Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 64
PÓSTURINN Einn heimur - eitt dreifikerfi! I www@postur.is MORGUNBLADW, KRINGLUNNI 1,103 REYKJAVÍK, SÍMI6691100, SÍMBRÉFS69US1, PÓSTHÓLF3M0, ÁSKRIFT-AFGREWSLA6691122, NETFANG: RITSTJ@MBLJS, AKUREYRl: KA UPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK. Bestu ár Irfs þíns... ' www. namsmannalinan. is ®BÚNADARBANKINN mm Biörk um sögriburð um sig og Lars von Trier Margt sagt ósatt sem særði mig BJÖRK Guðmundsdóttir sem lék aðalhlutverk í kvikmy ndinni „Myrkradansaranum“ og samdi tónlistina við myndina segir í við- tali við Morgunblaðið að sögur sem gengu um samstarfserfíð- leika hennar og Lars von Trier, leikstjóra og framleiðanda mynd- arinnar, hafí haft mikil áhrif á sig til að byrja með. Margt ósatt hafi verið sagt sem særði hana. I þau þijú ár sem Björk vann við kvikmyndina hélt hún sig fjarri Ijölmiðlum og sömuleiðis eftir að vinnunni lauk og hún dvaldi á ís- landi í níu mánuði. „Þegar ég tjáði mig ekki við fjölmiðla þá níu mán- uði sem liðu frá gerð myndarinnar og þangað til ég var búin að jafna mig fóru hræðilegar sögur af stað um samstarf mitt og Lars von Trier. Það var svo margt ósatt sagt og það særði mig virkilega," segir Björk en kvaðst þó að lokum hafa getað gert grín að sögunum. Aðspurð sagði hún þá sem f]ár- mögnuðu myndina liklega til að hafa komið slíkum sögum af stað. Þegar hún hefði tilkynnt að hún myndi ekki fjá sig um myndina eða veita viðtöl hafi þeir farið á Morgunblaðið/Ásdís Björk Guðmundsdóttir kemur ásamt öðrum gestum á frumsýningu kvikmyndarinnar Myrkradansarans í New York. taugum. „Ég held að þeir hafi staðið á bak við ýmsar af þessum hræðilegu sögum sem sagðar voru og birtar í ómerkilegum fjölmiðl- um.“ Björk segist ekki vera þeirr- ar gerðar að velta sér upp úr svona hlutum, sist í fjölmiðlum, og hún segir þau Lars von Trier hafa út kljáð mál sin jafnóðum og þau komu upp. „Við erum bæði mjög hrein og bein og klárum okkar mál þegar vandamálin koma upp en ekki á þann hátt sem ýjað hefur verið að i sumum fjölmiðlum." ■ Björk/Bl Viðbúnaður vegna amm- oníaksleka VIÐBÚNAÐUR var hjá slökkviliði, lögreglu og almannavörnum á Hvolsvelli í gærmorgun þegar vart varð ammoníaksleka í vélasal Slátur- félags Suðurlands í bænum. Maður á þvottastæði skammt frá húsinu varð var við fnyk og lét Neyðarlínuna vita. Öryggisloki á safnhólfi hleypti út ammoníaksgufu laust fyrir kl. 9 og streymdi gufan út í andrúmsloftið en ekki í vélasalinn. Því urðu menn inn- andyra sem voru við vinnu ekki varir við hann strax en maður sem staddur var á þvottastæði varð var við lykt- ina og lét Neyðarlínuna vita sem kallaði út lögreglu og slökkvilið. Einnig var almannavarnanefnd gert viðvart. Fljótlega tókst að stöðva lekann og var því ekki alvarleg hætta á ferðum. ---------------- Tvennt á sjúkrahús eftir bílveltu ÖKUMAÐUR fólksbíls missti stjóm á bíl sínum á Laugarvatnsvegi í Bisk- upstungum um klukkan hálffimm í gærmorgun. Valt hann útaf veginum og slösuðust tveir farþegar sem í bílnum voru en ökumaðurinn slapp ómeiddur. Vom þeir slösuðu fluttir á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Slysið varð við Brúará rétt við Efri-Reyki