Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUK 24. SEPTEMiiEK 2UUU MOKGUNBLADit) Krabbamein í eistum - Læknan- legur sjúkdómur Krabbamein í eistum eru algengustu illkynja æxlin sem greinastí ungum karlmönnum á íslandi. Með nýjungum í krabbameinslyfja- meöferó hefurtekist að bæta lífshorfur þessara sjúklinga veru- lega og nú eru þessi mein meöal þeirra krabbameina sem mestar líkur eru á aó lækna. LæknarnirTómas Guóbjartsson, Kjartan Magnússon, Sigurður Björnsson og Guómundur Vikar Einarsson rita um rannsókn á þessum sjúkdómi. Þverskurður af eista með krabbameinsvexti Fjöldi nýgreindra tilfella af krabba- meinum í eistum á Norðurlöndum 1981-1985 sáðrás eistna- lyppa Finnland ' ÍSLAND ____________ SÍÐUSTU fimm ár hefur staðið yfir á Landspítalan- um rannsókn á krabba- meini í eistum. Athyglin hefur aðallega beinst að hegðun sjúkdómsins hér á landi og lífshorf; um sjúklinganna eftir greiningu. I rannsókninni var litið á öll eistna- krabbamein sem greindust hjá ís- lenskum körlum á tímabilinu 1971- 1990 og hafa niðurstöður m.a. birst í Læknablaðinu. Hér verður skýrt frá því helsta sem komið hefur fram við þessar rannsóknir en ótvíræður styrkur rannsóknarinnar er að um er að ræða tilfelli hjá heilli þjóð á 25 ára tímabili. Aigengt í Danmörku Krabbamein í eistum eru tiltölu- lega sjaldgæf á íslandi og greinast að jafnaði 7 ný tilfelli á ári, eða tæp- lega 2% af nýgreindum krabbamein- um. Engu að síður eru þau algeng- ustu illkynja æxli sem greinast hjá körlum á aldrinum 20-34 ára. Miðað við nágrannalönd er nýgengi á Is- landi í meðallagi en í Danmörku og Noregi eru eistnakrabbamein miklu algengari og meðal danskra karla er tíðnin sú hæsta í heimi. Sjúkdómur- inn getur greinst í ungum drengjum og eldri körlum en flestir eru í kringum þrítugt við greiningu. Orsakir á huldu Lítið er vitað um orsakir krabba- meina í eistum. Svokallað launeista, þar sem truflun verður á ferðalagi eistans á fósturskeiði úr kviðarholi og niður í pung, eykur hættuna á sjúkdómnum allt að 35 falt en skýrir aðeins 6-10% tilfella. Með skurðað- gerð er hægt að færa launeistu nið- ur í pung og minnka þannig áhætt- una umtalsvert, þótt ekki sé búið að fyrirbyggja alveg eistnakrabbamein með því móti hjá viðkomandi. Æski- legt er að framkvæma aðgerð við launeista fyrir tveggja ára aldur og þess vegna er reynt að greina þau við ungbamaeftirlit. Sjúkdómurinn tengist sjaldan erfðum og virðist flest benda til þess að þættir í um- hverfi okkar og lífsstíl ráði mestu um það hverjir séu í aukinni hættu á að fá eistnakrabbamein. Þessir þættir eru ekki þekktir í dag og er sennilegt að um flókið samspil sé að ræða. Tvenns konar krabbamein Krabbamein í eistum eru í 90-95% tilvika upprunnin í frjófrumum eist- ans en þær sjá m.a. um framleiðslu sæðisfrumna. Frjóft-umuæxlin skiptast í tvo flokka, sáðkrabbamein (seminoma) og frjófrumæxli önnur en sáðkrabbamein (non-seminoma), en skiptingin kemur m.a. til vegna ólíkrar hegðunar og smásjárútlits æxlanna. Æxli með uppruna í horm- ónafrumum eistans eru miklu sjald- gæfari (1-3% af öllum eistnakrabba- meinum) en einkennin geta verið fjölbreytileg, t.d. breyting á hár- vexti, stærð brjósta og kynfæra. Fyrirferð og verkur algeng einkenni Verkjalaus fyrirferð í eistanu er algengasta einkennið en allt að helmingur sjúklinga finnur einnig fyrir verkjum í eista. Önnur ein- kenni eins og bakverkir, þyngdartap og ógleði eru mun sjaldgæfari. Oft dregst greining á langinn, sérstak- lega hjá þeim sem ekki finna fyrir verkjum og bíða því með að leita læknis. Rannsókn okkar leiddi í ljós