Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 38
-*38 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÖRÐUR ÞÓRHALLSSON fyrrv. yfirhafnsögumaður, Fjölnisvegi 18, Reykjavík, andaðist á heimili sínu aðfaranótt föstu- dagsins 22. september. Úlla Sigurðardóttir, Kristfn Harðardóttir, Trausti Víglundsson, Sigríður Harðardóttir, Magnús Harðarson, Kristín Guðmundsdóttir, Halla Harðardóttir, Gunnar Valdimarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, BOGIÞÓRÐARSON fyrrv. framkvæmdastjóri, er látinn. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hróðný Bogadóttir, Jóhannes Á. Zophoníasson, Jóhanna Bogadóttir, Árni Snorrason, Þórður Bogason, Hulda Jónsdóttir, Eggert Ólafur Bogason, Ragnheiður Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Ástkær dóttir mín og móðir okkar, FANNEY HERVARSDÓTTIR, Skarðsbraut 1, Akranesi, sem lést sunnudaginn 17. september, verður jarðsungin frá Akraneskirkju þriðjudaginn 26. september kl. 14.00. Guðmunda Eiríksdóttir, Hervar Gunnarsson, Guðmundur Ingi Gunnarsson, Hreinn Gunnarsson, + Móðir okkar, HÓLMFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Ölduslóð 3, Hafnarfirði, sem lést laugardaginn 16. september verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 26. september kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, Þorbjörg Þóroddsdóttir, Guðrún Þóroddsdóttir. + Ástkær sonur okkar og bróðir, VILHJÁLMUR HÓLMAR BÖÐVARSSON, Lækjarási 3, Garðabæ, lést á vökudeild Barnaspítala Hringsins föstudaginn 8. september. Jarðarförin hefur farið fram. Helena Guðmundsdóttir, Böðvar Sigurðsson, Guðmundur Freyr Böðvarsson, Þóra Regína Böðvarsdóttir. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS BAKKMANN ANDRÉSSON frá Drangsnesi, Suðurgötu 121, Akranesi, sem lést á heimili sínu þriðjudaginn 19. sept- emþer sl., verður jarðsunginn frá Akranes- kirkju mánudaginn 25. september kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Sjúkrahús Akraness. Sófus Magnússon, Gunnfríður Magnúsdóttir, Andrés Magnússon, Súsanna Ernudóttir, barnabörn og iangafabörn. GUÐMUNDUR ÞORLÁKSSON + Guðmundur Þor- láksson fæddist í Hafnarfirði 19. mars 1920. Hann lést á Víf- ilsstaðaspítala 25. mars síðastliðinn. Foreldrar Guðmund- ar voru Þorlákur Benediktsson, verka- maður og sjómaður, frá Oddakoti á Álfta- nesi og kona hans, Valgerður Bjarna- dóttir frá Sólmund- arhöfða á Akranesi, en þau voru búsett í Hafnarfirði. Guð- mundur átti tvær systur, Elku, sem nú er látin og Benediktu, sem býr í Garðabæ. Eftirlifandi eiginkona Guðmundai' er Vilborg Guðjóns- dóttir frá Fremstuhúsum í Dýra- firði, f. 4. desember 1917. Guð- mundur og Vilborg bjuggu í Hafnarfirði til ársins 1967 þegar þau fluttu í Álfheima 60 í Reykja- vík, en síðustu árin bjuggu þau í Garðabæ. Böm Guðmundar og Vilborgar eru: Guðjón Torfi, verk- fræðingur í Garðabæ, Þorgeir, verkfræðingur í Mosfellsbæ, Val- gerður, starfskona í garðyrkjustöð í Hveragerði og Dýri, löggiltur endurskoðandi á Seltjarnamesi. Guðmundur ólst upp í Hafnar- Afi. Það var fyndið hvernig þú brostir alltaf og ypptir öxlunum. Varst alltaf jafn jákvæður og góður, notaðir axla- bönd og varst alltaf með hendurnar í vösunum. Guð kom til jarðarinnar og tók afa með sér upp í himininn. Afi brosir og veifar til mín hvern einasta dag. Ég sé það ekki en ég veit að hann gerir það. _ Vilborg Ása Dýradóttir. Að hryggjast og gleðjast, hérumfáadaga. Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. Adltaf þynnist hópurinn, samferða- mennirnir hverfa hver af öðrum út í bláma eilífðarinnar. Mig langar að minnast Guðmundar Þorlákssonar. Hann var minnisstæður vinur og góður félagi. Guðmundur var einn af þeim fyrstu sem ég kynntist eftir að ég flutti í Fjörðinn. Um árabil starf- ræktum við ásamt nokkrum öðrum gengnum Hafnfirðingum taflklúbb, sem stóð fyrir öflugu starfi, þar sem við hittumst vikulega yfir vetrar- mánuðina hver hjá öðum og tefldum fram eftir kvöldi. Guðmundur var svipmikill að vall- arsýn, hnarreistur og vörpulegur. Hann gat stundum verið þungur á brún en stutt í brosið. Hann hafði festulegt fas, hugljúft prúðmenni og þekktur fyrir sinn græskulausa húmor. Ég man alltaf hvað hann hafði skemmtilegt bros þegar hann var með gamanmál á vörum. Hann var mikill af sjálfum sér. Vann sig upp úr fátækt og basli kreppuáranna til metorða og virðing- ar í bæjarfélaginu og honum falin ýmis trúnaðarstörf í nefndum og ráð- um Hafnarfjarðarbæjar. Guðmund- ur var mikill félagshyggju- og sam- vinnumaður. Hann lifði í stormum sinnar tíðar og kom alls staðar að góðum málum. Trúr og gætinn í öllu sem honum var falið og mátti ekki vita vamm sitt í neinu. Hér í Hafnarfirði lifði hann í blóma lífs síns, enda fæddur hér og uppalinn. Hann eignaðist yndislegt heimili, góða og greinda konu af vestfirskum ættum og mannvænleg böm. Þau áttu hér heima í fallegu einbýhshúsi við „Lækinn“. Þangað var gott að koma, fágað menningar- heimili, góður andi yfir öllu. Gestrisnin og hlýjan og glaðværðin umvafði mann. Þess vegna segi ég þegar ég lít aftur til þessara góðu ára: „Hvað ertu líf nema litur ljós- blettir ótal.“ Ég hygg, gegnum skin og skúrir hafi Guðmundur minn Þorláksson verið maður hamingjunnar. Ég kveð firði. Hann lauk prófi frá Loftskeytaskól- anum vorið 1941 og starfaði sem loft- skeytamaður á tog- urum frá Hafnar- firði, lengst af á Surprise, fram til ársins 1946 en fer þá í land og hefur störf hjá Landsímanum og síðan Loftskeyta- stöðinni í Gufunesi og starfar þar fram undir 1960. Þá gerist Guðmundur umboðs- maður Samvinnu- trygginga í Hafnarfirði og verður jafnframt fyrsti útibússtjóri Sam- vinnubankans í Hafnarfirði. Síð- ustu starfsárin rak Guðmundur eigin bókhaldsskrifstofu. Guð- mundur var samvinnumaður og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Hann var formaður Framsóknarfélags Hafnaifjarðar 1951-62, formaður Byggingarfélags alþýðu 1955-58, formaður útgerðarráðs BUH 1962-63, formaður fulltrúaráðs Framsóknarfélags Hafnarfjarðar og sat í miðstjórn Framsóknar- flokksins um skeið. Útför Guðmundar fór fram frá Garðakirkju 3. apríl f kyrrþey. góðan dreng með trega og þakklæti, og færi aðstandendum samúðar- kveðjur. Vinátta hans og tryggð við mig og mína er mér dýrmætt í minningunni. Haukur Sveinsson frá Baldurshaga. Við vegamót jarðvistar skiljast leiðir og við kveðjum samferðamenn sem halda á vit hins ókunna. Guð- mundur, oftar nefndur Mundi, kom að þessum krossgötum 25. mars sl. og hafði kosið að ekkert umstang yrði viðhaft og engum bjöllum khngt er hann legði á eilífðarveg. Ekki kom þessi ósk á óvart því hún lýsti þessum samferðamanni betur en mörg orð fá gert. Mundi var innfæddur Hafnfirð- ingur, sonur Þorláks Benediktssonar og Valgerðar Bjarnadóttur og ólst upp í hjarta Hafnarfjarðar, ásamt systrunum, Benediktu sem hfir bróð- ur sinn og Elku sem lést árið 1992. Hann lauk prófi frá Loftskeytaskól- anum í Reykjavík 1940 og var síðan loftskeytamaður á togurum, og sigldi með þeim öll stríðsárin. Árið 1945 fór hann í land og hóf störf hjá Landsíma íslands við flugþjónustuna í Gufu- nesi. Jafnframt þeim störfum gerðist hann umboðsmaður Samvinnutrygg- inga í Hafnarfirði í upphafi árs 1959 og náði afburðatökum á verkefninu og á haustdögum varð hann umboðs- maður í fullu starfi. Hann tók starfið engum vettlinga- tökum og vildi verða sér úti um fulla þekkingu á réttindum og skyldum viðskiptamannsins. Ég tek hér upp smáglefsu úr bréfi Munda í Gjallar- horninu, málgagni Samvinnutrygg- ingamanna, í mars 1962. „Ef vel á að vera, þurfum við að hafa mjög góða þekkingu á öllum þeim tryggingum, sem Samvinnu- tryggingar hafa á boðstólum. Við megum helst ekki haga okkur eins og Reykvíkingurinn, sem var að safna innbús- og heimilistryggingum í Hafnarfirði. Fólk spurði að sjálf- sögðu um hitt og þetta, hvort þetta yrði bætt og hitt yrði bætt og alltaf svaraði maðurinn já. Allt átti að bæta. Og alveg sérstaka áherslu lagði hann á hina víðtæku slysatryggingu húsmóðurinnar. Það fór t.d. ekki milli mála að ef hún yrði ófrísk og það mætti að einhverju leyti flokka það undir slys eða slysni, þá fengi hún bætur fyrir!!