Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Stofnun Palestínuríkis frestað um tvo mánuði Gaza. Reuters, AFP. ÞING Frelsissamtaka Palestínu, PLO, ákvað á sunnudag að fresta því að lýsa yflr stofnun sjálfstæðs Pal- estínuríkis í að minnsta kosti tvo mánuði í von um að friðarviðræður við ísraela bæru árangur. Stjórnvöld í Israel og Bandaríkj- unum fögnuðu ákvörðuninni, sem dregur úr líkunum á blóðugum átök- um, þótt þau væru ekki mjög vongóð um að viðræðurnar bæru árangur á næstunni. ísraelsstjórn hafði hótað að innlima hernumin svæði á Vestur- bakkanum ef Palestínumenn lýstu einhliða yflr stofnun sjálfstæðs ríkis. „Við höfum ákveðið að gefa friðn- um annað tækifæri," sagði Sakher Habash, sem á sæti á palestínska þinginu. Saeb Erekat, einn af samn- ingamönnum Palestínumanna, sagði að búist væri við að friðarviðræðurn- ar hæfust í dag og stæðu í fjórar til fímm vikur. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, fór í gær frá New York, þar sem hann sat leiðtogafund Samein- Mayahöll finnst í Guatemala Guatemalaborg. AP. RUSTIR eins mikilvægasta verslun- arstaðar mayaindiana voru hunsuð af fræðimönnum jafnt sem ræningj- um í hátt í heila öld þar sem fátt benti til þess að staðurinn geymdi dýra muni. Þó hof og grafhýsi hafi verið af skomum skammti í Canc- uen í Guatemala, var staðurinn engu að síður einn helsti verslunarstaður maya frá því á fjórðu öld f.kr. og í ein 1.200 ár þar á eftir. Á máli maya merkir Cancuen staður höggormsins og var það aust- urríski ævintýramaðurinn Tobert Maler sem fyrst fann Cancuen árið 1905. Fundur Malers þótti þó ekki merkari en svo að Cancuen fékk að liggja óhreyfður þar til nýlega að fræðimenn frá Bandaríkjunum og Guatemala hófu uppgröft á svæðinu. „Við byijuðum að vinna að upp- greftri við það sem við töldum vera litla höll, hluta mayabyggðar," sagði Arthur Demerest, fomleifafræðing- ur við Vanderbilt-háskólann í Bandaríkjunum og forsvarsmaður leiðangursins. „Það sem við fundum var höll, tuttugu sinnum stærri en við bjuggumst við og merkur versl- unarstaður maya sem hafði legið í gleymsku í næstum 100 ár.“ uðu þjóðanna, og háttsettur palest- ínskur embættis- maður sagði að hann myndi hafa viðkomu í Kaíró til að ræða friðar- umleitanirnar við Hosni Mubarak E gyptalandsfor- Yasser Arafat geta Arafat hafði hótað því að lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis á morgun, 13. september, þegar fresturinn til að ná endanlegum friðarsamningi átti að renna út. Hann tók þó að lok- um það ráð að láta þingið um að taka ákvörðun í málinu. Þingið samþykkti síðan að koma aftur saman 15. nóvember til að ræða stofnun sjálfstæðs ríkis og mæltist til þess að lokaundirbúningi sjálfstæðis yrði lokið fyrir þann tíma. Arafat lýsti yfír stofnun sjálfstæðs ríkis 15. nóvember 1988 þegar hann var í útlegð í Algeirsborg og áður en Undir þykku lagi moldar og laufs á skógarbotninum lá Cancuen. Höll- in ein var 25.000 fm að stærð, með veggstuðlum og þijár hæðir, hver með um 20 m lofthæð, og 170 her- bergjum, og telst hún eitt það til- komumesta mayamannvirki sem fundist hefur. „Borg sem var eingöngu reist sem hann varð forseti Palestínumanna. Gadi Baltiansky, talsmaður Ehuds Baraks, forsætisráðherra ísraels, fagnaði ákvörðuninni og sagði að Palestínumenn hefðu frestað yfírlýs- ingunni vegna þrýstings vestrænna ríkja. P. J. Crowley, talsmaður þjóð- aröryggisráðs Bandaríkjanna, sagði að búist hefði verið við ákvörðun Pal- estinumanna eftir fund Clintons með Arafat og Barak í New York í vik- unni sem leið. Litlar líkur á samkomulagi Hvorki hefur gengið né rekið í friðarviðræðunum vegna deilna um framtíð Jerúsalemborgar og