Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BRYNDÍS ZOEGA + Bryndís Zoega, fv. forstððukona Drafnarborgar í Reykjavík, fæddist 7. júlí 1917. Hún lést á hjúkrunarheimil- inu Skjóli laugar- daginn 2. september síðastliðinn. For- eldrar: Geir G. Zoega vegamála- stjóri, f. 28. septem- M ber 1885 í Reykja- vík, d. 4. janúar 1959, og Hólmfríður Zoega, húsmóðir, f. 5. maí 1894 í Reykja- vík, d. 8. júlí 1982. Systkini Bryn- dísar: Helga tvíburasystir henn- ar, d. 10. september 1932; Geir Agnar framkvæmdastjóri, f. 8. júní 1919, kvæntur Kristínu Zoega; Gunnar endurskoðandi, f. 7. mars 1923, kvæntur Hebbu Herbertsdóttur; Áslaug, ritari f. 19. janúar 1926, var gift Gunn- laugi Pálssyni arkitekt, d. 14. júlí 1983 og Inga, kennari, f. 19. nóv- ember 1927, var gift Jóni Magn- ússyni skrifstofu- stjóra, d. 15. ágúst 1972. Bryndís lauk leik- skólakennaraprófi frá Fröbel Hejskole í Kaupmannahöfn vorið 1939. Hún rak leikskóla í Reykja- vík 1941-1942 og veitti forstöðu sum- ardvalarheimili Rauða krossins í Stykkishólmi tvö sumur á stríðsárun- um, var forstöðu- kona á vistheimilinu Vesturborg 1939-1940, starfaði á ýmsum leikskólum Sumargjafar í Reykjavík 1942-1950 og var for- stöðukona Drafnarborgar 1950- 1992, þar til að hún lét af störfum vegna aldurs. Bryndís var virkur þátttakandi í starfi KFUK. Hún var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu árið 1994. Utför Bryndísar fer fram frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. M' Bryndís, móðursystir mín, var sjálfstæð og sérstök kona. Ekki er hægt að segja að hún hafi farið al- faraleið í lífi sínu heldur lifði hún því á eigin forsendum. Bílpróf Bryndís- ar á efri fullorðinsárum kom mörg- um í opna skjöldu en framtak henn- ar sýndi vel hvað í hana var spunnið. Hún hafði ætíð áhuga á því sem við bömin vorum að gera og spurði margs um leiki okkar og nám. Enda má segja að ævistarf hennar hafí verið helgað börnum. Bryndfs átti ekki börn sjálf en með sanni má - x: segja að mörg börn hafi átt Bryn- dísi. Hún fylgdist vel með sínum bömum eftir að leikskólagöngu þeirra lauk og oft hafði hún á orði að eiginleikar mannanna kæmu fram strax í frumbernsku. Tækifærisgjafir Bryndísar til okkar barnanna í fjölskyldunni vom stundum óvenjulegar. Hún var svo sem ekki alltaf að hafa fyrir því að pakka þeim inn enda stundum ekki hægt. Mér er það minnisstætt þeg- ar hún gaf mér vikudvöl í Vatna- skógi í fermingargjöf enda dvöl þar einsog himnaríki fyrir unga stráka. Þegar dró að giftingu minni og Kristínar spurði Bryndís hvort ekki yrði söngur í kirkjunni. Við sögðum , sem var að það væri enn ekki frá- gengið og ekki þurfti að orðlengja það frekar, Bryndís gaf okkur söng- inn í brúðkaupsgjöf. Og söngurinn setti svo sannarlega svip á athöfnina h h h h h h h h h h h h h h Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 H H H TITTIIIIIIIII11' og Maístjarnan, sem Bryndís sjálf taldi reyndar ekki alveg við hæfi, hljómaði síðan fagurlega svo undir tók í kirkjunni þennan sólríka maí- dag. Megi minningin um Bryndísi lengi lifa. Helgi Gunnlaugsson. Mig langar að kveðja Bryndísi með nokkrum orðum því við vorum vinkonur næstum