Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 35 UMRÆÐAN Sá lærir sem lifír í GEGNUM tíðina hefur oft farið fram umræða í þjóðfélaginu um menntun og hvernig kalli tímans verði best svarað í þeim efnum. Á undan- förnum árum hefur þessi umræða tekið miklum breytingum. I fyrsta lagi er hún almennari en hún var fyrir fáeinum árum. Þá var umræða um skipulag menntamála nánast einskorðuð við hið formlega skóla- kerfi og það voru fyrst og fremst þeir sem þar störfuðu sem héldu um- ræðunni á lofti. Nú eru það ekki einvörðungu skólamennirnir sem láta til sin taka heldur fer fram líf- leg umræða um menntun innan fyrirtækja og stofnana, hjá sam- tökum launafólks og hjá öðrum hagsmuna- og áhugaaðilum - allir hafa eitthvað til málanna að leggja - öllum finnst málefnið brýnt. I öðru lagi hefur inntak umræð- unnar tekið breytingum. Nú er ekki litið á menntun sem viðfangs- efni skólanna einna og bundið til- teknu æviskeiði, „námsárunum". Sú hugsun er á undanhaldi að menntun ljúki með prófgráðu í skóla á tilteknu aldursskeiði og síðan ekki söguna meir. Það við- horf er að verða ríkjandi að skipu- leg þekkingaröflun eigi stöðugt að fara fram, ekki aðeins innan veggja menntastofnana heldur einnig á vinnustöðum: Símenntun er mál málanna. Gamalt íslenskt spakmæli segir að svo lengi lærir sem lifir. I samræmi við kröfur nú- tímans væri ef til vill ráð að endurorða þessa gömlu speki og segja: Sá einn lifir sem lærir. Bætir starfsandann í bankakerfinu gerðu menn sér snemma grein fyrir þessum sannindum. Banka, sem ekki fylgdist með nýjung- um og ekki hefði á að skipa starfsliði sem hefði þekkingu á þeim á hraðbergi, væri ekki viðbjargandi. Fram- sýnir menn innan bankanna áttuðu sig á þeim möguleikum sem tækn- in býður upp á varðandi alla þjón- ustu og jafnframt áttuðu menn sig á því að starfsmenn þyrftu að vera í stöðugri þjálfun og endurhæfingu ættu þeir að geta nýtt sér tækn- ina. Starfsfólk sem byggi yfir góðri þekkingu væri einnig lík- legra til að stuðla sjálft að bættri þjónustu og þar með framförum. Síðast en ekki síst áttuðu fram- farasinnaðir menn sig á því að væri vel haldið á starfsmenntunar- málum væri það líklegt til að auka einstaklingunum sjálfstraust og vellíðan en allt þetta hefði áhrif á starfsandann. I rúman áratug hafa flestir bankar hér á landi starfrækt fræðsludeildir og má geta þess að Búnaðarbankinn hefur verið með sérstaka fræðsludeild síðan 1987. Starfsemi bankans hefur breyst mikið á þessum árum og hefur starfsfólk verið þjálfað í að takast á við tæknibreytingar og ný við- Símenntun Pað viðhorf er að verða ríkjandi, segir Ingibjörg Jónasdóttir, að skipuleg þekkingar- öflun eigi stöðugt að fara fram, ekki aðeins innan veggja menntastofnana heldur einnig á vinnustöðum: Símenntun er núna mál málanna. fangsefni.Ýmis verkefni sem áður voru á vegum ríkisins eru nú kom- in inn í bankakerfið, svo sem af- greiðsla í húsnæðiskerfinu að hluta, afgreiðsla vegna Lánasjóðs íslenskra námsmanna svo eitthvað sé nefnt. Bankarnir taka að sér sí- fellt fleiri verkefni í hagræðingar- skyni fyrir einstaklinga og fyrir- tæki og mikil og vaxandi áhersla er á fjármálaráðgjöf. Sú tíð er liðin að fólk fari í banka til þess eins að taka út peninga eða fá lán. Vandi fylgir vegsemd hverri Það segir sig sjálft að þetta ger- ir miklar kröfur til starfsmanna bankanna enda hafa þeir á síðustu árum fengið mikla fræðslu til að gera þeim kleift að takast á herðar ný verkefni. Þannig hafa nánast Ingibjörg Jónasdóttir allir starfsmenn