rétt palestínskra flóttamanna til að snúa aftur til fyrri heimkynna sinna. Deil- urnar urðu til þess að friðarviðræður Arafats, Baraks og Clintons í Camp David í júlí fóru út um þúfur og litlar líkur eru taldai1 á að samkomulag ná- ist á næstunni. Talið er að staða Arafats heima fyrir veikist ekki verulega þrátt fyrir verslunarstaður í stað þess að vera ætluð fyrir trúarathafnir var óspennandi í augum margra fræði- manna og ræningjum einskis virði,“ sagði Demerest. Hann kvað fræði- menn ekki vissa um hve margir kaupmenn hefðu stundað viðskipti í Cancuen, en þó væri talið að borgin hafi laðað til sín þúsundir frá nálæg- þá ákvörðun að fresta sjálfstæðisyf- irlýsingunni. Hann á hins vegar á hættu að missa tiltrú Palestínu- manna ef hann dregur það frekar að lýsa yfir sjálfstæði, einkum vegna þess að þetta er í annað sinn sem hann frestar framkvæmdinni. Tvær róttækar hreyfingar Pal- estínumanna, DFLP og PFLP, gagnrýndu ákvörðun palestínsku leiðtoganna í gær. „ísraelar vilja að stofnað verði óvopnað Palestínuríki sem hafi ekki rétt til að undirrita varnarsamninga við arabísku grann- ríkin, auk þess sem réttur pal- estínskra flóttamanna til að snúa heim verði afnuminn,“ sagði Nayef Hawatmeh, leiðtogi DFLP. Ovissan í stjórnmálum Israels dregur einnig úr líkunum á því að samkomulag náist. Stjórn Baraks missti þingmeirihluta sinn fyrir við- ræðurnar í Camp David og andstæð- ingar hennar ætla að knýja fram kosningar þegar þingið kemur sam- an í október. um byggðum, m.a. Tikal, sem var meðal stærstu verslunarstaða maya. Það voru myndleturstákn á mun- um er fundust á verslunai'stöðunum Tikal og Dos Pilas, sem leiddu fræðimenn á sporið. Á mununum er minnst á Cancuen og þann valda- mikla höfðingja sem þar sat á fjórðu öld f.Kr., Tah Chan Wi. Páfinn sagður hafa fram- ið „sær- ingu“ Vatíkanið. AP, The Daily Telegraph. AÐ SÖGN ítalska dagblaðsins II Messaggero brá Jóhannes Páll páfí sér í gervi særinga- manns og reyndi að hrekja á brott illa anda er tekið höfðu sér bólfestu í unglingsstúlku sem sótti messu í Páfagarði í síðustu viku. Blaðið hefur eftir séra Gabriele Amorth, helsta „sær- ingamanni" Páfagarðs, að stúlkan hafí byrjað að „æpa ókvæðisorð með djúpri röddu“ við athöfnina á Péturs- torginu. Verðir hafí reynt að róa hana niður, en hún hafi sýnt „yfirnáttúrulegan styrk“ er hún hrinti þeim frá sér. Biskup hafí verið kallaður til, en stúlkan hafi „móðgað hann, muldrað ótengdar setningar og talað framandi tungum". Þá mun páfínn hafa verið lát- inn vita. Hann er sagður hafa ekið til stúlkunnar á vagni sínum, dvalið hjá henni í hálfa klukkustund og reynt að særa út þá illu anda sem tekið höfðu sér bólfestu í henni. Samkvæmt frásögn blaðs- ins hafði blessunin þó ekki til- ætluð áhrif á stúlkuna og að sögn séra Amorths heyrðist rödd Satans „hlæja hæðnis- lega innan úr henni“ þegar páfinn reyndi að hrekja hann á brott. „Djöfullinn kemur til Páfagarðs" Frétt II Messaggero var birt undir fyrirsögninni „Djöf- ullinn kemur til Páfagarðs". Þar kemur fram að stúlkan, sem er 19 ára, hafí verið „haldin illum öndum“ frá 12 ára aldri, eftir að einhver lagði á hana bölvun vegna hat- urs á foreldrum hennar. For- eldrarnir munu hafa komið með hana til messunnar á Pét- urstorginu í von um að bless- un páfans aflétti bölvuninni. Haft er eftir séra Amorth að þetta hafi verið í þriðja sinn sem Jóhannes Páll páfi hafi framið „særingu", en Pá- fagarður gaf á síðasta ári út endurskoðaðar leiðbeiningar um hvernig ætti að hrekja illa anda á brott. Var þar lögð áhersla á að öfl „hins illa“ væru sterk í heiminum og að djöfullinn væri vissulega til. Fomleifafræðingar vinna að uppgreftri við