Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FÓLKí FRÉTTUM ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 63 Danska dagblaðið Politiken birtir niðurstöður rannsóknar um slysið á Hróarskelduhátíðinni Lögreglu láðist að gera sjúkrahúsi viðvart Þrándheimi, Morgunblaðið. ENN er leitað svara við því hvað orsakaði hinn mikla harmleik er átti sér stað á tónlistarhátíðinni í Hróarskeldu í Danmörku fyrr í sumar er níu ungir menn létu lífið á tónleikum hljómsveitarinnar Pearl Jam en slysið er það al- varlegasta sem orðið hefur í Dan- mörku sl. 25 ár. Eftir hátíðina héldu aðstandendur hennar því fram að ekkert hefði farið úrskeið- is í öryggismálum og að aðgerðir í kjölfar slyssins hefðu verið eðlileg- ar. Danska dagblaðið Politiken segir þó ýmislegt benda til annars en með viðtölum, upptökum af tón- leikum Pearl Jam og ýmsum opin- berum gögnum hefur blaðið reynt að varpa skýrara ljósi á slysið og aðdraganda þess. Reglur um stórslys brotnar Niðurstöður rannsóknar blaðs- ins voru birtar um helgina og kem- ur þar m.a. fram að það hafi liðið 21 mínúta frá því að Hróarskeldu- lögreglunni var gert viðvart um slysið og þar til hún hafði samband við Amtmannsjúkrahús staðarins. En samkvæmt reglum um stórslys af þessu tagi átti lögreglan að hafa samband við sjúkrahúsið um leið og vitneskja barst um slysið á há- tíðarstaðnum. „Bráðamóttökunni barst engin tilkynning um að stór- slys hefði átt sér stað frá lög- reglunni. Ef það hefði verið gert hefði neyðaráætlun fyrr verið komin í gang,“ segir í tilkynningu frá Amtmannssjúkrahúsinu í Hróarskeldu. Hins vegar kemur hvergi fram í skýrslu sem lögreglan gerði eftir slysið að láðst hefði að gera sjúkrahúsinu viðvart um stórslys. „Rétt er að lögreglu ber að láta á sjúkrahúsið vita um slík slys eins fljótt og auðið er. En ég held að þó að sjúkrahúsið hafi ekki verið látið vita hafi það ekki haft nein úrslita- áhrif,“ segir Bendt Runstrpm að- stoðarlögreglustjóri í samtali við blaðið. Tónleikarnir stöðvaðir Samkvæmt rannsókn Politiken fengu öryggisverðir aldrei skýrar leiðbeiningar frá aðstandendum hátíðarinnar um hvernig skyldi stöðva tónleikana ef hætta steðjaði að áhorfendum. Sviðsstjóri hátíð- arinnar var heldur ekki í talstöðv- arsambandi við verðina. Umboðs- maður Pearl Jam, Kelly Curtis segir sviðsstjórann hafa látið hljómsveitina vita um „hugsan- legt“ vandamál stuttu áður en hún hætti að spila og vildu sviðsmenn hafa Leif Skov, stjórnanda hátíð- Hátíðargestir voru vitanlega harmi slegnir yfír hinum mikla sorgaratburði. Eddie Vedder, söngvari Pearl Jam. arinnar með í ráðum um hvort stöðva ætti tónleikana. A norrænu þingi sem haldið var hinn 31. ágúst um viðbúnað er stórslys ber að höndum staðfesti Skov að hann hefði verið beðinn um að koma og meta aðstæður en er hann bar að garði var þó búið að stöðva tón- leikana enda alvara ástandsins orðin greinilegri. Því telur hann ákvörðun sviðsmanna ekki hafa haft áhrif á slysið á nokkurn hátt. Glens er ekkert grín TONLIST Geisladiskur GRÍNLÖGIN ILLU Grínlögin illu, geisladiskur Túp- flaka sem eru þeir Sigurður Illuga- son (gítar, söngur og raddir) og Oddur Bjarni Þorkelsson (söngur og raddir). Þeim til aðstoðar eru Margrét Sverrisdóttir (söngur og raddir), Borgar Þórarinsson (bassi, rafgítar, hljómborð, forritun og raddir), Eiríkur Stephensen (kontrabassi og trompet), Lára Sól- ey Jóhannsdóttir (fiðla og víóla), Gunnar Illugi Sigurðsson (tromm- ur) og Einsi Rokk (röddun). Lögin eru eftir Sigurð og Odd fyrir utan lagið „Gítarleikarinn" sem er eftir Ragnar Ágren. Allir textarnir eru eftir Odd. Upptökustjórn var í höndum Borgars Þórarinssonar. 