Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 48
SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Hundalíf
HVAt) EIGUM VTÍ) Afi FA OKKUR ?
SKONSUR, FRANSKBRAUt),
RÚNSTYKKI?
Ljóska
ER™ BUIN AÐ AKVffiA HVA6 PU ÆTLAR
*E>£EFA DESI
IJ0LA6JÖF ?
Ferdinand
Smáfólk
“Verður frumsýnd Ekki of nærri,
í nágrenninu fljótlega.” vona ég.
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Htis héraðsskólans
á Laugarvatni.
Bakhlið íþróttahúss
héraðsskólans.
Hvað á að gera við
gamla skólahúsið á
Laugarvatni?
Frá Sigtryggi Porlákssyni:
FYRIR RÚMU ári kom ég að
Laugarvatni. Eg varð bæði hrygg-
ur og reiður þegar ég leit niður-
níðslu - niðurlægingu gamla, fal-
lega skólahússins. Það var eins og
að koma að býli sem staðið hefði í
eyði í áratug. Þetta stóra myndar-
lega hús hýsti á sínum tíma héraðs-
skólann þar sem hátt á annað
hundrað manns stundaði nám sam-
tímis. Húsið er sérstætt, teiknað af
Guðjóni Samúelssyni, húsameist-
ara ríkisins, og hefur mikið sögu-
legt gildi.
Ég gerði mér ferð að Laugar-
vatni nú í sumar. Þar hafði ekkert
breyst. Gluggar hafa ekki verið
málaðir lengi og margir orðnir fún-
ir. Veggir íþróttahússins mikið
sprungnir og múrhúðin farin af
stórum flekkjum. íþróttamann-
virkin mættu að vísu hverfa, enda
byggð við skólahúsið í allt öðrum
stíl.
Hverjir eiga þessar byggingar?
Er það ríkið eða sveitarfélögin?
Sama er, enginn virðist hafa hug á
að halda þessum húsum við.
Laugarvatn er mikið menntaset-
ur, eitt af höfuðbólum Suðurlands.
En hvað væri Laugarvatn án gamla
skólahússins? Það er tákn staðar-
ins. Hvað hugsa Sunnlendingar -
hvað hugsa Arnesingar? Ætla þeir
að láta eyðilegginguna viðgangast?
Auðvitað kostar það töluvert að
halda húsinu við. En það hlýtur að
vera hægt að finna því hlutverk.
Ég sendi alþingismönnum Suð-
urlandskjördæmis erindi í fyrra
varðandi þetta áhugamál mitt.
Enginn þeirra hefir látið svo lítið
að ansa mér hvað þá að aðhafast
eitthvað í málinu.
Hvað segja Laugvetningar? Á ég
þá við alla þá sem stunduðu nám í
héraðsskólanum. Hvað getum við
gert? Ég heiti á ykkur, ekki aðeins
á skólasystkini mín heldur alla vel-
unnara skólans að stuðla að því
með mér að þessu merkilega húsi
verði haldið við, þannig að það geti
verið prýði Laugarvatns um langa
framtíð.
SIGTRYGGUR ÞORLÁKSSON,
gamall Laugvetningur,
Svalbarði, Þistilfirði.
Tillitssamir fjölmiðlar
Frá Þór Jónssyni:
UMFERÐARRÁÐ hefur í forvama-
skyni til sýnis bílflök við helstu þjóð-
vegi landsins. Af sömu ástæðu birta
fjölmiðlar myndir með fréttum sín-
um af slysum. Almenningur á ský-
lausan rétt á að fá eins nákvæmar
upplýsingar og kostur er um málefni
sem varðar hann jafnmiklu og um-
ferðin á vegum úti. Venjan á íslensk-
um fjölmiðlum hefur á hinn bóginn
verið sú að ganga fremur skemmra
en lengra í myndbirtingum af tillits-
semi við aðstandendur hinna slösuðu
eðalátnu.
Birnu Ósk Björnsdóttur, sem
misst hefur bróður sinn í bílslysi,
virðist hins vegar sem fréttafólk sé
tilfinningalaust, tillitslaust og
ómennskt! Hún telur nóg að sagt sé
frá slysunum, en fréttaflutningurinn
snúist um að sýna sem mest. (Mbl.
19/9).
Ég hef fulla samúð með Birnu Ósk
vegna fráfalls bróður hennar, en
ekki með málflutningnum, enda
byggist hann í hennar tilviki á ósönn-
um og ósanngjörnum ásökunum í
garð blaðamannastéttarinnar, sem
ég leyfi mér að mótmæla mjög
ákveðið.
Birna Ósk segist hafa séð í frétt-
um „þegar verið var að draga hálf-
látnar ef ekki látnar manneskjur úr
flugvélarflakinu" í Skerjafirði mánu-
daginn 7. ágúst. Slíkar myndir eru
vissulega til, en þær voru ekki sýnd-
ar í fréttum. Hinar marglofuðu
fréttastofur Sky og CNN hefðu hins
vegar ekki hikað við að birta slíkar
myndir. Sömuleiðis fóru fjölmiðlar
varlega í myndbirtingar af skelfilegu
banaslysi við Hellu fáum dögum eftir
flugslysið - hitt dæmið sem Bima
Ósk nefnir um ómannúðlegan frétta-
flutning - þó án þess að bregðast
skyldum sínum við almenning.
Dæmin eru miklu fleiri um tillits-
saman fréttaflutning hér á landi. T.d.
þögðu íslenskir fjölmiðlar klukku-
tímum saman um mikla leit að báti,
sem sökk út af Akranesi, af tillits-
semi við aðstandendur trillusjó-
manna, þótt færi ekki fram hjá
hundruð sjónarvotta að eitthvað
mikið væri um að vera. Spyija má
heldur hvort íslenskir fjölmiðlar hafi
þá staðið vörð um rétt fjöldans.
í vanmætti sínum beina aðstand-
endur fórnarlamba slysa oft reiði
sinni að fjölmiðlunum. Mikið skortir
á að lögreglumenn og eftir atvikum
prestar búi þá nægjanlega undir að
um slysin verði fjallað. Mín reynsla
er að aðstandendum þyki sárast að
heyra ónákvæmar eða rangar frétt-
ir. Skiptir þess vegna miklu að fjöl-
miðlar eigi greiðan aðgang að upp-
lýsingum um slys og óhöpp og að
allir viðkomandi geri sér grein fyrir
að starfsemi þeirra, á þessum vett-
vangi sem öðrum, sé bæði eðlileg og
nauðsynleg.
ÞÓRJÓNSSON,
varaformaður Blaðamanna-
félags íslands.