Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ — SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 39*. MINNINGAR JOHANN HEIÐAR ÁRSÆLSSON + Jóhann Heiðar Ársælsson fædd- ist í Reykjavík 22. júní 1961. Hann lést á heimili sínu Austur- braut 4, Höfn í Hornafirði aðfara- nótt 17. september síðastliðins. Foreldr- ar hans voru Ársæll Guðjönsson, útgerð- armaður, f. á Búðum, Fáskrúðsfirði 15. jan- úar 1920, d. 23. febr- úar 1993, og Jónína J. Brunnan, f. í Vest- mannaeyjum 16. ágúst 1918. Bræður Jóhanns Heið- ars eru: 1) Jón Birgir, flugvél- stjóri, f. 3. desember 1941, maki Aðalheiður Ámadóttir. 2) Ólafur Guðjón, stýrimaður og starfsmað- ur Tilkynningaskyldunnar, f. 25. júlí 1948. 3) Bragi, rafvirkjameist- ari, f. 1. desember 1950, maki Birna Oddgeirsdóttir. Jóhann Heiðar var búsettur á Höfn í Homafirði og lauk þar bama- og unglinga- skólanámi. Hann stundaði síðan nám við Iðnskólann í Reykjavík í rafeinda- fræði. Hinn 30. maí 1984 lauk hann prófi í rafeindafræðum. Fyrst að námi loknu starfaði Jóhann hjá meistara sínum Garðari Sigvalda- syni. Sumarið 1988 festi Jóhann kaup á húsnæði fyrir eigin atvinnurekstur á Höfn og stundaði raf- eindaþjónustu þar síðan. Áhuga- mál Jóhanns hafa að mestu tengst tónlist og var hann að mestu sjálf- menntaður tónlistarmaður. I mörg ár spilaði hann með Lúðrasveitinni á Höfn og einnig hefúr hann spilað með Jazzbandi Hornafjarðar. Utför Jóhanns fer fram frá Hafnarkirkju á Hornafirði mánu- dagirin 25. september og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku hjartans Jóhann minn. Ég tileinka þér þessi fáu kveðjuorð, þó að ég hefði helst viljað fylgja þér alla leið. En brátt kemur sú stund að við sjáumst á ný. Enginn þekkti þig betur en ég og þó að ég gæti h'tið hjálpað þér þrjú síðustu árin var hug- ur minn alltaf hjá þér. Nú er stóllinn þinn auður, þar sem þú sast daglega við rúmið mitt eftir að þú komst úr síðustu læknismeðferð frá Reykjavík ekki alls fyrir löngu, með lamaðan handlegg. Geislabrosinu þínu gleymi ég aldrei, að vera nú kominn aftur heim á Austurbrautina. Fallegu aug- un þín ljómuðu af gleði og var ég þá sæl að sjá þig aftur. Þrenn síðustu jól héldum við saman á Austurbrautinni. Þá kom ég heim af sjúkrahúsinu til að halda upp á hátíð- ina með þér. Þú skreyttir glugga og garðinn með ljósum og gerðir þitt besta, en veikindin hjá okkur báðum komu í veg fyrir gleðúeg jól. Þau voru döpur og fjölskyldunnar saknað frá fyrri tíð. Eg var mikið veik, en þú kvartaðm aldrei, þótt þú værir mjög illa haldinn. Þannig gekkst þú hljóður í gegnum lífið og þess vegna kannski oft misskilinn af hinni hörðu veröld. En við áttum hvort annað og þetta voru okkar jól. Þú fékkst að sofna þín- um hinsta blundi í bólinu þínu heima á Austurbrautinni og nú hefur Guð tek- ið þig í sitt ríki, aðfaranótt 17. septem- ber, þar sem þú svafst einn í þessu húsi og englar Guðs vöktu hjá þér. Ég bið Guð að geyma þig um alla eilífð og vera þín leiðarstjarna á nýjum braut- um. Við söknum þín öll, en erum hjá þér í anda og þú hjá okkur. Ég minn- ist þín sem ástríks sonar. Öll tækni- mál voru þér opin allt frá þínum æskuárum. Mikinn áhuga hafðir þú á landsmálum og framförum í þjóðfé- laginu, þótt þú flæktist ekki inn í póli- tíkina. Mestur var samt áhugi þinn á tónlistarsviðinu og djassinn höfðaði mest til þín, þó að þú hefðir hlustað á og spilað aðra tónlist jafnframt. Ég minnist þess hvað þú naust þess að leika með Jazzbandi Homafjarðar og Lúðrasveitinni á Höfn. Þú varst kátur og glaður þegar þú varst að drífa þig á æfingar með bílinn íúllan af hljóðfær- um, þar varst þú í þínum hópi. Þú varst bamgóður og alltaf tilbúinn að leika og spauga við böm og þá sér- staklega litla frænda, sem kom svo oft í heimsókn. Minning mín um þig stemmir við ummæli um þig, sem komu á blaði úr leik með bráðókunn- ugum ferðafélögum úr þinni síðustu sólarlandaferð til Mallorca í júní 