Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 21
LISTIR
Myndlist skólabarna
SÝNINGIN í nágrenni - Min
hembygd hefur verið opnuð í
Norræna húsinu.
Síðastliðinn vetur unnu nem-
endur í 4. bekkjum Granda-
skóla í Reykjavík og Mártensbro
skola í Esbo í Finnlandi að
myndlistarverkum er tengdust
nánasta umhverfi síns skóla.
Hluti af afrakstri þeirrar vinnu
verður sýndur á sýningu er kall-
ast í nágrenni - Min hembygd.
Það eru myndlistarkennarar
við fyrrnefnda skóla sem standa
að verkefninu en það er styrkt af
og á dagskrá Reykjavík menn-
ingarborg Evrópu 2000. Nánari
upplýsingar er að fínna á heima-
síðu verkefnisins og hjá Birni
Sigurðssyni í Grandaskóla.
Heimasíða verkefnisins er:
http://www.grandaskoli.is/
Bjossi/nagr/nagrenni.html
Sýningin mun standa til 18.
október. Opnunartími er 9-17,
mánudaga til laugardaga en
sunnudaga 12-17. Sýningin verð-
ur síðan flutt til Esbo þar sem
henni verður komið fyrir í
Esbostads Kulturcentrum og
verður sýningin þar opnuð 6.
nóvember og mun standa til 19.
desember.
Tónleikar Blásarakvintetts Reykjavíkur
Frumflutt verk eftir
Tryggva M. Baldvinsson
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Blásarakvintett Reykjavíkur.
BLASARAKVINTETT Reykja-
víkur heldur tónleika í hinum
nýja tónleikasal Ými við Skógar-
hlíð nk. þriðjudagskvðld, 26.
september.
Efnisskráin spannar rúm 200
ár, allt frá árdögum kvintettbók-
menntanna til þess allra nýjasta.
Elsta verkið er eftir Anton
Reicha en það yngsta glænýtt
verk eftir Tryggva M. Baldvins-
son, sem frumflutt verður á tón-
leikunum og nefnist „3 íslenskar
myndir". Tónskáldið samdi verkið
sérstaklega fyrir þessa tónleika.
Önnur verk eru eftir Ligety,
Hindemith og Rasmussen. Sá síð-
astnefndi, danska tónskáldið og
orgelleikarinn Peter Rasmussen
samdi fallegan kvintett í klassísk-
um stíl fyrir rúmum 100 árum og
má heyra hann meðal annarra
norrænna verka á nýútkominni
geislaplötu Blásarakvintetts
Reykjavíkur hjá Chandos útgáf-
unni. Þeir félagar munu síðan
endurtaka tónleikana í Bergen
15. nóvember nk. Tónleikarnir
eru í samvinnu við Reykjavík
menningarborg Evrópu árið 2000.
Guðrún Kristjánsdóttir sýnir bræðrunum Romano (t.v.) og Vittorio
Prodi veggmynd sína í Dozza.
Gerir veggmynd í Dozza
í MIÐALDAÞORPINU Dozza,
sem er rétt utan við Bologna, var
um sl. helgi opnuð sýning á verk-
um 9 listamanna frá öllum menn-
ingarborgum Evrópu árið 2000.
Að sögn Þórunnar Sigurðardóttur
stjórnanda Reykjavíkur - menn-
ingarborgar 2000 er sýningin er
sérstök fyrir þær sakir, að verkin
eru öll máluð á húsveggi. ,',40 ár
eru síðan byrjað var að mála slík-
ar „freskur" á veggi í þessu forna
þorpi, sem nú er orðið frægt fyrir
þessar einstöku myndir. Að þessu
sinni var leitað eftir myndlistar-
mönnum frá menningarborgunum
9 árið 2000 og höfðu menningar-
borgirnar milligöngu um að lista-
menn færu frá hverri borg,“ seg-
ir Þórunn. Héðan frá Islandi fór
Guðrún Kristjánsdóttir og henni
til aðstoðar var Guðbjörg Lind
Jónsdóttir, formaður FÍM og
dvöldust þær í rúma viku í boði
yfirvalda Dozza og Bologna 2000
við að mála stórt verk á húsvegg-
inn, sem Guðrúnu var úthlutað.
„Það er gaman að segja frá því
að í sérstakri opnunarathöfn
heiðraði Romano Prodi, fyrrum
forsætisráðherra ftalíu og núver-
andi forseti framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins samkomuna
með nærveru sinni og hélt ræðu
og þakkaði listamönnunum. Hann
og bróðir hans, Vittorio Prodi,
sem er héraðsstjóri í Bolognahér-
aði, skoðuðu siðan verkin.“.
Fimmtu auka-
tónleikarnir
FIMMTU aukatónleikamir til
heiðurs Sigfúsi Halldórssyni
verða haldnir á miðvikudags-
kvöld í Salnum í Kópavogi kl.
20.
Það eru þau Sigrún Hjálm-
týsdóttir, Bergþór Pálsson og
Jónas Ingimundarson sem
flytja margar af þekktum perl-
um Sigfúsar, lög eins og
Dagný, Tondeleyó, Vegir liggja
til allra átta, Þín hvíta mynd,
Enn syngur vornóttin o.fl., o.fl.
Eftir hlé spreyta þau sig svo á
ítölskum sönglögum og aríum.