alla ævina. Tvíburarnir Helga og Bryndís áttu heima rétt hjá mér, þær voru dætur Hólmfríðar og Geirs G. Zoega vegamálastjóra, Túngötu 20. Ég lék mér stundum við þær. Ég man eftir bolludeginum þegar við vorum 10 ára, þá hitti ég þær við Uppsali, neðst við Túngötu, þær voru að koma frá því að flengja afa sinn og höfðu fengið peninga fyrir sem mér þótti áhugavert. Við geng- um upp Túngötuna og þegar við komum að Túngötu 20 sagði Helga, ég er búin að ganga blindandi upp alla götuna; þá gall við í Bryndísi með dálitlum þjósti, ég gekk blind- andi upp alla götuna líka. Þær voru ekki eineggja tvíburar en samt svona nánar. Helga var öll í móður- ætt en Bryndís í föðurætt. Við urð- um vinkonur strax í fyrsta bekk í gagnfræðaskóla, þær 14 ára og ég 13 ára. Helga var dúxinn í bekknum og afskaplega dáð af öllum en Bryn- dís þótti myndarleg. Hún Helga er svo fríð og gáfuð en Bryndís, þú ert nú bara myndarleg, það var við- kvæðið og Bryndís þoldi ekki orðið myndarleg, hún heyrði það svo oft í svolítið neikvæðri merkingu. Helga veiktist af berklum um sumarið og dó 10. september 1932,15 ára gömul. Þetta var gríðarlegt áfall fyrir fjölskylduna en ég held að eng- inn, hvorki við né aðrir, hafi hugsað mikið um Bryndísi á þessum tíma. Hún kom ein í skólann um haust- ið. Þær höfðu alla tíð verið saman í herbergi og gert allt saman. Hún var ein með sínar hugsanir og okkur fannst hún einhvern veginn ruglast eftir þessa lífsreynslu, það tók hana mörg ár að ná sér. Bryndís lauk leikskólakennara- prófi frá Fröbel Höjskole í Kaup- mannahöfn vorið 1939. Hún rak leik- skóla í Reykjavík 1941-42, veitti forstöðu sumardvalarheimilis Rauða krossins í Stykkishólmi tvö sumur á stríðsárunum, var for- stöðukona á vistheimilinu Vestur- borg 1939-40, starfaði á ýmsum leik- Persónuleg þjónusta Höfum undirbúið og séð um útfarir fyrir landsmenn í 10 ár. Sími 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri útfararstjóri skólum Sumargjafar í Reykjavík 1942-50 og var forstöðukona Drafn- arborgar 1950-92, að hún lét af störf- um vegna aldurs. Hún var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu árið 1994. Ég held að Bryndís hafi verið fyrsta sérmenntaða fóstran á Is- landi. Þórhildur Ólafsdóttir lærði og út- skrifaðist á sama tíma frá Svíþjóð en byrjaði aðeins seinna að vinna. Ég man nú fátt frá þessum árum, nema þegar hún hóf störf í Vestur- borg. A þeim stað var ekki til neitt af neinu svo Bryndís fór í kjallarann hjá foreldrum sínum og sótti þar allt nýtilegt, rúm og rúmfatnað og margt annað og það var talsvert því þau höfðu verið sex systkinin og margt komið í geymslu. Þetta þótti Bryndísi alveg sjálfsagt og svo var ekki talað meira um það. Það var gaman að vera með Bryndísi alla tíð, hún var fyndin og skemmtileg. Hún gat verið snögg upp á lagið og átti það til að hverfa þegar mað- ur var að tala við hana úti á götu. Stundum gleymdi hún að koma í boð og sagði þá bara, mér bauðst annað betra. Og það var auðvelt að fyrirgefa henni. Það var einhver af- neitun á sjálfri sér í henni, fyrr á ár- um, og ég set það allt í samband við missi Helgu. A þeim árum var hún heldur kærulaus í klæðaburði, átti