Búnaðarbankans fengið þjálfun við margvíslega tölvuvinnslu svo dæmi sé tekið. Starfsmenn þurfa einnig að vera mjög vel að sér um þær reglur sem gilda í viðskiptum en þær taka stöðugt breytingum. Nýjung- ar á fjármálamarkaðinum eru gíf- urlegar og þurfa bankastarfsmenn að vera mjög opnir fyrir þessu öllu. Að meðaltali fer hver starfs- maður Búnaðarbankans í 4 daga á ári í fræðslu. Námskeiðin eru mis- munandi, t.d. verður þjónusturáð- gjafi að vera vel að sér um starf- semi bankans, kunna skil á almennum bankafræðum og búa yfir mjög góðri þekkingu á því sviði sem hann starfar enda eru námskeiðin fyrir þessa aðila lengri en nemur meðaltali. Hafa ber í huga að starfsmenntun er hægt að sinna á annan hátt en með beinu námskeiðahaldi. Þannig má ná til allra starfsmanna með tilkomu tölvupósts og Netsins og má geta þess að innan Búnaðarbankans hefur verið unnið að mjög öflugu upplýsingakerfi fyrir starfsmenn bankans þannig að þeir geti á að- gengilegan hátt nálgast allar þær upplýsingar sem þeir þurfa. Framtíð símenntunar Eðlilegt er að velta því fyrir sér hvað framtíðin beri í skauti sér á þessu sviði. Ég er sannfærð um að áherslan á starfsmenntun mun ekki fara þverrandi. Þvert á móti mun hún aukast. Fyrirsjáanlegt er að framhald verði á tækniframför- um með síbreytilegum verkefnum og viðfangsefnum og að stöðugt verði bryddað upp á nýjungum í starfsháttum. Þetta þýðir með öðr- um orðum að sérþekking þarf að vera til staðar til að takast á við sí- breytileg verkefni. Þetta á ekki síst við á fjármálasviðinu. Þar er ekki alls staðar krafist lágmarks- menntunar þótt víðast hvar sé hún vissulega talin æskileg og sér- menntun þykir eftirsóknarverð. Það verður þó ekki framhjá því horft að í því getur falist ákveðinn veikleiki að gera staðlaðar ríg- bundnar kröfur um menntun því slíkt getur útilokað einstaklinga sem eru augljóslega hæfileikaríkir þótt þeir hafi ekki aflað sér tiltek- innar menntunar. Jafnvel þótt fyr- irtæki geri meiri kröfur til aukinn- ar menntunar og að þekking sé til staðar og færni, er viðhorf og af- staða einstaklingsins til vinnu og umhverfisins æ mikilvægara. En við getum ekki bæði sleppt og haldið. Það liggur í augum uppi að ef ekki er krafist tiltekinnar menntunar verður fyrirtækið sjálft í ríkara mæli en ella að sinna menntunarþörf stafsfólksins og vinna að viðhorfsbreytingu. Þetta hafa mörg fyrirtæki gert. Hin stærri fyrirtæki hafa verið með sérstaka fræðslustjóra til að sinna þessum verkefnum og hin síðari ár hefur áhugi varðandi þessi mál farið ört vaxandi. Starf fræðslu- stjóra hefur verið mjög mismun- andi og farið eftir þeim hefðum sem skapast hafa innan hverrar stofnunar. Hjá okkur í Búnaðar- bankanum hefur starfið verið í því fólgið að sinna sérþörfum innan fyrirtækisins, styrkja innra starf þess og auka innbyrðis tengsl auk þess að veita utanaðkomandi fræðslu inn í fyrirtækið. Okkur þykir miklu skipta að starfsmenn geti miðlað af þekk- ingu sinni og reynslu sín á milli og að þeir séu örvaðir til þekkingar- leitar. Þekkingin er sú auðlind sem framtíðin veltur á. Við þykjumst vita sem er, að sá einn lifir sem lærir. Þess vegna á símenntun framtíðina fyrir sér. Höfundur er fræðslustjóri Búnaðarbankans. Þ e k k i n g þ í n a þ á g u Tölvugrunnur Ef þú hefiir enga þekkingu á tölvum þá byijar þú á þessu námskeiði. 4 kennslustundir Ulindoui/ 98 Nauðsynlegt grunnnámskeið um stýrikerfið og tölvuna. 9 kennslustundir Internetið Frábært námskeið íyrir þá sem vilja læra á Intemetið og nota tölvupóst. 