Morgunblaðið - 12.09.2000, Page 20

Morgunblaðið - 12.09.2000, Page 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LÍN og Form.is semja um rafræna skráningu á Netinu Þjónusta við námsmenn allan sólar- hringinn FORSVARSMENN Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna og Form.is undirrituðu í gær samning sem gerir viðskiptavinum sjóðsins kleift að nálgast eyðublöð sjóðsins á Netinu, fylla þau út og senda með rafrænum hætti. Lánasjóður íslenskra námsmanna er fyrsti að- ilinn sem kynnir þessa byltingar- kenndu nýjung í samstarfi við For- m.is. Jafnframt var í gær opnaður upplýsingavefur Form.is (www.form.is) þar sem hægt er að kynna sér til hlítar þá þjónustu sem fyrirtækið mun veita. Miklu betri þjónusta við námsmenn Að sögn Steingríms Ara Arason- ar, framkvæmdastjóra LÍN, verð- ur til að byrja með um að ræða eyðublöð varðandi endurskoðun tekjuáætlunar vegna þessa árs en síðar munu fleiri flokkar eyðublaða frá LIN bætast við. Steingrímur segir að mikið hagræði og miklir möguleikar skapist með tilkomu samstarfsins við Form.is og raf- rænnar skráningar auk þess sem um leið sé verið að bjóða upp á snarbætta þjónustu við námsmenn. Steingrímur minnir í þessu sam- bandi á að um einn þriðji hluti námsmanna, sem þiggi aðstoð sjóðsins, sé í námi erlendis eða alls á bilinu 1.800 til 1.900 manns og þessi nýja þjónusta komi þeim sér- staklega vel og muni þegar fram líða stundir létta mjög álagi á um- boðsmönnum námsmanna hér heima. Þá skipti vitaskuld miklu máli í þessu sambandi að allt ör- yggi um meðferð upplýsinga sé í góðu lagi. Aðspurður segir Stein- grímur að LÍN hafi um allnokkurt skeið verið að kanna möguleika á að bjóða upp á þjónustu af þessu tagi en að mati sjóðsins sé samn- ingurinn við Form.is mjög hag- stæður og sjóðurinn komist hjá því að leggja út í mikinn stofnkostnað, greitt verði eftir fjölda innsendra erinda og gjaldið lækki eftir því sem erindum fjölgi. Á móti komi að annar kostnaður sparist, s.s. vinnukostnaður, póstgjöld og pappír og álag í afgreiðslu muni væntanlega minnka. Stúdentaráð fagnar samningnum I tilkynningu frá Stúdentaráði Háskóla íslands segir: „Fulltrúi Stúdentaráðs fagnar nýjum samningi LÍN og Form.is. Undir- ritun slíks samnings er í sam- ræmi við við þá áherslu sem Stúdentaráð hefur lagt á að þjón- usta LÍN færist sem mest yfir á Netið, sbr. skýrslu sem náms- Morgunblaðið/Ásdís F.v. Jóhann P. Malmquist sljórnarformaður og Guðmundur Óskarsson, framkvæmdastjóri Form.is, Gunnar Birgis- son, formaður sijórnar LIN, og Steingrímur Ari Arason, framkvæmdastjóri LÍN. mannahreyfingarnar skiluðu inn sumarið 1999 um möguleika LÍN á Netinu. Hinn nýi samningur mun vonandi bæta þjónustu LÍN verulega og tryggja auk þess ör- uggari gagnaflutninga milli LÍN og Iánþega." Samið við fleiri stofnanir og sveitarfólög Guðmundur Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Form.is, kveðst fagna samstarfinu við LIN og seg- ir að á næstu misserum muni fleiri stærri stofnanir og bæjarfélög landsins bætast í hóp þeirra aðila sem bjóða viðskiptavinum sínum 24 tíma þjónustu á Netinu f sam- starfi við Form.is. Form.is er nýtt fyrirtæki og mun almenningur eiga þess kost innan tíðar að nálg- ast rafræn eyðublöð frá fyrirtækj- um og stofnunum á