Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ 46 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 ' MINNINGAR + Ástkær eiginkona, móðir og amma, HELGA BERGSDÓTTIR, Hofi, Öræfum, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 5. sept- ember. Útförin fer fram frá Hofskirkju í Öræfum laug- ardaginn 16. september kl. 14.00. Rúnar Garðarsson, Margrét Rúnarsdóttir, Geir Guðjónsson, Kristinn Rúnarsson, Júlía Þorsteinsdóttir, Þórhildur Rúnarsdóttir, Jón Elías Gunnlaugsson, Birna Pála Rúnarsdóttir, Hulda Rún Rúnarsdóttir og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur, bróðir og mágur, SIGURJÓN GUÐFINNSSON, Reykási 49, Reykjavík, iést föstudaginn 8. september. Sigríður Jóna Jóhannsdóttir, Eyrún Þóra Sigurjónsdóttir, Jóhann Finnur Sigurjónsson, Hafdís Jóna Sigurjónsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Jóhann Jón Hafliðason, Eyja Sigríður Viggósdóttir, Þórólfur Guðfinnsson, Sveindfs Guðfinnsdóttir, Jóhanna Guðfinnsdóttir, Margrét Guðfinnsdóttir, Guðrún Guðfinnsdóttír, María Jóhannsdóttir, Hávarður Benediktsson, Stefán Sigurðsson, Jóhann Á. Gunnarsson, Arngrímur Angantýsson. + Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og lang- amma, VILBORG JÓHANNSDÓTTIR, Sólvangsvegi 3, áður Sléttahrauni 23, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala sunnudaginn 10. september. Gunnar V. Andrésson, Anna Ágústsdóttir, Þorbjörn J. Sveinsson, Bergdfs Sveinsdóttir, Guðrún Sveinsdóttir, Friðrik Harðarson, Særún Sveinsdóttir, Borgþór Sveinsson, Ásdís Garðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegi sonur okkar, fóstursonur og bróðir, GUNNAR BIRGISSON, Árlandi 7, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju miðviku- daginn 13. september kl. 13.30. Salóme Rannveig Gunnarsdóttir, Birgir Þór Sigurbjörnsson, Þorkell Guðmundsson, Ingunn Kristjana Þorkelsdóttir, Árni Þór Birgisson, Berglind Birgisdóttir, Karen Birgísdóttir. J + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁGÚSTA MARÍA FIGVED (MÚSSÍ), lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn 9. september síðastliðinn. Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 15. september kl. 15.00. Davíð Arnljótsson, Hulda Erlingsdóttir, Jens Arnljótsson, Guðrún Olgeirsdóttir, Halla Gfsladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Anna Steinunn Áslaugsdóttir fæddist í Hrísey 1. júlí 1962. Hún lést á Fjóröungssjúkrahús- inu á Akureyri 4. september sfðastlið- inn. Foreldrar: Ás- Iaugur Jóhannesson, f. 13. september 1928, sjómaður í Hrísey og Ragna Guðmunda Baldvins- dóttir, f. 29. desem- ber 1931, d. 11. maí 1985, húsmóðir í Hrísey. Systkini Onnu: Sigurlína Val- gerður, f. 1955, gift Einari Pét- urssyni, f. 1955, búsett á Akur- eyri. Dóttir: Helga, f. 1988; Ingibjörg, f. 1957, gift Jóhanni Alfreðssyni, f. 1957, búsett í Grindavík. Synir: Ragnar Daði, f. 1984 og Áslaugur Andri, f. 1988; Jóhannes, f. 1959, kvæntur Mar- fnu Sigurgeirsdóttur, f. 1961, búsett á Akureyri. Synir: Hjörv- ar, f. 1989, Ásgeir, f. 1991 og Sævar, f. 1998; Baldvin, f. 1965, kvæntur Friðriku B. Illugadóttur „í þögulli auðmýkt og tilbeiðslu stend ég og stari.