Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ h Kaupfélag Arnesinga markar nýja stefnu eftir sölu hlutabréfanna í Kaupási hf. Morgunblaðið/Helgi Bjamason Óli Rúnar Ástþúrsson framkvæmdastjóri stýrir endurskipulagningu Kaupfélags Árnesinga. VERSLAÐ MEÐ FAST- EIGNIR OG HLUTA- BRÉF ÍSTAÐ MATVÖRU VIÐSKQ’TI AIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ► Óli Rúnar Ástþórsson, framkvæmdastjóri Kaupfélags Árnesinga, er fæddur í Vestmannaeyjum 13. janúar 1957. Hann er stúdent frá Menntaskólanum á Laugarvatni, lauk hagfræðiprófí frá Háskóla Islands og stundaði síðan framhaldsnám við Háskólann í Ann Arbor í Michigan í Bandaríkjunum. ÓIi Rúnar starfaði sem forstöðumaður íjárreiðudeildar Eimskipafélagsins, framkvæmdastjóri Jöfurs hf. og framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands. Hann hefur verið framkvæmdastjóri Kaupfélags Árnesinga í rúmt ár. Eiginkona Óla er Anna María Snorradóttir hjúkrunarfræðingur og eiga þau Qögur börn. Hótel Selfoss er flaggskip ferðaþjónustu KÁ. Fyrirhugað er að byggja við það nýja hótelálmu og innrétta stóran ráðstefnusal í eldra húsinu. Eftir Helga Bjarnoson ÓTT Kaupfélag Ámesinga hafi hætt verslunarrekstri er félagið enn með tölu- verða starfsemi um allt Suðurland, einkum í ferðaþjónustu og viðskiptum við basndur. I kjölfar sölunnar á eignarhlut KÁ í Kaupási sem markaði endalok á þátttöku fé- lagsins í verslunarrekstri er unnið að nýrri stefnumótun og hefur Óli Rúnar Ástþórsson sem verið hefur framkvæmdastjóri félagsins í rúmt ár það verk með höndum. Kaupfélag Árnesinga ákvað á fyrri hluta síðasta árs að stofna Kaupás hf. með Nóatúni og var all- ur verslunarrekstur félagsins, það er að segja verslanir KA og 11-11, lagðar inn í nýja félagið ásamt verslunum Nóatúns. Jafnframt lýstu aðilar yfir vilja til að opna fé- lagið og fara með það á almennan hlutabréfamarkað. Þorsteinn Páls- son lét af störfum sem fram- kvæmdastjóri KA og tók við stjóni- un hins nýja verslunarhrings en Óli Rúnar Ástþórsson sem verið hafði framkvæmdastjóri Atvinnuþróunar- sjóðs Suðurlands var ráðinn í hans stað. Losa varð um eiguir Þegar hann tók við framkvæmda- stjþrn var búið að stofna Kaupás og KÁ því ekki lengur með verslunar- rekstur fyrir eigin reikning. Það hafði með höndum annan rekstur, nokkuð umfangsmikinn um allt Suðurland, og átti miklar eignir, ekki síst fasteignir, auk eignarhlut- arins í Kaupási og fleiri fyrirtækj- um. En það skuldaði líka mikið. „Til þess að gera félagið starfhæft á nýj- an leik var nauðsynlegt að losa um eignir og greiða niður skuldir," seg- ir Óli Rúnar. Hann segir að áhugi hafi verið á að selja hluta af hlutafé KÁ í Kaupási hf. Málin hafi síðan þróast þannig að Eignarhaldsfélag- ið Alþýðubankinn hf. hafi gert til- boð í allt hlutaféð. Því var tekið og skrifað undir sölusamning í júní síð- astliðnum. „Það er eflaust ein af stærri ákvörðunum í 70 ára sögu KÁ að selja allt hlutaféð í Kaupási og slíta þannig með formlegum hætti á allan smásölureksturinn," segir Óli Rúnar. Kaupfélag Árnesinga kemur fjár- hagslega öflugt út úr þessum breyt- ingum, að sögn Óla Rúnars, sterk- ara en það hefur verið til margra ára. Áætlað eigið fé, að aflokinni sölu hlutabréfa í Kaupási, er 1.200- 1.300 milljónir króna. Að undan- förnu hefur verið unnið að mörkun nýrrar stefnu og er það verk vel á veg komið. Segir Óli Rúnar að til viðbótar þeim tveimur greinum sem félagið hafi lagt áherslu á undan- farin ár, það er að segja ferðaþjón- ustu og þjónustu við búrekstur, muni eignaumsýsla verða þriðji meginþátturinn í starfseminni. Áður en út í það er farið er Óli Rúnar beðinn um að segja frá nú- verandi rekstri en félagið er nú með tæplega 100 manna starfslið allt ár- ið og fleira yfír sumarið. Velgengni í sölu áburðar og dráttarvéla Búrekstrarsvið er með starfs- stöðvar á helstu þéttbýlisstöðum Suðurlands og annast sölu á áburði, fóðri, búvélum og öðrum helstu rekstrarvörum til bænda. Óli Rúnar segir að unnið hafi verið að styrk- ingu þessa þáttar með því að bæta við dóttur- eða hlutdeildarfélögum. Nefnir hann kaupin á Áburðarsöl- unni ísafold og kaupin á meirihluta hlutafjár í Bújöfri, flutningi þess fyrirtækis til Selfoss og sameiningu við Búvélar hf. Segir Öli Rúnar að fleiri kostir af þessu tagi séu í skoð- un. Bæði þessi fyrirtæki hafa gengið þokkalega. ísafold flytur inn og sel- ur tilbúinn áburð og náði