Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ + STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FRAMTÍÐ RÚV FORRÁÐAMENN Ríkisút- varpsins hafa sjálfir orðið þess valdandi með ákvörðun- um sínum, að umræður eru að hefjast um framtíð stofnunarinnar. Ástæðan er sú, að þeir hafa leitað á ný mið í tekjuöflun og aukið samkeppni við einkafyrirtæki á ljósvakamarkaðin- um með því. Eins og vakin var at- hygli á í forystugrein Morgunblaðs- ins fyrir skömmu var talið eðlilegt og sjálfsagt, að ríkissjónvarpið aflaði sér tekna með auglýsingum, þegar það hóf starfsemi sína, enda var þá engin einkarekin sjónvarpsstöð fyrir hendi. Öðru máli gegnir, þegar tvær einkareknar sjónvarpsstöðvar eru starfræktar hér en Ríkisútvarpið efnir til nýrrar samkeppni við þær stöðvar með því að sækjast í auknum mæli eftir svokallaðri kostun. Þá er tímabært að staldra við og spyrja á hvaða leið við erum. Það er ekki lengur ágreiningsefni stjórnmálaflokkanna, hvort ríkið eigi að stunda atvinnurekstur þótt hugs- anlegt sé að vinstri grænir hafi þar enn einhverja sérstöðu. Fjölmiðlastarfsemi er ekkert ann- að en einn þáttur atvinnurekstrar. Það geta verið ákveðin rök fyrir því, að ríkið reki einhverja fjöl- miðlastarfsemi en þau þurfa að vera sterk, þegar fjölmargar útvarps- stöðvar eru reknar í landinu af einka- aðilum og tvær sjónvarpsstöðvar, sem samtals halda úti mörgum rás- um. Að mati Morgunblaðsins hafa allt- af verið ákveðin söguleg og menning- arleg rök fyrir því að halda áfram rekstri hins upphaflega útvarps, sem stendur djúpum rótum í íslenzku samfélagi og hefur staðið fyrir merkri menningarstarfsemi frá því að starfræksla þess hófst. Hið sama á ekki við um Rás 2, sem er afþreyingarútvarp og sannast sagna fáránlegt, miðað við breyttar aðstæður, að ríkið reki slíka útvarps- stöð í samkeppni við einkareknar stöðvar af því tagi. Raunar var ákvörðun Ríkisútvarpsins á sínum tíma að hefja starfrækslu Rásar 2 röng og augljóslega til þess ætluð að bregða fæti fyrir einkarekna út- varpsstarfsemi og átti áreiðanlega þátt í því, að henni hefur gengið erf- iðlega að festa sig í sessi. Sjónvarpsrekstur ríkisins er meira álitamál. Ef sá sjónvarpsrekstur hef- ur ekki skapað sér sérstöðu á borð við þá sérstöðu, sem Útvarp Reykja- vík hefur, er erfitt að sjá rökin fyrir því að ríkið haldi þeim rekstri áfram í samkeppni við einkareknar stöðvar. Þessi starfsemi er rekin með tapi og hún er að keppa um útsendingar á af- þreyingarefni en hefur ekki skapað sér sérstöðu með því að byggjast fyrst og fremst á úrvalsefni. í þessu ljósi hlýtur það að vera orðin áleitin spurning hvort tíma- bært sé að marka ákveðna stefnu með sölu á Rás 2 og einkavæðingu ríkissjónvarpsins. í því eru að sjálf- sögðu mikil verðmæti fólgin, sem ríkið og þar með skattgreiðendur geta hagnast á að selja. Það getur hins vegar ekki verið hlutverk íslenzka ríkisins að reka af- þreyingarsjónvarp í samkeppni við tvær einkareknar stöðvar. Að því leyti til hefur Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri rangt fyrir sér í grein hér í Morgunblaðinu í gær, þegar hann segir: „Ríkisrekin afþreying í sjónvarpi allra landsmanna stendur fyrir sínu.