Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 37^ + Bergur Tómas- son fæddist í Reykjavík 5. nóvem- ber 1923. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 12. septem- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 21. september. Það eru til ýmsar myndir af borgarend- urskoðandanum í hug- skotinu. Sú mynd sem mér er efst í huga af Bergi Tómassyni er glettni og manngæska. Það er ekki svo að skilja að sú alvara sem fylg- ir jafnábyrgðarmiklu starfi og borgarendurskoðanda hafi ekki verið til staðar. Fagið var ávallt í fyrirrúmi og mikill metnaður hjá Bergi til þess að betrumbæta það sem laut að endurskoðun og reikn- ingsskilum sveitarfélaga. Bergur átti alltaf auðvelt með að greina aðalatriði hvers máls og ýmis erfið mál fengu farsælan endi fyrir hans tilstuðlan. Löng reynsla hans af endurskoðunarstörfum og félags- málum þeim tengdum kom að góð- um notum í þessu ábyrgðarmiklu starfi. Ekki síður var hún verðmæt þeim sem hann starfaði fyrir og okkur sem unnum með honum. Samstarf okkar hófst árið 1985. Þá kom ég inn á skrifstofuna hans í Pósthússtræti 9 og hitti fyrir glað- beittan mann sem sat þar innan um skjalabunka með pípu í munni. Fijótlega hófum við samræðum um málefni sem tengdust endurskoðun þar sem Bergur kunni á ýmsum áhugaverðum málum skil og gat sett þau í skemmtilegan búning. Þar var bæði um að ræða mál sem hann hafði upplifað í starfi hér á landi og reynsla sem hann gat deilt af samskiptum sínum við kollega af hinum Norðurlöndunum. Það var greinilegt að hann mat mikils þau tengsl sem hann hafi byggt um í samtökum nor- rænna endurskoðenda sveitarfélaga. Ég kynntis því síðar, þegar við fórum ásamt mökum okkar saman á fundi í þessum samtökum, að það var ekki bara á vinnustaðnum og meðal endurskoðenda hér heima sem Bergur naut álits og vinsælda. Hann hafði mikið traust meðal þessara norrænu félaga og var jafnan beðinn um að sinna ábyrgð- arstörfum á fundum þeirra. Ekki síður kom þar vel fram hæfileiki hans til að koma samferðamönnum sínum í gott skap. Ávallt átti hann hnittin inniegg hvort sem var á fundum, í skoðunarferðum eða kvöldverðarboðum. Mér er það minnisstætt þegar einn sænskur maki, enn með brosglampann í augunum eftir skemmtisögu frá Bergi, sagðist einna best skilja þennan Dana af þeim sem talað hefðu fram að þessu. Árin líða, tæknin breytist og vinnubrögðin verða önnur. Tölv- urnar taka við og ballansbiaðið heyrir sögunni til. Það er oft sagt að þegar menn komast á eíri ár sé erfitt að aðlagast nýrri tækni sem skellur snöggt yfir. Við Bergur fór- um saman í gegnum þá breytingu hjá Reykjavíkurborg sem varð með tilkomu einmenningstölvunnar. Vissulega fylgdi breytingunni nokkur kvíði, en Bergur var fljótur að breyta þeirri tilfinningu í ánægju og sjá út möguleika til vinnusparnaðar. Myndin af borgar- endurskoðandanum tekur á sama tíma nokkrum breytingum. Skjala- bunkarnir eru enn til staðar en tölvan er meira áberandi í heildar- myndinni og skrifstofan er flutt í Ráðhúsið. Einstaka sinnum er stol- ist til að totta pípuna en oftar en ekki er dautt í henni. Það sem skiptir meginmáli, mannkostirnir og glettnin, er ávallt á sínum stað. Eftir því sem árin færast yfir fara eftirlaun og starfslok að koma inn í umræðuefnið. Ég veit að Bergur hefði getað hugsað sér að vera nokkur ár til viðbótar að störfum en viðmiðanir og reglur ná líka til borgarendurskoðandans. Bergur talaði stundum um hvað það yrði skrítið að komast á eftirlaun því þá yrði hver dagur vikunnar