Morgunblaðið - 12.09.2000, Side 12

Morgunblaðið - 12.09.2000, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ I- FRÉTTIR Á að einka- væða í heil- brig’ðiskerfinu? Samtök heilbrigðisstétta stóðu nýverið fyrir málþingi um einkavæðingu í heilbrigðiskerfínu. Meðal þess sem framsögumenn ræddu var hvort sjúklingar ættu að geta keypt sér læknisþjónustu hjá einkaaðila og sloppið þannig við biðlista. Rúnar Pálmason sat þingið. Morgunblaðið/Jim Smart Salur Norræna hússins var þéttsetinn á málþinginu. ÞORVARÐUR Sæmundsson, lögfræðingur hjá tryggingafélaginu Sjóvá-Almennum fjallaði um sjúkratryggingar en hann taldi afar ólíklegt að sátt gæti náðst um einkavæðingu þeirra. Hins vegar fælust ýmsir kostir í því að einkaaðilar tækju að sér að tryggja almenning sem síðan gæti nýtt sér tryggingabætumar til að leita sér lækninga á einkareknum sjúkrastofnunum. Op- inber heilsugæsluþjónusta yrði þó áfram til staðar sem allir ættu aðgang að. Vaxandi kostnaður kallar á umræður Þorvarður sagði því sem næst óumdeilt að al- mannatryggingakerfið væri einn af homstein- um íslensks velferðarþjóðfélags. „Ég trúi því að seint muni ábyrgir aðilar hefja umræðu um breytingar á fyrirkomulagi sjúkratrygginga og almannatrygginga þannig að aldur, heilsufar og þá einkum efnahagur, kunni að hafa áhrif á rétt landsmanna til sjúkrahjálpar,“ sagði hann. Heil- brigðisþjónustan væri þó dýr og fyrirsjáanlegt að kostnaðurinn myndi vaxa á næstu árum. Hann benti á að í mannfjöldaspá fyrir árið 2010 væri gert ráð fyrir því að eldra fólki myndi fjölga mjög til móts við þá sem væra á vinnumarkaði. Það mætti því búast við að fyrr en síðar kæmu upp sjónarmið um að það væri bæði óeðlilegt og ósanngjamt að þeir sem vinna yrðu að greiða aukna skatta til að standa straum af læknis- kostnaði þeirra sem hafa látið af störfum sökum aldurs. Það væri þó afar ólíklegt að menn teldu fysilegt að einkavæða sjúkratryggingamar. Fremur yrði stefnt að því að samhliða góðri, op- inberri sjúkratryggingavemd yrði til staðar heilsugæsluþjónusta sem borin yrði uppi af einkaaðilum. Þeir sem nýttu sér þjónustuna myndu greiða fyrir hana. Þannig kerfi hefði ratt sér til rúms víða um heim, m.a. í Svíþjóð. Fyrir- tæki í Svíþjóð geta, að sögn Þorvarðar, keypt sjúkratryggingar fyrir starfsmenn sína hjá tryggingafélögum. Þegar þeir veikjast geta þeir sloppið við langa biðlista sem víða hafa myndast í hinu opinbera kerfi með því að leita sér læknis- aðstoðar eftir öðram leiðum, jafnvel erlendis, s.s. í Bandaríkjunum. Þorvarður taldi ekkert því til fyrirstöðu að íslensk tryggingafélög gætu boðið upp á slíka þjónustu. Þau gerðu það að vissu leyti nú þegar. Þorvarður minnti á að fólk þarf að hafa búið hér á landi samfleytt í 6 mánuði áður en það byijar að njóta almannatrygginga- kerfisins. Til að brúa bilið kaupir fólk sér sjúkra- tryggingu hjá tryggingafélögum. Þorvarður sagði að meginhindranin fyrir ein- kvæðingu sjúkratrygginga væri sú að trygg- ingafélög miða iðgjald við aldur og heilsufar um- sækjenda. Tryggingafélagið gæti jafnvel ákveðið að hafna umsókn um tryggingu. Slíkt fyrirkomulag myndi væntanlega aldrei ryðja sér rúms hér á landi. Hins vegar gæti skapast sátt um að fólki yrði gert kleift að kaupa sér sjúkra- tryggingar af einkaaðila til að borga fyrir þjón- ustu sem veitt væri af öðram en ríkinu. Viyi fólk greiða fyrir aukna þjónustu á að leyfa það Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor sagði að flestir væra sammála um að tryggja bæri öllum mannsæmandi heilbrigðisþjónustu. Jafnframt væri Ijóst að kostnaður við meðferð sumra sjúkdóma væri flestum ofviða. Því hlyti ríkið ætíð að veita þeim sem á