Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913
219. TBL. 88. ARG.
SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Bandaríski sendi-
herrann í fsrael
Sviptur
heimild til
að nota
leyniskjöl
Washington. AP.
UTANRÍKISRÁÐUNEYTI Banda-
rílqanna hefur svipt sendiherra
landsins í Israel, Martin S. Indyk,
heimild til að nota leynilegar upplýs-
ingar meðan meint brot hans á örygg-
isreglum verða rannsökuð, að sögn
embættismanns í ráðuneytinu í gær.
Heimildarmaðurinn sagði að ekki
hefðu komið fram „neinar vísbending-
ar um njósnir í þessu máli“ og Indyk
hefði verið fús til að veita allar þær
upplýsingar sem óskað hefði verið
eftir við rannsókn utanríkisráðuneyt-
isins og alríkislögreglunnar, FBI.
Indyk var meinaður aðgangur að
leynilegum upplýsingum og hann má
ekki fara inn í byggingu utanríkis-
ráðuneytisins í Washington nema í
fylgd embættismanna.
„Að svo stöddu bendh- ekkert til
þess að leynilegar upplýsingar hafi
komist í rangar hendur,“ sagði
embættismaðurinn.
The Washington Post sagði að
rannsóknin beindist að „hroðvirkn-
islegri meðferð upplýsinga á löngum
tíma“ áður en Indyk varð sendiherra í
annað sinn. Hann var sendiherra í
ísrael írá apríl 1995 til október 1997
og tók aftur við stöðunni í fyrra.
Blaðið sagði að málið snerist um
notkun Indyks á fartölvu í eigu ríkis-
ins þegar hann skrifaði athugasemdir
um viðræður við erlenda leiðtoga. Ut-
anríkisráðuneytið hefur lagt fast að
bandarískum stjórnarerindrekum að
fara eftir öryggisreglum frá því í apríl
þegar í Ijós kom að fartölva sem
geymdi leynilegar upplýsingar um út-
breiðslu gereyðingarvopna hafði horf-
ið.
Ákvörðun ráðuneytisins gerir Ind-
yk nær ókleift að gegna starfi sínu á
mjög mikilvægum tíma í friðarumleit-
unum ísraela og Palestinumanna.
-----------------
Sprenging
í Arósum
DANSKUR maður særðist alvar-
lega þegar mikil sprenging varð
undir bíl hans við hótel í Árósum í
gær. Talið var að um sprengjutilræði
hefði verið að ræða en ekki var vitað
hverjir kynnu að hafa verið að verki.
Sprengingin varð þegar maðurinn
ræsti bifreiðina á bílastæði við hótel-
ið. Hún var mjög öflug og öllum gest-
um hótelsins var sagt að fara út úr
byggingunni.
' - ' 1 ®
_
1 % m
AP
Besti spretthlaupari allra tíma
MAURICE Greene frá Banda-
ríkjunum varð í gær ólympíumeist-
ari í 100 metra hlaupi karla. Þar
með hefur hann náð betri árangri
en nokkur annar spretthlaupari, að
Carl Lewis meðt öldum, því auk ól-
ympíutitilsins er Greene handhafi
fjögurra heimsmeistaratitla og
þriggja heimsmeta. Marion Jones
frá Bandaríkjunum vann yfir-
burðasigur í 100 metra hlaupi
kvenna.
Maurice Greene fagnar hér sigri
sínum í 100 metra hlaupinu. Til
vinstri er Jonathan Drummond frá
Bandaríkjunum sem varð fimmti en
til hægri er Obadele Thompson frá
Barbados sem hreppti bronsverð-
launin.
■ Greene búinn/18
Blaða-
mönnum
vísað frá
Júgóslavíu
Belgrad. Reuters.
EVRÓPUSAMBANDIÐ (ESB)
krafði í gær stjórnvöld í Belgrad
skýringa á fréttum um að 20 erlend-
um blaðamönnum hefði verið vísað
frá Júgóslavíu fyrir kosningamar í
dag, sunnudag.
Fulltrúi Evrópusambandsins í
Belgrad, sænskur stjórnarerindreki,
lagði kröfuna fram á fundi erlendra
stjórnarerindreka með hátt settum
embættismanni í júgóslavneska ut-
anríkisráðuneytinu í gær. Embætt-
ismaðurinn lofaði að svara kröfunni
á morgun, daginn eftir kosningarn-
ar.