orðinn eins og sunnudagur. Aðalskyldan sem maður hafi þá verði að vakna að morgni og leyfa deginum að taka sína stefnu. Það kom að því hjá okkur báðum á svipuðum tíma, að kveðja Reykjavíkurborg sem vinnustað, þó með ólíkum hætti væri. Bergur hvarf út í sunnudag- inn en ég til hefðbundinna endur- skoðunarstarfa. Nú eru skilin á milli okkar öllu lengri. Ég er þakklátur fyrir þann tíma sem við Bergur áttum saman í starfi og kveð þennan samstarfs- mann minn og vin með söknuði. Við hjónin vottum Margréti, vandamönnum og ástvinum Bergs innilega samúð. Guð blessi Berg Tómasson. Birgir Finnbogason. BERGUR TÓMASSON GUÐRUN JONSDOTTIR + Guðrún Jóns- dóttir fæddist 1. maí 1905. Hún lést á heimili sínu 13. sept- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hvíta- sunnukirkjunni 21. september. Amma mín var bor- in til grafar í Vest- mannaeyjum 22. sept- ember. Þar sem hún var mér stoð og stytta í lífinu langar mig að minnast hennar £ fá- einum orðum. Amma fæddist á Haga í Gnúp- verjahreppi en ólst upp hjá föður- foreldrum sínum Böðvari og Bóel á Þorleifsstöðum á Rangárvöllum. Eftir lát Böðvars 1917 keypti Bóel jörðina Butru í Fljótshlíð og þang- að flutti amma ásamt skyldfólki sínu. Snemma komu í ljós þeir list- rænu hæfileikar sem amma hafði að bera hvort sem var að teikna á vandfengin, sjaldgæf og vel nýtt blöð eða að sauma út, og þær voru víst ófáar dúkkurnar sem hún saumaði og dreifðust um Fljóts- hlíðina á þeim árum, dreymdi hana þá um að komast á sauma- námskeið sem stóð henni þá til boða, en vegna vanefna og þeirra tíma skoðana að sveitastörfin væru jafngöfug og mikilvæg komu í veg fyrir það, en staðráðin var hún í því að læra að sauma þótt síðar yrði. Eftir að hún fluttist til Vest- mannaeyja rættist svo draumurinn en þá komst hún í læri hjá Guð- laugi í Taui og tölum, sem þá var til húsa við Lækjargötu í Reykja- vik. Nú gat hún loksins snúið sér að þeirri vinnu sem hæfileikar hennar gáfu tilefni til, og þótt lffs- baráttan væri hörð var það að baki að ganga langar vegalengdir með barn á bakinu til þess að vinna á stakkstæði upp við Brimhól. Amma giftist Ara afa árið 1924 en hann lést í Vestmannaeyjum 18. mars 1972. Ég man þó ungur væri þegar við fluttum úr Akurey upp á Hólagötu 21, eftir- væntingin eftir að flytja í nýtt hús var svo mikil, enda líktist þetta meira stórri höll í samanburði við þrengslin í Akurey. Á Hólagötunni var oft glatt á hjalla við stóra eldhúsborðið og þröng á þingi því gestkvæmt var þar, bæði af ættingjum, vinum og því vertíðarfólki sem amma hafði leigt og hélt alltaf tryggð við hana. Og þrátt fyrir lítil efni og stórt heimili og langar vökunætur við saumaskap, var alltaf stutt í glens og gleði hjá ömmu og guðsþakk- læti með það sem við áttum og höfðum. Þær voru líka ófáar ferðirnar sem ég fór með ömmu og Betu inn í Botn þar sem þær óðu í ísköldum sjónum og söfnuðu þangi og öðr- um sjávargróðri til skreytinga og í væntanleg listaverk og svo á eftir hjálpuðu þær mér við að safna síl- um í krukku, úr þessum ferðum var oft komið heim með söl til þurrkunar og var þá oft læðst í breiðuna og hnuplað því sem þurrt var orðið. Þegar ég var 15 ára lenti ég í mótorhjólaslysi og þótti þá eitthvað tvísýnt með stráksa en með óbil- andi trú og fyrirbænum var það sigur fyrir hana og söfnuð hennar í Eyjum hve snögglega ég komst til meðvitundar og stóð upp algróinn sára minna, þrátt fyrir úrskurð lækna um eitthvað annað. Þá stóð amma við hlið mér sem kletturinn og lífsneistinn