Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ I DAG ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 61 BRIDS Umsjón: fíuómundur Páll Arnarson ÚRSLITALEIKUR ítala og Pólverja á OL var 128 spil, eða átta 16 spila lotur. Italir tóku forystuna í fyrstu lotu og héldu henni óslitið allt fram að spili 122 í áttundu og síðustu lotunni. Fyrir síðustu 16 spilin áttu ítalir 19 IMPa til góða, en Pólverjar náðu tveimur 13 IMPa sveiflum og komust 10 IMPum yfír þegar aðeins sex spil voru eftir. Þeir héldu forystunni í tvö spil, en góður lokakafli ítala tryggði þeim ólympíutitil- inn með 20 IMPa mun þeg- ar upp var staðið. Sannar- iega spennandi úrslitaleikur og hárreisandi lokakafli. Fyrsta stóra sveifla síðustu lotunnar kom í spili 116: Vestur gefur; allir á hættu. Norður 4 KD53 ¥ K8432 ♦ D532 4 - Vestur Austur 4 98 4 G72 ¥ 975 ¥ G106 ♦ 64 ♦ KG107 * ÁG7654 * D98 Suður 4 Á1064 ¥ ÁD ♦ Á98 + K1032 ítalirnir Lauria og Vers- ace spiluðu fjóra spaða í NS og fengu ellefu slagi eftir útspil í tígli. Sem lítur út fyrir að vera eðlileg og góð niðurstaða fyrir NS. En Pólverjar þurftu sveiflur og hér sáu þeir sér leik á borði: Opinn salur: Vestur Norður Austur Suður Duboin Tuszynski Bocchi Jassem Pass Pass Pass lgrand Pass 2 lauf Pass 2spaðar Pass 41auf* Pass 4 tíglar ** Pass 4 hjörtu ** Pass 5 hjörtu ** Pass öspaðar Allir pass * „splinter", einspil eða eyða í laufí ** fyrirstöður Lauria hafði opnað á einu hjarta í norður, en samt létu Italir geimið duga. Hér passar Tuszynski í byrjun, en síðan keyrir hann í slemmu á móti 15-17 punkta grandi makkers. Slemman er vond og raunar óvinn- andi eins og spilið liggur nema út komi laufás. En Duboin taldi sér óhætt að leggja niður ásinn, því hann bjóst við að laufkóngurinn væri hjá makker úr því NS fóru svo geyst í slemmu eft- ir upprunalegt pass norð- urs. Jassem trompaði, tók spaðakóng, síðan ÁD í hjarta og spilaði svo spaða- ás og spaða á drottningu. Þegar hjartað féll 3-3 átti hann tólf slagi. 13 IMPar til Pólverja og nú munaði aðeins þremur IMPum á sveitunum. Næstu fimm spil féllu, en á morgun skoðum við spil 122, þar sem Pólverjar unnu aftur 13 IMPa og komust yfir í leiknum. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavík Arnað heilla Ljósmynd: Svipmyndir BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. júní sl. í Há- teigskirkju af sr. Maríu Agústsdóttur Brynja Daníelsdóttir og Gísli Tryggvason. Ljósmynd: Skugginn BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. júlí sl. í Frí- kirkjunni í Reykjavík af sr. Karli Matthíassyni Ágústa Bernharðsdóttir og Hákon Sigurbergsson. SKAK Umsjón Helgi Áss Grétarsson STAÐAN kom upp á Svæðamóti Norðurlanda sem fram hefur farið síðustu vik- una í félagsheimili Taflfélags- ins Hellis. Svörtu mönnunum stýrði sænski stórmeistarinn Evgenij Agrest (2554) gegn Þresti Þórhallssyni (2454) í fyrstu bráðabanaskák þeirra. 36...Dxc2+! 37. Dxc2 Hxc2 38. gxfi! Ekki gekk upp að taka hrók- inn með 38. Kxc2 sökum 38...f2 og svarta peðið renn- ur upp. 38...Hc5 39. Rd3 Hc4 40. Re5 Hf4 41. Kc2 Hf5 42. Rc4 Hxf3 43. Rxa5 Kd7 44. Rc4 Ke6 45. Rd2 Hh3 46. Kdl Kd5 47. Ke2 e5 48. Rfl Kd4 49. Kd2 e4 og hvítur gafst upp. Svæðamót Norðurlanda 12. september kl. 17:00 í fé- lagsheimili Taflfélagsins Hellis, Þangbakka 1, Mjódd. 3. umferð, önnur skák. Áhorfendur eru velkomnir. Svartur á Ieik. UM MÓTSTÖÐU MANNA Stímabrak er í straumi, stend ég þar undir hendur, boðar um báðar síður og brjóst mér hnellnir skella, átæpuveðégvaði, vefst mér grjót fyrir fótum; klýf ég samt strauminn kræfur og kemst án grands að landi. VÍSA Sker hefir skrapað í firði, skrapir heims um aldur, en þess bringa brýtur boða nú sem áður. Minnkun er manni að vera minni kletti dauðum og brjóst sitt bilast láta boðum mótlætis. Bjarni Thorarensen. Ljósmyndastofa Erlings BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. júlí sl. í Hall- giímskirkju af sr. Sigurði Pálssyni Margrét Salvör Kjellingsland og Svein- ung Kjellingsland. Ljósmyndarinn í Mjódd BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. júní sl. í Bú- staðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Guðbjörg Björgvinsdóttir og Karl M. Karlsson. Heimili þeirra er að Starengi 12, Reykjavík. STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake MEYJAN Þú ert skipulagður og átt gott með að starfa með öðrum og þú leggur upp úr því að kynnast innra manni fólks. