Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ
20 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000
LISTIR
Öttinn við að
nefna hlutina á
nafn
MYNPLIST
Gallerí Kambur,
Landsveit
BLÖNDUÐ TÆKNI
WILLIAM ANASTASI
Til 1. október. Opið daglega frá kl.
10-22. Lokað miðvikudaga.
GALLERÍ Kambur, einhver at-
hyglisverðasti sýningarstaður
landsins, bregður um þessar mundir
ljósi á verk bandaríska listamanns-
ins William Anastasi, í tengslum við
Galleri Stalke í Kaupmannahöfn.
Sennilega eru þeim sem fylgdust
með listhræringum á sjöunda ára-
tugnum minnisstæðar hinar afger-
andi sýningar í Dwan Gallery í New
York og Los Angeles þar sem naum-
hyggjunni og hugmyndlistinni var
komið á framfæri með miklu harð-
fylgi-
I hópi þeirra listamanna sem
fylktu liði hjá Dwan var Anastasi.
Meðal þess sem vakti athygli frá
hans hendi var ljósmynd á stærð við
stórt málverk af veggnum þar sem
myndin hékk. Þannig kom lista-
maðurinn veggjum sýningarsalar-
ins á framfæri í verkum sínum. En
eins og svo margir listamenn af
minimalíska concept-skólanum hef-
ur Anastasi ekki látið mikið fyrir sér
fara. Hann hefur alltaf verið að en
fremur í kyrrþey en með brambolti.
Nú er hann kominn austur í
Landsveit til að sýna fáein verk sem
eru sláandi þótt ekki fari mikið fyrir
þeim á veggjum hins litla hvíta og
bjarta salar Kambs. Fyrri myndröð-
in á veggjum salarins eru „Blind
Drawings“ - Teikningar í blindni -
sem listamaðurinn gerði með aðstoð
neðanjarðarlestarinnar í New York,
á leið sinni í heimsókn til tónskálds-
ins John Cage. Þeir Cage tefldu
reglulega áður en tónskáldið lést, en
kynni þeirra má rekja aftur til miðs
sjöunda áratugarins þegar Anastasi
vann að hljóðteikningum sínum og
öðrum hljóðverkum.
Teikningarnar í blindni bera með
sér að hristingurinn í neðanjarðar-
lestinni hafi átt hvað mestan þátt í
gerð þeirra. Það er merkilegt að
skoða þessar teikningar og bera þær
í huganum saman við sumar teikn-
ingar annars Bandaríkjamanns, Cy
Twombly, og nærtækari listamann;
hann Kristján okkar Davíðsson.
Öllu áleitnari og óhugnanlegri er
hin syrpan þar sem listamaðurinn
tönnlast á orðinu „gyðingur“ - á
ensku Jew og á þýsku Jude - í ýms-
um gerðum og á ýmsa vegu. Þótt
AWORD words
Ljósmynd/Halldór Bjöm Runólfsson
Untitled, frá 1979. Eitt af fjölmörgum athyglisverðum verkum Williams
Anastasi í Galleríi Kambi.
ekkert annað standi á myndunum -
þær eru smáar, og gerðar með
margvíslegri tækni - vekja þær
samstundis ólgu hjá sýningargest-
um. Anastasi er ekki gyðingur, en á
dögunum hrelldi hann þýska sýning-
argesti með þessum myndum sínum
og vissu þeir ekki beinlínis hvernig
þeir áttu að takajiessu annars mein-
lausa pródúkti. I meðfylgjandi sýn-
ingarskrá rekur hinn þekkti banda-
ríski listfræðingur Thomas
McEvilley baksvið þessara mynda
og annarra skyldra á sýningunni, og
vitnar um leið í tuttugu þekkt tilsvör
varðandi gyðingdóminn. Þar á með-
al eru hin fleygu orð Einstein:
„Ef kenning mín um afstæðið
reynist rétt munu Þjóðverjar telja
mig til sona sinna og Frakkar munu
hylla mig sem mætan heimsborg-
ara. Reynist hún röng munu Frakk-
ar kalla mig Þjóðverja og Þjóð-
verjar stimpla mig sem gyðing."
Onefnt verk Anastasi með orðun-
um ,A- WORD“ og „words“ segir allt
sem segja þarf um ótta okkar við að
nefna hlutina á nafn og vamarleysi
okkar gagnvart máttugum orðum á
borð við „gyðingur". Og þó sýnir
verkið okkur að tungumálið er varla
nokkur skapaður hlutur heldur að-
eins stundleg hljóð sem hverfa út í
buskann.
Gaman væri ef menn sæju sér
fært að skoða þessa litlu en umhugs-
unarverðu sýningu. Milli hinna
áleitnu verka visa gluggar Gallerís
Kambs svo út í íslenska fegurð eins
og hún gerist tígulegust með Þjórsá
þar sem hún breiðir úr sér eins og
Efrat fyrir sjónum hinna herleiddu.
Menning og náttúra haldast í hend-
ur í merkilegri stillingu í Galleríi
Kambi.
Halldór Björn Runólfsson
Kór Flensborgarskólans í Hafnarfirði.
Tónleikar
Kórs
Flens-
borgar-
skólans
KÓR Flensborgarskólans í Hafn-
arfirði heldur tónleika í Hásölum
Hafnarfjarðarkirkju, í dag,
sunnudag, kl. 17. Þar mun kórinn
flytja hluta efnisskrár kóramóts-
ins Kaggikk 2000 sem haldið var
í Toronto og Ottawa í Kanada í
júlí síðastliðnum en þar var kór-
inn á meðal þátttakenda. Einnig
verður dregið í listmunahapp-
drætti kórsins að viðstöddum
fulltrúa sýslumannsins í Hafnar-
firði.