sem ég hafði þá svo mikla þörf fyrir og þessi neisti hennar hefur fylgt mér síðan. Þegar amma flutti frá Eyjum eftir gosið 1973 urðu Eyjarnar í mínum huga tómlegri, svo samofin var hún mér og mínum fæðingarstað. Ég á margra geðistunda að minnast frá þeim tíma sem ég hef mátt njóta með þér, amma mín, gegnum þetta lífshlaup, og allra þein-a heilræða sem ég fékk í vega- nesti þegar manns eigin lífsbarátta hófst, þó svo að maður hefði haldið sig mann að meiri og þóst vita allt best sjálfur þá kom sú hugsun oft seinna meir um að maður hefði nú betur hlustað á þig, amma. Aldrei gleymi ég þeim gleðisvip og stolti sem sást hjá þér þegar þú leist yfir þennan tæplega 80 afkom- enda hóp þinn þegar við héldum ættai-mótið í Fljótshlíðinni hérna um árið. Elsku amma mín,ég veit að þú ert komin í ríki og dýrðarljóma þess sem þú elskaðir og trúðir mest á og hann hefur tekið þig í faðm sinn og umvafið þig þeirri ást sem þú ein átt skilið. Megi Guð gefa að við afkomend- ur þínir höldum á lofti minningunni um góða, göfuga og stolta konu. Guð varðveiti þig, amma mín. Ari Jónsson. ,<\ ■ ,vs ^4 o v\ OSWALDS sími 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AÐALSTR/I I I 4Ii • 101 RLYKJAVÍK 0 mM" J David higcv óltifuv l 'tj'llVilVftj. ( 'tfttVílVStj. ( tfdVtlVStj. LÍKKISTUVINNUSTOI A EYVINDAR ARNASONAR v ;; v -; 1899 HÁLFDÁN INGASON + Hálfdán Ingason fæddist í Reykja- vík 26. desember 1965. Hann lést á heimili sínu 4. sept- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fella- og Hólakirkju 11. sept- ember. Jarðsett var í Gufuneskirkjugarði. Það var mikið áfall þegar sú harmafrétt barst að Hálfdán eða Dáni, eins og hann var oftast kailaður af okkur, vistmönn- um á Gunnarsholti, væri allur. Dáni var yndislegur piltur og hvers manns hugljúfi. En það fylgdi hon- um ákveðinn veikleiki, sem var alkóhólisminn, sá skæði sjúkdómur. Allir sem þekktu Hálfdán Ingason tóku eftir forkunnarfógru húðflúri, sem sagt fag- ur kross á handlegg. Það er von okkar vina hans að sá frelsari og vinur hafi nú tekið við sál hans og anda, nú þegar líkaminn er allur. Við óskum þér, Hálfdán Ingason, velfarnaðar á hinum himnesku lendum Drottins Jesú. Hafðu þökk fyrir vin- áttuna og elskuna í okkar garð. Vinir á vistheimilinu Gunnarsholti. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins íbréfsíma569 1115, eðaánetfang þess (minning@mbUs). Nauðsynlegter, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Hafnarfirði, sóknarnefndar Bessastaðasóknar og Álftaneskórsins Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS STEFÁNSSONAR bónda, Norður-Eyvindarstöðum, Álftanesi. Magnea G. Sigurjónsdóttir, Erla K. Gunnarsdóttir, Örvar Sigurðsson, Svavar Gunnarsson, Stelia S. Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Bróðir okkar, GUNNAR SVEINSSON mag. art, Bogahlíð 22, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 26. september kl. 15.00. Kristjana Ó. Sveinsdóttir, Grímur Sveinsson, Kristveig Sveinsdóttir. t Innilegustu þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við fráfall og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, KONRÁÐS GUNNARSSONAR, Ólafsbraut 50, Ólafsvík. Sérstakar þakkir til Lionsklúbbs Ólafsvíkur og eiginkvenna þeirra fyrir alla aðstoð. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Tryggvadóttir. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útf ararþj ónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is /t J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.