Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 17/9-23/9 ^W*WlNNLENT ► BMW-bflaverksmiðjurn- ar hafa sýnt því áhuga að fara í samstarf við íslend- inga um nýtingu vetnis. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segir að ráðuneytið og Orkustofhun séu að skoða málið. ► BORGARSTJÓRN Reykjavíkur hefur óskað eftir formlegum viðræðum við bæjaryfirvöld í Kópa- vogi um framtíð Vatns- endasvæðisins þar sem Kópavogur hyggst reisa íbúðarbyggð. ► FINNBOGIA. Bald- vinsson hefur fest kaup á meirihluta hlutaQár í fisk- vinnslufyrirtækinu Huss- mann & Hahn í Cuxhaven í Þýskalandi en fyrirtækið velti sjö milljörðuin króna á síðasta ári. ► RÚMLEGA 100 manns hafa veikst f kjölfar salmon- ellusýkingar. Margt þykir benda til þess að sýkingin hafi borist með salati frá Evrópu. ► FLUGFÉLAG Islands hefur náð sam- komulagi við samgöngu- ráðuneytið um áframhald- andi tengiflug frá Akureyri til Egilsstaða, Vopnafjarð- ar, Þórshafnar og Isafjarð- ar til ársloka. ► NOKKUR erlend stórfyr- irtæki, þar á meðal danska fyrirtækið Danfoss, hafa sýnt mikinn áhuga á að kaupa íslenska skálann á EXPO-heimssýningunni í Hannover í Þýskalandi. ► FISKVEIÐINEFND Norðvestur-Atlantshafsins mun á næsta ári reyna að komast að samkomulagi um kvótasetningu á rækjuveið- um á Flæmska hattinum. Örn varð Qórði í Sydney ÖRN Arnarson sundmaður varð fjórði í 200 metra baksundi á Ólympíuleikun- um í Sydney á flmmtudaginn. Þetta er fjórði besti árangur íslensks íþrótta- manns á Ólympíuleikum frá upphafi, en aðeins Vilhjálmur Einarsson þrí- stökkvari, Bjami Friðriksson júdó- maður og Jóhannes Jósefsson glímu- kappi hafa náð betri árangri. Öm synti úrslitasundið á 1.59,00, en í undanúr- slitum synti hann á 1.58,99, sem er nýtt Islands- og Norðurlandamet. Öm segist nú stefna á gullverðlaun í Aþenu árið 2004. Albright kemur til Islands MADELEINE K. Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, kemur í op- inbera heimsókn til íslands á laugar- daginn í boði Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra. Ráðherramir munu m.a. ræða um framkvæmd vam- arsamstarfs íslands og Bandaríkj- anna. Viðræðumar em ekki taldar marka upphaf endurskoðunar bókun- ar um vamarsamninginn enda hefur hvomg þjóðin óskað eftir endurskoð- un á henni. Utanríkisráðherrarnir munu ræða um það hvemig hægt verður að minnast þess að á næsta ári verða 50 ár liðin frá undirritun samn- ings um varnarsamstarf þjóðanna. Handtekinn með 14.270 e-töflur HOLLENSKUR maður situr nú í gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið handtekinn á Keflavíkurflugvelli á mánudaginn með 14.270 e-töflur í fór- um sínum. Þetta er mesta magn af e- töflum sem lagt hefur verið hald á hér- lendis en skammt er síðan tollgæslan lagði hald á 5.000 e-töflur sem Islend- ingur reyndi að smygla til landsins. Óttast kosningasvik í Serbíu NEBOSJA Pavkovic, yflrmaður júgó- slavneska hersins, varaði í vikunni vestræn ríki við að skipta sér af kosn- ingunum í Júgóslavíu í dag og þykir það ekki boða neitt gott fyrir stjórnar- andstöðuna. Allar skoðanakannanir benda til, að Vojislav Kostunica, frambjóðandi kosningabandalags stjórnarandstöð- unnar, muni bera sigur úr býtum en óttast er, að Slobodan Milosevic forseti og stuðningsmenn hans muni ógilda úrslit kosninganna með samsæris- kenningar um afskipti Vesturlanda að yfirvarpi. Telja margir, að Miiosevic muni lýsa yfir sigri strax og kjörstöð- um verður lokað. Að sögn erlendra fréttaritara er mikil spenna í Belgrad, höfuðborg Serbíu, og íbúamir óttast, að til óeirða kunni að koma þegar úrslitin verða til- kynnt. Hefur Zarco Korac, leiðtogi jafnað- armanna, hvatt fólk til að bíða niður- stöðunnar fyrir utan kjörstaði og hann segir, að verði milljónir manna saman komnar úti á götum, sé hugsanlegt, að Milosevic hugsi sig um tvisvar áður en