1998. Þar segir: Mér finnst þú með falleg augu, þægilegur og gott að hafa þig í hópnum. Mjög rólegur og þægilegur. Hefur góða návist. Fullur af kærleika, gefandi. Einlægur hlátur þinn. Róleg- ur og sjálfum sér nógur. Viðræðugóð- ur. Treystir Guði, Góður, kíminn, um- burðarlyndur, brosmildur, húmoristi. Elsku hjartans Jóhann' minn, ég sakna þín mikið, en „við verðum í sambandi" eins og við voi-um vön að segja er við töluðum daglega saman í síma. Ég þakka þér, hjartans yndið mitt, fyrir samveruna hér á jörðu og bið Guð að leiða okkur saman að nýju er minni jarðvist lýkur. Þú varst eng- ill, sem ég gleymi aldrei. Við skildum alltaf hvort annað og ég veit að marg- ir sakna þín og voru þér vinir. Við eig- um öll góðar minningar um þig, því í brjósti þér sló gott og göfugt hjarta, sem veitti birtu á báðar hendur, þótt ekki tækju allir eftir því. Guð geymi þig og varðveiti um alla eilífð. Þín elskandi mamma. Er ég kom til íslands í stutt frí hinn 10. september kom mér ekki í hug að ég ætti eftir að kveðja Jóhann Heiðar, yngsta bróður minn, hinstu kveðju í þeirri fór. Þótt hann sé nú horfinn ungur að árum á minningin um hann eftir að lifa í huga mér um ókomin ár. Ég var nær tveim áratugum eldri en „litli“ bróðir og var þegar fluttur úr foreldrahúsum þegar hann kom í þennan heim 22. júní 1961. Flest hans æviár bjó ég í fjarlægum löndum en þrátt fyrir það voru á milli okkar sterk bönd. Við heilsuðumst ávallt og kvöddumst eins og við hefðum hist í gær og myndum hittast aftur á morg- un. Ég var afar stoltur af litla bróður heima á Fróni og hlakkaði alltaf mikið til að hitta hann þegar fjölskyldan var á ferð og bömin mín elskuðu hann. Hann var barnagæla og brá á leik með þeim. Ég kunni að meta hans góða húmor og allan þann fróðleik, sem hann veitti mér varðandi tölvur og aðra rafeindatækni. Mörg voru símbréfin og síðar tölvupóstur, sem fór okkur á milli, ef sjónvarp, mynd- band eða geislaspilari bilaði. Góð og skilgreinileg voru hans ráð, sem venjulega dugðu til lagfæringar. Jó- hann naut þess að hlusta á og spila djassmúsík. Hann lifnaði allur við ef umræður leiddust inn á þá braut. Ef til vill á hann eftir að hitta Guðmund Ingólfsson og aðra horfna snillinga, sem hann dáði svo mikið, og eiga með þeim djammsessjón, á þeim stað, sem hörpumar óma. Lífið er hverfult og við verðum að takast á við ýmsar þrautir. Oft leggur Guð steina í götu okkar og jafnvel fjöll. Stundum tekst okkur að klífa þau en stundum verða þau torsótt. Leið Jóhanns var hvorki bein né slétt síðustu árin, sem hann lifði. Hann háði ramma glímu við Bakkus. Okkur er ekki tamt að gefast upp, en glíman við Bakkus verður aldrei unnin nema játa sig sigraðan, gefast upp og biðja Guð í auðmýkt að taka stjóm á lífi okkar og lúta hans vilja. Jóhann var nýkominn úr með- ferð og bjartsýnn á að geta tekist á við lífið með styrk síns æðri máttar, byggt sig upp og fengið heilsuna að nýju. Hann þráði að takast á við öll þau verkefni, sem biðu hans eftir langvarandi veikindi. Honum hefur verið ætlað annað hlutverk og dvöl hans á þessum áfangastað er lokið. Hann fékk að deyja í svefni í rúminu sínu heima. Við sem elskuðum hann kjósum að áh'ta að nú líði honum vel. Líf hans hafði tilgang því hann skildi svo mikið eftir fyrir okkur hin af hjartahlýju og frábærum húmor. Hann sannaði líka margt fyrir okkur, sem við þurfum ekki að prófa sjálf. Ég vil þakka Jóhanni þær stundir sem við áttum saman og sérstaklega alla þá umhyggju, sem hann reyndi að bera fyrir móður okkar, og þá hjálp sem hann veitti henni í hennar veik- indum, þótt hann gengi ekki heill til skógar sjálfur. Guð blessi minningu míns kæra bróður. Birgir Ársælsson. Ég vil með fáeinum orðum minnast Jóhanns Heiðars. Það rifjast svo margt upp við fráfall Jóa. Hugurinn leitar nokkur ár aftur í tímann, þegar ég dvaldi á Höfn sumarið 1991. Ég fékk að dvelja í íbúðinni hans í Sól- bergi. Það þótti alveg