Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Kjarasamningar framhaldsskól- ans eru kapphlaup við tímann Menntastefna í orði Á SÍÐUSTU árum hafa snarpir vindar blásið um íslenskan framhaldsskóla. Með lagabreyting- um árið 1996 var skólunum fengin mun ríkari ábyrgð á rekstri sínum en áður tíðkaðist. Ábyrgðinni og skyld- unum fylgdu því miður ekki nægileg- ir fjármunir eða svigrúm til þess að stýra eigin málum. Með sömu lögum voru gerðar ýms- ar þær breytingar á starfsemi fram- haldsskólans sem nú eru að koma til framkvæmda af fullum þunga með nýrri námskrá. Má hér t.d. nefna lagaskyldu framhaldsskóla til að inn- leiða sjálfsmatsaðferðir, ákvæði um ritun skólanámskrár, ákvörðun um að umbylta námsbrautum fram- haldsskóla, inntökuskilyrði í fram- haldsskóla og samræmd próf. Fram- haldsskólinn hefur ennfremur axlað auknar skyldur gagnvart yngi'i nem- endum vegna hækkunar sjálfræðis- aldurs. Svona mætti raunar lengi telja en er ekki áformað hér. Allt of lítil almenn umræða hefur farið fram um inntak þessara breyt- inga, kosti þeirra og galla og áhrif á líf og starf nemenda og kennara. Fremur hljótt hefur einnig verið um þá staðreynd að undanfarin tvö ár hefur mjög sigið á ógæfuhlið um laun og starfskjör kennara, námsráðgjafa og stjórnenda framhaldsskóla. Mannauður framhalds- skólans vanmetinn Kennarar og aðrir starfsmenn framhaldsskóla bera uppi alla skóla- þróun og nýbreytnistarf á hverjum tíma og bera ábyrgð á því sem mest er um vert að koma nemendum sín- um til nokkurs þroska. Yfirvöldum sem leyfa sér að gleyma því að góð laun og starfskjör kennara eru mikil- vægur þáttur í menntastefnu til framtíðar er því líkt farið og bóndan- um sem slátrar bestu mjólkurkúnni sinni. Menntastefna í orði dugir ekki til þess að skapa skóla 21. aldarinnar. Það er til skammar að skólameistarar framhaldsskóla sem skv. lögum eru skil- greindir sem forstöðu- menn ríkisstofnana séu nær bjargarlausir vegna umboðs- og fjár- skorts þegar reyndir kennarar taka pokann sinn og hverfa til betur launaðra og stundum áreynsluminni starfa. Þeir eltast allt sumarið við að ráða kennara þar Elna Katrín sem nýútskrifaðir há- Jónsdóttir skólamenn líta ekki á kennslu í framhaldsskólum sem val- kost um störf - ekki vegna kennara- starfsins sem slíks því það er sannar- lega mikilvægt og gefandi, heldur aðeins vegna launa og starfsskilyrða. Kjarasamningar eru kapphlaup við tímann Kjarasamningar framhaldsskól- ans renna út 31. október næstkom- andi. Samningaviðræður standa nú yfir samkvæmt viðræðuáætlun samningsaðila frá 30. júní. Sam- kvæmt áætluninni eiga samningavið- ræður m.a. að snúast um launasetn- ingu félagsmanna KÍ í fram- haldsskólum, áhrif nýrrar aðal- námskrár á störf þeirra, vinnu- tímakafla kjarasamninga og fyrir- komulag þeirra. í þessari sameiginlegu vinnuáætl- un kennarasamtaka og ríkisins er svo ráð fyrir gert að hafi aðilar ekki lokið gerð kjarasamnings fyrir 2. október verði metið hvort málinu verði vísað til sáttameðferðar hjá rík- issáttasemjara. Fjármálaráðherra hefur ekki skipað samninganefnd í ljósi þess sem að ofan er sagt hlýtur það því að vekja furðu að fjár- Nokkur frábær fyrirtæki 1. Einstakur þjónustukjarni með veltu up á 7 millj. pr. mán. Selur mikið af ísréttum, skyndibitum, sælgæti og leigir myndbandspólur. Arðsamt fyrirtæki sem allir þekkja, Framköllunarfyrirtæki sem er vel staðsett og með mikla viðskipta- vild. Óteljandi möguleikarvið vinnslu á filmum og myndum. Góður tækjakostur. Engin sérþekking. Arðsamt fyrirtæki fyrir fólk með þjónustulund og skemmtilegt starf. 