Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 27 því að ákveðið var að efna til sér- staks átaks gegn flogaveiki út um allan heim. Nokkuð mismunandi áhersla hefur í átakinu verið lögð í vanþró- uðu og þróuðu ríkjunum undan- farin þrjú ár. í hinum fyrrnefndu er áherslan lögð á að greina floga- veiki og þjálfa heilbrigðisstarfsfólk til að veita viðeigandi meðferð. í hinum svokallað þróaða hluta heimsins er meiri áhersla lögð á að útrýma fordómum gagnvart flogaveikum með ýmiskonar fræðslu eins og Lauf hefur verið að vinna að í tengslum við átakið. Skilningur og þekking „Við viljum komast úr úr skugg- anum og fá tækifæri til að njóta sömu lífsgæða og þið hin. Engin ástæða er til að koma öðruvísi fram við okkur heldur en aðra í daglega lífinu. Flogaveiki kemur sjaldnast niður á námi eða vinnu. Einu augljósu þarfirnar eru að al- menningur hafi ákveðinn skilning á flogaveiki og þekki helstu skyndihjálparviðbrögðin,“ segir Kolbeinn Pálsson formaður Laufs. Hann var afreksmaður í íþróttum á yngri árum og fékk fyrsta floga- veikiskastið sitt um fertugt. „Eins og þá tíðkaðist voru engir peningar í íþróttum. Ég var í anna- sömu starfi sölustjóra í millilanda- deild Flugleiða og æfði körfubolta á kvöldin. Um árabil var ég bæði með KR og landsliðinu. Álagið var auðvitað gífurlegt. Annars hef ég í sjálfu sér aldrei fengið fulla vissu fyrir því af hverju ég fór að fá flog. Hugsanlega gætu þarna hafa farið að koma fram afleiðingar af gömlu höfuðhöggi. Fyrsta flogið fékk ég sama dag og ég ætlaði að hlaupa Reykjavíkurmaraþon. Ég var að koma út úr sturtunni, fékk aðsvif og höfuðkúpubrotnaði. Sem betur fer blæddi ekki inn á heilann,” segir Kolbeinn og raknaði fyrst við sér nokkrum dögum síðar á gjör- gæsludeild. Flog í flugvél Eftir fyrsta flogið var flogunum haldið niðri með flogaveikislyfjum. „Ein aukaverkun lyfjanna var að mér leið stundum eins og í vímu. Ég verð að játa að ég kunni alls ekki við áhrifin og ákvað því að hætta á lyfjunum og leita frekar til Hallgríms Magnússonar læknis. Hallgrími tókst að halda flogunum niðri í nokkurn tíma með því að gefa mér sprautur í hnakkann. Eft- ir að bera fór aftur á flogunum hætti ég í meðferðinni og fór á ný lyf til að halda flogunum niðri. Með því að taka lyfin, gæta að því að sofa nægilega lengi, forðast spennu og áfengi hef ég getað lif- að nokkurn veginn eðlilegu lífi.“ Kolbeinn segist vera heppinn með að fá aðeins köst í slökun, t.d. þurfi hann ekki að vera hræddur við að aka bíl. „Hins veg- ar hef ég því miður tilhneigingu til að fá flog í flugvélum. Ég man sér- staklega eftir einni ferð til Lúxem- borgar. Flugvélin var nýbúin að hefja sig til flugs þegar ég fékk flog og féll eins og dauður væri máttlaus niður í sætið. Flugfreyjan varð skelfingu lostin og ætlaði að fara að láta snúa flugvélinni við. Sem betur fer var vinur minn í vél- inni. Hann gat róað hana og leið- beint um að láta á mig súrefnis- grlmuna mína. Eftir dálitla stund rankaði ég með herkjum við mér og flugfreyjan andaði léttar en bara í stutta stund. Ég fékk nefni- lega annað flog og var nánast allt flugið í flogi. Flugfreyjan hefur ör- ugglega verið mjög fegin þegar ég staulaðist loksins út úr flugvélinni og afþakkaði hjólastólinn með stolti.“ Sjálfstraustið þýðingarmikið Kolbeinn segir afar þýðingar- mikið að flogaveikir hafi sjálfs- traust til að láta veikindin ekki buga sig. „Flogaveikir nemendur standa sig alveg jafn vel og aðrir nemendur. Hið sama er að segja um flogaveika starfsmenn og veikindadagarnir eru ekkert fleiri en hjá öðrum. Hins vegar eru for- dómarnir í þjóðfélaginu því miður alltof miklir. Aðalástæðan er væntanlega þekkingarleysi og hræðslan við að horfa upp á ein- hvern í flogakasti. Eina leiðin er að auka fræðsluna eins og við höfum verið að gera í tengslum við átakið með því að gefa út tvær fræðslubækur og fara með fræðsluerindi inn í fyrirtæki, stofnanir og skóla.