Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 11 FRÉTTIR Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Sigríður Dúna Kristmundsdóttir mannfræðingur og Haraldur Ólafsson í pallborðsumræðum á laugardag. Heiðruðu s Harald Olafsson HARALDUR Ólafsson, prófessor í mannfræði, var heiðraður af sam- starfsmönnum sínum og fyrrver- andi nemendum með ráðstefnu í Háskóla Islands síðastliðinn laug- ardag en Haraldur lauk störfum við háskólann í júlí á þessu ári. Var rætt sérstaklega um framlag Haraldar sjálfs til íslenskrar mannfræði, stöðu fræðagreinar- innar f dag og þau fræðilegu við- fangsefni sem Haraldur hefur lát- ið til sín taka á ferli sínum, m.a. trúarbrögð, bókmenntir, samfélag þjóðveldisaldar og mannvist á norðurslóðum. Að ráðstefnunni stóðu mannfræði-og þjóðfræði- skor við Háskóla Islands, Mann- fræðistofnun, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og félagsvísinda- deild. Fluttir voru tveir opinberir fyrirlestrar og fjögur stutt erindi um efni sem Haraldi hafa verið hugleikin en að þvf loknu fóru fram pallborðsumræður um stöðu íslenskrar mannfræði. Slysalausi dagurinn í Reykjavík 60% færri tjón hjá Sj ó vá-Almennum Tjónatilkynningar til Skipting tjóna Sjóvár-Almennra fimmtudaginn "^fur 24. ágúst og 10 fimmtudaga þaráundan _____________ 26 Bakkaðá 23 Forgangur \15%^ ekki virtur Annað Meðalkostnaður á hvert tjón kr. 407.000 82.000 626.000 250.000 Meðaltal 15.6. 22.6. 29.6. 06.7. 13.7. 20.7. 27.7. 03.8. 10.8. 17.8. 24.8. í umdæmi lögreglustjórans í Reykjavík SLYSALAUSI dagurinn í Reykjavík þann 24. ágúst sl. virðist hafa skilað umtalsverðum árangri að minnsta kosti ef mið- að er við tölur frá tryggingafé- laginu Sjóvá-Almennum hf. Sam- kvæmt samantekt fyrirtækisins fækkaði tjónum á bifreiðum sem eru tryggðar hjá félaginu um 60% þennan tiltekna dag. Að jafnaði hefur verið tilkynnt um ein 15 óhöpp á fimmtudögum í sumar en á slysalausa deginum voru þau aðeins sex talsins. Ef miðað er við meðalkostnað við hvert tjón þá má ætla að um 2,9 milljónir hafi sparast á slysa- lausa deginum. A ársgrundvelli nemur sú fjárhæð um einum milljarði króna. Þarf auknar fjárveitingar til löggæslu Sumarliði Guðbjörnsson, deild- arstjóri bifreiðatjóna hjá Sjóvá- Almennum segir það vera greini- legt að aukið eftirlit lögreglunn- ar á slysalausa deginum hafi skilað sér í færri umferðarslys- um. „Það er hægt að fækka um- ferðarslysum. Það er þjóðhags- lega hagkvæmt, jafnvel þótt við þurfum að leggja í nokkurn kostnað við aukna löggæslu," segir Sumarliði. Fækkun slysa myndi skila sér í lægri sjúkrahú- skostnaði, lækkuðum tryggingar- iðgjöldum og á margvíslegan hátt annan. Undir ökumönnum komið „Þessir lögreglumenn sem eru að störfum eru að gera sitt besta. En það er greinilegt að það er ekki fylgni á milli fjölgun- ar lögreglumanna og fjölgunar ökutækja," segir Sumarliði. Þessu verði stjórnmálamenn sem vilja fækka umferðarslysum að gera sér grein fyrir. Það þurfi að koma til auknar fjárveitingar frá ríkisvaldinu til löggæslu og eftir- lits. Hann bætir því við að mann- leg mistök séu orsök umferðar- slysa í 98 af hundraði tilvika. Það sé því undir ökumönnunum sjálf- um komið að fækka umferðar- slysum og auka öryggi í umferð- inni. LJ0NIÐ A VEGINUM F10TT 0G FREISTANDI Tákn nýrrar kynslóðar. Fallegt og kraftalegt útlit endurspeglar fjörið sem einkennir Peugeot 206. Mikið rými og flott hönnun gera Peugeot 206 að fjörmíklum farkosti unga fólksins. VERÐ FRA 1099.000 Vatnagörðúnj 24 • s. 520 1100 Sýning.ar og prufubilar eru einnig á eftirtöldum stöðum Biiasala Akureyiar s. 461 2533, Vestmannaeyjar: Bifaverl :: Bifver s. 431 1985, Akureyri: ragginn s. 481 1535, Keflavik: Bílavík ehf. s. 421 7800.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.