í vor um- talsverðri hlutdeild á áburðarmark- aðnum. Er félagið helsti keppinautur Áburðarverksmiðjunn- ar í Gufunesi. Miklar breytingar urðu á áburðarmarkaðnum í vor og samkeppnin var harðvítug. Áburð- arverksmiðjan breytti söluíyrir- komulagi sínu, lagði áherslu á sölu beint til bænda, framhjá kaupfélög- unum. ísafold nýtti sér tómarúmið og flest kaupfélögin höfðu áburð þaðan til sölu. Við það fjórfaldaðist áburðarsala fyrirtækisins. ísafold selur í ár um 15 þúsund tonn af áburði sem Óli Rúnar telur að sé um fjórðungur markaðarins. Fleiri juku innflutning sinn og áætlar Óli Rúnar að markaðshlutdeild Áburð- arverksmiðjunnar hafi minnkað úr rúmum 80% í um 60%. Óli Rúnar segir að ákveðin óvissa sé um framtíðina í áburðarviðskipt- um vegna nýrra krafna um innihald kadmíums í áburði sem seldur er hér á landi. Vegna þessarra nýju reglna mun innflutti áburðurinn hækka eitthvað í verði. Telur Óli þó að samkeppnisstaða Isafoldar verði áfram sterk. Hið nýja hlutdeildarfélag KÁ, s Bújöfur-Búvélar hf., hefur einnig náð góðum árangri á sínu sviði. Það selur dráttarvélar, auk annarra tækja, og er einn af stærstu drátt- arvélasölum landsins. Kaupfélag Árnesinga hefur áhuga á að styrkja sig enn frekar á búrekstrarsviðinu. Segir Óli Rúnar að áhugi sé á að vinna að nýjum verkefnum í félagi við aðra, til þess að dreifa áhættunni. Segir hann að ýmis áhugaverð mál séu til skoðun- ar. Meðal annars hafi félagið verið að athuga möguleika á að styrkja sig í framleiðslu og dreifingu fóð- urs. Búrekstrarsviðið er nú dreif- ingaraðili fyrir Fóðurblönduna og MR. Bændum fækkar stöðugt og erf- iðleikar eru í sumum greinum land- búnaðar. „Við teljum að mikil fram- tíð sé í landbúnaði hér á Suðurlandi. Þótt búum fækki þá stækka önnur á sama tíma. Og við höfum verið að . stækka okkar hlut af kökunni. Það er ánægjulegt og jafnframt áhuga- vert að eiga viðskipti við bændur. . Við teljum okkur hafa þekkingu og reynslu til að sinna þeim og viljum nýta hana,“ segir Óli Rúnar. Uppbygging íjögurra stjörnu hótels Á móti minnkandi markaði bú- rekstrarsviðsins kemur rekstur ferðaþjónustu sem er á vaxandi markaði. Nýlega voru gerðar breyt- ingar á skipulagi ferðaþjónustu- | rekstrarins og honum skipt upp í tvö svið. Veitingaskálar og bensín- stöðvar eru rekin sem sér svið í samvinnu við Olíufélagið hf. - Esso - á flestum þéttbýlisstöðum við þjóð- veginn, allt frá Hveragerði og aust- ur á Kirkjubæjarklaustur. Hótelin eru sér rekstrarsvið. KA rekur Hótel Selfoss og Hótel Vík, auk Gesthúsa sem eiga sumarhúsahverfi á Selfossi og Hótels Þóristúns sem ! er lítið sumarhótel þar líka. Kaupfélagið hefur verið með Hót- j el Selfoss á leigu undanfarin ár og rekstur þess gengið þokkalega, að sögn Óla Rúnars. Fyrr á árinu keypti það hótelið af sveitarfélaginu Árborg og stofnaði um það eignar- haldsfélagið Brú hf. sem ætlað er að annast stækkun hótelsins. Óli Rúnar segir að stefnt sé að því að stækka hótelið úr 21 herbergi í 100 herbergja hótel með viðbyggingu sem taka á í notkun vorið 2002. jg Áætlanir gera ráð fyrii- að byrjað verði á því að innrétta og taka í notkun kvikmynda- og ráðstefnusal fyrir allt að 400 manns sem ólokið er í eldri hluta hússins. Jafnframt verða gerðar breytingar á neðstu hæð núverandi húsnæðis hótelsins. Þar verður væntanlega lítill versl- unar- og þjónustukjarni sem ætlað er að þróast í tengslum við kvik- myndahúsið og hótelið. Þessum framkvæmdum við eldra húsið á að H ljúka á næsta ári og er unnið að undirbúningi framkvæmda. „Þetta er mjög metnaðarfull framkvæmd. Vegna tengsla við menningarhúsið sem stóri ráð- stefnu- og kvikmyndasalurinn er, verður hótelið hið eina sinnar teg- undar í landinu,“ segir Óli. Áætlað er að framkvæmdirnar í heild kosti 500-600 milljónir kr. KÁ hefur fengið fjárfesta til liðs við sig, meðal annars ísóport hf. sem unnið hefur með KÁ að nokkrum öðrum verkefnum, og stefnt er að þátttöku P fleiri fjárfesta þegar undirbúningur verður lengra kominn. KA á meiri- hluta hlutafjár í Brú hf. en Óli Rún- ar segir að vilji sé til að takmarka eignarhlutinn við 30-40%. Forráðamenn KA meta stöðuna svo að þeir geti rekið Hótel Selfoss með hagnaði, þrátt fyrir þessa miklu fjárfestingu. Segir Óli Rúnar ; að með því að bæta við þjónustu, gera það að fjögurra stjörnu hóteli, með fullkominni ráðstefnuaðstöðu f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.