“ Það getur ekki verið að útvarpsstjóra, með þann pólitíska feril að baki, sem hann á, sé alvara með þessum orðum. Ritstjórnargreinar Morgunblaðsins 24. sept. 1960: „Sl. fímmtu- dag flutti Eisenhower Banda- ríkjaforseti merka ræðu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Lagði hann þar fram tillögur um áðstoð við Afríkuríkin, sem miðar að því hvorttveggja í senn að hjálpa hinum vanþróuðu ríkjum til að öðlast og varðveita sjálf- stæði og styrkja Sameinuðu þjóðimar. Þó að Bandaríkin leggi allra þjóða mest af mörkum fjárhagslega til aðstoðar van- þróuðum þjóðum, vill Eisen- hower, að fjármunimir fari um hendur Sameinuðu þjóð- anna, svo að þær verði öfl- ugri, og skýtur þar skökku við stefnu Rússa, sem yfirleitt haga aðstoð sinni þannig, að fé sé veitt til ákveðinna mann- virkja, sem síðan sé hægt að benda á að segja að byggð séu fyrir rússneskt fé. Þá flutti forsetinn einnig tillögur um friðun himin- geimsins og afvopnunarmál- in. Var ræða forsetans öll hóf- samleg og skynsamleg. Enginn efi er á því, að Eis- enhower hefur nú styrkt að- stöðu Bandaríkjanna gagn- vart Rússum, enda hefur nú farið, eins og fyrri daginn, að „upp komast svik um síðir“ og Krúsjeff er nú á hreinu und- anhaldi eftir Parísarhneykslið og ofbeldishótanir, sem áttu að styrkja aðstöðu Rússa.“ 24. sept. 1970: „Ljóst er nú, að töluverð sundurþykkja rík- ir innan Framsóknarílokks- ins um þessar mundir og átök eiga sér stað milli yngri og eldri flokksmanna. Það vekur hins vegar verulega athygli, að í þessum átökum er í raun ekki deilt um stefnu Fram- sóknarflokksins, heldur hafa þessar væringar orðið vegna þess eins, að nokkrir ungir framgjamir framsóknarmenn hafa orðið undir í átökum um vegtyllur innan flokksins. Fylgi Framsóknarflokksins hefur haldizt svo til óbreytt í heilan áratug; hentistefna sú, er Framsóknarflokkurinn hefur rekið, hefur komið í veg íyrir að honum yxi fiskur um hrygg. Enda dylst fæstum, að Framsóknarflokkurinn er nú fulltrúi afturhalds á vettvangi íslenzkra stjómmála. Á liðnu sumri hefur málgagn Fram- sóknarflokksins, Tíminn, hlaðið flokksforystunni mikið lof, þar sem lögð hefur verið áherzla á mannkosti, rögg- sama og viturlega stjórn og skynsamlega stefnu í þjóð- málunum. En í þann mund, er þessum lofgerðarlestri lýkur, koma ungir framsóknarmenn fram með þungar og hat- rammar árásir á forystu Framsóknarflokksins og virð- ast finna forystumönnunum og raunar flokknum sjálfum flest til foráttu. En fátt lýsir betur stjórn- málalegri stöðnun Framsókn- arflokksins, að þessi átök virðast einungis eiga sér stað vegna innbyrðis togstreitu um áhrifastöður í flokknum og sæti á framboðslistum vegna alþingiskosninga næsta sumar. Þannig má enn um sinn gera ráð fyrir því, að Framsóknarflokkurinn verði sami hentistefnuflokkurinn og hann hefur verið til þessa. Enn um sinn verði Fram- sóknarflokkurinn fulltrúi staðnaðra afturhaldsafla á vettvangi íslenskra stjóm- mála.“ 1 SVANFRÍÐUR Jónasdóttir al- þingismaður skrifaði grein um áhugavert málefni hér í Morgunblaðið í gær, föstu- dag, þar sem hún varpar fram þessari spurningu: Hvar er nýja hagkerfið? Og bætir síð- an við: „Þegar horft er til þessara staðreynda er það grafalvarlegt mál, ef hagvöxtur okkar nú um stundir byggist ekki á nýrri tækni heldur einungis á því að fleiri hendur eru virkjaðar." í upphafi greinar sinnar segir þingmaðurinn: ,Á undanförnum árum hefur hagvöxtur verið mikill á íslandi. Á árunum 1995 til 1998 var hluti hans drifinn áfram af merkjanlegri fram- leiðniaukningu í atvinnulífinu. Á síðustu árum hefur sú aukning hins vegar stöðvast. Þrátt fyrir sameiningar og uppkaup á fjármála- og fjölmiðlamarkaðnum og þá tilfmningu, að þar hafi mikið verið að gerast og að nýju greinarn- ar; hugbúnaðar- og þjónustufyrirtæki, sem byggjast á nýrri tækni, hafi verið að eflast, gætir ekki áframhaldandi framleiðniaukningar. Það gerist ekki nóg og ekki nógu hratt. Þann mikla hagvöxt, sem hefur orðið víða á Vestur- löndum á undanförnum árum, ekki sízt í Bandaríkjunum, hafa menn viljað skýra með því, sem kallað er nýja hagkerfið. Það sýnir sig í aukinni framleiðni fyrirtækja vegna nýtingar nýrrar tækni, sem býður uppá meiri hraða í samskiptum og viðskiptum. I Bandaríkjunum telja menn, að 