“ Kolbeinn leggur áherslu á að allir séu velkomnir á fjölskyldu- hátíðina. Hátíðin verður haldin í húsakynnum íshesta, Sörlaskeiði 26, við Kaldársselsveg í Hafnar- firði og hefst kl. 14. Eftir ávörp formannsins og annarra gesta verður boðið upp á að teymt verði undir börnum, útreiðartúra, gönguferðir, söng og annað til skernmtunar. Meðal gesta verða Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra, og Philip Lee, forseti Alþjóðasamtaka leikmanna með flogaveiki. Skurðurinn lá í vinkli frá eyra fram á enni. út. Æxlið hafði verið að stækka og þrengja að sjóntauginni öðr- um megin. Ég hafði tekið eftir sjóntruflunum og haldið að Ijósunum í vinnunni væri um að kenna. Afleiðing af því að æxlið var fjarlægt af sjóntauginni var að annað augað hélst lokað fram að jólum. Annars gekk öll meðferðin vel og aðeins fjórar vikur liðu þangað til ég var komin aftur til íslands ásamt fylgdarliði, eiginmanni mínum og foreldrum." Halldóra segir aðgerðina hafa vaidið þvi að hún geti leyft sér að horfa björtum augum til framtíðar. „Ég þarf ekki að ótt- ast að fá köst og líta út eins og fáráðlingur fyrir framan ókunn- ugt fólk. Fyrir aðgerðina þurfti ég alltaf að segja nýjum kenn- urum krakkanna frá því að ég væri flogaveik áður en ég kom mér að efninu. Af því að köstin gerðu boð á undan sér mátti ég keyra. Engu að síður lagði ég aldrei í að keyra alla leiðina til Reykjavíkur. Nú get ég farið frjáls allra minna ferða. Ég þarf heldur ekki að hafa áhyggjur af því að vinna í lokuðu rými eða hræða fólk, af því að ég fæ ekki lengur köst. Annars hef ég hugsað mér að jafna mig al- mennilega og fara ekki út á vinnumarkaðinn fyrr en næsta sumar." Halldóra leynir því ekki að að- gerðin hafi reynt á. „Fyrir að- LJrJ LiÚBUÚFI Morgunblaðið/Jim Smart Gerði Torfadóttur hefur tekist að lifa nokkuð eðlilegu Irfi þrátt fyrir alvariega flogaveiki frá þriggja ára aldri. „Ég er ekki bitur, enda lifi ég góðu lífi. Hvað vinnuna varðar hefur mér alla tíð verið sýndur einstakur skilningur á Grund. Með því móti hef ég getað stund- að vinnu og séð fyrir mér sjálf eins og hver annar. Flogaveikin hefur aðeins hamlað því að ég gæti menntast eins og ég vildi. Annars hef ég áhuga á öllu og hefði kannski aldrei getað gert almennilega upp við mig hvað ég hefði viljað læra,“ segir Gerð- ur Torfadóttir, 51 árs. Gerði hef- ur með þrautseigju tekist að lifa nokkuð eðlilegu lífi þrátt fyrir al- varlega flogaveiki frá barnsaldri. Gerður rekur flogin allt aftur til berklaveiki á þriðja ári. „Berkla- veikin virðist hafa þróast út f heilahimnubólgu. Eftir að veik- indin hjöðnuðu fóru að koma fram kippir fanditinu. Mömmu leist ekki á blikuna og fór með mig til læknis. Hann var ekki lengi að átta sig. „Ragna,“ sagði hann. „Barnið er greinilega flogaveikt." Ekki leið á löngu þar til kom í Ijós að kippirnir voru aðeins byrjunin á alvarlegri flogaveiki. Fimm ára gömul var ég farin að fá krampaflog oft í hverri viku. Einu man ég sér- staklega eftir, þvf að tilfinningin var alveg hræðileg. Ég gat með engu móti tjáð mig þó að ég vissi af mér allan tímann og væri næstum því dottin niður í kjall- aratröppur." Um svipað leyti missti Gerður málið og tilfinninguna f hægri hendinni. „Læknirinn minn ákvað í framhaldi af því að senda mig til danska sérfræð- ingsins dr. Bush. Meðferðin fólst í heilahimnuplástri eða sneið- myndatöku eins og sagt væri í dag,“ segir Gerður og brosir þegar hún rifjar upp að árang- urinn hafi ekki iátið á sér standa. Rétt fyrir sex ára afmælið hafi hún aftur verið komin með málið og tilfinninguna í hægri hönd- ina. Veik þriðja