Stjórnandi Kórs Flens-
borgarskólans er Hrafnhildur
Blomsterberg. Aðgangur er
ókeypis.
Barnakvik-
myndir í
Norræna
húsinu
FYRSTA kvikmyndasýningin á
þessu hausti fyrir börn í Norræna
húsinu verður í dag, sunnudag,
klukkan 14. Þá verður sýnd dönsk
teiknimynd sem fjallar um frum-
skógardýrið Húgó og vini hans.
Myndin er með dönsku tali og er fyr-
ir alla aldurshópa. Aðgangur er
ókeypis og allir eru velkomnir.
Kvikmyndir ætlaðar bömum
verða á dagskrá í Norræna húsinu
fram á vor. Næsta sýning verður
sunnudaginn 8. október og þá verður
sýnd sænsk mynd um bangsann
hans Max (Max Nalle).
-------------
Fyrirlestur
og námskeið
í LHÍ
FYRIRLESTUR verður haldinn í
Listaháskólanum í Laugarnesi á
morgun, mánudag, kl. 15 í stofu 024.
Þóra Þórisdóttir og Valgerður Guð-
laugsdóttir kynna rekstur og stefnu
galleri@hlemmur.is, í máli og mynd-
um. Einnig mun Þóra Þórisdóttir
fjalla um sýningu sína „I víngarðin-
um“ sem nú stendur yfir í galleríinu.
Vefsíðugerð
Kennd verða undirstöðuatriði
HTML, vefsíðugerðar, myndvinnslu
og hljóðvinnslu fyrir vefinn. Einnig
verða ýmis forrit kynnt. Að nám-
skeiðinu loknu eiga þátttakendur að
vera færir um að hanna og setja upp
einfalda vefsíðu með hljóði og/eða
myndum. Kennari er Jón Hrólfur
Sigurjónsson. Kennt verður í tölvu-
veri LHÍ í Skipholti 1. Inngangur A.
Kennslutími frá mánudegi til fimmtu-
dags 9.-12. október, kl. 18-22, alls 20
stundir. Þátttökugjald 15.000 krónur.
Raddbeiting
Námskeið í raddbeitingu fyrir alla
þá sem vilja uppgötva fleiri hliðar á
rödd sinni og auka blæbrigði hennar
og úthald. Tengsl öndunar, líkama og
raddar könnuð gegnum öndunaræf-
ingar, textavinnu og spuna. Unnið
verður með röddina út frá hverjum
einstaklingi og hans persónulegu
þörfum. Kennari er Þórey Sigþórs-
dóttir leikkona. Kennt verður í Leik-
listardeild LHÍ, Sölvhólsgötu 13.
Kennslutími á mánudögum og mið-
vikudögum 9.-18. október kl. 17.30-
19.30 og laugardaginn 21. október kl.
10-12, alls 12 stundir. Hámarksfjöldi
þátttakenda er tíu. Þátttökugjald
8.000 krónur.
VM-2000
( 24. september
Píanótónleikar
Folke Grásbeck
í Salnum
FINNSKI píanóleikarinn Folke
Grásbeck heldur tónleika í Saln-
um nk. þriðjudagskvöld, 26. sept-
ember, kl. 20.
Efnisskráin samanstendur af
einleiksverkum fyrir píanó eftir
norræn tónskáld, sem ekki eru
oft flutt hér á tónleikum og feng-
ur er í að heyra fyrir unnendur
píanótónlistar. Flutt verða verk
eftir Knut Nystedt, John Vaino
Forsman, Jean Sibelius, Lille
Bror Söderlundh, Jón Leifs og
Poul Schierbeck. Folke Grásbeck
er fæddur árið 1956 í Turku í
Finnlandi. Hann nam píanóleik
hjá Tarmo Huovinen við tón-
listarháskólann í Turku, Mariu
CurcioDiamond í London og Erik
Tawastjerna við Sibeliusar
akademíuna í Helsinki, þar sem
hann gegnir nú stöðu prófessors í
pianóleik.
Hann hefur einnig lokið prófi
„cum laude“ í tónvísindum frá
listakadcmíunni í Aabo. Hann
hefur ferðast víða um heim sem
einleikari og í samleik með öðr-
um tónlistarmönnum. Folke Grás-
beck hefur verið listrænn sljórn-
andi „Festum Finnicum"
menningarhátíðarinnar f Eist-
landi síðan árið 1994. Á síðasta
ári kaus Sibeliusarfélagið í Bret-
landi hann pfanóleikara ársins.
Útgáfufyrirtækið NAXOS hefur
hljóðritað leik hans og gefið út
nýverið.
LISTASAFN REYKJAVÍKUR - HAFNAR-
HÚS KL. 14
cafe9.net
Gestgjafar taka á móti fólki frá kl.
14. Heimsækið cafe9.net í Hafnar-
hús eöa á heimasíöu.
www.cafe9.net
www.reykjavik2000.is - wap.olis.is
VM-2000
25. september
LISTASAFN REYKJAVÍKUR KL. 15
cafe9.net
CopyCuit seminar, ráöstefna á veg-
um belgíska hópsins Constanz, meö
margskonar listrænum uppákomum
þar sem fjallaö er um höfundarétt í
samfélagi nútímans þar sem Netiö
og aukin tækni viö upplýsingaöflun
seturmark sitt á mannlífíö og stjórn-
arfariö. Ráðstefnan stendur til 30.
september.
www.cafe9.net
www.reykjavik2000.is - wap.olis.is