3. Þjónustufyrirtæki fyrir einstakling eða hjón. Góð og snyrtileg vinnuaðstaða. Fyrirtæki sem gefur vel í aðra hönd. Engin sér- kunnátta. Góður vinnutími. 4. Verslun með föndurvörur sem hún flytur inn að mestu sjálf. Góð aðstaða í eigin húsnæði sem einnig er til sölu. Mikið af góðum tækjum og góðum umboðum fylgja. Góð aðstaða og kennsla fyrir nýjan kaupanda. Það er annasamur og gjöfull tími framundan. 5. Heildverslun með efnavörur sem stendur traustum fótum með fasta trausta viðskiptavini. Frábærforvinna að baki. Góð arðsemi. Tvö störf. 6. Einn þekktasti veitingastaður landsins sem leigir út sali, er með veisluþjónustu og selur hversdagsmat í hádeginu bæði á staðn- um og í matarbökkum. Eigið húsnæði sem einnig ertil sölu. Stað- ur sem allir þekkja og er með mikið af föstum og traustum við- skiptavinum. 7. Skyndibita- og sælgætissala sem opin er frá kl. 8 til 18 virka daga. Lokað um helgar. Ný og fullkomin tæki, mjög snyrtilegur. Siðlegur vinnutími. Góð staðsetning í fyrirtækjahverfi. 8. Fullkomin sólbaðsstofa með 10 bekkjum, mjög góðum bekkjum i eigin húsnæði sem einnig getur verið til sölu. Sérstaklega snyrti- leg stofa sem dregur fólk að sér með smáverslun í afgreiðslu. Massíft parket á gólfum. Mikið að gera, enda á frábærum stað. 9. Þjónustustaður sem selur sælgæti og helstu nauðsynjar enda eina hverfisverslunin. Það er ótrúlega mikið að gera enda mjög góð velta. Einstaklega ódýrt miðað við veltu. Lottó og spilakassi gefa góðar aukatekjur. Laust strax af sérstökum ástæðum. 10. Matvælaframleiðslufyrirtæki sem selur um 450-500 matarbakka á dag og hefur frábært eldhús og góða aðstöðu fyrir veisluþjón- ustu og sölu til félagasamtaka og hópa. Eigið húsnæði sem einn- ig getur verið til sölu. Laust strax. Mikill annatími framundan. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASAlAIM SUOURVE R I SlMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. málaráðherra hefur enn ekki skipað form- lega samninganefnd vegna endumýjunar kjarasamninga fram- haldsskólans eins og honum er skylt skv. lögum um kjarasamn- inga opinberra starfs- manna. Á samninga- fundi hafa því af hálfu fjármálaráðherra maett fiilltrúar í sam- starfsnefnd samkvæmt kjarasamningi. Þessi vinnubrögð benda ekM til miMllar alvöru af hálfu ríkisins um að ljúka gerð kjarasamn- ings fyrir 31. október - hvað þá fyrir 2. oMóber. Staðreyndir um slaka þróun kennaralauna á borðinu í meira en ár Réttir 15 mánuðir eru nú síðan samtök kennara vöktu athygli fjár- málaráðherra og menntamálaráð- herra á því að forsendur kjarasamn- ings framhaldsskólans frá 7. júní 1997 væru brostnar. Það rökstuddu kennarasamtöMn með opinberum tölum frá Kjararannsóknanefnd op- inberra starfsmanna sem sýndu glögglega að gjá hafði myndast milli dagvinnulauna kennara og annarra háskólamanna hjá ríM sem um árabil höfðu verið fastur samanburðarhóp- ur