hvern skóladag Við upphaf skólagöngunnar fór Gerður á ný lyf. „Nýju lyfin voru árangursríkari við að halda einkennunum í skefjum. Engu að sfður missti ég venjulega úr svona þriðja hvern skóladag. Að lokum varð ég að gefast upp og hætta í skólanum 14 ára gömul. Halldóra ásamt eiginmanni sínum, Helga Valdimari Viðarssyni Biering, og bömunum Valdimari Emi og Kol- brúnu Huldu. gerðina voru sumir mjög áhyggjufullir fyrir mína hönd. Hins vegar var ég sjálf aldrei sérstaklega áhyggjufull enda viss um að ég yrði í góðum höndum eins og raunar kom fljótt í Ijós. Núna hef ég verið að miðla af reynslu minni til flogaveikisjúklinga og leyni þvf ekki að aðalatriðið sé að fara út með jákvætt hugarfar." Eftir að ég var hætt í skólanum las ég grein íTímanum um ár- angursríka meðhöndlun floga- veikrar stúlku í Ijtlu þorpi á miðju Sjálandi. Ég lét ekki sitja við orðin tóm og var komin til Danmerkur skömmu fyrir 15 ára afmælisdaginn. Meðferðin fólst í nákvæmri athugun á því hvaða lyfjasamsetning hentaði mér best. Ég þurfti þvf að dvelja í nokkra mánuði í Danmörku til að hægt væri að meta nægilega vel viðbrögð líkamans." Gerður segir að nýja lyfjasam- setningin og gelgjuskeiðið hafi valdið þvf að köstin fóru að breytast og færast yfir á nóttina. „Að meðaltali fæ ég á bilinu 2-3 smærri köst í hverri viku. Oft tek ég aðeins eftir því um morgun- inn að ég hef bitið mig í kinnina. Hins vegar fer ekki á milli mála hvað hefur gerst eftir stóru flog- in. Venjulega hef ég bitið mig illa í kinnina og er gjörsamlega upp- gefin um morguninn. Eftir að hafa sofið í 2 til 4 tíma er ég orð- in mun betri,“ segir Gerður og tekur fram að stóru köstin séu sem betur fer sjaldgæfari en þau litlu. „Stóru köstin koma að jafn- aði einni sinni í mánuði. Þó geta þau verið tíðari eins og f síðustu viku. Á einni viku þurfti ég að þola þrjú aivarleg köst.“ Gerður hefur unnið á elli- heimilinu Grund í 27 ár. „Ég man alltaf eftir því þegar ég sótti um vinnuna. Af því að ég vildi vera heiðarleg sagði ég frá því að ég væri með flogaveiki. Guðrún Gísladóttir, þáverandi starfs- mannastjóri, réð mig eftir að hafa ráðfært sig við hjúkrunar- fræðing. Guðrún hefur reynst mér jafn vel eftir að hún varð for- stjóri, t.d. hef ég fengið að breyta vinnutímanum ef þörf hefur krafið vegna veikindanna. Ég vinn við að baða gamla fólkið og því er hægt að hnika vinnu- tímanum aðeins til ef á þarf að halda. Með því móti er ég alls ekki með fleiri veikindadaga en annað starfsfólk á Grund." Versnandi einkenni Gerður segir að þvf miður virðist veikindin vera að versna enn á seinna gelgjuskeiðinu. „Núna er ég farin að fá kippi sem standa örstutt. Ekki er einu sinni víst að aðrir taki eftir því. Hins vegar getur tekið dágóða stund fyrir mig að jafna mig, eins og þegar ég fékk smákipp úti í búð um daginn. Þegar ég var nýkom- in heim ætlaði ég að segja ná- granna mínum frá litlu atviki og var um hálftíma að koma því út úr mér sem ég hefði annars get- að sagt á fimm mínútum. Ein- hvern veginn átti ég svo erfitt með að finna réttu orðin. Vegna þróunar sjúkdómsins hefur ver- ið samþykkt að ég fái að minnka starfshlutfallið á Grund úr 60% í 40%. Fyrir það er ég mjög þakk- lát.“ Haustfagnaður Haustskemmtun Kátra daga verður haldin í Súlnasal Radisson SAS Hótel Sögu föstudaginn 6. október kl. 19.00. Kvöldverður Ferðakynning Skemmtidagskrá Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikurfyrirdansi. Vtetð 2..9QQ Itt. Sala aðgöngumiða hefst þriðjudaginn 26. september hjá SamvinnuferðunvLandsýn að Sætúni 1. Samvinnuferðir Landsýn A varöi fyrir þig! Sætún 1 • 105 Reykjavík • Sími: 569 1010 • Fax: 569 1095 Netfang: samvinn@samvinn.is • Heimasíða: www.samvinn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.