Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 41
MUKGUNBLAtllt)
MINNINGAR
SUMW UUAUUK 24. ISJilKi'EMKtJK i!UUO
AFMÆLI
HARALDUR
GUÐMUNDSSON
+ Haraldur Guð-
mundsson fædd-
ist í Reykjavík 16.
ágúst 1926. Hann
lést 10. ágúst síðast-
liðinn. Haraldur var
jarðsettur frá Foss-
vogsk i rkj ugarði 15.
ágúst.
Það var fyrir 27 ár-
um að ég sá Halla fyrst
er hann og Guðrún
systir mín fóru að búa
saman, þá áttu þau
heima á Skúlagötunni.
A þeim tíma voru allir í
vinnu og maður hittist sjaldan en þó
alltaf öðru hverju þegar tími gafst
til. Eftir að þau fluttu á Langholts-
veginn varð sambandið meira en oft-
ast var það ég sem leit inn til þeirra
því Halli var lítið fyrir að fara á bæi
og heimsækja fólk, en þegar við báð-
um hann að hjálpa okkur við eitt-
hvað var hann fljótur að bregðast
við og var það þá eitthvað sem
tengdist rafmagni því að hann var
raffræðingur að mennt. Eg var allt-
af velkomin á Langholtsveginn hve-
nær sem mig bar að garði. Við syst-
urnar höfðum mikið samband í
gegnum síma og þegar við töluðum
saman heyrði ég Halla kalla „bjóddu
henni systur þinni í mat í kvöld, ég
ætla að elda eitthvað gott“. Halli var
góður kokkur og hann freistaði mín
oft með matarboðum,
hann bakaði líka góðar
pönnukökur og ekki
stóð á því að bjóða mér
í þær. Halli hafði líka
gaman af því að veiða,
hann fór oft í veiðitúra
og veiddi sér oft í soðið
svo ferðin var honum
ánægjuleg. Halli var
oft úti í skúr að dytta
að bílnum og biluðum
tækjum bæði fyrir
sjálfan sig og aðra, það
tók hann mikinn tíma
en oft hafði hann ekki
erindi sem erfiði og lít-
ið í aðra hönd fyrir þá vinnu. Mér
fannst Halli draga sig of mikið í hlé
frá öðru fólki, hann fór sjaldan eða
aldrei á bæi, blandaði sjaldan geði
við fólk, átti fáa vini og lét sér nægja
það sem heima var. Halli gat verið
skemmtilegur, hann hafði kímnigáfu
og brá oft á glens og fannst mér það
skemmtilegt í fari hans, hann var
hávær og þegar hann talaði sem
hæst fannst mér eins og hann væri
að yfirgnæfa einhvern sársauka sem
hann fyndi innra með sér en enginn
mátti vita um, þvi hann kvartaði
sjaldan og fór ekki til læknis. Þegar
Halli sagði meiningu sína var hann
skýrmæltur, það fór ekki framhjá
neinum hvað hann var að meina,
hann var ekkert að hvísla því, það
var ekki honum líkt. Við Halli vorum
ELÍN
ÓLAFSDÓTTIR
+ Elín Ólafsdóttir
fæddist á Bustar-
felli í Vopnafirði 3.
janúar 1916. Hún
lést á Landspítala -
háskólasjúkrahúsi í
Fossvogi 12. septem-
ber síðastliðinn og
fór útfór hennar
fram frá Garða-
kirkju 22. septem-
ber.
Það fer nú að nálg-
ast 33 ár frá því að ég
kynntist tengdamóður
minni heitinni, Elínu
Ólafsdóttur. Ég kom til að kynna
mig - síðhærðan, skeggjaðan
komma - fyrir verðandi tengdafólki
mínu. Elín stjórnaði heimili þeirra
Tryggva á Akureyri af röggsemi.
Hún tók mér vel þenn-
an síðvetrardag og æ
síðan.
Þær eru margar
minningarnar sem
vakna á kveðjustund
og ófáar tengjast mat.
