Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 51
HALLDORA
EINARSDÓTTIR
+ Halldóra Einars-
dóttir fæddist á
Kaldrananesi í Mýr-
dal 21. mars 1942.
Hún lést á heimili
sínu 26. ágdst síðast-
liðinn og fór útför
hennar fram frá
Fossvogskirkju 2.
september.
„Dáinn, horfínn,
harmafregn." Mér er
orða vant. Langt símtal
við kæra vinkonu, við
ráðgerum að hittast og
gleðjast saman. Sólar-
hringur líður, hún er öll. Halldóra
Einarsdóttir húsírú í Grafarholti v/
Vesturlandsveg var og verður í minn-
ingunni ein mikilhæfasta kona sem ég
hefkynnst.
Vinátta okkar hófst við stofnun for-
eldra- og kennarafélags Arbæjar-
skóla.
Áhugi okkar Dóru á handmennt
ýmiss konar varð til þess að ásamt
fleirum var brautin rudd fyrir föndur-
dag í Árbæjarskóla fyrir jólin, naut
þessi dagur mikilla vinsælda hjá
bömum og fullorðnum þessi ár. Ekki
er á neinn hallað þótt fullyrt sé að þar
lagði Dóra mín mest til. Hún var hetja
í lífi og starfi.
Hún var svo einstakiega hug-
myndarík, skipulögð, vandvirk og
fljótvirk. Ekkert vafðist fyrir henni,
mér fannst oft sem hún gæti gert allt
og það alein. Áhugi hennar að hjálpa
og gleðja, taka að sér hin ólíkustu
verkefni fyrir skylda sem vandalausa
átti sér engin takmörk. Hún setti á
laggimar „heimaföndur“, hannaði
jólaföndur með skýrum leiðbeining-
um, sagaði, sneið og bjó til alla smá-
hluti sem fylgdu. Þar kom vel í Ijós of-
urkraftur hennar og útsjónarsemi.
Gleði hennar yfir að geta veitt böm-
um sem fullorðnum íslensk verkefni
til að vinna að. Já, íslenskt skyldi það
vera,
hún unni landi sínu og bar hag þess
fyrir brjósti og barðist fyrir þeim
málstað er hún trúði á. AJlt þjóðlegt
var í heiðri haft í Grafarholti og voru
þau hjón afar samstíga í því sem öðru.
Orðaði ég það oft svo að í Grafarholti
byggi íslenskasta fjölskylda sem ég
þekkti, eða hve margir skildu kenna
bamabömum sínum að kveða í dag og
meta íslensk gildi?
Bömum sínum vakti hún yfir,
gladdist yfir velgengni þeirra í lífi,
starfi og leik. Félagar þeirra urðu
hennar, tengdabömin og þeirra fjöl-
skyldur urðu hennar, bamabömin
nutu alls þess besta sem amma gat
veitt.
Þó stundum liði tími milli funda var
vináttan heil. Að koma til þeirra hjóna
í Grafarholt, mæta glaðværð þeirra
hlýju og gestrisni, finna kærleikann
og samheldnina sem einkenndi þau
mun ekki gleymast okkur er þess
nutu. Þau bjuggu við þjóðbraut þvera
og um tíma var Grafarholt á umferð-
areyju, öllu tekið með ólýsanlegu
jafnaðargeði og gert gott úr. Mikill er
missir fjölskyldunnar allrai- er hún,
sem alltaf var tU staðar, er horfin til
æðra lífs.
Samheldni fjölskyldunnar og ást til
hennar sem gaf þeim svo mikið og
skUur aðeins eftir góðai- minningar
verður styrkur þeirra nú.
Margseraðminnast,
margterhéraðþakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margseraðminnast,
margseraðsakna,
Guð þerri tregatárin strið.
Farþúífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt
GekkstþúmeðGuði,
Guðþérnúfylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V.Briem.)
Kærum vinum okkar, Einari föður
Dóru, Sigurði, bömunum og íjöl-
skyldum þeirra sendum við innUegar
samúðarkveðjur og blessunaróskir
Hulda og Om.
Þór, Páll og fjölskylda.
Tveir þrestir byggðu birkigrein
þá batt með tryggðum ástin ein
en hjörtu þeirra harmur skar
að hljótaað skilja sárast var.
Þeir hó& dapran sorgarsöng
er sendi hljóm um skógargöng.
Þá söng hinn fyrri sjafninn
minn
ég sáran harm við skilnað finn.
Egsaknaþesssemsællégnaut
'00 ensorginfylgirmérábraut
* Þótt sjáumst aldrei ástin mín,
ég allar stundir minnist þín.
Þá klökkum rómi kvakar hinn.
Nú kveðjumst við í hinsta sinn.
Þeir héldu sinn í hvora átt
og hurfu út í fjarskann brátt
En kveðja leið um himins hvel
í hinsta sinn—Far vel! Far vel!
(Erlaþýddiúrdönsku.)
Við mæðgumar á Engi kynntumst
HaUdóru og hennar fólki í Grafarholti
fyrir rúmum 30 ámm, þegar móðir
mín tók hest í beit fyrir þau hjónin.
Síðar urðu þeirra elstu böm, Sigurð-
ur og Ragnhildur, leikfélagar og
skólasystkini Helgu dóttur minnar.
Þá vom böm sem bjuggu utan við
borgina ekki keyrð heim að dymm
eins og nú er gert. Var þá stundum
bamingur að fara til og frá skóla. Þá
varð Grafarholt áningarstaður og
Halldóra tók dóttur mína undir
vemdarvæng sinn.
