Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Forseta-, þing-, og sveitarstjórnarkosningar fara fram í Júgóslavíu í dag Óttast að Milosevic beiti öllum brögðum til að halda völdum Pg BAKSVIÐ Margt þykir benda til þess að Slobodan Milosevic hafí alls ekki í hyggju að láta af forsetaembættinu í Júgóslavíu, hver sem úr- slit kosninganna verða, en í grein Aðalheiðar Ingu Þorsteinsdóttur kemur fram að margir telji að stjómvöld hafí undirbúið stórfelld -----------------7-------------------— ’ kosningasvik. Ottast er að mikil ólga grípi um sig í landinu ef Milosevic lýsir yfír sigri. Belgrad, Kosovska Mitrovica. AFP, AP, Reuters, The Daily Telegraph. VOJISLAV Kostunica, for- setaframbjóðandi kosn- ingabandalags átján stjórnarandstöðuflokka (DOS) hefur mælst með allt að 21% forskot á Slobodan Milosevic í síð- ustu skoðanakönnunum, en þrátt fyrir það virðast fáir eiga von á því að hann verði lýstur sigurvegari kosninganna. Stjórnarandstaðan telur ýmsar visbendingar liggja fyrir um að stjórnarflokkamir muni hagræða úrslitunum og margir búast við að Milosevic lýsi yíir sigri fljótlega eftir að kjörstöð- um hefur verið lokað, án tillits til þess hvernig atkvæði falla í raun. Fáir virðast raunar efast um að Milosevic muni beita öllum brögð- um til að halda völdum, enda hefur stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna gefið út ákæru á hendur honum og ef hann bíður ósigur gæti svo farið að hann yrði fram- seldur og sakfelldur fyrir stríðs- glæpi. Yfirlýsing forsætisráðherrans Momirs Bulatovic þykir renna stoðum undir þessar vangaveltur. Hann fullyrti á fimmtudag að hvemig sem kosningarnar færu myndi Milosevic sitja í embætti þar til kjörtímabil hans rennur út um mitt næsta ár og tilnefna forsætis- ráðherra nýrrar ríkisstjórnar. Ýmsir embættismenn og stuðnings- menn Milosevic hafa undanfama daga sakað ríki á Vesturlöndum um að reyna að hafa áhrif á úrslit kosninganna, og stjómarandstæð- ingar óttast að forsetinn muni nota slíkar samsæriskenningar sem réttlætingu fyrir því að ógilda úr- slitin ef hann bíður lægri hlut. Vísbendingar um kosningasvik Kjörstjórnir eru alls staðar skip- aðar stuðningsmönnum Milosevic, og ljóst er að stjómvöld eiga hægt um vik að beita kosningasvikum. Það á ekki hvað síst við í Kosovo, en fram á síðustu stundu var óvíst um tilhögun kosninganna þar. Gíf- urlegir fólksflutningar hafa átt sér stað í héraðinu undanfarin ár. Til dæmis er talið að um 170 þúsund Serbar hafi flúið til Serbíu vegna hermdaraðgerða Kosovo-Albana á síðasta ári og stór hluti af þeim 100 þúsund Serbum, sem enn era í Kosovo, hafa síðan flust búferlum innan héraðsins. Þar sem kjörskrár hafa ekki verið uppfærðar frá síð- ustu kosningum, sem fram fóra ár- ið 1996, er óttast að stjómvöld muni falsa atkvæði í stóram stíl. Kosovo-Aibanir viðurkenna ekki yfirráð Serba í héraðinu og ætla að hunsa kosningarnar. Þrátt fyrir það verða margir kjörstaðir opnir á svæðum þar sem eingöngu Kosovo- Albanir búa, og bent hefur verið á að þetta gefi Milosevic enn eitt færi á að falsa úrslit. Fulltrúar óháðu eftirlitsstofnun- arinnar CESID í Belgrad segja ýmislegt benda til þess að stjóm- völd hafi í hyggju að hagræða úr- slitum kosninganna, en starfsmenn stofnunarinnar hafa meðal annars sýnt fréttamönnum kjörseðil sem þeir komust yfir, þar sem búið var að merkja við nafn Milosevic. Eftirliti með kosningunum ábótavant Stjórnvöld hafa meinað Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÓSE) og CESID að fylgjast með fram- kvæmd kosninganna, en ýmsar óháðar eftirlitsstofnanir hafa lýst því yfir að þegar sé ljóst að skilyrð- um til að þær geti talist gildar sé ekki fullnægt. Evrópusambandið hugðist senda 25 eftirlitsmenn til Júgóslavíu, en þeir fengu ekki vegabréfsáritun til landsins. Stjómvöld í Júgóslavíu hafa hins vegar boðið eftirlitsmönnum frá Kína, Rússlandi og Indlandi, en ekkert þessara landa hefur hingað til verið rómað fyrir lýðræðislega framkvæmd kosninga. Margir embættismenn og stjórn- málamenn á Vesturlöndum hafa tekið undir áhyggjur af því að stjórnvöld muni beita kosninga- svikum. Madeleine Albright, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, var- aði Milosevic við því á fimmtudag að kosningarnar yrðu ekki viður- kenndar ef upp kæmist að brögð hefðu verið í tafli. Ólíklegt að stjórnarandstaðan nái meirihluta á þingi í kosningabaráttunni hefur stjórnarandstaðan einbeitt sér að því að koma Slobodan Milosevic frá völdum og athygli fjölmiðla hefur sömuleiðis fyrst og fremst beinst að forsetakosningunum. En í dag er jafnframt kosið til þings og