hann grípi til ofbeldis. Evruandstæðingar í meirihluta ALLAR skoðanakannanir í Danmörku benda til, að aðild að Myntbandalagi Evrópu verði felld í kosningunum 28. september næstkomandi. Stuðnings- menn evrunnar halda þó enn í vonina og síðustu daga hafa þeir hamrað á efnahagslegum afleiðingum þess að segja nei. Telur ríkisstjómin, að það muni kosta Dani 200 miltjarða íslenskra króna næstu tíu árin og hún segist vera að búa sig undir, að gjaldeyris- braskarar muni gera atlögu að gengi dönsku krónunnar strax og ljóst verð- ur, að aðildin hafi verið felld. ► MÓTMÆLI gegn háu olíuverði héldu áfram í mörgum Evrópulöndum í vikunni, og gætti slíkra mótmæla einnig í löndum í öðrum heimshlutum, s.s. í ísrael. Talsmaður Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF, sagði að hætt væri við að spá sjóðsins um góðan hagvöxt í heiminum á næsta ári reyndist ekki rétt, héldist olíuverð hátt. ► BREZKA lögreglan tel- ur að klofningshópur úr írska lýðveldishemum (IRA) kunni að hafa staðið fyrir flugskeytisárás á höf- uðstöðvar brezku leyni- þjónustunnar MI6 í mið- borg Lundúna á miðvikudagskvöld. ► STJÓRNARAND- STAÐAN í Perú krafðist þess á þriðjudag að mynd- uð yrði bráðabirgðastjóm og Alberto Fujimori forseti segði af sér tafarlaust vegna mútumáls yllr- manns leyniþjónustunnar, sem verið hefur áhrifa- mesti bandamaður for- setans undanfarin tíu ár. ► EVRAN, sem stöðugt hefur verið að lækka í verðgildi gagnvart Banda- ríkjadal að undanfömu, styrktist nokkuð á föstu- dag, er seðlabanki Banda- ríkjanna lagðist á sveif með systurstofnunum í Evrópu, Japan og fleiri ríkjum, sem álíta gengis- þróun evmnnar á gjald- eyrismörkuðum skaðlega. Markaðsrýnar sögðu að- gerðirnar ekki skila varan- legum árangri nema þær héldu áfram næstu daga. FRÉTTIR Bensínverð er næsthæst á íslandi í samanburði við 15 ríki innan Evrópusambandsins Hlutfall skatta er lægra hér en í meiri- hluta ESB-landa Bensínverð í Evrópulöndum og hlutur ríkisins * 95 oktana bensín, m.v. 11. sept. Grunnverð Skattar Bretland 23,07 ÍSLAND 37,oo Holland [3L84 Finnland 30,77 Svíþjóð Danmörk 29,38 28,05 Frakkland [25,36 Ítalía [29J2 Belgía 129,05 Þýskaland 24,96 Austurríki 128,12 írland 27,97 Portúgal [33,86 Lúxemb. 28,97 Grikkland 28,96 72,00 57,70 56,04 55,94 55,37 53,71 55,73 509Í 50,30 50,98 4143 38,87 30,12 33,45 Spánn 125,16 | 35,07 30,16 HLUTFALL bensínskatta (vöru- gjalds, bensíngjalds og virðisauka- skatts) af útsöluverði á 95 oktana bensíni er nokkru lægra hér á landi en í meirihluta ríkja innan Evrópu- sambandsins. Útsöluverð á bensíni er hins veg- ar hið næsthæsta hér á landi ef bor- ið er saman við bensínverð í 15 lönd- um Evrópusambandsins. íslenska ríkið fær einnig meira í sinn hlut í krónum talið af hverjum seldum lítra en ríki ESB að Bretlandi einu undanskildu, þar sem útsöluverð á bensíni og bensínskattar eru hæstir meðal þessara þjóða. Hæst verð og skattar af bensíni í Bretlandi Verð á 95 oktana bensíni var hæst í Bretlandi eða sem svarar til rúm- lega 95 íslenskra kr. hver lítri, um- reiknað úr evru, skv. yfírliti yfír eldsneytisverð í aðildarlöndum ESB þann 11. september sl. Saman- burðartölurnar um útsöluverð á bensíni í löndum ESB eru birtar í fréttariti ESB um eldsneytisverð í bandalagsríkjunum. Hlutur ríkisins í bensínsverðinu er einnig meiri í Bretlandi en öðrum löndum eða 72 kr. af hverjum lítra og bensínskattarnir eru einnig stærri hluti af útsöluverðinu í Bret- landi en öðrum samanburðarlönd- um eða rúmlega 75%. Ef bensínverð á íslandi er borið saman við þessar upplýsingar kem- ur í ljós að útsöluverð á 95 oktana bensíni er næsthæst hér á landi, 94,70 kr. lítrinn (ef ekki er um sjálfsafgreiðslu að ræða). Þar af nema skattar til ríkisins 57,70 kr. Hutfall bensínskatta af útsölu- verðinu er þó lægra hér á landi en í níu Evrópusambandslöndum