með svipaða menntun og ábyrgð í starfi. Haustið 1999 áttu kennarasam- Kennarasamningar Kennaralaunin í framhaldsskólanum eru í sögulegu lágmarki, segir Elna Katrín Jónsdóttir, og stefnir í hreint óefni ef ekki verður myndarlega tekið á því að bæta kjörin. tökin fundi með fjármálaráðherra og menntamálaráðherra þar sem meg- ináhersla var lögð á að stíga skref í átt til þess að rétta hlut kennara enda voru grundvallarforsendur kjarasamninga kennara 1997 að sam- bærileg þróun yrði á launum þeirra og annarra háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna. Kennarar töluðu fyrii’ daufum eyrum og hafa fram til dags- ins í dag ekM fengið neina leiðrétt- ingu mála sinna ef frá er talin ein- greiðsla síðastliðinn vetur til að mæta auknu vinnuálagi vegna nýn-ar aðalnámskrár. Vandinn hefur því vaxið og mun erfiðara verður að stíga nauðsynleg skref til kjaraleiðréttingar í einu lagi í kjarasamningum í haust en raunin hefði orðið ef ráðamenn hefðu sýnt þá framsýni og þann kjark sem þurfti til að takast á við hluta vandans varð- andi lág grunnlaun kennara í fyrra. Byrjunarlaun framhaldsskóla- kennara með 4 ára háskólanám og kennsluréttindi eru nú tæp 110.000 kr. á mánuði. Starfsreynsla og við- bótarmenntun sem kennarar eru sí- fellt að afla sér bætir svo í raun myndina lítið þar sem meðaldag- vinnulaunin eru um 135.000 kr. á mánuði. Þetta er því alvarlegra sem meðalstarfsaldur er hár meðal fram- haldsskólakennara og menntun verulega umfram þá lágmarks- menntun sem þarf til að öðlast kennsluréttindi á framhaldsskóla- stigi. Á sama tíma eru meðaldag- vinnulaun annarra háskólamanna hjá ríki rösMega 180.000 kr. á mán- uði þannig að til þess eins að jafna þann mun þyrftu kennaralaunin strax að hækka um næstum 35%. Slík leiðrétting þýddi þó aðeins að kennaralaunin færðust nær því horfi sem laun annarra háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna komust í á yfir- standandi samningstímabili. Óvenjuleg staða krefst óvenjulegra lausna Kennaralaunin í framhaldsskólan- um eru í sögulegu lágmarki og stefn- ir í hreint óefni ef ekM verður mynd- arlega teMð á því að bæta kjörin þannig að kennsla verði eftirsóknar- vert starf og framhaldsskólar betur í stakk búnir í harðri samkeppni um vel menntaða starfsmenn. Samn- ingagerð verður að taka föstum tök- um á næstu vikum og alvara og ein- lægni að ríkja um að leiða viðræður til lykta þannig að varanleg lausn sé fengin á þeim illvíga vanda sem afleit grunnlaun kennara, námsráðgjafa og skólastjórnenda baka nú skólanum og samfélaginu. Höfundur er formaður Félags fram- haldsskólakennara og varaformaður Kennarasambands Islands. Island í neðsta sæti I NYUTGEFINNI skýrslu OECD um menntamál kemur ým- islegt fróðlegt í Ijós varðandi íslensM menntakerfi. Fjárfram- lög til grunn- og fram- haldsskólastigsins virð- ast vera í lagi og eru rétt fyrir ofan meðaltal OECD-landanna. Þeg- ar litið er á fjárframlög til háskólastigsins kem- ur aftur á móti allt ann- að í Ijós. íslendingar eru með lægsta fjár- framlag af öllum Haukur Þór OECD-löndunum og Hannesson eru þau einungis tæp 54% af meðaltalinu. Aðeins 0,7% af landsframleiðslu íslands fer til há- skólastigsins á meðan meðaltal OECD-ríkja