Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR12. SEPTEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Jóhann Hjálmarsson, gagnrýnandi Morgunblaðsins, afhendir Indriða G. Þorsteinssyni rithöfundi Silfurhestinn, sem voru bókmenntaverðlaun dag- blaðanna árið 1971. Verðlaunin hlaut hann fyrir bókina Norðan við stríð. til kvæðabókar hans sem kom út fyr- ir nokkrum árum án þess að hinn ís- lenski bókmenntaheimur yrði þess var. a Framar öðru átti ég í Indriða góð- an vin. Fyrir honum var karl- mennska og hlýja eitthvað sem átti samleið, vinátta var honum heilög, og ég tel það forréttindi að hafa feng- ið að njóta hennar. Sem frumkvöðull á sviði kvikmynda reyndist Indriði mér eins konar guðfaðir, og fyrir það verð ég honum ævinlega þakklátur. Ég kveð hann með söknuði og fjöl- skyldu hans sendi ég innilegar sam- úðarkveðjun Ágúst Guðmundsson. . „Þú skrifar nú fallega um mig, Jón minn, þegar ég dey. Er það ekki?“ sagði Indriði G. vinur minn og læri- faðir við mig eitt sinn er við sátum og ræddum um lífið og tilveruna við Blámýrarfljótið í Laugardalsá í Djúpinu fyrir nokkrum árum síðan. Þessi orð meitluðust inn í sálina og koma upp í hugann nú þegar þessi einstaki vinur og velgjörðarmaður hefur kvatt þetta líf. Indriði G. eins og hann var jafnan kallaður er einn þeirra manna sem hafa haft afgerandi áhrif á líf mitt og tilveru. Ég kynntist þessum sérstaka manni, sem stundum gat verið hrjúf- ur í fasi en með hjarta úr gulli, þegar ég ungur að árum réðst sumarlangt á j Tímann sem blaðamaður og ljós- myndari. Ég ákvað nokkuð snemma að leggja fyrir mig blaðamennsku. Haukur heitinn Snorrason, ritstjóri, áttaði sig á þessari framtíðarsýn tán- ingsins og gaf honum tækifæri til að sýna hvers megnugur hann væri. Indriði var þá blaðamaður á Tíman- um og orðinn þjóðkunnur rit- höfundur. Það undarlega var að hann og Hallur Símonarson, blaða- maður, tóku stráksa að sér og leiddu hann fyrstu skrefin á fjölmiðlabraut- . inni af mikill alúð og vinsemd. Þar með var teningnum kastað. Við Indriði urðum strax vinir og þegar hann varð fréttastjóri blaðsins sá hann til þess að mér yrði ekki hlíft á mokkurn hátt en um leið gerðist hann lærifaðir minn og gætti þess að ég næði fæmi og árangri. Hann átti það til að taka í hnakkadrambið á mér þegar ég lét ekki að stjórn. Rak mig stundum úr starfi en réði mig svo aftur áður en dagur var að kveldi kominn. Böndin á milli okkar styrkt- ust jafnt og þétt á hverju sem gekk og urðu að ævarandi vináttu. Indriði er án nokkurs vafa einhver fremsti og besti blaðamaður sem þessi þjóð hefur alið. Hann var einn þeirra manna sem lögðu grunn að nútíma fréttamennsku. Hann ól upp marga af færustu blaða- og frétta- mönnum þessa lands og eru margir þeirra enn í fullu starfi í fjölmiðla- heiminum. Indriði hafði ótrúlega næmni fyrir blaðamennsku, fréttum og fagmennsku. Hann var afar glöggur á hæfileika og getu góðra undirmanna en hafði lítil not fyrir þá sem ekki pössuðu inn í rammann. Indriði var ekki aðeins góður blaðamaður og ritstjóri, heldur eitt besta skáld þjóðarinnar á seinni hluta 20. aldar. Framlag skáldsins á þessum vettvangi á eftir að öðlast enn sterkari sess í menningarsögu íslendinga. Hann var skáldið sem á meistara- legan hátt gat skrifað um afleiðingar byltingarinnar þegar íslenskt samfé- lag breytist á örfáum eftirstríðsárum úr saklausu bænda- og fiskimanna- samfélagi