góð föten hugsaði lítið um hvernig hún bar þau. Einu sinni var hjá mér kona sem sagði við hana að eitthvað mætti fara betur á henni, því svaraði Bryndís og sagði: „hún þekkir mig ekki, þessi“. Með árunum varð hún mildari og borgaralegri. Hún var smekkleg í fatavali og fór að hugsa meira um útlitið. Hún var afskap- lega gestrisin, átti fallegt heimili og marga vini. Bryndís var mjög trúuð og tók þátt í trúmálum alla tíð og átti marga trúfélaga. Eftir sjötugt gerði hún sér lítið fyrir og tók bílpróf, keypti sér bíl og ók um eins og ekkert væri. Margir trúðu ekki á þennan ráðahag henn- aren hún ók í þó nokkur ár. Það hef- ur sjálfsagt hjálpað henni mikið að hún hafði alla ævi ferðast um á hjóli og kunni allar reglur vel. Hún kom mjög oft til mín á þessum árum meðan hún átti bílinn og aldrei kom neitt fyrir hana. Fyrir þremur árum varð Bryndís fyrir slysi, fótbrotnaði illa. Þetta slys varð til þess að hún var að mestu leyti á spítölum eftir það. Þá naut hún frábærrar umönnunar Ás- laugar systur sinnar. Lífsstarf Bryndísar var að sinna börnum og þar átti hún sér fáa ef nokkra sína líka. Hún talaði aldrei niður til barna, talaði mikið við börn, mikið meira en við foreldrana og alltaf sem jafningja: gat jafnvel tekið þátt í prakkarastrikum þeirra ef svo bar undir. Ég hef talað við nokkra fullorðna sem voru hjá henni sem böm, þau elska hana öll og minnast hennar með þakklæti. Hún var mannþekkjari meiri en aðrir og það stóð allt þegar börnin uxu úr grasi, alltaf komu þeir eiginleikar fram sem Bryndís hafði sagt fyrir. Hún var ekki lík neinni annarri fóstru og var eins og trúnaðarmaður barnanna. Ég á Bryndísi margt að þakka, ekki síst veru mína á Þingvöllum í sumarhúsi fjölskyldunnar. Það var gaman að kanna Skógarkotshelli, klifra bak við Öxarárfoss og fara með matinn í gjána sem var ísskáp- ur þess tíma. Bryndís og hennar fólk veitti mér skemmtilegri æsku en annars hefði verið. Við Anna Þórarinsdóttir erum nú orðnar einar eftir af vinahóp æsku- áranna. Vertu kært kvödd, Bryndís mín. Auður Laxness. Mig langar til að minnast föður- systur minnar, Bryndísar Zoéga forstöðukonu, sem lést aðfaranótt laugardagsins 2. september eftir langa sjúkdómslegu. Henni hafði verið kippt úr hinu daglega lífi fyrir þremur árum og síðan verið á sjúkrastofnunum. Það er gott að hún skuli nú hafa fengið langþráða hvfld. Bryndís var brautryðjandi og frumherji á sínu sviði. Hún var fyrsta menntaða fóstran hér á landi og rak sitt eigið barnaheimili við Amtmannsstíg um nokkurt skeið. Hún var forstöðukona Drafnarborg- ar frá upphafi þar til hún fór á eftir- laun 70 ára gömul. Bryndís var sterk og sjálfstæð kona, sem lifði lífinu eftir sínu eigin lagi. Hún fór sínar eigin leiðir, hjól- aði um bæinn þegar aðrir óku og fór að aka bfl á þeim aldri þegar aðrir fara að hægja á. Bryndís naut þess að vera frjáls og fara víða, enda ferðaðist hún mikið allt sitt líf, bæði hér á landi og erlendis. Hún var fróðleiksfús um framandi staði og menningu og vildi upplifa hlutina af eigin raun. Hún var mannblendin og félagslynd. Sem fóstra og forstöðu- kona barnaheimilis um áratuga skeið þekkti hún marga og