er 1,3%. Samanburðurinn verður enn meira sláandi ef borið er saman við hin Norðurlöndin en framlag íslands nær ekM helmingi af framlagi nágranna- þjóða okkar. Danir eyða 1,2% af landsframleiðslu, Norðmenn 1,4%, Finnar og Svíar eyða 1,7% af lands- framleiðslu sem er 143% meira en ís- lendingar sem veita einungis 0,7% landsframleiðslu til háskólastigsins. Það er sama hvert litið er, alls stað- ar kemur íjársveltið fram. Kennslu- rými er langt frá því að vera boðlegt fyrir rúmlega 6.000 stúdenta. Háskól- inn hefur ekM bolmagn til að byggja kennslu- húsnæði í því umhverfi sem hann býr við. Líf- fræðihúsið í Vatnsmýr- inni er enn óMárað og ekM sér fyrir endann á þeirri byggingu. Há- skólinn getur ekM leng- ur fjármagnað bæði nýbyggingar og haldið við gömlu húsnæði með peningum frá Happ- drætti Háskólans. Það verður einfaldlega að koma auMð fjánnagn frá stjómvöldum til að Háskólinn eigi mögu- leika á að mæta þeim Möfum sem rúmlega 6.000 manna Háskóli gerir í dag. Skólagjöld ekki lausn Um 66% háskólastúdenta eru í Há- skóla Islands á meðan hann fær að- eins 60% af fjárframlagi til skóla á há- skólastigi. Þessar tölur eru lýsandi fyrir þann litla sess sem Háskóli ís- lands hefur fengið á fjárlögum undan- farin ár. Afleiðingin er sú að ástandið versnar jafnt og þétt og umræður um skólagjöld verða sífellt meira áber- andi innan Háskólans. Eg held að það sé deginum Ijósara að vilji mennta- málaráðherra er að Háskóli íslands biðji um leyfi fyrir skólagjöldum enda hefur ráðherra lýst því yfir að hann sé Hómópatanám Um er að ræða 4 ára nám í hómópatíu sem byrj- ar í Reykjavík í haust á vegum College of Prac- tical Homoeopathy í Bretlandi. Kenndar eru 10 helgar á ári, auk heimanáms og verklegrar þjálfunar. Námið veitir réttindi. D.Howell skólastjóri C.P.H. kynnir námið 13., 14. og 15. sept. í Ármúla 44, 3. hæð. Upplýsingar gefur Martin í síma 567 8020 eða 897 8190 Fjársvelti íslendingar, segír Haukur Þór Hannes- son, leggja minnst til háskólamenntunar af öllum OECD-löndunum. sammála tillögu Háskólans um skóla- gjöld í nýju MBA-námi. Útgönguleið Háskólans má ekM vera skólagjöld, heldur verður ríMð að axla þá ábyrgð að halda uppi öflugum skólagjalda- lausum ríMsháskóla eins og tíðkast annars staðar á Norðurlöndunum. Fjárfesting til framtíðar Þrátt fyrir það ástand sem Háskól- inn býr við geta stjómmálamennirnir enn snobbað fyrir framhaldsmenntun í ræðum sínum. Þeir tala um hversu mikilvæg menntun sé fyrir ísland og framtíð þess en þegar kemur að því að veita peningum til háskólastigsins kemur allt annað í ljós. Það sem þarf er breyting á hugsunarhætti. Það á ekM að líta á fjárframlög til háskólastigsins eins og hver önnur útgjöld heldur á að hugsa þau sem fjárfestingu. Með því að fjár- festa í menntun er um leið verið að fjárfesta í framtíðarvelsæld. Þetta er nauðsynlegt að alþingismenn hafi í huga við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2001. Höfundur er framkvæmdastjóri Stúdentaráðs. skólar/námskeið myndmennt un, teiknun. Undirstöðuatriði og tækni. jendur og framhaldsfólk. lýsingar og innritun kl. 15—21 alla i. Símar 561 1525 og 898 3536. Rúna Gísladóttir, listmálari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.