yfir í nútímalegt borgar- samfélag. Bækurnar hans, eins og t.d. 79 af stöðinni og Land og synir, lýsa þess- um umbreytingartímum með þeim hætti að lesandi, sem ekki var þátt- takandi, upplifir fólksflóttann rétt eins og hann hefði verið í miðri hringiðunni. Ekkert- skáld hefur náð þessu >jafn-vel og Indriði gerði. Framlag skáldsins á þessu sögusviði er ómet- anlegt þjóðinni. Auga blaðamannsins og ritsnilld skáldsins fór á kostum þegar meistaraverkin voru sköpuð. Nútíma borgarsamfélagið vafðist aftur á móti nokkuð fyrir Skagfirð- ingnum og gerði honum erfitt fyrir þegar koma að því að skrifa skáld- sögur um líf í borg. Indriði var ekki allra en það káfaði ekkert upp á hann. Hann þorði að hafa skoðanir og fylgja þeim eftir. Óvægnar árásir vinstri menningar- vita sem þoldu ekki rithöfund sem ekki rakst í hópi taglhnýtinga virk- uðu ekki á Indriða. Hann gaf þessum öflum aldrei þumlung eftir. Skáldið vann slaginn þegar kommúnisminn varð gjaldþrota. Með Indriða er genginn einstakur hæfileikamaður sem markaði djúp spor í samtímasöguna. Maður sem gaman var að vera í návist við í leik ogstarfi. Nú þegar skáldið og blaðamaður- inn er genginn götuna til enda mynd- ast tómarúm í tilverunni hjá vinum hans og velunnurum. Minningin um mikinn persónuleika mun geymast í skáldsögunum sem rithöfundurinn skildi eftir hjá þjóðinni sem hann ann innilega. Við veiðifélagamir úr Laugar- dalsá; Víglundur, Stefán, Brynjólfur og margir fleiri, þökkum Indriða fyr- ir ógleymanlegar stundir. Við Áslaug og börnin okkar sendum strákunum hans Indriða, Hrönn og öðrum að- standendum samúðarkveðjur á sorgarstundu. Jón Hákon Magnússon. Það haustar um Skagafjörð. Liljur vallarins fara brátt að fella blöð, þessi sægrænu blöð, sem gáfu mönn- um og dýrum allt það súrefni, sem í loftinu er. En lífið heldur áfram sína hringrás, það stendur aldrei í stað. Maður kemur, maður fer. Og það eru þessir menn, sem fara sem við stöldrum við, þessa menn þurfum við að kveðja með þökk og virðingu fyrir það góða, sem þeir hafa gert okkur og þeim heimi, sem við búum í. Skagafjörður hefur alið gnótt manna, um leið og ég minnist vinar míns Indriða G. Þorsteinssonar, koma upp í hugann tveir Skagfirð- ingar sem fluttir eru frá okkur fyrir nokkrum árum, þeir eru Sigurjón (Dúddi á Skörðugili) Sigurður Ósk- arsson í Krossanesi, og nú Indriði G. Þessir menn þekktu vel hver annan. Allir kunnu þeir að fara á „Sæluviku“ og skemmta sér á þann máta, sem Skagfirðingum einum er eðlilegt. Allir eru þeir fæddir Skagfirðing- ar og allir höfðu þeir ómælt yndi af að koma á bak góðhesti, þar voru þeir á heimavelli, kunnu allt til þess að eyrar og grundir sungu sitt skag- firska undirspil, sem þeir einir þekktu. Skagafjörður hefur misst mikið þá þessir menn fluttu. Fyrir tugum ára kynntist ég Indr- iða G. Þorsteinssyni, hann varj)á rit- stjóri stórblaðs í Reykjavík. A þeim tíma skrifaði ég pistla vikulega í blaðið. Við Indriði náðum vel saman um efnið, sem um var skrifað, þetta hélst þar til Indriði hætti sem rit- stjóri. Ég hætti á sama tíma, fann mig ekki hjá nýjum ritstjóra. Indriði var ekki þeirrar gerðar að vera fæddur með silfurskeið í munni. Aft- ur á móti hrutu honum af munni mörg gullkorn orða og setninga. A þeim árum, sem við höfum kall- að kreppuár fór Indriði norður á Ak- ureyri, lærði þar á bíl og gerðist leigubflstjóri, fluttist seinna til Reykjavíkur. Á