þyrftu að halda læknisþjónustu. Hins vegar væri ljóst að biðrað- ir í heilbrigðiskerfinu væra mikið vandamál og sjúklingum til mikils skaða. Hannes lagði til að þeim sem það kysu væri gefinn kostur á því að kaupa sér sjúkratryggingar hjá einkaaðilum. Ef þeir veiktust gætu þeir nýtt sér þær tryggingar til að sækja sér læknishjálp á einkarekinni sjúkrastofnun. Ríkið myndi greiða með þeim þann kostnað sem það annars hefði borið hefði sjúklingurinn lagst inn á ríkisrekinn spítala. Hannes spurði hvem það skaðaði ef sjúklingur keypti sér læknisþjónustu hjá einkaaðila til að- losna út úr biðröð hjá opinberri sjúkrastofnun. Með því myndu biðlistar styttast en þeir væra mjög þjóðhagslega óhagkvæmir. Blandað kerfí einkareksturs og opinbers Hannes taldi að síst ætti að draga úr framlög- um til heilbrigðismála, en aukinn hluti ætti að koma frá einkaaðilum. Til þess gætu kostir einkavæðingarinnar, s.s. aukin hagræðing og bætt þjónusta, nýst. Einkavæðing hefði skilað árangri í öðram atvinnugreinum hér á landi og engin ástæða til að ætla að svo yrði ekki um heil- brigðiskerfið. Hann væri þó alls ekki að mæla fyrir því að öll heilbrigðisþjónusta í landinu yrði einkavædd. Fólki yrði gefinn kostur á blönduðu kerfi. Þannig gætu þeir sem vildu og gætu keypt sér læknisþjónustu frá einkaaðila. Ríkið myndi borga þann hluta kostnaðarins sem það annars þyrfti að bera en sjúklingurinn, eða öllu heldur tryggingafélag hans, yrði að greiða mismuninn. Hannes taldi að ríkið ætti að einbeita sér að dýrri og vandasamri heilbrigðisþjónustu og meðferð auk þess sem það átti að sjá um öflugar forvamir í skólum, fjölmiðlum og annars staðar. Hannes sagði að meðal þess sem þyrfti að gera til að greiða fyrir einkavæðingu í heilbrigð- iskerfinu væri að Háskóli íslands hættióeðlilegri takmörkun á aðgangi að læknanámi. Ríkið ætti þar að auki að leita allra leiða til að nýta það fjármagn betur sem rynni til heilbrigð- isþjónustunnar, m.a. með útboðum, s.s. á þvotti og matseld. Auk þess væri umhugsunarefni hvort ríkið ætti að greiða læknisþjónustu fyrir fólk sem hefði sannanlega valdið sjálfu sér heils- utjóni með óskynsamlegri hegðun, s.s. fólk sem drykki áfengi eða borðaði sér til skaða. Niðurskurður og hagsmunabarátta Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, sagði nauð- synlegt að umræða um einkavæðingu í heil- brigðiskerfinu færi fram. Of oft hefði gerst að miklar kerfisbreytingar hefðu verið knúnar fram án umræðu áður. Ögmundur sagði tvær meginástæður fyrir að umræðunni um einkavæðingu í heilbrigðiskerf- inu. í fyrsta lagi væra það tilraunir ríkisstjóm- arinnar til að skera niður opinber útgjöld. í öðra lagi færi nú fram hagsmunabarátta fjármagns- eigenda sem gjaman vildu komast yfir það gríð- arlega mikla fé sem rynni til heilbrigðismála á Islandi. Innan læknastéttarinnar væru einnig menn sem sæju sér gróðavon í einkarekstri. Ög- mundur taldi einkavæðingu í heilbrigðiskerftnu langt frá því að vera fýsilegan kost. Hún myndi ekki fela í sér spamað en auk þess myndi einka- væðing leiða til lakari heilbrigðisþjónustu fyrir almenning. Ögmundur vitnaði til skýrslu OECD um úfgjöld til heilbrigðismála í Bandaríkjunum sem sýndi að Bandaríkjamenn eyða um helm- ingi hærri fjárhæð til þessa málaflokks en Is- lendingar. Þrátt fyrir það væra mjög alvarlegir meinbugir á heilbrigðiskerfinu vestra. Ögmund- ur benti á að stór hluti þess fjármagns sem rynni til heilbrigðiskerfisins í Bandaríkjunum færi í vasa fjárfesta. Hann vitnaði í skýrslu Parkland- stofnunarinnar þar sem kæmi fram að fyrirtæki á heilbrigðissviði í Bandaríkjunum krefjast um í; 15% arðsemi. Hið mikla fjármagn sem færi