þriggja hæða Maya-höll á fornum verslunarstað í Guatemala. Austurrrkismenn krefjast þess að tilmæli „vitringanna“ komist tafarlaust í framkvæmd París, Vín. AP, AFP. Aðgerðunum jafn- vel hætt í dag PIERRE Moscovici, Evrópumála- ráðherra Frakklands, sagði aðpurður í gær, að búast mætti við því að hinar pólitísku einangrunaraðgerðir sem fjórtán aðildarríki Evrópusam- bandsins (ESB) hafa beitt það fimm- tánda, Austurríki, sl. sjö mánuði, yrðu jafnvel lýstar úr sögunni innan sólar- hrings. Þriggja manna sérskipuð nefnd á vegum ESB birti á fóstudag niður- stöður könnunar sinnar á réttmæti einangrunaraðgerðanna, sem efnt var til á sínum tíma í mótmælaskyni við að hinn umdeildi Frelsisílokkur (FPÖ) fengi aðild að ríkisstjóm Aust- urríkis. Sögðu nefndarmenn aðgerð- imar hafa öfug áhrif og mæltust til þess að þeim yrði hætt hið fyrsta. Brezk stjómvöld sögðust í gær reiðubúin til að hætta aðgerðunum, en þau biðu þess að Frakkar, sem gegna formennsku í ráðherraráði ESB þetta misserið, mótuðu tillögu um samræmd viðbrögð ríkjanna 14. Poul Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, kallaði eftir því á sunnudag, að aðgerðunum yrði hætt tafarlaust. Moscovici tjáði blaðamönnum í París í gær, að samráð væri í gangi milli ríkisstjórna ríkjanna 14, sem sameiginlega hafa staðið að aðgerð- unum. Ákvörðunar væri að vænta fljótlega. Spumingu eins írétta- mannsins um hvort ákvörðunar væri að vænta innan sólarhrings svaraði ráðherrann á þá leið, að það myndi vera nærri lagi. Samráðið væri í gangi og ætti ekki að taka langan tíma. „Hvað svo sem ríkin 14 ákveða er þetta ekki spuming um að veita Frelsisflokknum syndaaflausn," sagði Moscovici og tók fram, að í skýrslu „vitringanefndarinnar“ væri felldur „mjög neikvæður dómur“ yfir flokknum. Frakkar sakaðir um hik Austurrískir stjómmálaleiðtogar ítrekuðu í gær kröfuna um að ein- angrunaraðgerðunum yrði aflétt hið snarasta. Yrði einhver frekari seink- un á því bæru Frakkar einir ábyrgð á því. Thomas Klestil, forseti Austurrík- is, tjáði Vínarblaðinu Der Kurier að hinn franski starfsbróðir sinn, Jacq- ues Chirac, gæti aflýst aðgerðunum „með fáeinum símtölum á mánudag." Niðurstöður skýrslunnar væru ótví- ræðar, vel rökstuddar og trúverðug- ar. „Ráðamenn þrettán aðildarríkja hafa tjáð mér umbúðalaust, að þeir séu hlynntir því að einangrunarað- gerðunum verði hætt á stundinni," sagði Klestil. Wolfgang Schussel, kanzlari Aust- urríkis, sagði í dagblaðinu Der Stand- ard að „vitringaskýrslan" byði upp á „tækifæri fyrir ríkin 14 til að draga lærdóm af hinum vanhugsuðu, ýktu aðgerðum og segja: ’Við erum öll í svipaðri stöðu, við eigum öll við svip- uð vandamál að stríða vegna innflytj- enda, vegna flóttamanna, með félags- lega aðlögun." Austurrísk dagblöð voru gagnrýn- in í garð Frakka, sem þau sögðu sýna hik og ráðleysi vegna hinna óvænt af- dráttarlausu tilmæla „vitringanna". Die Presse sagði til að mynda í fyrir- sögn: „Nærri allir vilja binda enda á aðgerðimar - eingöngu París hikar.“ Segir blaðið Chirac taka á sig mikla ábyrgð, aflétti hann ekki aðgerðunum strax. Og afleiðingarnar, sem yrðu þá líka á hans ábyrgð, gætu orðið slæm- ar, ekki sízt fyrir evruna, sem Danir kjósa um í lok þessa mánaðar. „Austurrílds-aðgerðirnar hafa aug- ljóslega dregið enn frekar úr fylgi Dana við evruna, og voru þeir þó tvístígandi fyrir. Líkum er leitt að því að verði aðgerðunum ekki hætt aukist mjög hættan á því að Danir hafni evr- unni - og gengi hennar muni þar með falla enn frekar,“ skrifar Die Presse. „Chirac er ekki yfirvaldboðari Evrópu,“ klykkir æsifréttablaðið Neue Kronen-Zeitungút með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.