Tengdamamma var
listakokkur og
Tryggvi matmaður.
Eitt sinn kom Tryggvi
frá Vopnafirði með
sjósiginn fisk seint að
kveldi. Ég fór að
hlakka til hádegisverð-
ar daginn eftir en sjá;
um miðnætti var soð-
inn siginn fiskur og snæddur af
góðri lyst.
Ég var tíður gestur hjá Ellu og
Tryggva vetrarmánuð einn er ég
dvaldist á Akureyri vegna náms.
ÞÓRÐUR
PÉTURSSON
+ Þórður Péturs-
son fæddist í
Reykjavík 19. des-
cmber 1918. Hann
varð bráðkvaddur á
hcimili sfnu 12. scpt-
ember síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Dómkirkj-
unni 22. september.
Jarðsett var í Gufu-
neskirkjugarði.
Það var haustið 1963
að ég hitti Þórð Péturs-
son í fyrsta sinn. Með okkur tókst
mikil vinátta sem styrktist með ár-
unum, sem orðin eru 37. Við vorum
síðast saman hér á heimili okkar Pét-
urs Orra sunnudaginn 10. september
og gerðum okkur glaðan dag fram á
kvöld, enda brúðkaupsdagur okkar
Péturs. Daginn áður höfðu þeir feðg-
ar Þórður og Pétur Orri ásamt ömmu
Hlín og langafabarninu Kristínu
Birnu farið austur í sumarbustað til
að ganga frá öllu fyrir veturinn. Eftir
að hafa lokið því brá langafi sér í
smáberjamó með litlu stúlkunni
tveggja ára sem þótti langafi mjög
skemmtilegur en þau áttu sérstakt
„blikk“ sín á milli.
Hvernig er hægt að
trúa því að hann sé far-
inn í ferðalagið langa
svona án þess að kveðja
en farseðlarnir okkar í
þá ferð eru víst gefnir
út á ýmsá vegu. Afi var
einstakt ljúfmenni, vildi
öllum vel og var til-
búinn að rétta öllum
hjálparhönd sem til
hans leituðu, enda með
afbrigðum laghentur.
Afi Doddi var einmitt
að dytta að húsinu sínu þegar kallið
kom. Við fjölskyldan erum sorg-
mædd en um leið þalcklát fyrir að
hafa átt svona góðan föður, tengda-
föður, afa og langafa og geymum sjóð
minninganna og munum rifja þær
upp með ömmu Hlín, börnum og
barnabömum um ókomin ár. Guð
blessi minningu þína.
Þín tengdadóttir,
Kristín Bemhöft.
Elsku afi Doddi. Ekki átti ég von á
að kallið þitt væri komið, þegar
hringt var í okkur og okkur tilkynnt
orðnir góðir vinir, ef hann bað mig
bónar byijaði hann að spyrja mig
hvort við værum ekki vinir, jú við
vorum það og það var alveg sjálfsagt
að gera honum smágreiða, reyndar
átti hann það inni hjá mér. Hann
gerði mér mikinn greiða rétt áður
en hann kvaddi þetta líf svo sorg-
lega óvænt og snöggt, ég þakka hon-
um fyrir þá hjálp sem hann veitti
mér. Hann var mjög hjálpsamur og
þótt hann vissi að hann mætti ekki
taka að sér erfið verk gleymdi hann
því, hlífði sér ekki og hamaðist þar
til hann gat varla staðið á fætur. Það
er erfitt að skrifa um mann eins og
Halla, ég veit að hann mundi ekki
vilja neinar málalengingar um sig
en ég mátti til með að skrifa þessar
fáeinu línur, því ég sakna fyrrver-
andi mágs míns og finnst tómlegt
þegar ég kem á Langholtsveginn að
heyra ekki háa hvella rödd Halla
þegar hann heilsar Guggu, fyrrver-
andi mágkonu sinni. Eg vona að
hann hafi það gott í nýjum heim-
kynnum og Guð gæti hans.