fylgdist vel með þeim börnum sem höfðu verið undir hennar verndarvæng. Hvers kyns hindranir voru ekki að hennar skapi og hún lét þær ekki hafa áhrif á fyrirætlanir sínar. Hún mætti í heimsóknir og fór eftir sinni eigin klukku, hafði alltaf ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og fylgdi sinni trú af einlægni. Trygg- lyndi og traust voru einkenni henn- ar og hún horfði yfir smáatriðin. Við Bryndís áttum margar góðar stundir saman í gegnum árin og vil ég þakka henni fyrir þær. Á þeim stundum fann ég hvern mann hún hafði að geyma, sem ekki var öllum sýnilegur. Hvfl í friði, mín ágæta föðursyst- ir. Þórdís Zoéga. Bryndís frænka mín var ásamt tvíburasystur sinni, Helgu, elsta barn foreldra sinna. Minningar vináttu og frændsemi voru alla tíð til staðar því að ég var næst þeim í aldri af frænkunum. Saman dvöldumst við í Norðtungu í Borgarfirði sumarið 1930 ásamt Gunnari bróður þeirra og áfram streyma minningarnar. Árið 1934 var sársaukafullt Bryndísi og allri fjölskyldunni og vinum er Helga systir hennar dó. Harm sinn og söknuð bar Bryndís í hljóði. Árið 1936 sigldi hún til Kaup- mannahafnar og fór í skóla Marie- forbundet og áfram í Fröbel Höjskole þar sem hún útskrifaðist sem fóstra. Hún var meðal hinna fyrst menntuðu fóstra hér á landi og kom heim til starfa árið 1939. Þá byrjaði hún á eigin vegum með leik- skóla fyrir börn. Ýmsir erfiðleikar voru en bjartsýni ríkti. Mikið átak var er hún tók að sér barnaheimilið Vesturborg, þar sem börn voru all- an sólarhringinn, komu úr fátækt og erfiðum kjörum, en litlir peningar til reksturs slíks heimilis. Þá var svefnpláss Bryndísar herbergi inn af þar sem börnin sváfu. Bryndís missti ekki kjarkinn og áfram hélt hún að sinna börnum hvar sem hennar var þörf. Á stríðs- árunum hugsaði hún um barna- heimili Rauða krossins vestur í Döl- um. Drafnarborg var byggð 1950 og tók hún þá að sér forstöðukonu- starfið þar sama ár og starfaði óslit- ið þar til ársins 1992 að hún hætti sökum aldurs 75 ára. Gaman var að fylgjast með þegar við vorum á gangi saman er við mættum ungum mönnum eða kon- um með lítil börn. Foreldrarnir höfðu sem lítil verið í pössun hjá Bryndísi og ég fann hversu þessu fólki þótti vænt um og báru hlýjan hug til hennar og alla þekkti hún með nafni. Bryndís var kærkominn gestur á heimili okkar Gunnars og seinna barna okkar fjögurra, hvort sem þau bjuggu hér á landi eða erlendis. Óll nutu þau umhyggju hennar í fóstruskólanum sem börn. Árið 1993 fékk hún fálkaorðuna og var hún vel að henni komin, þó að fyrr hefði verið. Gaman var að sam- gleðjast henni þennan dag hjá Ás- laugu systur hennar með fjölskyldu og vinum. Bryndís gerði ekki kröfur til ann- arra en þess meiri til sjálfs sín og stóð af sér erfiðleikana þegar á móti blés. En hauk átti hún í horni þar sem Áslaug systir hennar var. Oll- um stundum annaðist hún hana með hlýju og kærleika og gerði allt sem hún gat til að Bryndísi liði betur. Síðustu þrjú árin urðu Bryndísi óbærilega erfið í veikindunum, en ekki kvartaði hún. Ég kveð ástkæra frænku og þakka af alhug langa samleið, sem aldrei bar skugga á, þakka henni allt og fel hana góðum Guði og sendi um