“ (Steinn Steinarr.) Mín kæra mágkona, Anna Stein- unn, er látin. Eftir harða, óvægna og ójafna baráttu við krabbamein varð hún að lúta höfði í drottins skaut og játast sigruð. Ég kynntist Önnu Steinunni fyrst þegar við vorum skólasystur í Laugaskóla í Reykjadal, þá vorum við 15 og 16 ára. Þann vetur kynnt- umst við ekki mikið en mér fannst hún glöð og kraftmikil stelpa sem hafði sinn sérstæða smitandi hlátur og var sannur vinur vina sinna. Þann- ig finnst mér það alltaf hafa verið. Anna Steinunn var dul um sína hagi, snemma lagði lífið á hana þungar byrðar. Nítján ára gömul að loknum framhaldsskóla, á Laugum og Fjöl- brautaskólanum á Akranesi, hleyptu þær vinkonumar Anna og Alda heimdraganum og fóru í vinnu á Sauðárkróki í leit að sjálfstæði og ævintýrum. En eftir tveggja mánaða veru sneri Anna aftur heim í Hrísey til að vera foreldrum og systkinum stoð og styrkur í erfiðum veikindum móður. Arið 1985, eftir skyndilegt fráfall móður sinnar, tók hún að sér heimilið og stýrði því af miklum dugnaði og myndarskap allt til loka- dags. Elsku Anna, eftir sortann og skýin kemur birtan og litla dóttirin færði þér mikla birtu og gleði í annríki og amstri hversdagsins. Þú varst stólpi og stoð þessa heimilis, sannur sam- einingarpunktur fjölskyldunnar, tókst á móti mágum og mágkonum þegar við tíndumst inn í fjölskylduna eitt og eitt. Þú varst einstaklega lag- in að laða að þér systkinabörnin og „Anna frænka“ var alltaf sagt með sérstökum tón hjá sonum mínum. Þú f. 1965, búsett í Reykjadal. Börn: Ragna, f. 1991 og Elvar, f. 1997; Heim- ir, f. 1971, búsettur í Hrísey. Dóttir Onnu Steinunnar er Ásrún Ýr Gestsdóttir, f. 3. mars 1987. Barns- faðir; Gestur Traustason, búsett- ur í Reykjavík. Anna Steinunn bjó í Hrísey alla tíð og var mikill Hrísey- ingur. Hún starfaði hjá KEA í Hrísey við skrifstofu- störf og fiskvinnslu frá 1982- 1998, við fiskvinnslu hjá G. Inga- syni 1998-1999 og við kennslu í Grunnskólanum í Hrísey 1999- 2000. Einnig vann hún við ýmis störf sem til féllu hverju sinni. Hún undi hag sfnum vel við kennsluna og hafði ráðgert að hefja fjarnám í Kennaraháskóla Islands nú á haustdögum. Utför Onnu Steinunnar fer fram frá Hríseyjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. hugsaðir alltaf íyrst og fremst um aðra og lést eigin hag sitja á hakan- um, það sýndirðu vel í þínu erfiða stríði á nýliðnu sumri. Ég dáðist að styrk þínum trú og kjarki, megi minningin um það veita elsku Ásrúnu þinni, föður, systkinum og ástvinum öllum styrk í þessum mikla missi. Góður guð, léttu byrðamar, sefaðu sorgina, mildaðu sársaukann. Gefðu trú, von og kærleika. (H.K.) Hafðu þökk fyrir allt og allt. Fjölskylda Önnu Steinunnar vill þakka starfsfólki á deild 11 E á Landspítalanum við Hringbraut, starfsfólki lyfjadeildar 1 og 2 á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Elísabetu hjá Heimahlynningu á Akureyri hjúkrun, aðstoð og ráðgjöf á þessum erfiðu mánuðum. Marína Sigurgeirsdóttir. Anna Steinunn er horfin úr frísk- um hópi sem var að alast upp í Hrísey á 7. og 8. áratugnum. Við lékum okk- ur mikið saman krakkarnir og öll eyj- an var leikvöllur. Þeir sem hafa alist upp í Hrísey og upplifað fjöllin og sjóinn í óendanlegum margbreyti- leika árstíðanna, rennt sér í ljósa- skiptunum í „Láru Steina“-brekku, skautað á Hólmatjörninni, verið í kýló við Gamla húsið í gegnsærri vor- birtu, feluleik í síldarskýlinu á dimmu haustkvöldi, farið fullir til- hlökkunar í lautartúr upp í Halldórs- laut eða í berjamó í Beinaláginni með lyngilminn í vitunum - tengjast, á einhvern undarlegan hátt, böndum sem styrkjast eftir því sem árin líða. I þessum „gersemum" bernskunn- ar átti Anna Steinunn sinn hlut rétt eins og við hin. I minningunni sjáum við hana fyrir okkur glaðværa og ein- staklega hláturmilda. Hún