Ég sendi bömum hans og bama-
börnum, Gunnu systur og öðmm
ættingjum innilegar samúðarkveðj-
ur.
Ó dauði, taktu vel þeim vini mínum
sem vitjað hefur þreyttur á þinn fund
oft bar hann þrá til þín í huga sínum
og þú gafst traust á bænastund.
Nú leggur hann það allt sem var hans
auður,
sitt æviböl, sitt hjarta að fótum þér.
Er slíkt ei nóg? Sá einn er ekki snauður
sem einskis hér á jörðu væntir sér.
(Tómas Guðm.)
Guðbjörg Óskarsdóttir.
Þangð var gott að koma. Það var
notalegt og hlýtt samband milli
þeirra hjóna. Tryggvi svaf í stólnum
sínum eftir kvöldmat og Ella vakti
hann með kaffisopa og kvöldbita
fyrir svefn.
Þau Tryggvi fluttust til Horna-
fjarðar þar sem hann stjórnaði
fiskimjölsverksmiðju og notaði
sumarleyfin í að leita uppi nothæfa
hluti úr aflögðum verksmiðjum.
Þangað komum við í magnaðar
humarhalaveislur og söm voru nota-
legheitin og á Akureyri. A Horna-
firði kenndi hún fyrst þess meins
sem háði henni þaðan í frá þó svo
hún fengi góðan tímabundinn bata.
Síðustu æviárin bjó Elín í Garða-
bæ af sömu smekkvísi og áður og
bakaði afbragðs pönnukökur handa
gestum og gangandi. Hún var orðin
lúin og einnig læddist að henni sá
sjúkdómur sem dró úr henni allt
þrek og varð henni loks að bana.
Eftir standa minningar um konu
sem var barn síns tíma og skilaði
sínu af trúmennsku.
Ingþór Friðriksson.
að þú hefðir fundist látinn. Þú sem
varst svo hress þegar ég hitti þig í
vikunni áður á gangi á Ægisíðunni.
Minningamar eru margar sem koma
upp í huga mér, enda hefur þú verið
hluti af lífi mínu í 31 ár og er erfitt að
kveðja þig elsku afi. Það sem kemur
fyrst upp í huga mér var að mér
fannst svo gaman að fá að gista hjá
ykkur ömmu og afa á Tómó þegar ég
var lítil því að ég fékk alltaf að vaka
svo lengi og horfa á allt sjónvarpið.
Minningamar em enn fleiri sem ég
gæti talið upp en ég ætla að geyma
þær í hjarta mínu. Við höfum hist
mikið að undanförnu og þótti okkur
gaman að hafa ykkur ömmu í mat og
kaffi hjá okkur á Hamarsgötunni og
þótti Kristínu Birnu svo gaman að
leika við þig. Hún spurði strax: Hvar
er afi Doddi? þegar hún sá að amma
Hlín gisti hjá okkur. Þegar hún verð-
ur eldri mun ég geta útskýrt fyrir
henni hvert þú fórst. En svona er lífið
og því getum \ið ekki breytt og alltaf
er sárt að kveðja. En ég veit að góður
Guð mun vaka yfir þér og við munum
gæta ömmu Hlínar, elsku afi minn.
Núleggégaugunaftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mínverivömínótt.
Æ, virst mig að þér taka,
méryfirláttuvaka
þinn engil, svo ég sofi rótt
(Þýð.: Sveinbjöm Egilsson.)
María Fjóla.
GUÐMUNDUR
ÁRNASON
Guðmundur Árna-
son innrömmunar-
meistari með meh-u er
á birtingardegi þessar-
ar afmælisgreinar ní-
ræður, hann er svo til
jafngamall Morgun-
blaðinu sem ávallt hef-
ur verið hans málgagn
enda er það þjóðarsál-
arblað og hann sjálfur
einn af þjóðarsálar-
speglum landsins.