sveitarstjórna, og stjórnarand- stöðuflokkamir gera sér einnig vonir um að fara þar með sigur af hólmL Kosningabandalag stjómarand- stöðuflokkanna hefur í öllum skoð- anakönnunum mælst með meira fylgi en stjórnarflokkamir, en þrátt fyrir það telja stjórnmála- skýrendur ólíklegt að stjórnar- andstaðan nái meirihluta á þinginu. Astæðan er sú að stjórnvöld í Svartfjallalandi, sem ásamt Serbíu myndar sambandsríkið Júgóslavíu, ætla að hunsa kosningarnar, og því er útlit fyrir að stuðningsmenn Milosevic verði kosnir í öll sætin 50, sem Svartfellingar eiga á júgó- slavneska þinginu. Þannig era líkur á að núverandi stjórnaflokkar muni áfram hafa talsverð áhrif, jafnvel þó Kostunica færi með sigur af hólmi í forsetakosningunum. Stjórnarflokkarnir munu einnig hagnast á því að stjórnarandstaðan gengur klofin til sveitarstjórnar- kosninganna, en kosningabandalag Vojislavs Kostunica, DOS, og SPO, flokkur Vuks Draskovic, gátu ekki komið sér saman um frambjóð- endur og munu því líklega bíða lægri hlut í mörgum stærstu borg- unum, þar á meðal í höfuðborginni Belgrad. Kostunica með hreinan skjöld Þrátt fyrir ótta um kosningasvik og valdbeitingu af hálfu stjórnar- flokkanna er ljóst að stjórnar- andstaðan hefur aldrei átt meiri möguleika á að velta Milosevic úr sessi. Forsetinn hefur óspart beitt þeirri aðferð að deila og drottna, DOROTHY EINON hváöiirigur nemur. ••• Fróðleikurfyrir foreldratiUðórva oc þroska nimshæfni tomafráfeðlnguol skólaaldurs L. BðK« leikir og athafnir sem henta hverju aldursskeiði. leiðir til að styrkja tengslin við börnin. raunhæfar lausnir við algengum vandamálum. (Vtál og menningl malogmenning.isl Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500 Telpa ekur dúkkukerru framhjá kosningaspjöldum Milosevic í borginni Novi Sad. Slobodan Milosevic Vojislav Kostunica og stjómarandstaðan hefur því löngum verið klofin. Nú hafa þó flestir stjórnarandstöðuflokkarnir fylkt sér að baki Vojislavs Kostun- ica, en hann er einn af fáum leið- togum stjórnarandstöðunnar sem hefur hvorki verið viðriðinn spill- ingarmál, né hefur hann nokkru sinni lagst á jötuna hjá Milosevie. Kostunica fæddist í Belgrad árið 1944. Hann lauk doktorsprófi í lög- fræði frá Háskólanum í Belgrad og var ráðinn kennari við lagadeild háskólans árið 1970, en var neydd- ur til að láta af störfum í pólitísk- um hreinsunum fjóram áram síðar. Hann var svarinn andstæðingur kommúnistastjórnarinnar í gömlu Júgóslavíu og hefur alla tíð verið mótfallinn Milosevic. Kostunica var einn af stofnendum Lýðræðis- flokksins árið 1989 og hefur verið formaður Lýðræðisflokks Serbíu (DSS) frá stofnun hans árið 1992. Hann hefur ritsýrt fræðitímaritum um lögfræði og heimspeki, og átti sæti á serbneska þinginu frá 1990 til 1997. Áður en kosningabaráttan hófst hafði Kostunica aldrei verið sér- staklega vinsæll stjórnmálamaður, þótt hann hafi notið virðingar fyrir störf sín. Fyrir nokkram mánuðum hefði hann varla rennt grun i að hann ætti eftir að njóta svo víðtæks stuðnings, en fylgi hans hefur vaxið jafnt og þétt að undanförnu, ekki aðeins meðal stjórnmálamanna og menntamanna í höfuðborginni, heldur einnig meðal bænda, verka- manna og námsmanna. Kostunica er hófsamur þjóðern- issinni, en hann gagnrýndi harð- lega loftárásir NATO á Júgóslavíu í fyrra og hefur látið neikvæð orð falla um stríðsglæpadómstól Sam- einuðu þjóðanna. Hann er enda eini stjórnarandstöðuleiðtoginn sem hefur stöðugt aukið fylgi sitt frá því að árásum NATO lauk. Ólíkt Milosevic er Kostunica þó sann- færður um nauðsyn þess að eiga góð samskipti við Vesturlönd. Hann hefur lýst því yfir að ef hann komist til valda muni hann leggja allt kapp á að Júgóslavía fái aftur inngöngu í ÖSE, og fái á ný fulla aðild að Sameinuðu þjóðunum og alþjóðlegum fjármálastofnunum. Ýmsir hafa haft á orði að Kost- unica sé ef til vill ekki hinn full- komni frambjóðandi, en hafi þann ótvíræða kost að vera með alger- lega hreinan skjöld, og það er án efa lykilinn að vinsældum hans. Aðrir þykja ekki eiga möguleika Þrír aðrir frambjóðendur gefa kost á sér í forsetaembættið, en enginn þeirra þykir eiga möguleika á sigri. Vojislav Mihailovic er fram- bjóðandi Endurvakningarhreyfing- ar Serbíu (SPO), flokks stjórnar- andstöðuleiðtogans Vuks Drask- ovic. Tomislav Nikolic býður sig fram fyrir hönd þjóðemishyggju- flokksins SRS, en hann gegnir nú embætti aðstoðarforsætisráðherra. Loks er að nefna Miroljub Vidojk- ovic, en hann býður sig fram fyrir hönd lítt þekkts flokks, sem hefur lýst yfir stuðningi við DOS í þing- kosningunum. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.