leið systkinum hennar og fjöl- skyldum þeirra innilega samúð. Þín frænka, Ingileif Bryndís Hallgrímsdóttir. Þá er lífsgöngu Bryndísar Zoéga lokið. Endaspretturinn varð erfiður og við sem eftir lifum lærum að dauðinn þarf ekki alltaf að vera óvinur okkar, hann getur líka verið kærkomin lausn á þjáningum og það var hann í þetta sinn, þó eftirsjá sé að Bryndísi. Enn ein persóna frá bernskuár- unum hverfur á braut og minningin ein er eftir. En þannig á lífið víst að vera og við fáum engu breytt. Persóna Bryndísar er samofin bernskuminningum okkar systkin- anna og ein af fyrstu manneskjun- um utan fjölskyldunnar sem við kynntumst. Hún varð fljótt vinkona móður okkar eftir að fjölskylda okk- ar fluttist hingað frá Danmörku. Bryndís hafði tekið fóstrupróf þar í landi og gat því skilið og talað dönsku, og mörg kvöldin þegar við börnin vorum háttuð, sátu mamma og Bryndís frammi í eldhúsi og saumuðu og röbbuðu saman. Mörg- um hefði sjálfsagt þótt samræðum- ar kostulegar, því Bryndís talaði mest á íslensku en mamma dönsku, en þetta var bara eðlilegur hlutur fyrir okkur og eitthvað svo róandi og þægilegt öryggi í þvi að vita af þeim tveimur þarna frammi. Það var alltaf mikið ævintýri fyrir okkur börnin þegar Bryndís kom og tók okkur með sér út í bæ, stundum heim til sín eða í leikskólann henn- ar. Þar átti hún ýmis spennandi leikföng sem ekki voru til á okkar heimili. Hún átti það til að koma óvænt í heimsókn og taka okkur með sér svo mamma gæti hvflt sig. Þetta kunni „danska frúin“ vel að meta en Bryndís ávarpaði mömmu iðulega með þessum titli. Daginn sem tvíburarnir komu í heiminn var það Bryndís sem pass- aði okkur þrjár eldri systurnar og alla tíð hefur hún eins og tilheyrt fjölskyldu okkar þótt við værum ekkert skyld. Seinna upplifði ég að vinna hjá Bryndísi á leikskólanum hennar, ferðast með henni og kynnast henni sem fullorðin. Hún var að mörgu leyti sérstök manneskja, hún var ekki mikið fyrir tilfinningasemi né væmni en hafði mikinn húmor og sá oft lífið frá annarri hlið en við hin. Hún var persóna sem setur svip á mannlífið og auðgar það. Sú djúpa vinátta sem hafði þróast milli Bryndísar og foreldra okkar yfirfærðist á okkur börnin og þótt foreldrar okkar væru horfin úr þessum heimi var alltaf sjálfsagt að Bryndís væri með þegar eitthvað stóð til hjá okkur. Síðustu árin hennar voru mjög erfið. Konan sem alltaf hafði verið á ferðinni var allt í einu lokuð inni á sjúkradeild, fangi í eigin sjúka og máttvana líkama. En nú hefur Bryndís fengið lausn frá þrautum sínum. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að fylgja henni síðustu sporin í þessu lífi en nú er hún komin heim til himinsala. Við systkinin þökkum Guði fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt með Bryndísi og biðjum fjöl- skyldu hennar Guðs blessunar. Edda Gísladóttir. Þegar Sigríður dóttir mín hringdi til mín til Noregs og sagði mér að kær frænka okkar, Bryndís Zöega, væri látin setti mig hljóða. Eg hringdi síðan fljótlega í Áslaugu Zöega, systur Bryndísar, og fór að spyrja hana hvar hún hefði verið þegar Bryndís dó og þá fann ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.