vefsvæði For- m.is og samstarfsaðila en með því móti getur fólk sparað sér mikinn tíma og fyrirhöfn. Guðmundur bendir á að mögleiki verði fyrir hendi að sækja um ýmiss konar þjónustu án þess að menn þurfi að gera sér ferð í viðkomandi stofnun, t.d. leikskólapláss, byggingarleyfi, ökuskírteini eða námslán - allt úr eigin tölvu heima eða á vinnu- staðnum. Þessi nýja tækni sé ekki síst vænlegur kostur fyrir þá sem búa úti á landi og þurfa að sækja þjónustu til höfuðborgarsvæðisins. Form.is stenst öryggiskröfur sem gerðar eru til viðskipta á Netinu Við skráningu á Form.is fá not- endur (einstaklingar og fyrirtæki) aðgang að öruggu heimasvæði svipað og heimabankarnir bjóða upp á. Þar geta þeir sent inn raf- rænar umsóknir og erindi til fyrir- tækja og stofnana, fylgst með framvindu sinna mála og fengið svör - allt á rafrænan hátt. „Er- indi sem berast til Form.is með þessum hætti eru undirrituð með rafrænni undirskrift umsækjanda ásamt því að vera dulkóðuð en þjónusta Form.is stenst þær ör- yggiskröfur sem gerðar eru til samskipta og viðskipta á Netinu,“ segir Guðmundur. Stuðningur frá Evrópusambandinu Þjónusta Form.is hefur verið í þróun undanfarin tvö ár, m.a. með stuðningi frá Evrópusambandinu og er þar um að ræða eitt stærsta þróunarverkefni á sviði hugbúnað- ar sem ráðist hefur verið í hér á landi. Við undirbúning á þjónustu Form.is hafa nokkrir opinberir að- ilar lagt sitt af mörkum og má þar nefna Reykjavíkurborg, Reykja- nesbæ, iðnaðar- og viðskiptaráðun- eytið, íbúðalánasjóð o.fl. Einnig hafa fjölmargar nefndir á vegum ríkisins komið að málinu og tekið þátt í mótun þjónustunnar. Form- .is er í dreifðri eignaraðild og eru nú hluthafar félagsins yfír fimmtíu talsins. Þar má nefna, Eignar- haldsfélag Alþýðubankans, ís- lenska hugbúnaðarsjóðinn, VÍS, Frjálsa fjárfestingabankann., FBA Talentu, Olís, Landssímann, GoPro Group, Kaupþing Lúxemborg o.fl. Fjárfestingar Búnadarbanka Islands hf. erlendis Málið einfaldlega í skoðun Viðskiptatæki- færi í Kína ÚTFLUTNINGSRÁÐ íslands og viðskiptaþjónusta utanríkisráðun- eytisins, VUR, standa fyrir ráð- stefnu um viðskiptatækifæri í Kína mánudaginn 18. september nk. Á ráðstefnunni verður leitast við að svara spumingunni hvar helstu viðskiptatækifæri íslenskra fyrirtækja liggja í Kína. Frummælendur á ráðstefnunni eru Vilhjálmur Guðmundsson for- stöðumaður nýrra markaða hjá Útflutningsráði, Yu Xiaosong, stjómarformaður kínverska við- skiptaráðsins, Qu Weishi, aðstoð- arráðherra í ráðuneyti upplýs- ingaiðnaðarins. Liu Shenli forstjóri samtaka kínverskra sjáv- arútvegsfyrirtækja, Tómas Orri Ragnarsson háskólanemi í Kína, Ragnar Baldursson, sendiráðuna- utur í Peking, Harald Ko fram- kvæmdastjóri Tecway Interna- tional, Bárður Hafsteinsson, forstjóri Skipatækni og Haakon Horv aðalráðgjafi norsku útflutn- ingsskrifstofunnar í Peking. Ráðstefnan, sem stendur frá 9- 13, verður haldin á Hótei Loftleið- Degasoft og Eskil semja við Virgin í Bretlandi Hlutabréf í Prokaria bundið til lengri tíma HLUTAFÉÐ, sem valdir áhættufjárfestar hér á landi keyptu fyrir 1,1 milljarð króna í lokuðu hlutafjárútboði í líf- tæknifyrirtækinu Prokaria, er bundið til lengri tíma. Fram- sal hlutabréfanna er óheimilt. Jakob K. Kristjánsson, for- stjóri Prokaria, segir