seinni stríðsárunum varð til kveikjan að bókinni „79 af stöðinni", sem var vel tekið af lesend- um. Seinna var bókin, eða sagan, kvikmynduð og varð þá Indriði landsfrægur á einni nóttu. Fleiri bækur komu út eftir Indriða, sem ekki verða taldar hér, utan ein, „Land og synir“ sem líka var gerð kvikmynd eftir. Þetta sýndi að hann átti til gull- kom sem héldu honum við. Hann var hispurslaus, kvað stundum fast að orði, hann vissi sem var að lognmolluskrif hæfa ekki þessum heimi. Allar sögur eiga endi, eins er um minningargrein. Ég sendi öllum ættingjum Indriða dýpstu samúðarkveðjur. Ég veit að vættir Skagafjarðar drjúpa höfði og blessa yfir skáldið sitt frá Gilhaga. Sigurgeir Magnússon. Það litla sem ég kann einhvemtímann að hafa lært í blaða- mennsku, það lærði ég af Indriða G. Þorsteinssyni. Örlítið kannski líka af Sigvalda Hjálmarssyni. Það kann að þykja kyndugt að nefna þessa tvo öndvegishölda í blaðamannastétt tuttugustu aldar í sömu andrá, jafn- ólíkir og þeir vom, annar skagfirsk- ur stólpakjaftur, hinn indverskur dulspekingur. En uppeldisáhrif beggja á unga blaðamenn held ég að hafi ekki verið svo slæm blanda, þeg- ar upp var staðið. Og kannski vora þeir heldur ekki svo mjög ólíkir, þeg- ar öllu er á botninn hvolft. Að minnsta kosti var það Sigvaldi sem birti fyrstur í Fálkanum greinar Indriða sem hann skrifaði undir dul- nefninu Svarthöfði, en þær vöktu á sínum tíma mikla athygli og vora margar getur leiddar að því hver höfundurinn væri. Við Alþýðublaðs- menn réðum þá gátu þó tiltölulega snemma, ekki af því að Sigvaldi ryfi trúnað sinn við höfundinn, heldur af því að Indriði sjálfur drakk næstum daglega með okkur kaffi í Ingólfs- café og átti þá stundum til að rekja fyrir okkur efnisinnihald ennþá óbirtra Svarthöfðagreina. Vorið 1962 hóf ég störf á Tímanum og komst þá undir húsbóndavald Indriða. Það húsbóndavald var ekki aðeins gott, heldur einnig lærdóms- ríkt - og sérstaklega skemmtilegt. Indriði hafði tamið sér þann tals- máta, eins og fleiri samtímamenn hans, að orða hlutina frekar of en van; og ætlaðist vitaskuld ekki til að á því væri tekið nema hæfilega mikið mark. En oftar en ekki var þó tals- verð alvara innan um og saman við. Mér er að minnsta kosti minnisstæð ádrepa sem ég fékk frá honum einn laugardagsmorgun þetta árið. Á þessum tíma vora föstudagar að verða eins og laugardagar áratug áð- ur: aðalgleðskapardagamir í höfuð- borginni; og ég hafði bragðið mér í Klúbbinn á föstudagskvöldi, með þeim afleiðingum að ég svaf yfir mig og kom klukkutíma of seint í vinnuna morguninn eftir. Ritstjórinn var brúnaþungur þegar ég loksins kom og ekki léttust brýnnar þegar ég bar það fyrir mig mér til afsökunar að ég hefði verið að skemmta mér kvöldið áður. „Þegar ég var ungur,“ sagði Indr- iði þá, „þá gat maður svallað heila nótt og farið svo heim, dembt sér í sturtu og hrist sig, og mætt svo eld- hress í vinnuna á eftir. Það eiga ung- ir menn alltaf að geta gert.