethovens, op. 135 í F-dúr, verk sem margir hafa velt vöngum yfir og telja að Beethoven hafi talið sig vera að segja sitt síðasta orð, enda skrifaði hann fyrir aftan lokastrikið „síðasti kvartettinn". Þrátt fyrir þetta er verkið ekki sorg- legt en upphafið og tært, alveg sér- staklega í lokakaflanum, þar sem höfundurinn ritar við tvær tónmynd- ir spurninguna „Muss es sein?“ og síðan staðhæfinguna „Es muss sein!“ Þeir sem hvað ákafast hafa dáð síð- ustu kvartetta meistarans telja að tónferli þeirra búi yfir merkingu sem sé á mörkum hins orðlega skilnings, á miðlínu þess öngstigis er skilur að líf og dauða. Verkið var mjög fallega flutt, fyrsti kaflinn, sem er einstæður stefjaleikur, var leikandi og sérlega skýr en nokkurt ójafnvægi einkenndi helst til hægt leikinn „vivace“-kafl- ann og þar var inntónunin (inton- ation) ekki í góðu jafnvægi, þar sem tónninn á efsta tónsviðinu var á köfl- um nokkuð sár hvað snertir tónstöðu. Hægi kaflinn var fallega leikinn en eins og í fyrsta kaflanum leikur Beet- hoven sér á meistaralegan máta að leitandi smástefjum og var þessi fíngerði kafli einstaklega vel leikinn. Sama má segja um lokakaflann, sem hefði mátt vera glaðlegri, því vel má skilja tónmálið svo, að Beethoven sé í raun glaður, því yfir því ríkir einstak- ur tærleiki. Þessi tærleiki og birta er með ýmsum hætti mjög áberandi í síðustu verkum meistarans, sem margir skilja sem einskonar upp- hafningu og sátt. Þrátt fyrir að Brahms leitaði sér fyrirmynda í Beethoven voru þeir mjög ólíkir persónuleikar og t.d. var Brahms sérlega óöruggur um sjálfan sig sem tónskáld og var sífellt að leita ráða hjá vinum sínum og að breyta og endurvinna verk sín. Beethoven fór ekki að ráðum neins, ekki einu sinnj Haydns, og var viss um eigið ágæti. í sama máta sem lífssýn Beethovens verður bjartari varð tónmálið, þó með nokkrum undantekningum, dekkra er á leið ævina hjá Brahms. A-moll-kvartettinn op. 51. nr. 2 hefst á sérlega alvarlegum fjTsta þætti, er fær enn dapurlegra svipmót í hæga þættinum, þar sem heyra mátti fal- legan víxlleik fiðlu og sellós, þar sem Bryndís Halla lék aldeilis fallega sína sóló. Aðeins verður bjartara yfir í menúett-þættinum en þar getur að heyra tindrandi fagrar tónlínur, sem voru sérlega fallega mótaðar. Loka- kaflinn er tveggja stefja Rondó, sem jafnvel ber í sér ungverka tilfinninga- semi, glæsilegt verk, sem var leikið af ungæðislegum ákafa og þrótti. í heild voru þetta góðir tónleikar og Eþos- kvartettinn er á góðri leið, enda gott og vel kunnandi tónlistar- fólk er skipar kvartettinn og munu þau efalaust, er fram líða stundir, ná til efstu þrepanna upp til Pamassum. Jón Ásgeirsson Vox Feminae í kórakeppni í Vatikaninu Nýjar bækur • NÁMSEFNI fyrir tónlist- arskóla eftir Þóri Þórisson er sniðið að nýrri aðalnámskrá tónlistarskóla (2000). Þar er lögð áhersla á hlustun og al- menna tónlistarþekkingu nemenda. Efnið skiptist í þrjú hefti. í því fyrsta læra nem- endur að heyra og skilja frumtúlkunarþætti tónlistar. Annað heftið segir sögu vest- rænnar tónlistar frá endur- reisn til 20. aldar í stuttu máli og tekin eru dæmigerð tón- verk frá hverju tímabili grein- ingar. í þriðja heftinu verður leitast við að gera djass, popp og heimstónlist nokkur skil. Áherslan er á stfllæsi og virkt nám. I námsefninu er hverju atriði fylgt eftir með æfing- um, hlustunarverkefnum, lestrarspurningum og smá- hópaverkefnum. Þórir Þórisson er doktor í tónlistarkennslufræði og kennir við tónmenntakenn- aradeild Tónlistarskólans í Reykjavík. Hann kenndi um árabil tónlistaráfanga við listadeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti og var einn af höf- undum aðalnámskrár tónlist- arskóla. Útgefandi er menntamálar- áðuneytið. Heftin eru 44-45 blaðsíður að lengd, prentuð hjá Offsetfjölritun hf. og fást í Tónastöðinni. Lýsingu á efni hvers heftis má íinna á vef- fangi http://www.ismennt.is/ not/thoris/kennsla.html. KVENNAKÓRINN Vox Feminae er nú að hefja sitt 8. starfsár, en hann var stofnaður haustið 1993. Aðalstjómandi frá