eða 60,92%. Þriðja hæsta bensínverðið er að finna í Hollandi en þar kostaði bens- ínlítrinn 87,88 kr. þann 11. septem- ber sl., þar af námu bensínskattar rúmum 56 kr. og hlutfall skattanna af útsöluverðinu er 63,76%. Finn- land er í fjórða sæti en þar kostaði bensínlítrinn 86,71 kr., Þar af nema bensínskattar 55,94 kr. og hlutfall skatta af útsöluverði er 64,51%. Svíþjóð er í 5. sæti þar sem bens- ínlítrinn kostaði 84,75 kr., þar af nema skattar rúmum 55 kr. og hlut- fall bensínskatta af útsöluverði er 65,33%. Danmörk er í sjötta sæti þar sem lítrinn kostaði 81,76 kr., þ.a. fara 53,71 kr. í bensínskatta eða 65,69% af hverjum seldum lítra. Utsöluverð og skattar lægstir í Grikklandi og á Spáni Útsöluverð á 95 oktana bensíni var hins vegar lægst í Grikklandi eða 59,12 kr. Þar samsvara bens- ínskattar af hverjum seldum lítra 30,16 ísl. kr. og er hlutfall bensín- skattanna rúm 51% af útsöluverði. Bensínverð var næstlægst á Spáni eða sem svarar 84,75 ísl. kr. Þar af nema bensínskattar rúmum 35 kr. eða 58,22% af útsöluverði. Ef eingöngu er litið á hlutfall bensínskatta af útsöluverði á 95 oktana bensíni kemur Frakklandi næst í röðinni á eftir Bretlandi en þar tekur hið opinbera 68,72% af hverjum seldum lítra í skatta og gjöld. Bensínið kostaði þar rúmlega 81 kr. þann dag sem samanburður- inn er miðaður við og þar af renna 55,73 kr. skatta. Bensínskattar í Þýskalandi eru einnig hlutfallslega háir samanborið við önnur lönd eða þeir þriðju hæstu, þar sem hlutfall skatta er 67,13% af hverjum seldum lítra. Útsöluverð á bensíni í Þýska- landi var 75,94 kr. skv. samanburð- inum og þar af námu bensínskattar 50,98 kr. Stefnt að umhverfísvænum innkaupum í Snæfellsbæ SNÆFELLSBÆR hefur sent öll- um viðskiptavinum bæjarins bréf þar sem kynnt er það markmið bæj- arins að stunda sjálfbær innkaup í anda Staðardagskrár 21. Að sögn Kristins Jónassonar bæjarstjóra er Snæfellsbær fyrsta sveitarfélagið sem hrindir þessu í framkvæmd. „í bréfi sem við sendum fyrir- tækjunum förum við fram á að þau hjálpi okkur að benda á hvaða vörur eru betri en aðrar, hvaða vörur eru umhverfisvænar. Þetta þýðir ekki að við ætlum að hætta að skipta við okkar viðskiptavini. Við viljum gera þetta í sem mestu samstarfi við þá.“ Kristinn segir að vinnan við Stað- ardagsskrá 21, sem er sameiginlegt verkefni Sambands íslenskra sveit- arfélaga og umhverfisráðuneytisins í samræmi við ályktanir ráðstefnu SÞ í Ríó 1992, hafi tekið nokkurn tíma. „Við settum saman lýsingu á því hvernig samfélag við viljum hafa í Snæfellsbæ á 21. öldinni og gerðum framkvæmdaáætlun um það hvað þyrfti að gera til að það gengi eftir. Nú erum við að byrja að fást við þann verkefnalista sem við höfum og hrinda verkefnunum í framkvæmd." í bréfínu sem Snæfellsbær sendir viðskiptaaðilum sínum er bent á að umræða um græn innkaup hafi verið lengi í gangi en enginn tekinn full- komlega af skarið fyrr en nú þegar Snæfellsbær gerði það. Kristinn segir ómögulegt að segja til um hve- nær innkaup bæjarins verði alger- lega umhverfisvæn, umhverfismál séu í svo mikilli endurskoðun núna og e.t.v. ekki hægt ennþá að kaupa umhverfisvænt inn á öllum sviðum. Að sögn Huga Ólafssonar hjá um- hverfísráðuneytinu er stefna Snæ- fellsbæjar í samræmi við umhverfis- stefnu í ríkisrekstri sem ríkis- stjórnin samþykkti fyiTr þremur árum og tók m.a. til umhverfis- vænna innkaupa. Hugi sá um gerð handbókar sem ráðuneytið gaf út um umhverfisvæn innkaup. „Það hafa fáir stundað umhverfís- væn innkaup hér á landi þrátt fyrir að áhugi sé fyrir hendi. Snæfellsbær er fyrsta sveitarfélagið sem fer af stað með þessa stefnu og vonandi fylgja fleiri í kjölfarið," segir Hugi. Verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 í Snæfellsbæ er Guðlaugur Berg- mann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.