Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Vinsæl berjalönd í utanverðum Eyjafírði Aldrei séð annað eins berjaland MIKILL fjöldi fólks sækir í berja- löndin í Olafsfjarðarmúla, Böggv- isstaðarfjalli og á svæðum sunnan Dalvíkur á hverju hausti. Auður Guðjónsdóttir, kennari í Valsár- skóla á Svalbarðsströnd, var að tína ber í Múlanum sl. sunnudag ásamt fleira fólki, er ljósmyndari Morgunblaðsins var þar á ferð. Auður, sem búsett er á Akureyri, var að tína ber á þessu svæði í fyrsta skipti og hún sagðist aldrei hafa séð annað eins berjaland. „Þetta er hreinasta gullnáma." Auður sagði fátt skemmtilegra en að breytast í lyngorm í svona berjalandi, eins og hún orðaði það sjálf. Hún sagðist safna bláberjum til jólanna en að hún tíndi krækiber- in beint upp í sig, svona rétt til að byggja sig upp af vítamínum. Á myndinni er Auður með falleg bláber í lófa sínum. Morgunblaðið/Kristján Auður Guðjónsdóttir kennari með falleg bláber í' lófa sínum í beijalandinu í Ólafsfjarðarmúla. kr. 570.000- Listaverð kr. 670.000- Husqvarna TE 610E Svart/gult kr. 560.000 Listaverð kr. 660.000- Husqvarna TE 61OE __ special edition Gult kr. 560.000- Listaverð kr. 660.000- 18 lítra bensíntankur Husqvarna TE 610 Husqvarna CR 250 kr. 450.000- Listaverð kr. 560.000- Husky boy krakkahjól • kf. 98.000- Listav. kr. 148.000- • Aðeins 1 stk. gn kureyri ni@centri 1 umboðsaðili Husqvarna á ísiandi Tungusíöa 21 • Pósthólf 24 • 602 A | Sími: 461 4025 • Fax: 461 4026 • Netf.: gag V jm.is Forgangsverkefni á sviði heilbrigðismála í aðgerðaráætlun Eyþings Ahersla á skipulagt samstarf heilbrigðis- stofnana í héraðinu BRÝNT er að koma nýbyggingu Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri sem fyrst í notkun og ná þarf samkomulagi við stjórnvöld um að árlega verði ein hæð í byggingunni innréttuð og tækjavædd. Þetta er á meðal forgangsverkefna á sviði heilbrigðismála í aðgerðaáætlun Eyþings, samtaka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu en hún var til umræðu á aðalfundi um helgina. Af fleiri forgangsverkefnum má nefna að komið verði upp sjúkra- hóteli við FSA, hugað verði að tækni- og hugbúnaðarmenntun á svæðinu, m.a. upplýsingatækni með áherslu á gagnagrunnsfræði og hins vegar rafeindatækni. Þá er áhersla lögð á að komið verði á kennslu í landsbyggðarlækningum við Háskólann á Akureyri, einnig að samgöngubótum milli Norður- og Austurlands verði hraðað til að styrkja stöðu FSA sem hátæknis- júkrahúss og bæta þjónustu þess við Austurland. Nefnt er að vinna þurfi að uppbyggingu heilsulindar í Mývatnssveit með samtengingu við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga og að koma þurfi upp háhraða- tengingu milli sjúkrastofnana á svæðinu vegna öryggissjónarmiða. Miðstöð sjúkraflugs verði á Akureyri Helstu verkefnin á sviði heil- brigðismála eru, að því er fram kemur í skýrslu Péturs Þórs Jón- assonar framkvæmdastjóra Ey- þings, að koma á skipulegu sam- ráði heilbrigðisstofnana á svæðinu og þar með að efla samvinnu þeirra og einnig að skoða samstarf á ákveðnum sviðum við heilbrigð- isstofnanir utan svæðisins, s.s. á Norður- og Austurlandi. Annað sem lögð er áherslu á á sviði heilbriðgismála er að miðstöð sjúkraflugs í landinu verði á Akur- eyri og þar verði sérútbúin flugvél til að sinna því. Aðgerðaáætlun Eyþings sem kynnt var á aðalfun- dinum fjallar einnig um ýmis önn- ur svið, eins og atvinnumál, skóla- og menningarmál, samgöngur, ferðaþjónustu og menntamál. Fram kemur í skýrslu Péturs Þórs að þær raddir hafi heyrst að að- gerðaráætlunin þyki of Akureyr- armiðuð. Segir hann þá gagnrýni ekki koma á óvart. „Þegar að er gáð má þó ljóst vera að flest sókn- arfærin liggja í langstærsta þétt- býlisstað landshlutans," segir Pét- ur Þór í skýrslu sinni. Mikilvægt sé að Akureyri vaxi og dafni á sama hátt og leita verði allra leiða til að bakland bæjarins dafni en það bakland nái yfir allt svæðið, þ.e. Norðurland. Viðkvæm umræða um vaxtarsvæði „Því er auðvitað ekki að neita að við erum hér komin að þessari við- kvæmu og vandmeðfömu umræðu um vaxtarsvæði. Að undanförnu hefur verið vaxandi umræða um áherslu á eflingu skilgreindra vaxtarsvæða á landsbyggðinni. Til þess að sú umræða geti skilað okk- ur fram á veginn þarf að nást sátt milli sveitarstjórna um það hvar vaxtarsvæðin skuli vera og hverjar skuli vera áherslur innan þeirra og utan og með hvað hætti önnur svæði skuli tengjast vaxtarsvæð- unum,“ segir í skýrslu fram- kvæmdastjóra Eyþings. Víðir EA og Akureyrin EA með ágætan afla Aflaverð- mætið um 140 milljón- ir króna VÍÐIR EA og Akureyrin EA, frystitogarar Samheija hf. á Ak- ureyri, komu til heimahafnar um helgina úr ágætis veiðiferðum. Skipin voru hvort um sig með um 70 milljónir króna í aflaverðmæti eftir um eins mánaðar veiðiferðir á svipuðum slóðum fyrir vestan land. Afli upp úr sjó var 400-500 tonn af blönduðum afla hjá hvoru skipi en uppistaðan var þorskur, grálúða og karfi. Á myndinni er Víðir EA að koma til hafnar á laugardag, skömmu fyrir brottför Vilhelms Þorsteinssonar EA, hins nýja fjöl- veiðiskips Samheija í sfna fyrstu veiðiferð. Morgunblaðið/Kristján Víðir EA, frystitogari Samheija hf., kemur til hafnar á laugardag skömmu áður en Vilhelm Þorsteinsson EA fer í sína fyrstu veiðiferð. KOSTABOÐ Allt oð 30% afsláttur Fagleg rábgjöf Fullkomin tölvuteiknun Fyrsta flokks hönnunarvinna hátúniga(íhúsn. Fönix)slMi: 5524420 riform REYKIAVIK-AKUREYRI - REYKIAVIK . Jljúgðufrekar Atta sinnum a Bokaðu í síma 57V 3030 og 460 7000 .930 kr . tneð flugvallarsköttuir FLUGFELAG ISLANDS Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.