9 kennslustundir Ulindow/. Ulord 09 CKcel Námskeið fyrir þá sem vilja gott námskeið um helstu forritin og stýrikerfi tölva, allt í einum pakka. 22 kennslustundir Ulord ritvinn/lo Yfirgripsmikið námskeið fyrir byijendur og lengra komna. Við komum þér á óvart. 22 kennslustundir iKoel tölflureiknirinn Ulord II - fyrir reyn/lumiklo Námskeið fyrir notendur með mikla reynslu af ritvinnslu sem hafa lokið Word námskeiði. 18 kennslustundir iHcel II - fyrir reyn/lumiklo Námskeið sem aðeins er ætlað þeim sem kunna mikið í Excel og hafa unnið lengi við hann eða lokið Excel námskeiði okkar. 18 kennslustundir iHcel við fjórmolo/tjórn Mjög gagnlegt námskeið fyrir þá sem vinna við fjármál, stjómun og áætlanagerð. 18 kennslustundir iHcel tölfrœói Námskeiðið spannar margs konar tölffæðivinnslur með Excel. 18 kennslustundir iHcel fjöhror og forritun Námskeið fyrir þá sem kunna allt í Excel, nema að forrita hann. 31 kennslustund flcce// forritun Yef/íóugeró I - FrontPoge Eitt vinsælasta námskeiðið um vefsíðugerð. Allt sem þarf til að komast á vefinn. 22 kennslustundir Yef/íóugeró II - frontPoge Námskeið sem byggir á reynslunni og bætir mörgum skemmtilegum atriðum í þekkingarbrunninn. 22 kennslustundir Yef/íóugeró III Tengingar við gagnagrunna, hópvinnukerfi og margs konar sjálfvirkni á vefsíðum. 13 kennslustundir Publi/her útgófo boeklinga Útgáfa alls konar bæklinga og kynningarefhis verður leikur einn með þessu forriti. 18 kennslustundir fllicro/oft Yi/io 2000 vió/kipta- 09 tœkniteiknun Fjölbreytt teikningagerð í viðskiptum og tækni. Mjög fjölhæft og þægilegt forrit. 22 kennslustundir Ulindow/ 2000 netum/jón Frábært íslenskt námskeið um þetta nýja netstýrikerfi sem er að ryðja sér til rúms. 36 kennslustundir Ulindow/ ÍIT netum/jón Margreynt og gott námskeið um netstýrikerfi fyrir þá sem vilja hafa allt á hreinu. 36 kennslustundir fletum/jón í nútímorek/tri Itarlegt námskeið um allt sem viðkemur netrekstri f fyrirtækjum og stofhunum. Verðmæt þekking á góðu námskeiði. 121 kennslustund Tölvuum/jón í nútímorek/tri Fyrir þá sem vilja verða mjög góðir tölvunotendur og hæfir til þess að aðstoða aðra. 148 kennslustundir Kerfi/frœði TY Námskeið sem hefur slegið í gegn. Fyrir alla sem vilja vinna við tölvur. 400 kennslustundir Vandað og gott námskeið fyrir alla sem vinna við tölur. Yfirgripsmikið og gagnlegt, líka fyrir þá sem þegar nota Excel. 22 kennslustundir flcce// gognogrunnurinn Námskeið fyrir alla sem vilja smíða gagnagrunna til þess að halda utan um upplýsingar og vinna úr þeim. 22 kennslustundir PowerPoint Gagnlegt og skemmtilegt námskeið fyrir þá sem þurfa að útbúa kynningarefhi, kenna eða halda fyrirlestra. 13 kennslustundir Þegar þú kannt að smíða gagnagrunna þá er þetta næsta skref. Yfirgripsmikið ffamhaldsnámskeið fyrir reynda notendur. 36 kennslustundir Project verkefno/tjórnun Grundvallaratriði góðrar verkefhastjómunar og hvemig má nota tölvu til aðstoðar. ítarlegt og vandað námskeið. 18 kennslustundir PWni jEKj Raðgrciðslulán til allt að 36 mánaða. teaKsssMtdLSffeíJ Hagstæð námslán hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar. Þú ávinnur þér afslátt með fleiri námskeiðum: 1. námskeið................5% stgr. afsl. 2. og 3. námskeið..........10% stgr. afsl. 4. ogsíðari námskeið......15%stgr. afsl. Nánari upplýsingar á http://www.tv.is Grensásvegl 1 6 108 Reyk|svfk Sfml: 520 9000 Fsx: 520 9009 T ö I v u o g v e ij- k f rr as ð i þ j ó n u s t a n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.