“ Fyrir þessi orð finnst mér ég alltaf standa í þakkarskuld við Indriða. En á þessu augnabliki er mér þó ofar í huga þakklæti fyrir það lán að hafa fengið að kynnast honum og hafa gengið í skóla hjá honum; að minnsta kosti finnst mér það hafa aukið lífsreynslu mína talsvert að hafa starfað undir hans stjórn þessu fáu ár sem ég var á Tímanum, endur fyrir löngu og sæll- ar minningar. Kristján Bersi Ólafsson. Jæja, gamli félagi, þá hafa vegir skilist um sinn. Ég veit að þú vilt hvorki mærðarrollu né langloku, hvoragt var þér að skapi. Ég má þó til með að segja að það var ómetan- legt fyrir ungan mann sem var að stíga sín fyrstu spor í blaðamennsku að hafa þig sem leiðbeinanda og stjómanda. Þú gast verið bæði mild- ur og harður í senn, en fyrst og fremst alltaf heiðarlegur. Þú hlustaðir á útskýringar ef mis- tök vora gerð, en þú gerðir mönnum jafnframt ljóst að sömu mistök yrðu ekki afsökuð í annað sinn. Það hlýtur oft að hafa verið erfitt að stjórna pólitísku blaði sem vita- skuld skýrði atburði líðandi stundar út frá sínum sjónarhóli. Því var það ómetanlegt fyrir blaðamenn að hafa sem daglegan stjórnanda mann sem gerði þær kröfur að sjálfar fréttirnar væra fluttar á heiðarlegan hátt. Sá heiðarleiki var ekki afstæður, hann var heilagur í augum ritstjórans Indriða G. Þorsteinssonar. Það er varla tilviljun hve mikill fjöldi góðra fjölmiðlamanna var mótaður í smiðju hans. Vegir þínir lágu vissulega til margra átta í ýmsum skilningi. En þú breyttist ekki. Þú varst innst inni alltaf sami skagfirski sveitastrákur- inn sem kvaddi sveitina sína í leit að nýjum lífsgæðum, en fór samt aldrei alfarinn að heiman. Þú sagðir hverj- um sem var meiningu þína á kjarn- yrtu máli og hirtir ekki um hvort það væri líklegt til vinsælda. Ég kveð þig með virðingu og þökk, Guðrún biður að heilsa. Magnús Bjarnfreðsson. Indriði G. Þorsteinsson fæddist 18. apríl 1926 í Gilhaga í Tungusveit í Skagafirði, þar sem hann sleit barns- skónum. Flyst síðan með foreldram sínum að Jaðri á Langholti og þaðan að Grófargili. Þar elst hann upp í „heimi þúsund ára“ og sá heimur var með honum alla hans tíð. Málfar, saga og viðhorf horfinna kynslóða móta hann og verk hans - og um- hverfið „haustgul störin og holtið brúna eyjar bláar úr unni“. Tímabilið 1926-1939 er lokatíð langgróinnar ís- lenskrar menningarhefðar og lífsvið- horfs, margra alda mótun kyrrláts og staðbundins samfélags. Indriði G. Þorsteinsson flyst á 14ánda aldursári með foreldram sín- um til Akureyrar vorið 1939 - þetta heita vor og sumar - og dvelur þar fram um miðja öldina. Það var á þessu skeiði sem áhugi hans vaknar og er vakinn til skrifta með hvatn- ingu „menningarmannsins" - sjá „Unglingsvetur" 1979. Þessi menn- ingarmaður var Stefán Bjarman vandaðsti þýðandi bandarískra sam- tímabókmennta - Steinbeck og Hemmingway. Og Indriði skrifar smásögur, þ.m. „Sæluvika" gefnar út 1953 og síðan skrifar hann hverja bókina af annarri. Indriði hafði stundað blaðamennsku frá því um 1951 og fékk starfsleyfi um nokkurra mánaða skeið á Tímanum til skrifta. Hann fór til Akureyrar og lauk þar við „Sjötíu og níu af stöðinni" sem kom út 1955. Með þeirri skáldsögu varð hann meðal kunnustu skáldsagnahöfunda íslendinga. „Land og synir“ 1963 er saga þeirrar kynslóðar „sem kaus að fara kveðja heim þúsund ára“. Indriði hefur skrifað sögu upp- flosnunaráranna af trúverðugleika af samkennd og samúð og fullkomnu raunsæi. „Land og synir“ er þessi saga, en hana er meira og minna að finna í öllum skáldsögum Indriða. Hann skrifar um reynslu þess fólks „sem flutti burt“. Það var hans eigin saga. Hann kveður þennan alda- gamla heim með skáldsögum sínum. Indriði er frábær stílisti og skilning- ur hans á lifandi fólki glæðir bækur hans því lífi sem aldrei fyrnist - gerir þær klassískar. Næmi hans og kennd fyrir hestum er einstök í