að þetta hafi verið samkomulagsatriði milli stjórnenda fyrirtækisins og áhættufjárfestanna. Akvæðið um að hlutaféð sé bundið hafi þann tilgang að binda stofnendur til að gefa fyrirtækinu frið til að komast vel á laggirnar. Tmflun gæti hlotist af því ef hlutabréf í fyr- irtækinu færa út á hinn svo- kallaða gráa markað. Þá líti fjárfestamir á þessi hluta- bréfakaup sem langtímafjár- festingu. Jakob segir algengt að staðið sé að hlutafjárútboð- um í hátæknifyrirtækjum með þessum hætti og vísar sér- staklega til Bandaríkjanna í þeim efnum auk þess sem nokkuð mun hafa verið um að þannig hafi verið staðið að málum hér á landi. Að sögn Jakobs eiga hluthafar for- kaupsrétt á hlutabréfum í Prokaria þegar að því kemur að þau verða til sölu. „BÚNAÐARBANKI íslands hf. hefur að undanförnu verið með í at- hugun að stofnsetja eða kaupa banka erlendis. Eitt meginverkefni slíks banka væri þjónusta við inn- lenda viðskiptavini á erlendri grand, meðal annars sérbanka- þjónusta," segir í tilkynningu á Verðbréfaþingi íslands. Að sögn Stefán Pálssonar, bankastjóra Búnaðarbankans, telja stjórnendur bankans nauðsynlegt að ná betri tengingu út vegna þjón- FORSTJÓRI Hampiðjunnar, Hjör- leifur Jakobsson, og staðgengill for- stjóra og fjármálastjóri, Jón Guð- mann Pétursson, nýttu sér kaupréttarsamninga í lok síðustu viku þegar einkahlutafélög í þeirra eigu keyptu hluti í félaginu. Hampiðjan seldi Heiðarási ehf., sem er í eigu Hjörleifs, 5,67 milljónir króna að nafnvirði og Krami ehf., sem er í eigu Jóns Guðmanns, 3,75 milljón- ustu við viðskiptamenn bankans. í sjálfu sér sé fátt meira um þetta að segja, málið sé einfaldlega í skoðun hjá bankanum. Ekki sé búið að ganga frá neinum samningum en bankinn muni vitaskuld kynna þeg- ar og ef eitthvað gerist en sem stendur sé ekkert til að greina frá. Búnaðarbankinn hafi þó ekki talið stætt á öðru, vegna fréttaflutnings fjölmiðla, en að senda Verðbréfa- þingi tilkynningu þar sem hug- myndir bankans séu settar fram. ir króna að nafnvirði. Gengi í þessum viðskiptum var 4,0 en viðskipti á Verðbréfaþingi íslands á íostudag vora á genginu 7,0. Markaðsvirði þess hlutar sem Hjörleifur keypti er því tæplega 40 milljónir króna og mark- aðsvirði hlutar Jóns Guðmanns er rúmlega 26 milljónir króna. Gengis- hagnaður Hjörleifs er 17 milljómr króna og gengishagnaður Jóns Guð- manns rúmar 11 milljónir króna. ÍSLENSKU hugbúnaðarfyrirtækin Degasoft og Eskil hafa gert samning við Virgin-fyrirtækið í Bretlandi um að leggja fram hugbúnað í tækni- væddar verslanir þess. Áætlanir Virgin-fyrirtækisins miða að því að opna 100 svonefndar V-verslanir á tímabilinu september til nóvember, sem mun vera hraðasta uppbygging verslunarkeðju þar í landi. I V-versl- ununum verða sölutumar sem not- ast munu við Kudos-hugbúnað frá Degasoft í snertiskjám. Eskil sér um að hanna og forrita viðmótið sem mætir viðskiptavininum í söluturn- unum. Gert er ráð fyrir að að meðal- tali verði 5 söluturnar í hverri versl- un Ætlun Virgin fyrirtækisins með V-verslununum er að kynna nýja leið til verslunar fyrir breskum kaupend- um þar sem hægt verður að snerta og prófa vörana áður en hún er keypt. Stjórnendur Hamp- iðjunnar nýta kauprétt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.