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Gættu þess að láta ímynd- unaraflið ekki hlaupa með þig í gönur. Vertu samt óhræddur við að segja hug þinn því hreinskilnin borg- ar sig alltaf. Naut (20. apríl - 20. maí) Vogun vinnur og vogun tapar en það má minnka tapið með því að taka aldrei of mikla áhættu. Að öðrum kosti getur farið illa. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þér finnst annað fólk treysta um of á þig til þess að hjólin snúist. Láttu þetta ekki ergja þig heldur haltu bara þínu striki. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þú færð tilboð sem að vekja með þér bæði undrun og ánægju. Veltu þeim vandlega fyrir þér áður en þú afræður nokkuð. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) M Það hljómar oft best það sem maður segir sjálfur en mundu að aðrir hafa sínar skoðanir og vilja líka koma þeim á framfæri. Meyja .. (23. ágúst - 22. sept.) (BSL Þú átt gott með að tjá þig við aðra hvort heldur það er í gamni eða alvöru. Mundu bara að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Vog m (23. sept. - 22. okt.) Ymsar nýjungar eru á döf- inni hjá þér og þú ert ágætlega í stakk búinn til að fást við þær. Helltu þér út í starfið. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Reyndu að láta ekki eigin vangaveltur draga athygli þína um of frá því sem þarf að gera. Það er betra að einhver áhrif á hlutina en engin. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) AO Forðastu að taka ákvarð- anir að óyfirveguðu ráði. Sýndu sérstaka aðgæslu í fjármálum því þess er svo sannarlega þörf. Steingeit „ (22. des. - 19. janúar) Jp Samræður um daginn og veginn geta gengið úr hófi. Reyndu að einangra þig og einbeita þér að þeim verk- efnum sem fyrir liggja. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) VJSil Þú ert áhugasamur um dul- ræn fyrirbrigði. Fylgdu eðlisávísun þinni og þá munu réttu svörin birtast þér fyrr en síðar. Fiskar _ (19. feb. - 20. mars) >W Mistökin eru til að læra af þeim svo hættu að refsa sjálfum þér og gerðu bara betur næst. Ekki sakar að vera bjartsýnn á framtíð- ina. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindategra staðreynda. f,STOCKA ÁRVÍK ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 Meðvirkni Námskeið um meðvirkni, samskipti, tjáskipti og tilfinningar verður haldið föstudagskvöldið 15. september og laugardag 16. september 2000 í kórkjallara Hallgrímskirkju. Nánari upplýsingar og skráning í síma 553 8800. Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið LÆRÐU SJALFSDALEIÐSLU 4:1.. 41 Næsla náinskcirt liefst 28. senl. Einkatímar • sími 694 5494 •Námskeið Frábær árangur Með dáleiðslu getur þú sigrast á kvíða og ójafnvægi og aukið getu þína og jákvæða uppbyggingu á öllum sviðum. Hringdu núna Leiðbeinandi: Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur. Landlæknisembættið Ungur var eg forðum, fór ég einn saman: þá varð eg villur vega. Auðigur þóttumst er eg annan fann: Maður er manns gaman Maður er manns gaman Vísdómur Hávamála er enn í fullu gildi og margt er þar sagt um mannlegt eðli. Gestrisni, vinátta, víðförli, hugrekki, hófsemi, glað- lyndi, viska, siðgæði, orðstír og varúð er lofsvert. Varast skyldi áhyggju, kvíða, áleitni, ámæli, græðgi, ofdrykkju, heimsku, ofmælgi og óvini. Vinátta og félagsskapur er öllum mönnum nauðsyn og mannrækt er einn mikilvægasti hluti heilsuræktar. Einlægni, gleði og ánægja ætti að móta samskipti við fjölskyldu, vini og vandamenn eins og allt samferða- fólk okkar. Höfum í huga í öllum samskiptum okkar að „eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt“. Nánari upplýsingar á www.landlaeknir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.