Þær vora ófáar ferðimar sem við
fómm niður að Grafarholti, ef einhver
vandamál bar að höndum. Halldóra
kunni alltaf góð ráð til að leysa vand-
ann. Reyndist hún mér sem besta
systir.
Hún var afburða myndarleg hús-
móðir og reyndi mikið á hana í hús-
móðurstarfinu, því gestagangur var
mikill.
Halldóra var líka fjölhæfur lista-
maður og má segja að allt hafi leikið í
höndunum á henni. Stundum fór ég
með handavinnuverkefni til hennar
og þá var ekkert sjálfsagðara en að
veita góðar leiðbeiningar.
Nú kveðjum við Halldóm með virð-
ingu og þakklæti. Blessuð sé minning
hennar.
„Þó ég sé látinn, harmið mig ekki
með támm. Hugsið ekki um dauðann
með harmi og ótta. Eg er svo nærri,
að hvert tár ykkar snertir mig og
kvelur, þó látinn mig haldið. En þegar
þið hlæið og syngið með glöðum hug,
sál mín lyftist upp í mót til ljóssins.
Verið glöð og þakklát, fyrir allt sem
lífið gefur og ég þó látinn sé, tek þátt í
gleði ykkar yfir líftnu.“ (Höf. ókunn-
ur)
Ingibjörg Larsen, Engi.
+
Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GYÐA ÞORBJÖRG JÓNSDÓTTIR,
frá Kleifárvöllum,
Vesturgötu 22,
Reykjavík,
verður jarðsungin föstudaginn 15. september
kl. 13.30 frá Hafnarfjarðarkirkju.
Björg Sæberg Hilmarsdóttir, Roberto Garza,
Júlían Hilmar Garza,
Victoría Gyða Garza,
Antonio Björn Garza,
Adríana Þór Garza
og barnabarnabörn.
+
Útför
BJÖRNS HALLDÓRSSONAR,
frá Ketu,
Skaga,
fer fram frá Ketukirkju miðvikudaginn 13. september ki. 14.00.
Hrefna Gunnsteinsdóttir,
Gunnsteinn Björnsson, Sigríður Káradóttir,
Halldóra Björnsdóttir,
Sigurður Björnsson
og barnabörn.
+
Elskulegur eiginmaður minn,
JÓHANNES PÉTURSSON
kennari,
frá Reykjarfirði,
Hraunbæ 77,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju
fimmtudaginn 14. september kl. 13.30.
Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda,
Kristín Björnsdóttir.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát
og útför bróður okkar og mágs,
GUÐMUNDAR SKARPHÉÐINSSONAR
frá Minna-Mosfelli,
Mosfellssveit.
Skúli Skarphéðinsson, Þuríður Hjaltadóttir,
Sigurður Skarphéðinsson, Guðrún Karlsdóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför elskulegrar
eiginkonu minnar, móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu okkar,
ÁSDÍSAR G. JESDÓTTUR,
Laugarásvegi 47,
Reykjavík.
Þorsteinn Einarsson,
Jes Einar Þorsteinsson, Ragnhildur Sigurðardóttir,
Hildur S. Þorsteinsdóttir, Guðmundur Sigurðsson,
Ágúst Þorsteinsson, María Hjálmarsdóttir,
Guðni Þorsteinsson, Elín Klein,
Ásdís Þorsteinsdóttir,
Sólveg Þorsteinsdóttir, Gunnar Valtýsson,
Guðríður Þorsteinsdóttir, Ólafur G. E. Sæmundsen,
Eiríkur Þorsteinsson, Hulda Halldórsdóttir
Gísli I. Þorsteinsson, Elín V. Hallvarðsdóttir,
Soffía Þorsteinsdóttir, Daði Guðbjörnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar
móður okkar, tengdamóður, systur og ömmu,
ERLU BJARKAR STEINÞÓRSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á krabbameins-
deild Landspítalans.
Steinar Þór Birgisson, Ana Maria Birgisson Romo,
Vigfús Birgisson, Sólveig Andrésdóttir,
Theodóra Björk Geirsdóttir, Haukur Þorsteinsson,
Gísli Kristján Heimisson,
Gylfi Bergmann Heimisson, Guðmunda Gyða Guðmundsdóttir,
Theodóra Steinþórsdóttir,
Egill Steinþórsson
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur
samúð og vináttu við fráfall og útför ástkærrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu, lang-
ömmu og langalangömmu,
GUÐRÚNAR F. HANNESDÓTTUR,
Vallargötu 6,
til heimilis á Suðurgötu 15 — 17,
Keflavík,
er lést að morgni mánudagsins 28. ágúst.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkrahúss Suðurnesja, Keflavík,
og starfsfólki við félagsaðstöðu aldraðra í Hvammi og íbúum í Suðurgötu
15-17.
Guð blessi ykkur.
Börn, barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna
andláts og við útför elskulegs eiginmanns,
föður, tengdaföður og afa,
GUÐFINNS EINARSSONAR
fyrrv. framkvæmdastjóra í Bolungarvík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafn-
istu í Hafnarfirði fyrir einstaklega alúðlega umönnun.
María Haraldsdóttir,
Einar K. Guðfinnsson, Sigrún J. Þórisdóttir,
Haraldur Guðfinnsson, Anna Rós Bergsdóttir,
Guðrún Kristín Guðfinnsdóttir
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
SIGRÍÐAR ÖGMUNDSDÓTTUR,
Grundarstíg 1,
Sauðárkróki.
Árni M. Jónsson,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.