Nú sitja þau hjónin
Guðmundur og Asa í
heiðurselli á Hring-
brautinni í Reykjavík. Elliheimilis-
vistin er að baki, farsællega enduð
dvölin sú. Venjulega er fólk borið út
af elliheimilum í þartilgerðum um-
búðum, en ónei, Guðmundur og Asa
yfirgáfu Litlu-Grund fótgangandi og
sprelllifandi. „Við erum ekki vit-
laus,“ útskýrði Ása, „heldur bara
gamalt og lasið fólk!“
I fyrrasumar þegar ég var staddur
á Islandi heimsótti ég þau á elliheim-
ilið. Mér fannst ekki seinna vænna
að spyrja Guðmund um gullplötuna,
sem getið er um í ævisögu föður hans
skráðri af Þórbergi Þórðarsyni. Fað-
ir Guðmundar var nefnilega Ámi
prófastur Þórarinsson, sem lagði
bókmenntunum til efni í meistara-
verk. Ég var með þessa gullplötu á
heilanum af ástæðum sem hér verða
ekki tilgreindar, og nauðsyn ber
heldur ekki til. En Guðmundur var
strax með á nótunum er ég minntist
á hlutinn. Ása lá fyrir og sagðist vera
með svo mikinn svima.
„Gullplatan - hún er þarna ein-
hvers staðar í þessum bókum um
pabba. Þetta var, skal ég segja þér,
hún langamma min, sem var ólygin
manneskja [Kristín Sigurðardóttir].
Sem pabbi segir: Hún er merkasta
kona sem hann hefur hitt á lífsleið-
inni. Hún var ljósmóðir frá þrettán
ára aldri til 86 ára - geri aðrar betur
- og hún var síðasta manneskja sem
var með þessa plötu. En svo fór hún
úr ættinni."
Guðmundur tók sér málhvíld og
snýtti sér í tóbaksklútinn. Ása sagði
að það eina sem hann gæti væru
snýtingar.
„Og platan var til, sjáðu. Og Hjört-
ur frændi minn Jónsson læknir
þarna - bróðir Gríms og Árna; þeir
voru nú guðfræðingar. Þeir sáu
þetta og töluðu um í sínum endur-
minningum líka. Þeir sáu plötuna, en
pabbi sá hana aldrei. Hún var komin
úr ..." Guðmundur lauk ekki við
þessa og aðrar setningar heldur hélt
áfram: „En það þurfti ekki annað en
að leggja þennan grip á... ég vildi að
hún væri lögð á bakið á mér núna, ég
er alveg að drepast úr ... Þetta var
eiginlega aðallæknirinn þarna, plat-
an, en þetta er skrýtið. Maður er af
einkennilegum uppruna sko - og svo
Guðmundur dúllari, alnafni minn og
föðurbróðir; ég er ekki byrjaður að
dúlla..."
Það hafa margir fundið sitt gull í
samskiptum við hjónin Guðmund
Ámason og Áslaugu Sigurðai’dóttur
(skálds frá Arnarvatni; „í dag er ég
ríkur, í dag vil ég gefa“). I millitíðum
hafa þau þó sjálf oft innbyrðis eldað
saman grátt silfur og skilið mörgum
sinnum á lífsleiðinni, en alltaf tekið
saman aftur.
í kringum gleðigjafann Guðmund
var alltaf mýgrútui' af sérkennilegu
fólki, einkum er hann var með inn-
römmunarverkstæðið á Bergstaða-
stræti. Renniríið byggðist upp á
læknum sem voru að koma beint úr
uppskurðum og læknum sem skrif-
uðu bara upp á lyfseðla, lögfræðing-
um sem voru kannski í miðjum klíð-
um að semja lagafrumvörp fyrir
ríkisstjórnina eða lögfræðingum
sem voru í vafasömum málum - dóm-
arar, prestar og blaðamenn. Þarna
komu líka fínar fnir, fínar frúr og
aftur fínar frúr, sem Guðmundur gaf
öllum undir fótinn, og náði anzi langt
með að eigin sögn, okkur tveimur að
segja. Og þama var urmullinn af
tannlæknum, veðurfræðingum,
rithöfundum, myndlistarmönnum,
götusópurum, stýrimönnum,
lögreglustjórum, am-
bassadorum; þver-
skurður þjóðarinnar.