til heilbrigðisþjónustus skilaði sér ekki til fátækari Bándaríkjamanna. „Erum við tilbúin að taka fylgifiskum [einkavæðingar]? sem era mismun- un og ójöfnuður. Sem er sú staðreynd að pening- ar ákveða forgangsröðun," spurði Ögmundur. Kaupa sig fram fyrir biðraðir Hann sagði að ef hagnaður heilbrigðisstétta færi eftir því hve miklum fjármunum væri varið til umönnunar sjúkhnga væri hætt við því að hagur sjúklinganna myndi versna. Heilbrigðis- I stéttir á Islandi hefðu í gegnum árin barist fyrir rétti sjúklinga jafnframt því að gera kröfur um betri kjör. Með einkavæðingu mætti búast við að sjúkrastéttir myndu í auknum mæli hugsa um sinn eigin hag. Ögmundur hafnaði jafnframt þeirri hugmynd að fólki yrði gefinn kostur á að kaupa sér læknis- þjónustu af einkaaðila en fá um leið þá upphæð frá ríkinu sem hið opinbera hefði annars þurft að verja til læknisþjónustunnar. „Það á ekki að leyfa þeim sem hafa fjármagn að kaupa sig fram . í biðröðum að þjónustu sem er niðurgreidd af ij skattborgaranum," sagði Ögmundur. Tannlækningar þegar einkavæddar Þórir Schiöth, formaður Tannlæknafélags Is- lands, taldi að lærdóm mætti draga af reynslu tannlækna sem hefðu um langa hríð starfað á fijálsum markaði. Þórh- sagðist þó ekki mæla með því að sama kerfi og tannlæknar búa við verði notað ef af einkavæðingu verðui' í heil- brigðiskerfinu. „Ég tel þó að einkavæðing eigi rétt á sér í heilbrigðiskerfinu þai’ sem hægt er að auka gæði þjónustunnar með samkeppni," ■ sagði Þóiir. Það væri alveg ljóst að læknir sem , . þyrfti að reka fyrirtæki 1 samkeppni myndi ve betri þjónustu til að standa sig í samkeppni. Einkavæðingin sem slík væri ekki lausnin held- ur samkeppni. Tryggja þyrfti að samkeppni ríkti á því sviði sem einkavætt væri á. Þórir sagði almenning í auknum mæli hafa snúið baki við hinu ríkisrekna skólatannlækna- kerfi og leitað í auknum mæli inn á hinn ftjálsa markað þrátt fyrir að þurfa að greiða verð. Það kæmi nefnilega í ljós að fólk mæti heilsu sína mikils og væri tilbúið til að greiða hærra verð j fengi það betri læknisþjónustu. Þórir sagði að samkv. upplýsingum Tannlæknafélagsins ko aði ríkisrekna skólatannlæknakerfið þjóðfélagið “ meira en hið einkarekna. Tilraun til að auka íjármagn til heilbrigðismála Þórir sagði öra þróun hafa átt sér stað í heil- brigðisvísindum en um leið hafi kostnaður stór- aukist. Niðurskurður hafi leitt til þess að biðlist- ar hrannast upp. Um leið og betri en jafnframt dýrari meðferðarkostir bjóðast standa læknar frammi fyrir því að geta ekki boðið besta kostinn j því þá er hætta á að fleiri bætist á biðlista. „Það að skoða aukna einkavæðingu í heilbrigðisgeir- “ anum lít ég á sem tilraun til þess að auka fjár- magn til hans,“ sagði Þórir. Hann sagði einkarekstur tannlæknaþjónustu ekki hafa verið val tannlækna sjálfra heldur hefðu tannlækningar á einhvem hátt lent á milli stafs og hurðar. Það væri umhugsunarefni hvers vegna stjórnmálamenn hefðu ákveðið að flokka tannviðgerðir á annan hátt en önnur læknis- verk. Hann vakti athygli á því að engin tannlækna- ; aðstaða væri fyrir hendi á stóra sjúkrahúsunum ■ heldur væri sjúklingum bent á að leita sér tann- W lækninga á einkareknum stofum. „Eins og gefur að skilja er erfitt fyrir rúm- liggjandi sjúklinga að sækja sér tannlækningar utan spítalans,“ sagði Þórir. Að auki væri mis- jafnt hvernig almannatryggingar tækju þátt í kostnaði almennings við tannlækningar. Það færi m.a. eftir aldri sjúklinga og atvinnuþátt- töku. Samskip 133 milljónum undir boði Herjólfs hf. LIÐLEGA 133 milljóna króna mun- ur var á þeim tveimur tilboðum sem bárast I rekstur Vestmannaeyjaferj- unnar Herjólfs. Samskip