var ósér- hlífin og góður félagi og það var alltaf líf og fjör í kringum hana. Hin síðari árin hittumst við aðal- lega á fömum vegi; um borð í ferj- unni eða á götum Hríseyjar, í sumar- og jólafríum. Hún smitaði út frá sér glaðværð og það_ var notalegt að spjalla við hana. Á síðasta ári fann hún sér nýjan starfsvettvang og starfaði sem leiðbeinandi við grunn- skólann í Hrísey. Hún hafði ánægju af starfinu og víst er að nemendum henúar var hlýtt til hennar. Engan grunaði þá að það yrði hennar síðasta starfsár. Að baki Önnu Steinunnar er sam- heldin fjölskylda sem hefur áður tek- ist á við mikinn missi. Nú þegar sorg- in kveður dyra á ný viljum við senda dóttur hennar, föður, systkinum og öðrum, sem tengdust henni vina- og fjölskylduböndum, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minn- ingu hennar. Fjóla, Guðbjörg og Gunnhildur. Okkur langar að minnast yndis- legrar vinkonu okkar, hennar Önnu Steinunnar, sem lést langt um aldur fram úr íllvígum sjúkdómi efth ein- ungis þrjá mánuði frá því hún greind- ist með sjúkdóminn. Anna Steinunn hélt heimili með dóttur sinni, föður og bróður og var fjölskyldan henni mjög hugleikin. Anna Steinunn var yndisleg kona sem við minnumst með miklum hlýhug og það verður skrítið að koma til Hríseyjar á hveiju vori og hitta hana ekki. Hlátraskalla hennar sem komu okkur alltaf í gott skap verður sárt saknað, sem og göngutúranna okkar um Hrísey á sumarkvöldum og berjaferðanna okkar á haustin þar sem við gátum varið tímunum saman að tína ber og tala saman. Þó við hitt- umst lítið á veturna áttum við mörg klukkutíma símtölin gegnum árin þar sem spurst var frétta á báða bóga og alltaf var jafn gaman að heyra í Önnu Steinunni. í lok maí hringdi hún til okkar og sagðist ekki geta byrjað að starfa með okkur að sumardvölinni í Hafn- arvík sem við höfum verið með fyrir þroskahefta þar sem hún þyrfti að fara í nokkrar rannsóknir, en það tæki nú ékki marga daga og hún kæmi nú fílefld til starfa eftir örfáa daga. En þetta var einmitt það sem einkenndi Önnu Steinunni, mikil ósérhlífni, kraftur og einnig vin- gjarnleiki, ekkert var mikið mál í hennar huga. Hæfileikar hennar til að vinna með fólki komu sérstak- lega vel í ljós þegar hún starfaði með okkur á sumrin og hennar er líka sárt saknað af okkar sumar- dvalargestum og er þess að minnast þegar einn gesturinn sagði í sumar ,ja, hún Anna Steinunn bakaði nú stóra tertu handa mér í fyrra“. Já, því sama var hvort hún var að vinna í Hafnarvík eða gera eitthvað ann- að, alltaf gerði hún meira en hún þurfti. Við sem eftir lifum skiljum ekki hvemig stendur á því að svona ung kona og einstæð móðir skuli ekki fá að lifa lengur en þegar stórt er spurt er oft lítið um svör. Við geymum með okkur dýrmætar og ljúfar minningar um Önnu Stein- unni sem munu fylgja okkur um ókominár. Ásrúnu Yri, Áslaugi, föður Önnu Steinunnar, systkinum og öðrum aðstandendum vottum við okkar samúð, af öllu hjarta. Guð styrki ykk- ur öll í þessari miklu sorg. Ásta og Björn. ANNA STEINUNN ÁSLA UGSDÓTTIR F. 14.11. 1807 n 91 ^ i Rftf örimíí HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629 HEIMASÍÐA: www.granit.is Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að hand- rit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fyigi- Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú er- indi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skfrnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.