Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 106 einstaklingar hafa greinst með salmonellusýkingu Agæti bíður eftir end- anlegri niðurstöðu ALMAR Hilmarsson, framkvæmda- stjóri Ágætis hf., segir að fyrirtækið muni ekki taka ákvörðun um hugs- anlegt skaðabótamál á hendur heil- brigðisyfírvöldum fyrr en endanleg- ar niðurstöður rannsókna heil- brigðisyfirvalda á uppruna salm- onellufaraldursins sem geisað hefur á höfuðborgarsvæðinu undanfarna viku liggi fyrir. Fyrirtækið Ágæti hf. er eins og kunnugt er innflytjandi Dole-jöklasalatsins sem legið hefur undir grun um að vera sýkt af salm- onellu og valda þar með faraldrin- um. Engin salmonella hefur þó greinst í þeim sýnum af jöklasalat- inu sem bárust heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um síðustu helgi. Sagði Aímar við Morgunblaðið í vikunni að fyrirtækið hefði orðið fyr- ir töluverðum fjárhagsskaða vegna umfjöllunarinnar um hugsanlega salmonellusýkingu í salatinu frá Dole. Enn er verið að rannsaka upp- tök faraldursins hjá heilbrigðisyfir- völdum og sagði Guðrún Sigmunds- dóttir smitsjúkdómalæknir hjá sóttvarnalækni í Morgunblaðinu að vísbendingar hefðu borist um að uppruni sýkingarinnar kunni að hafa borist úr öðru salati sem flutt er inn frá Evrópu en Dole salatið er flutt inn frá Bandaríkjunum. Sam- kvæmt upplýsingum frá Hollustu- vernd ríkisins höfðu rannsóknir staðfest salmonellusýkingu í 106 einstaklingum á höfuðborgarsvæð- inu og Suðurlandi í gær. „Við bíðum eftir endanlegum nið- urstöðum rannsóknanna á faraldrin- um og þegar þær liggja fyrir tökum við næstu skref,“ segir Almar hjá Ágæti hf. í samtali við Morgunblað- ið. Þegar Eric Schwarz talsmaður Dole Fresh Vegetables Inc. í Banda- ríkjunum er spurður að því hvort fyrirtækið hyggi á skaðabótamál segir hann enga ákvörðun hafa verið tekna um það enda sé of snemmt að segja til um það hversu miklum skaða vorumerkið Dole hafi orðið fyrir á íslandi. „En það eru von- brigði að heilbrigðisyfirvöld á Is- landi skuli hafa bent á jökiasalatið frá Dole sem hugsanlegan orsaka- vald sýkingarinnai' ekki síst í ljósi þess að engin baktería hefur fundist í sýnum úr salatinu," segir hann og tekur fram að yfirleitt hafi matar- og lyfjaeftirlitið í Bandaríkjunum þann háttinn á að vera með staðreyndir á hreinu áður en þau bendi á söku- dólginn. Sóttvarnalögum breytt fyrr á árinu Guðrún Sigmundsdóttir smitsjúk- dómalæknir hjá sóttvarnalækni sagði í Morgunblaðinu í vikunni að sóttvarnalæknir teldi sig hafa laga- legan rétt á því að benda á jöklasal- atið frá Dole sem hugsanlegan or- sakavald salmonellusýkingarinnar þar sem niðurstöður faraldsfræði- legra rannsókna, þ.e.a.s. upplýsing- ar um hvar og hvað fólk sem sýktist borðaði, bentu sterklega til þess að umrætt salat hefði valdið sýking- unni. Segir Guðrún að sóttvarna- læknir byggi þennan lagalega rétt sinn á annarri málsgrein 11. greinar sóttvarnalaga en þar segir: „Telji sóttvarnalæknir hættu á að dýr, matvæli, starfsemi, vatn, skolplagn- ir, loftræsting eða annað í umhverf- inu dreifi eða geti dreift smitnæm- um sjúkdómsvöldum sem ógna heilsu manna skal ráðherra skipa sérstaka samstarfsnefnd til að afla nauðsynlegra gagna og hafa yfirum- sjón með nauðsynlegum aðgerðum til að meta og uppræta smithættu. Samstarfsnefndin skal skipuð þrem- ur mönnum, sóttvarnalækni, sem jafnframt er formaður, einum tO- nefndum af Hollustuvernd ríkisins og öðrum tilnefndum af yfirdýra- lækni. Varamenn skulu skipaðir á sama hátt. Nefndinni er heimill að- gangur að nauðsynlegum gögnum og öllum stöðum sem hún telur nauðsynlegt að skoða og getur feng- ið til þess aðstoð lögreglu ef með þarf. Nefndin skal gefa öllum þeim sem hafa eftirlit með dýrum, mat- vælum og umhverfí fyrirmæli um að grípa án tafar til allra nauðsynlegra aðgerða tO að uppræta smithættu. Að öðru leyti skal framkvæmd vera í samræmi við lög þessi og, eftir því sem við á, sérlög um einstaka eftir- litsaðila." Þessu ákvæði var bætt inn í sótt- varnalögin á síðasta löggjafarþingi ásamt öðrum nýjum ákvæðum og hlutu þau gOdi hinn 1. september sl. I athugasemdum við lagafrumvarpið kemur fram að ákvæðið hafi verið sett inn í lögin af tilstuðlan nefndar umhverfisráðherra um framkvæmd- ir vegna útbreiðslu campylobacter. Lagði nefndin m.ö.o. til að sótt- varnalögum yrði breytt á þennan hátt til að tryggja íhlutunarrétt sóttvarnayfirvalda þegar almanna- heiO væri stefnt í voða og þegar hópsýkingar eða farsótt sem ógnaði almannaheOl brytist út. í máli heilbrigðisráðherra, Ingi- bjargar Pálmadóttur, á Alþingi sl. vor þegar hún mælti fyrir frumvarp- inu kom enn fremur fram að nefndin hefði talið að boðleiðir til að uppræta smit væru ekki nægilegar skýrar og þar af leiðandi væri erfitt að sam- ræma aðgerðir um landið aöt. Því hefði nefndin lagt til að sérstök sam- starfsnefnd hefði heimild til að afla nauðsynlegra gagna og hafa yfirum- sjón með aðgerðum til að meta og uppræta smithættu þegar hætta væri á útbreiðslu smitnæmra sjúk- dóma sem ógnað gætu heilsu manna. Nú getur þú sent fréttir mblJs í tötvupósti til vina og vandamanna mbl.is kynnir nýjung. Nú getur þú sent fréttir mbl.is í tölvupósti til vina og vandamanna og látið skilaboð fylgja með. Það eina sem þú þarft að gera er að velja þennan möguleika sem fylgir nú öllum fréttum á mþl.is. Láttu frétta af þér! FRÉTTASENDINGAR A mbl.is i |m : I Illl if— HHFHffilP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.