sjálfsagt og að ég fengi að greiða leigu kom aldrei til mála. Þær voru margar ánægjustundim- ar sem ég átti með Jóa og foreldrum hans þetta sumar og oft síðar. Þær munu seint gleymast. Mér finnst það mikil gæfa að hafa fengið að kynnast heimihsfólkinu á Austurbraut 4. Ég man að oft var glatt á hjalla í eldhús- inu yfir veisluborði hjá Jónínu. Þar flugu oft skemmtisögur. Ég sé Arsæl heitinn fyrir mér, sitjandi í hominu við gluggann að segja frá. Annað- hvort að rifja upp sögur frá hðnum tímum eða ræða málefni líðandi stundar. Jói kom oft með hnyttileg til- svör í umræðuna, enda orðheppinn eins og faðir hans. Eins stundirnar í sumarbústaðnum í Lóni, þangað var mér oft boðið með ijölskyldunni og naut ég þeirra stunda. Þá bíltúramir, þeir vom kærkomin afþreying fyrir aðkomumann sem ekki þekkti marga á staðnum. Og þetta sumar var Jói þrítugur og var gaman að gleðjast með honum og við áttum öll saman ánægjulega stund. Arin hðu og alltaf helst sambandið. Við hittumst ýmist fyrir austan eða heima hjá Ola bróður hans þegar Jói kom til Reykjavíkur. Jói var menntaður rafeindavirki og var góður í sínu fagi. Og hæfileikamir voru fleiri, hann var gæddur tónhst- argáfu, spilaði á hljóðfæri og var djass í miklu uppáhaldi. í lífi okkar allra skiptast á skin og skúrir og það var eins hjá Jóa. Nú er göngunni lokið, hún varð ekki löng og á stundum erfið. Hvíl í friði kæri vin. Ég þakka stundimar okkar. Móður og bræðmm sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Ingimar F. Jóhannsson. LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK___________________ Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík slrni: 587 1960, fax: 587 1986 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SVEINN GARÐAR GUNNARSSON, Grundargötu 64, Grundarfirði, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 21. september. Ólöf Ragna Pétursdóttir, Hafsteinn Garðarsson, Guðbjörg Jenný Ríkarðsdóttir, Jódís Garðarsdóttir, Guðni Ásgeirsson, Jóhann Garðarsson, Ólöf Hallbergsdóttir, Eyþór Garðarsson, Elínrós Jónsdóttir, Gaukur Garðarsson, Bergdís Rósantsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma JENNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR, áður til heimilis að Brekkugötu 25, Hafnarfirði, sem lést á Hrafnistu miðvikudaginn 13. sept- ember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 26. september kl. 13,30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Fríkirkjuna í Hafnarfirð og slysavarnadeildina Hraun- prýði, Hafnarfirði. Sigrún Skúladóttir, Steinunn Guðmundsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Skúli Már Sigurðsson, Guðrún Guðmundsdóttír, Snorri Páll Sigurðsson, Guðmundur Guðmundsson, Ingunn Hjördís Kristjánsdóttir og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar og amma, ANNA JÓNSDÓTTIR Miklubraut 30 Reykjavík sem lést sunnudaginn 17. september, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðju- daginn 26. september kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Styrktarsjóð Vífilsstaðaspítala. Jón Rafn Sigurjónsson, Sigríður Sigurjónsdóttir Anna Sigurborg Ólafsdóttir, Sigurjón Ólafsson, Ingi Rafn Ólafsson, Nathalía D. Halldórsdóttir. + Ástkær sonur minn, bróðir, mágur og frændi, JÓHANN HEIÐAR ÁRSÆLSSON, Austurbraut 4, Höfn, Hornafirði, verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju, Homafirði, mánudaginn 25. september kl. 14.00. Jónína Jónsdóttir Brunnan, Birgir Ársælsson, Aðalheiður Árnadóttir, Ólafur Ársælsson, Bragi Ársælsson, Bima Oddgeirsdóttir og frændsystkini. + Sonur minn og bróðir okkar, JÓHANN ÓLAFSSON, Melabraut 2, Seltjarnarnesi, varð bráðkvaddur á heimili sínu þriðjudaginn 19. september sl. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu miðviku- daginn 27. september nk. kl. 15.00. Rannveig Jóhannsdóttir, Guðbjörn Ólafsson, Sigurður Þ. Ólafsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.