hf. bjóðast til að reka ferjuna í þrjú ár fyrir 192 milljónir og er það talsvert undir nú- verandi kostnaði, en Herjólfur hf. bauð 325 milljónir kr. Vegagerðin bauð út á Evrópska efnahagssvæðinu ferjusiglingar milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja annars vegar og milli Stykkishólms, Flateyjar og Brjánslækjar hins veg- ar. Ríkið á ferjurnar Heijólf og Bald- ur og leggur þær til og er gert ráð fyrir að þau verði gerð út frá sömu stöðum og veiti svipaða þjónustu og undanfarin ár. Utboðið miðast við rekstur ferjanna í þrjú ár, frá 1. jan- úar næstkomandi að telja. Sæferðir með lægsta tilboð Tvö tilboð bárast í rekstur Herj- ólfs, eins og áður segir. Tilboð Sam- skipa, 192,3 milljónir, er 30 milljón- um kr. undir kostnaðaráætlun. Tilboð núverandi rekstraraðila, Herjólfs hf„ er hins vegar 133,2 milljónum kr. hærra en tilboð Sam- skipa, eða 325,5 milljónir kr. Reynd- ar gerir Heijólfur einnig fjögur frá- vikstilboð en þau era eingöngu í textaformi og ekki era birtar neinar tölur upp úr þeim að svo stöddu. Rík- ið hefur verið að greiða um 100 millj- ónir með siglingum Herjólfs á ári, samtals um 300 milljónir kr. á þriggja ára tímabili. Sú tala er ekki alveg samanburðarhæf við tilboðin því Vegagerðin greiðir nú tryggingar skipsins utan við útboðið. Sæferðir ehf. í Stykkishólmi áttu lægsta tilboð í rekstur Baldurs, 166,1 milljón kr. Breiðafjarðarfeijan Bald- ur ehf. í Stykkishólmi bauð 184,7 milljónir og Nýsir hf. í Reykjavík 198,9 milljónir. Öll tilboðin eru yfir kostnaðaráætlun og heldur hærri en ríkið hefur verið að greiða fyrir þessa þjónustu. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 136 milljónir fyrir þriggja ára tímabil og ríkið hefur verið að greiða 52-53 milljónir á ári með rekstrinum. Búa yfir þekkingu og reynslu Samskip hafa rekið Eyjafjarðar- feijuna Sæfara í nokkur ár í kjölfar útboðs. Kristinn Þór Geirsson, fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs innan- lands hjá félaginu, segir að hjá félag- inu sé ákveðin reynsla og þekking á þessum rekstri í Eyjafirði auk þess sem félagið sé bæði með flutninga á sjó og landi. Niðurstaðan bendi til að Samskip geti nýtt þekkingu sína við þennan rekstur sem hann segir raun- ar að sé tiltölulega þægilegur. Vonaðist eftir fleiri tilboðum Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, og Magnús Jónas- son, framkvæmdastjóri Herjólfs hf„ lýstu hins vegar miklum áhyggjum sínum af því að stjómun Herjólfs færist úr Eyjum og þeir segjast jafn- framt undrandi á þeim mikla mun, sem á tilboðunum er. Töldu þeir ekki auðsýnt hvernig Samskipa ætla að fara að því að græða á rekstrinum miðað við tilboð fyrirtækisins. Sæferðir hf. reka tvö skemmti- ferðaskip á Breiðafirði, reyndar Qjl verður annað gert út til veislusigl- inga frá Reykjavák í vetur. Pétur Ágústsson framkvæmdastjóri segir að því fylgi ýmis samlegðaráhrif að bæta þriðja skipinu við þótt það væri á annarri áætlun, meðal annars yrði sameiginleg skrifstofa, innkaup og markaðssetning. Þá taldi hann ekki útilokað að nýir aðilar gætu gert * meira úr þessu. Fyi’irtækið hefði til > dæmis heimild til að nýta Baldur til jgj annarra verkefna þegar hann væri (p ekki í sinni föstu áætlun en tók fram að of snemmt væri að segja til um til hvers það leiddi. Helgi Hallgrímsson vegamála- stjóri segist hafa vonast eftir fleiri tilboðum í ferjuleiðirnar, sérstaklega til Vestmannaeyja. Hann segir að öll tilboðin verði nú skoðuð gaumgæfi- lega og afstaða tekin til þeirra að þeirri vinnu lokinni. Hann segir ekk- r ert hægt að gefa út um við hverja verði samið fyrr en þá.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.