og telur lögreglan á Sel- fossi að ökumaður hafi misst stjórn á bflnum, hann rekist í brúarhandriðið og oltið út af veginum og ofan í skurð. Tveir farþegar, piltur og stúlka, slös- uðust nokkuð. Hlaut pilturinn nokk- ur beinbrot en stúlkan slapp betur. Fækka á sauðfjárbændum og bæta stöðu búanna Um 30-35 þúsund ærgildi seld í ár ARI Teitsson, formaður Bænda- samtakanna, segir að horfur séu á að ríkið kaupi 30-35 þúsund ær- gildi á þessu hausti í samræmi við ákvæði samningsins sem stjórn- völd og sauðfjárbændur gerðu í fyrravetur. Hann segir þessi við- brögð bænda vera í samræmi við iiífcað sem búist var við. Búvörusamningurinn gerir ráð fyrir að ríkið kaupi allt að 45.000 ærgildi af bændum með það að markmiði að fækka framleiðendum og bæta stöðu þeirra sem eftir verða í greininni. Þeir sem taka tilboðinu fyrir 15. október fá greiddar 22.000 krónur fyrir ær- gildið, en greiðslurnar lækka niður í 19.000 kr. á ærgildi á næsta ári. Greiðslurnar lækka svo enn árið 2002 þegar tilboðið rennur út. Horfur á meiri framleiðslu en í fyrra Ari sagði ekki liggja nákvæm- lega fyrir hvað margir tækju þess- ^pi tilboðum í haust, en könnun sem búnaðarsamböndin hefðu gert síðla sumars benti til að í haust yrðu keypt 30-35 þúsund ærgildi. Hann sagði ekki ljóst hvað um marga framleiðendur væri að ræða, en meðal þeirra sem hefðu ákveðið að hætta væru m.a. full- orðnir bændur, smáir framleiðend- ur sem jafnframt stunduðu mjólk- urframleiðslu og einnig nokkrir framleiðendur með stór sauðfjár- bú. Ari sagði að horfur væru á að lambakjötsframleiðslan yrði held- ur meiri í ár en í fyrra. Ástæðan væri sú að dilkar væru víðast hvar með vænsta móti. Þó væru lömb á Norðausturlandi léttari í ár en í fyrra og ástæðan væri að öllum líkindum miklir þurrkar þar um slóðir í sumar. Ari sagði að vegna fækkunar fjár féllu til 400-500 tonn af ær- kjöti í haust. Hann sagði að gert væri ráð fyrir að það yrði flutt út. títflutningsskylda lækkar í 20% Nánast engar birgðir voru til af lambakjöti í haust þegar sláturtíð hófst, m.a. vegna þess að sala á lambakjöti jókst á árinu um 2%. Ari sagði að af þessum ástæðum hefði verið ákveðið að lækka út- flutningsskyldu lambakjöts úr 25% í 20%. I þessu fælist nokkur kjara- bót fyrir bændur, bæði vegna þess að innlendi markaðurinn gæfi hærra verð en sá erlendi og vegna A Geisladiskataska / Skipulagsmappa / Penni Námsmannalínudebetkort / Bílprófsstyrkir Námsmannalínureikningur/ Netklúbbur Framfærslulán / Lægriyfirdráttarvextir Námsstyrkir / Námslokalán / Tölvukaupalán ISIC afsláttarkort / Heimilisbankinn þess að bændur fengju allt kjöt sem færi á innanlandsmarkað borgað fyrir áramót en kjöt sem seldist erlendis væri borgað þegar búið væri að selja það. ■ Afar öruggt/16 Valaí úrslitin VALA Flosadóttir var ekki í vand- ræðum með að tryggja sér sæti í úr- slitakeppni stangarstökks kvenna á Ólympíuleikunum í Sydney í gær- morgun. Vala stökk 4,30 metra eins og ellefu aðrir keppendur og kepp- ir til úrslita snemma á mánudags- morgun en keppnin hefst klukkan fimm. Þórey Edda Elísdóttir stökk 4 metra og hafnaði í 22.-23. sæti en komst ekki í úrslitin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.