1/3 af hagvexti síðustu fimm ár- in megi skýra með nýja hagkerfinu. Þar kemur aukin framleiðni einkum fram í þjónustugrein- um. Nokkur Evrópulönd skera sig úr, svo sem írland, Finnland og Holland. Sérstöðu þessara landa má e.t.v. rekja til þess, að þau hafa lagt áherzlu á þróun hátækni í sínu atvinnulífi og atvinnusköpun. Og þar virðist galdurinn liggja. Drifkraftar þeirra breytinga, sem kallaðar eru nýja hagkerfið eru aðallega tæknibreytingar auk alþjóðavæðingar. Tæknibreytingar tengjast fyrst og fremst nýt- ingu tölvutækni og fjarskipta. Mælikvarðar iðnaðarsamfélagsins eru úreltir í mörgum at- vinnugreinum. I stað framleiðslu er komin upplýsingatækni, í stað heimsmarkaðar al- þjóðavæðing. Fjármagnsmarkaðir eru opnari, áhættufjárfestar leita að frumkvöðlum og verið er að afnema eða samræma regluverk yfir landamæri svo öll framkvæmd verði skjótari. Hin nýja dreifileið vöru og þjónustu er Netið og samskiptin og þróunin verður sífellt örari.“ Svanfríður Jónasdóttir vekur hér máls á málefni, sem margir velta fyrir sér víða um lönd. Það er mikið talað um hið svokallaða nýja hagkerfi en hvar sjáum við áhrif þess í okkar næsta umhverfi og hver eru þau? Um þetta er m.a. fjallað í viðamikilli úttekt í nýjasta tölublaði hins merka brezka tímarits, The Eeonomist. Þar segir að upplýsingatæknin hafí valdið byltingu í samskiptaháttum okkar, vinnu, hvernig við högum innkaupum og hvern- ig við leikum okkur en síðan spyr blaðið: En er upplýsingatæknin í raun og veru að breyta hagkerfi okkar? Economist segir, að sköpum skipti, hvort hin nýja upplýsingatækni muni auka framleiðni í hagkerfinu öllu, annaðhvort með því að núver- andi framleiðsla verði hagkvæmari eða með því að skapa alveg nýjar afurðir. Aukin framleiðni er lykillinn að bættum lífskjörum, segir blaðið. í framhaldi af því segir hið brezka blað, að menn hafí árum saman furðað sig á því, að tölvutæknin hafi ekki leitt til framleiðniaukn- ingar, sem er út af fyrir sig sama spurningin og Svanfríður Jónasdóttir varpar fram í grein sinni. En jafnframt kemst Eeonomist að þeirri niðurstöðu, að nú sjáist þess loks merki, að framleiðni sé að byrja að aukast í Bandaríkjun- um. Spurningin sé hins vegar, hvort sú aukn- ing verði varanleg. Jafnframt bendir blaðið á, að blómlegt efna- hagslíf í Bandaríkjunum á þessum áratug eigi sér ekki bara rætur í upplýsingatækni heldur líka í skynsamlegri stefnu í efnahagsmálum, og auknu frjálsræði í viðskiptalífinu. Það er gagnlegt að Hið sösfulega setja umræður sem <5amhpmri þessar ’’ BÖ«ule«t sam- ðaumcug * hengi eins og Economist gerir í umræddri úttekt. Bent er á, að Netið sé alls ekki einstakt í veraldarsögunni. Á margan hátt megi líkja því og áhrifum þess við sím- skeytið, þegar það kom til sögunnar nokkuð snemma á 19. öldinni. Símskeytið leiddi til hruns í kostnaði við samskipti og upplýsinga- streymi jókst mjög með tilkomu þess. Bent er á, að í efnahagslegu samhengi sé Netið langt frá því að hafa sömu áhrif a.m.k. enn sem komið er og prentvélin hafði á sínum tíma, eða gufuvélin, rafmagnið og járnbraut- irnar. Blaðið segir, að það kunni að koma til þess, að efnahagsleg áhrif Netsins verði mikil, hugsanlega jafn mikil og rafmagnsins og bend- ir í því sambandi á, að gufuvélin hafi flutt fram- leiðsluna úr heimahúsum í verksmiðjur, járn- brautirnar hafi stuðlað að tilkomu hins fjölmenna markaðar og rafmagnið hafi gert fjöldaframleiðslu mögulega. Hins vegar er eftirtektarvert, að rannsóknir sýna, að það líður oft langur tími frá því að byltingar af þessu tagi verða og þangað til þeirra sér stað í aukningu framleiðni og er þar aftur komið að þeirri spurningu, sem Svanfríð- ur Jónasdóttir varpar fram í umræddri grein sinni. Sagan