upphafi hefur verið Margrét J. Pálmadóttir, og einnig hafa Arnhildur Valgarðsdótt- ir, Rut Magnússon, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Sibyl Urbancic og Svana Víkingsdóttir unnið með kórn- um. Kórinn er nú að ljúka upptökum á geisladiski og _er hann væntanlegur seinna í haust. I kórnum starfa nú um 40 konur. Um miðjan nóvember nk. mun kór- inn halda í sína fyrstu kórakeppni, en hann hefur fengið inngöngu í VII. Al- þjóðlegu kórakeppnina í kii'kjulegri tónlist sem haldin er í nafni tón- skáldsins Giovanni Pierluigi Da Pal- estrina í Vatikaninu í Róm. í keppninni mun kórinn flytja tvö verk eftir Palestrina og eitt verk að eigin vali og hefur tónskáldið John Speight samið kirkjulegt verk „Beat- us Vir“ sérstaklega fyrir Vox Fem- inae og Margréti Pálmadóttur sem kórinn mun flytja í keppninni. Listaverk í MK FJÖGUR Iistaverk hafa verið af- hjúpuð í Menntaskólanum í Kópa- vogi. Á haustdögum 1999 fór fram boðskeppni um gerð listaverka í húsnæði Menntaskólans í Kópavogi. í undirbúnings- og dómnefnd voru tilnefnd, ásamt skóiameistara, Benjamín Magnússon, arkitekt skóians, og Guðbjörg Kristjánsdótt- ir, listfræðingur og forstöðumaður Gerðarsafns. Sjö listamönnum var boðið að taka þátt í keppninni skv. útboðs- og verklýsingu undirbúningsnefnd- ar. Sex tillögur bárust og voru valin fjögur verk eftir jafnmarga lista- menn. Verkin eru: „Pendúll hússins" eftir Brynhildi Þorgeirsdóttur. Verkið er sérslípaður glerpend- úll um 100 kg að þyngd sem hangir í sjö metra streng úr þakglugga skólans. „Uppköst" eftir Kristin E. Hrafnsson. Verkið er uppköst eða drög þekktra listamanna að verkum sín- um sem eru stækkuð upp og útfærð í lágmyndir. Um er að ræða tíu iistaverk sem skorin eru út í mis- stórar álplötur. „Ur myndasafni Islendinga- Listamennirnir Brynhildur Þorgeirsdóttir, Þór Vigfússon, Birgir And- résson og Kristinn E. Hrafnsson ásamt skólameistara, Margréti Frið- riksdóttur, og Sverri Kristinssyni, formanni Listskreytingarsjóðs. sagna“ eftir Birgi Andrésson. Verkið eru átta mannlýsingar úr Islendingasögunum þrykktar með silkiprenttækni á rafbrenndar ál- plötur. „Teningur og spegill" eftir Þór Vigfússon. Verkið er hangandi teningur og spegill á vegg í gulum, rauðum og bláum lit. Andrew Paul Holman. Orgeltónleikar Langholtskirkju ANDREW Paul Holman heldur tónleika á Noack-orgel Langholts- kirkju næstkomandi þriðjudags- kvöld kl. 20. Andrew Paul Holman útskrifaðist frá Luther College (BA) í Decorah, Iowa, og New England Conserva- tory (MM) í Boston þar sem hann lagði stund á semballeik og sérhæfði sig í upprunalegum flutningi á eldri tónlist. Holman hefur verið virkur sem orgel- og semballeikari og hef- ur spilað á tónleikum víða um Bandaríkin og á Norðurlöndum Hann r orgelkennari við Háskól- ann í Massachusetts í Boston og síð- an 1989 hefur hann verið tónlistar- stjóri við Harvard-Epworth meþódistakirkjuna í Cambridge, Massachusetts þar sem hann stjórn- ar kirkjukórnum og sér um hið sögufræga 1893 Hutchings orgel. Efnisskrá tónleikanna er eftirfar- andi: Dieterich Buxtehude (1637- 1707), „Preludium i G Mol“, BuxWV 149, Niels W. Gade (1817-1890), „To Koralpreludier Af Hoiheden oprunden er Hvo ikkun lader Herr- en ráde“, Kjell Mork Karlsen (fæddur 1947), Partita: „Se solens skjonne lys og prakt Innledning" - „Ostinato“ - „Krumhomkvartett" - „Passacaglia facile“, Koral Daniel Pinkham (fæddur 1923), „Saints’ Days“ - „Dýrlingadagar“ (tólf prelúdíur fyrir orgel), Johann Seb- astian Bach (1685-1750), „Prelud- ium og Fuge in C Dur“, BWV 547. ------------------ Tónleikaröð Selfosskirkju HAUKUR Guðlaugsson, söngmála- stjóri þjóðkirkjunnar, verður við orgelið í Selfosskirkju í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30. Meðal verka á skránni er prelúdía og fúga í D-dúr eftir J.S. Bach, en annars leikur Haukur mörg smærri en vel þekkt verk ýmissa höfunda og er þau öll að finna í nýútkomnum orgelskóla sem flytjandinn, Haukur Guðlaugsson, hefur tekið saman. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.