að fjórði hver sjúklingur hafði haft einkenni lengur en í hálft ár fyrir greiningu. Greining oft snúin Fyrirferð og verkur í pung er sjaldnast af völdum krabbameina í eistum. Greiningin getur því verið snúin enda mismunagreiningar margar. Algengust er eistnalyppu- bólga þar sem eistnalyppurnar bólgna, oft að undangenginni þvag- færasýkingu. Meðferðin felst í sýklalyfjameðferð enda er yfirleitt um bakteríusýkingu að ræða. Veir- ur, svo sem hettusóttarveira, geta valdið eistnabólgu. Algengari er verkjalaus fyrirferð í pung vegna svokallaðs vatnshauls en þá verður vökvasöfnun milli eistans og slíður- hjúps þess. Vatnshaull er saklaust fyrirbæri, sem unnt er að með- höndla með skurðaðgerð ef sjúkling- urinn hefur mikil óþægindi af fyrir- ferðinni. Þreifing mikilvæg Nákvæm þreifing er mikilvæg- asta greiningaraðferðin en ómskoð- un af eistanu er kjörin til að stað- festa greiningu í vafatilfellum. Þegar greiningin liggur fyrir er mikilvægt að kanna útbreiðslu sjúk- dómsins. I blóði eru mældir svokall- aðir æxlisvísar, en það eni prótín sem sum eistnakrabbamein fram- leiða. Einnig eru teknar tölvusneið- myndir af kviðar- og bijóstholi en eistnakrabbamein sá sér yfirleitt fyrst í eitla í kviðarholi en geta einn- ig borist til annarra líffæra svo sem lungna, lifrar og heila. Nýjungar í meðferö Fyrsta meðferð við eistnakrabba- meini er skurðaðgerð þar sem eistað er numið á brott og er slíkt fullnað- armeðferð við staðbundnu sáð- krabbameini. Frumueyðandi lyf eru síðan uppistaðan í meðferð sjúklinga með útbreitt krabbamein auk geisl- unar í ákveðnum tilfellum sáð- krabbameina. Á áttunda áratugnum komu til sögunnar ný frumueyðandi lyf með cisplatin í broddi fylkingar og rannsóknir sýndu að þau bættu mjög horfur sjúklinga með útbreitt eistnakrabbamein. Eitt helsta markmið rannsóknar okkar var að kanna hvernig þessum sjúklingum hefði farnast hér á landi. Gerbreyttar horfur Með upplýsingum úr Þjóðskrá og krabbameinsskrá Krabbameinsfé- lags íslands voru kannaðar svokall- aðar lífshorfur, þ.e. hversu lengi sjúklingarnir lifa frá því greining er gerð. íslenskir læknar voru fljótir til og þegar árið 1977 var lyfjameðferð með cisplatíni tekin upp hérlendis. Frá þeim tíma hefur aðeins einn ein- staklingur af 108 greindum látist úr sjúkdómnum. Til samanburðar lét- ust 30% sjúklinga sem greindust 1971-1977 og enn stærra hlutfall fyrir 1970. Jafnvel þótt krabbamein- ið væri útbreitt reyndust lækninga- líkur góðar eftir 1977. Þegar niður- stöður úr okkar rannsókn voru bornar saman við tölur úr erlendum rannsóknum kom í ljós að lífshorfur hér á landi voru með því besta sem þekkist. Lokaorð Ekki eru nema þrír áratugir síðan ki-abbamein í eistum drógu stóran hluta sjúklinganna til dauða. í dag eru þau í hópi þeirra krabbameina sem hvað best gengur að lækna og má gera ráð fyrir að níu af hverjum tíu sjúklingum læknist og nær allir sem greinast með staðbundinn sjúk- dóm. Krabbamein í eistum eru sjaldgæf og einkennin lúmsk sem veldur því að óþarfa töf getur orðið á greiningu. Menn með fyi-irferð í eistum með eða án verkja ættu því að leita læknis án tafar. Tómas er skurðlæknir og st-arfar við hjarta- og lungnaskurðdcild há- skólasjúkrahússins íLundi, Svíþjóð. Sigurður Bjömsson er yfirlæknir á blóðsjúkdóma- og krabbameinslækn- ingadeild Landspítala, Fossvogi. Kjartan er sérfræðingur á krabba- meinslækningadeild Landspítala við Hringbraut og Guðmundur Vikar er yfirlæknir á þvagfæraskurðdcild sama spítala auk þess að vera dósent við Læknadeild Háskóla íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.