Auðnuleysingjum var
heldur ekki úthýst hjá
Munda í Blöndu. Allir
sem vettlingi gátu vald-
ið settust einhvem
tíma að sumbli með
Guðmundi og Weissau-
er í skammdeginu.
Weissauer var þýzkur
grafíklistamaður sem
Guðmundur gerðk-.
heimsfrægan á Islandi.
En einkennilegir
erfðalyklasúputeningar era þau
hjón. Svo einstæð era þau, að afkom-
endur era nánast ættlerar; það
kemst enginn í hálfkvisti við þau af
bamabömunum. Synimir Kristján
og Sigurður hafa t.d. ekki stuðla og
höfuðstafi á valdi sínu eins og for-
eldramir. En báðir era þeir aftur á
móti orðaðir við myndlist. Sigurður
erfði sölumannshæfileika föður síns,
en Kristján listfengið frá Ásu. Krist-
ján er einn af örfáum myndlistar-
mönnum á íslandi, þegar hjátrúin
rennur af honum. Um dótturina
Ágústu veit ég lítið; hún var á sínum
tíma fegurðardrottning íslands, gift-
ist síðan til Bandaríkjanna þar sem
hún sinnti mikið trúmálum.
Miklir dýravinir vora Guðmundur
og Ása, það verður að segja frá því.
Smælingjunum var ávallt gefið kjöt-
sag á vetram, þröstum og snjótittl-
ingum. Á áram hundabanns héldu
þau Roysa, hundinn sem sldldi
mannamál. Ötal selskapspáfagaukar
vora þeim og til dægrastyttingar,
hændust þeir með ólíkindum sumir
að Guðmundi og notuðu skallann
sem fíugbraut. Seinast vissi ég af
húsflugunni Búkollu, sem var gerV
að heimilisdýri eitt árið. Þurfti Guð-
mundur ekki annað en að blístra og
þá birtist litla flugan og fékk að laun-
um að setjast á sykurmola í lófa
hans.
Þegar Mundi var upp á sitt bezta,
hringdi hann oft í ráðamenn þjóðar-
innar eftir kvöldfréttirnar í
sjónvarpinu og skammaði. Einnig
hringdi hann í biskupinn - og nób-
elsskáldið að sjálfsögðu. Og mikið
hefði Guðmundur sómt sér vel við
hliðina á Íslands-Bersa eða Jóni
Prímusi. Okkar Mundi er eiginlega
úr þeirri áttinni, en það átti ekki fyr-
ir honum að liggja að komast í lax-
nessbók, sem kemur þó engan veg-
inn svo að sök. Guðmundur á siniy_
orðstír og það þarf ekki allt að kom-
ast á blað. Og þá er það líka vegna
takmarkaðs rýmisins, sem þessi
knappa grein verður að enda.
Kveðju sendi ég þeim hjónum frá
Munchen.
Einar Guðmundsson.
Frágangur
afmælis-
ogminning-
argreina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél- n
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað.
Þá er enn fremur unnt að senda
greinarnar í símbréfi (5691115)
og í tölvupósti (minning@-
mbl.is). Nauðsynlegt er, að
símanúmer höfundar/sendanda
fyigi-
Um hvern látinn einstakling
birtist formáli, ein uppistöðu-
grein af hæfilegri lengd, en aðr- . ■ 5
ar greinar um sama einstakling
takmarkast við eina örk, A-4,
miðað við meðallínubil og hæfi-
lega línulengd, - eða 2.200 slög
(um 25 dálksentimetra í blað-
inu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð
takmarkast við eitt til þrjú er-
indi.
_________________________£