Beta, óháð fréttastofa í Júgóslav-
íu, skýrði frá því að 20 erlendir
blaðamenn hefðu fengið fyrirmæli á
föstudag um að fara úr landi innan
sólarhrings. Þeir hefðu ekki fengið
neinar skýringar á fyrirmælunum.
Sænski stjórnarerindrekinn sagði
að staðfest hefði verið að a.m.k.
tveimur blaðamönnum, Finna og
Portúgala, hefði verið vísað úr landi.
Júgóslavnesk yfirvöld hafa neitað
að veita mörgum erlendum frétta-
mönnum vegabréfsáritanir fyrir for-
seta- og þingkosningarnar í dag.
Nokkrum fréttamönnum hefur þó
verið leyft að fara til Júgóslavíu.
■ Óttast að Milosevic/6
Þjóðaratkvæðagreiðslan í Danmörku um myntbandalagið
Utlendinarar koma
• ® # #
evrusinnum til hiálpar
annahöfn. Moreunblaðið.
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
PEDRO Solbes sem fer með efna-
hagsmál í framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins hefur lýst því
yfir að hann vilji að efnahagsstefna
og styrkveitingar ESB verði fram-
vegis tengdar ákveðnum umhverfis-
vemdarskilyrðum. Holger K. Niel-
sen, formaður Sósíalíska þjóðar-
flokksins í Danmörku, sem berst
gegn aðild landsins að evrópska
myntbandalaginu, er lítt hrifinn og
vill að Danir hafni hugmyndinni, því
ljóst sé að ef þessi stefna verður tek-
in upp muni þau ríki sem standa utan
myntbandalagsins, og hafa þar með
minni áhrif á efnahagsmálin en hin,
einnig hafa minna að segja um um-
hverfismálin. Nielsen er þó í erfiðri
aðstöðu því að talsmaður flokksins í
umhverfisvemdarmálum sem er
fylgismaður evrunnar fagnar tillög-
unni mjög og hið sama gera Náttúm-
vemdarsamtök Danmerkur og
Norðurlandadeild grænfriðunga og
Ijóst er að hún er í samræmi við þá
stefnu sem Danir og ekki síst flokkur
Nielsens hafa beitt sér fyrir í ESB.
Þetta er aðeins eitt dæmi af mörg-
um um það hvernig yfírlýsingar og
athafnir erlendra embættismanna
og stjórnmálamanna hafa hjálpað
fylgismönnum evrunnar í Danmörku
undanfarna daga, hvort sem það hef-
ur verið viljandi gert eður ei.
Aukið fylgi
við evruna
Nielsen hefur kvartað við Niels
Helveg Petersen, utanríkisráðherra
Danmerkur, vegna yfirlýsinga sem
birst hafa í dagblöðum seinni hluta
vikunnar frá sendiherrum Austur-
Evrópuríkja sem segja að aðild Dan-
merkur að myntbandalaginu muni
koma þeim vel. Nielsen telur þetta
Þarf að vera
góður fjármaður
ogaveiki út úr
skugganum
“ VERSLAÐ MEÐ
FASTEIGNIR OQ
HLUTABRÉFI
STAÐMATVÖRU
vera óeðlileg afskipti af dönsku
þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Tilkynningin á föstudag um að
seðlabanki Evrópu og seðlabankar
Bandaríkjanna og Japan ætluðu að
kaupa evrur til að styrkja gengi
gjaldmiðilsins og hækkun gengisins í
kjölfarið hefur hugsanlega einnig
styrkt stöðu fylgismanna aðildar
Danmerkur að myntbandalaginu.
Skoðanakannanir Gallup sem birt-
ar eru í blaðinu Berlingske Tidende
hafa frá sl. þriðjudegi sýnt hægt vax-
andi stuðning við evruna. I könnun
sem birt var í gær sögðust 47% að-
spurðra ætla að greiða atkvæði gegn
aðild að myntbandalaginu, 41%
sagðist ætla að styðja aðild en 12%
voru enn óviss.
Aðrar skoðanakannanir sýna ým-
ist meiri eða minni fylgismun en að
minnsta kosti virðist sem evrusinn-
um hafi aftur tekist að ná forystunni
í áróðursbaráttunni úr höndum and-
stæðinganna.
MORGUNBLAÐIÐ 24. SEPTEMBER 2000