46,06 mín. Túpílakar gefa út. Morgunblaðið/Gíolli Dúettinn skipa þeir Sigurður Iilugason og Oddur Bjarni Þorkelsson. ÉG fékk titil þessa dóms náðar- samlegast léðan frá hinu háæru- verðuga og orðheppna alþýðuskáldi Sverri Stormsker en lýsir hann heildarinntaki plötunnar hreint ágæta vel. Titill plötunnar gerir það reyndar líka því hér er á ferð- inni alvöruþrungið háð, gagnrýni á hina ýmsu lesti nútímasamfélagsins sem sett er fram á spaugilega vegu. Túpílakar koma frá rokkbænum Húsavík og standa sjálfir að þess- ari útgáfu. Það væri því auðvelt að slengja plötunni í flokk með ham- farapoppsplötum, flokki dægur- platna sem hefur vaxið ásmegin á síðustu árum. Nafn upptökustjór- ans hringdi t.d. strax hjá mér bjöll- um en sá maður kom að meistara- verkinu „Rokk og rómantík“ sem gefinn var út snemma á árinu af snillingnum Stefáni Óskarssyni frá Raufarhöfn. En fyrir utan einyrkja- hátt í útgáfumálum sver platan sig þó illa í ætt við áðurnefnda steínu, til þess eru lögin of haglega samin, flutningur of vandaður og texta- gerð of lipurlega af hendi leyst. Tónlistin er einfalt og grípandi vísnasöngspopp með barnagælu- ívafi. Ég kann ekki að skýra það en það er einhvers konar undarlegur skandinavískur kommabragur yfir þessu (lesist ekkert endilega sem neikvætt) og heildaráferðin minnir svolítið á löngu horfnar sveitir sem stóðu í skugga Spilverksins í eina tíð, sveitir eins og Randver og Diabolus in Musica. Túpilakar hafa sjálfir lýst tónlistinni sem „nýmóð- ins vísnasöng í ætt Hrekkjusvín- anna“ og er sú samlíking ekkert fjarri lagi, en á meistaraverkinu „Lög unga fólksins“ sem gefín var út í enda áttunda áratugarins, tóku Hrekkjusvínin neyslusamfélagið í gegn með hressilegu kassagítar- poppi, skreyttu glettnum textum. Textagerð plötunnar er fyrir margra hluta sakir merkileg. ís- lenskt mál er ríkt og rétt, sjaldgæf- ur eiginleiki í dægurtónlist nútím- ans. Túpílakar fara á flug er þeir stilla samfélaginu og meinum þess upp sem skotskífu; sjónvarps- predikarar, flottræflar og drykkju- menn fá allir fyrir ferðina og gull- kornin hrynja af þeim eins og eftirfarandi setningar bera vitni um: „...og umslög með gluggum sem lengja öll laugardagskvöld", „...um sextugt langþráðan leggst ég í Lazyboyinn minn því ég á það sko inni“, „...ég skynja gamlan mann, fyrir skitnar þúsund krónur máttu tala við hann í gegnum mig“. Túpílökum tekst hins vegar miður upp er lögin verða rólegri og text- arnir sértækari, Ijúflingsballöður um ást og annað slíkt eru að ekki að virka að sama skapi og beitt þjóðfélagsgagnrýnin. Spilamennska er með miklum ágætum og lagasmíðarnar eru á stundum óþægilega grípandi, lím- ast við heilann á manni þannig að maður vaknar á morgnana humm- andi Túpílakaviðlög! Flutningur getur þó verið pirrandi á stundum, aðalröddin er hátónuð og oft óþol- andi „hress og skemmtileg". Kímn- in á það líka oft til að keyra úr hófi fram og lenda í hinu hættulega einkahúmorssvæði, svæði sem fæst- ir vilja dóla sér í fyrir utan sjálfa flytjendur náttúi-ulega. Helsti ókosturinn við svona plöt- ur liggur þó ekki í fagurfræðinni heldur því að þær höfða oftast nær einungis til þröngs hóps af fólki, í flestum tilfellum vina og sveitunga. Einstæðingsháttur í útgáfumálum verður líka oft til þess, því miður, að dreifing á landsvísu er takmörk- uð og stundum eru plöturnar hvergi sjáanlegar á almennum mörkuðum. Ég skora á úrbætur í þessum málum því að plötur eins og þessar eru vel til fallnar til að auka á flóru markaðarins svo og á víðsýni hins almenna músíkneyt- anda. Arnar Eggert Thoroddsen V/SA VAKORT Eftirlýst kort nr. 4543-3700-0029-4648 4543-3700-0036-1934 4543-3700-0034-8865 4507-4100-0006-6325 4548-9000-0056-2480 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA (slandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 fyrir að klófesta kort og vísa á vágest VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. Hægt að kaupa eða leigja LcUur «2 mcðfærile2ur GSM posi með innbyggðuni prcníara [ Les allar tegundir greiðslukorta ^point [ Hlíðasmára 10 ^ Kópavogi Sími 544 5060 Fax 544 5061 sem notuð eru á Islandi. Er með lesara fyrir snjallkort og segulrandarkort. Hraðvirkur hljóðlátur prentari. Fimmtudaginn kl. 19.30 Stundum er sagt að Brahms (1833-1897) hafi beislað róman- tískan tfðarandann og fengiö honum klassískt form í tónlist sinni. Sibelius er á hinn bóginn maður næstu kynslóðar og tónlist hans visar veginn til framtíðarinnar. Brahms: Píanókonsert nr. 1 Gul áskriftarröð SibeliUS: SÍnfÓnía nr. 1 Háskálabió vAHagatorg Hljómsveitarstjóri: Rico Saccani simi sós zsoo Einleikari: Andrea Lucchesini www.sinfonia.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.