ís- lenskum bókmenntum. „Þjófur í paradís" og „Norðan við stríð“ 1967 og 1971 skerpa myndina sem Indriði dregur upp í fyrri skáld- sögum. Norðan við stríð er lýsing á kyrrlátum smábæ, sem einkennist af kyrrð biðarinnar sem er skyndilega rofin 1940 við hemámið, peningaflóð og mikil umsvif sem raska fullkom- lega hinu aldagamla jafnvægis- ástandi. Upplausnin er hliðstæða við upplausn sveitarinnar. Síðasta skáldsaga Indriða er „Keimur af sumri“ 1987, sem er snilldarleg saga skrifuð af léttleika, húmor og hlýju og er með bestu skáldsögum hans. „Dagbók um veginn“ er ljóðabókin og auðkenndar tilvitnanir í þessu skrifi era úr þeirri bók. Auk fleiri skáldsagna skrifaði Indriði ævisögur m.a. Stefáns Is- landi og Jóhannesar Kjarvals í tveimur bindum sem er ágæt heimild um Kjai’val og verk hans. Myndrænt skyn Indriða varð til þess að hann er framkvöðull ís- lenskrar kvikmyndagerðar. En Indriði skrifaði ekki aðeins bókmenntaverk, hann var lengst af blaðamaður og skrifaði afdráttar- laust um þjóðmál og stjórnmál inn- lend og erlend. Síðari hluti þessarar aldar var tími lyganna, öld pólitískra fjöldamorða hófst með nóvember- byltingunni í Rússlandi 1917 og í Þýskalandi með valdatöku þjóðernis- jafnaðarmanna 1933. Sósíalisminn breiddist um alla heima og alls stað- ar þar sem flokkur sósíalista-komm- únista náði völdum hófust morðöld- ur. Það undarlega gerðist að framkvöðlar þessara verka vora dáð- ir og taldir boðberar frelsis og jafn- réttis. Aðdáunin á þessum boðberam bræðralagsins náði um allar álfur, hugsjónin réð afstöðu manna og þeir sem ánetjuðust vora tryggir hðs- menn. Listamenn og svonefndir „menntamenn" vora hvað trúgjarn- astir, þeir fáeinu sem komu heim úr „Landi lífsgleðinnar" og sögðu aðrar sögur en átti að segja, voru taldir rógberar og lygarar. André Gide og Muggeridge hlutu heldur kaldar kveðjur. Hér á landi var svipað munstur og víðar í Evrópu hvað þetta varðar, en þó vora hér rithöfundar sem létu ekki glepjast, og einn þeirra var Indriði G. Þorsteinsson. Hann sá flestum gleggra gegn um hugsjóna- og hræsnisslæðm- þær sem huldu hið raunsanna ástand. Sú afstaða varð Indriða dýr ásamt fleiri höfundum sama sinnis. Aðdáendur vísindalegs sósíalisma sem vora fjölmargir sner- ust gegn slíkum mönnum, beint og óbeint. Þögnin var skæðasta vopnið og vafasöm bókmenntagagnrýni annað. Þar kom til samsæri þagnar- innar og stöðugir tilburðir „bók- menntagagnrýnenda". En þar kom að „lygi aldarinnar“ hrandi með hrani Sovétríkjanna og leppríkja þeirra í Evrópu 1989. En það var og er reynt að berja í brest- ina, „hver veit nema Eyjólfur hress- ist?“ Indriði var drengur góður, heil- lyndur maður og hreinskiptinn, skel- eggur baráttumaður fyrir því sem hann taldi sannast og réttast og er merkasti skáldsagnahöfundur Is- lendinga á síðari hluta senn liðinnar aldar. Verk hans lýsa í hnotskurn þeim djúpstæðu þáttaskilum sem urðu í mati og lífsformum, meðvit- und um hefðbundin gildi og óvissu um framvinduna. Hann verður jarð- settur að sóknarkirkju feðra sinna Goðdölum í Skagafirði, sóknarkirkju hinna góðu dala. Leiði hans verður grænt. Siglaugur Brynleifsson. Rödd skáldsins er þögnuð. Hin dimma, sterka, þróttmikla og hljóm- fagra rödd heyrist ei aftur. Eigi mun skáldið framar segja okkur sögur á sinn sérstæða og einstaka hátt. ígranduð hugsun hans og spekings-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.