“ Að lokum lætur Mundi þess getið að sölumaðurinn hafi ekki látið sjá sig oftar í Firðinum og fengið læknisvottorð upp á að hann þyldi ekki loftslagið í Hafnarfirði. Hafn- firski húmorinn leynir sér ekki hjá Munda, sem var launglettinn að eðl- isfari, en fór vel með. 4. janúar 1964 opna Samvinnu- bankinn og tryggingarnar saman útibú í Hafnarfirði og Mundi axlaði ábyrgðina og veitti skrifstofunni for- stöðu um langt árabil. Undanfari opnunar bankans var verk hans, sem óþreytandi safnaði innlögum frá meðborgurum sínum og myndaði öfl- ugan stofn í útibúinu í Hafnarfirði. Vegna heilsubrests hvarf hann svo til annarra starfa þar til að eftirlauria- aldri var náð. Munda hitti ég fyrst er ég ungur að árum felldi hug til systurdóttur hans og varð síðan hluti af fjölskyld- unni. Síðar höguðu örlög svo til að við urðum samstarfsmenn í Samvinnu- tryggingum, og áttum þar sameig- inleg áhugamál. Á fjölskyldusam- komunum áttum við oft orðaskak, enda hann mikill Valsari og Hauka- maður og ekki var minna í húfi, ef málefni bæjarfélaga okkar voru á dagskrá og sýndist þar sitt hvorum, en allt í góðu gamni og gengu menn ósárir frá leik. Meðal margi’a áhugamála Munda var skáklistin og var hann góður stjórnandi mannanna á hvítu reitun- um og svörtu og reyndist skeinu- hættur mörgum meistaranum og hafði marga góða sigra. Mundi var dagfarsprúður, glettinn og orðhepp- inn, velviljaður og umtalsgóður en hélt fast við sitt og gaf ekki þumlung eftir, ef honum leist svo. Eftirlifandi kona Munda er Vilborg Guðjónsdótt- ir, frá Dýrafirði, víðlesin og greind kona . Þau eignuðst fjögur börn, Guðjón Torfa, Þorgeir, Dýra og Val- gerði og hefur okkur orðið gott til vina. Að lokum þökkum við góða vináttu og þann tíma sem við vorum sam- ferða á veginum. Gott er þreyttum að hvílast og vakna til nýrrar vitundar og farðu vel. Hreinn Bergsveinsson og fjölskylda. Nokkur minningarorð um Guð- mund nafna minn Þorláksson. Ég vil minnast þeirra ára í Hafn- arfirði þegar Guðmundur stjómaði Samvinnubankanum og ég stjómaði kjörbflnum hjá Kaupfélagi Hafnfirð- inga, sem var í sama húsi. Þá var ég með stóra fjölskyldu og þurfti maður stundum á hjálp að halda, en aldrei var neitað í Samvinnubankanum. Þá minnist ég einnig áranna hér í Reykjavík þegar Mundi og ég hitt- umst á skattstofunni, hann var að koma með framtöl og önnur gögn og ég reyndi að veita honum gagnlegar upplýsingar og vera honum innan handar. Þá spjölluðum við saman um gömlu dagana í Hafnarfirði og var þá oft hlegið eins og sannra Gaflara er siður. Að leiðarlokum er mér þakklæti í huga. Vonandi eigum við eftir að spjalla og hlæja saman þegar við hittumst aftur. Guðmundur St. Steingríms- son (Papa Jazz). Guðmundur Þorláksson frá Hafn- arfirði fæddist 19. mars 1920 og lést 25. mars síðastliðinn. Guðmundur var í forsvari fyrir Framsóknarflokk- inn í Hafnarfirði á árunum eftir 1950, var m.a. efsti maður á lista til bæjar- stjómar 1958. Þá var hann jafnframt formaður Framsóknarfélags Hafn- arfjarðar um árabil. Guðmundur þótti yfirvegaður og rólegur í sínum stjómarathöfnum, en ákveðinn samt. Þá skrifaði hann greinar um stjórnmál í Tímann um þau mál sem efst vora á baugi og þótti mér þær vel hugsaðar og skynsamlegar, og hitti hann oft nagl- ann á höfuðið í umfjöllun sinni. Heimili hans á Tjarnarbrautinni var æði oft samkomustaður okkar sem flokknum fylgdu, og dáðist ég að honum og hans konu, Vilborgu, fyrir þeirra þolinmæði og góðu móttökur sem við þar nutum. Ég minnist Guðmundar með þakk- læti fyrir samstarfið og sendi konu hans og börnum innilegar samúðar- kveðjur. Fh. Framsóknarfélags Hafnar- fjarðar, Jón Pálmason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.