sýnir, að langur tími leið þangað til gufuvélin og rafmagnið leiddu til framleiðni- aukningar. Rannsóknir hagfræðings við Oxford-háskóla sýna, að fjórir áratugir hafi lið- ið frá því að rafmagnið kom til sögunnar og þar til framleiðni fór að aukast að ráði. Það var ekki fyrr en um 1920, sem Bandaríkjamenn höfðu náð því marki, að helmingur iðnaðar- framleiðslu þeirra var knúinn með rafmagni. Sami hagfræðingur heldur þvi fram, að ný tækni byrji þá fyrst að hafa áhrif á aukningu framleiðni þegar hún hafi náð 50% útbreiðslu í atvinnulífinu. I því sambandi er bent á, að það sé aðeins nýverið, að tölvur hafi náð því marki í Bandaríkjunum. Mestan hluta sögu mannkynsins er talið, að heimsframleiðsla á mann hafí aukizt um 0,1% á ári. Það er fyrst seint á átjándu öld, sem fram- leiðslan fer að aukast meir. Á síðustu 200 árum hefur aukning þjóðarframleiðslu á mann verið að jafnaði 1,2% á ári. Meginskýringin er að sögn Economist fjórar tæknibyltingar. Hin fyrsta var iðnbyltingin í Bretlandi frá 1780 til 1840, sem var knúin áfram af gufuvélinni. Sú næsta frá 1840 til 1890 byggðist á útbreiðslu járnbrautanna. Hin þriðja frá 1890 til 1950 byggðist á rafvæðingunni og bílnum. Og sú fjórða er bylting upplýsingatækninnar, sem við upplifum nú. Á síðustu öld jókst þjóðarframleiðsla á mann í Bandaríkjunum að jafnaði um innan við 1,5% á ári. Á þessari öld hefur aukningin verið að jafnaði um 2% á ári. Eeonomist segir, að til þess, að spádómar um 3% aukningu að jafnaði í framtíðinni verði að veruleika verði áhrif tölvu og Nets að verða miklu meiri en gufuvélanna, járnbrautanna og rafmagnsins. Eitt af því, sem brezka tímaritið setur í sögulegt samhengi í umfjöllun sinni um hið nýja hagkerfi er þróun hlutabréfaverðs. Blaðið spyr hvort sá árangur, sem Bandaríkjamenn hafi verið að ná í krafti upplýsingatækninnar réttlæti hátt verð hlutabréfa á Wall Street og segir að því miður sé það ekki svo. Hver ein- asta tæknibylting, sem orðið hafi síðustu 120 árum hafi leitt til mikillar hækkunar á verði hlutabréfa en þau hafi síðan fallið í verði. Það sé áhyggjuefni, að verð hlutabréfa í hlutfalli við hagnað sé hærra nú en það hafi nokkru sinni verið. Economist bendir á, að uppfinningar síðari hluta 19. aldarinnar hafi leitt til þess að verð hlutabréfa hafi náð hámarki upp úr síðustu aldamótum. Tuttugu árum síðar hafði verðið fallið um 70% að raunvirði. Á þriðja áratugnum hafi hlutabréf stórhækkað í verði á nýjan leik. Þá hafi menn talað um „nýja tíma“. Verð hluta- bréfanna hafi hækkað í kjölfar rafvæðingar og stóraukinnar bílaeignar. Þessi þróun hafi náð hámarki 1929 en á næstu þremur árum hafi verð hlutabréfanna lækkað um 80% að raun- virði. Blaðið telur margt líkt með Netæðinu á hlutabréfamarkaðnum nú og járnbrautaræðinu í Bretlandi á fimmta áratug síðustu aldar. Þá hafi gífurlegra fjármuna verið aflað á hluta- bréfamarkaðnum til þess að byggja upp járn- brautir. Flest fyrirtækjanna hafi aldrei borgað eina krónu til hluthafa sinna og mörg hafi orðið gjaldþrota. Eitt stærsta járnbrautarfyrirtæki í Bretlandi á þessum tíma hafi ekki skilað meiri afgangi en svo, að þeir sem keyptu hlutabréf í því árið 1835 og áttu þau til 1913 hafi fengið að jafnaði um 5% vexti á ári af fjárfestingu sinni. Economist telur, að upplýsingatæknifyrir- tækin hafi orðið þess valdandi, að verðhækkan- ir á hlutabréfamörkuðum séu sápukúlur og að margir fjárfestar eigi eftir að tapa miklum fjármunum á þeim sápukúlum, þótt upplýs- ingatæknin sem slík skili þjóðfélaginu veruleg- um afrakstri. Blaðið bendir einnig á, að af- raksturinn komi ekki endilega fram, þar sem menn búizt við. Lítil fyrirtæki og bændur hafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.