Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 33
■ ........ %>
IEYKJAV ÍKURBRÉF
Laugardagur 23. september
Morgunblaðið/RAX
Skaftá
notið mests ávinnings af uppbyggingu járn-
brautanna í Bandaríkjunum. Það sé ekki ólík-
legt að það verði neytendur, sem njóti mests
afraksturs af upplýsingatækninni vegna stór-
aukinnar samkeppni í krafti hennar.
Kostnaður
lækkar
Tæknibyltingar leiða
til lækkandi kostnaðar í
atvinnulífinu. Á síðustu
þremur áratugum hefur
raunverð framleiðslugetu tölvunnar lækkað um
að jafnaði 35% á ári. Kostnaðarlækkun í fjar-
skiptum hefur verið hægari. Árið 1930 kostaði
þriggja mínútna símtal frá New York til
London meira en 300 dollara á núvirði. Nú
kostar þetta símtal innan við 20 sent, sem er
árleg lækkun um 10%.
Á 60 árum lækkaði rekstrarkostnaður gufu-
véla um 50%. Flutningskostnaður með járn-
brautum lækkaði um 40% í Bandaríkjunum á
árabilinu 1870 til 1913 eða um 3% á ári. Um
1870 kostaði 70 dollara á orð á núvirði að senda
símskeyti yfir Atlantshafið. Þetta verð fór
lækkandi en næsta áratuginn kostaði samt 200
dollara að senda 20 orða skeyti. í dag kostar 1
sent að senda 20 síðna skjal í tölvupósti.
Rafmagnsverð lækkaði hraðar en skeyta-
kostnaðurinn en samt ekki nema um 6% á ári
að jafnaði á tímabilinu 1890 til 1920 .
Til þess að setja þessar tölur í eitthvert sam-
hengi við okkar veröld í dag nefnir Economist
sem dæmi að ein afgreiðsla kosti banka 1,14
dollara, ef hún fer fram hjá gjaldkera, 52 sent
ef hún fer fram í gegnum síma, 27 sent í hrað-
banka en eitt sent ef hún er framkvæmd á Net-
inu. Þessar tölur sýna, hvað það er mikið hags-
munamál fyrir íslenzku bankana, að sem flestir
stundi viðskipti sín við þá um heimabankana og
glöggt dæmi um hvernig hægt er að auka
framleiðni í íslenzka bankakerfinu, sem af ein-
hverjum ástæðum hefur ekki lagt þá áherzlu á
þróun heimabankanna, sem ástæða væri til.
Margir telja, að nýting tölvutækni og Nets í
viðskiptum á milli fyrirtækja muni draga mjög
úr kostnaði þeirra. Þannig bendir flest til þess,
að stærstu bílaframleiðendur í heimi muni
flytja innkaup sín yfir á sameiginlegt net og
talið, að sögn Economist, að það gæti lækkað
framleiðslukostnað bíls um 14%.
Hvaða ályktanir get-
Staðan á um við dre&ið af þessari
j i !• umfjöllun Economist
lSianai um gtöðu okkar íslend-
inga á þessari vegferð og í ljósi þeirrar spurn-
ingar, sem Svanfríður Jónasdóttir hefur varp-
að fram um hvar nýja hagkerfið sé á íslandi?
Á því leikur enginn vafi, að grundvallaratrið-
in í hinu nýja hagkerfi eru að verða til á ís-
landi. Tölvunotkun í rekstri fyrirtækja er orðin
mjög almenn. Tölvueign á heimilum er mjög al-
menn. Þekking á notkun tölvunnar er mikil og
vaxandi áherzla lögð á að kenna notkun tölvu í
skólum.
Fjarskiptakerfið er að verða mjög fullkomið.
Notkun nýjustu fjarskiptatækni er að verða
mjög útbreidd. Almenn menntun er mjög góð.
Þetta eru allt grundvallaratriði.
Það er áreiðanlega reynsla margra fyrir-
tækja, að notkun tölvutækni í starfsemi þeirra
leiddi ekki þegar í stað til þess, að framleiðni
ykist. Tölvutæknin gerði það að verkum í byrj-
un að það var þægilegra að vinna verkin. Það
hefur mikill kostnaður verið samfara uppbygg-
ingu tölvukerfa. En smátt og smátt skilar þessi
þróun sínu og alls ekki fráleitt að það geti tekið
nokkra áratugi eins og rannsóknir hagfræð-
ingsins við Oxford-háskóla sýna.
Rannsóknir, sem gerðar voru við tvo banda-
ríska háskóla á starfsemi 600 stórra fyrirtækja
á árabilinu 1987 til 1994 bentu til þess, að fjár-
festing í tölvum stuðlaði að framleiðniaukn-
ingu, sem næmi 0,25-0,5%. Framleiðniaukning-
in yrði meiri eftir þvi, sem frá liði, sem væri
staðfesting á því, að það tæki fyrirtæki tölu-
vert langan tíma að laga rekstur sinn að hinni
nýju tækni og ná fyllsta árangri í krafti henn-
ar. Þessar rannsóknir bentu einnig til þess, að
fyrirtæki sem sameinuðu það tvennt að fjár-
festa í upplýsingatækni og breyta skipulagi
starfsemi sinnar um leið næðu beztum árangri.
Sömu rannsóknaraðilar halda því fram, að
afrakstur upplýsingatækni skili sér ekki sízt í
betri gæðum afurðanna, tímasparnaði og þæg-
indum, en þetta séu þættir, sem ekki komi
endilega fram í mælingum á framleiðniaukn-
ingu. Economist telur, að samanburður á milli
landa geti verið erfiður, bæði vegna þess, að
minna sé um rannsóknir á þessu sviði í
Evrópulöndum en í Bandaríkjunum og jafn-
framt sé ekki ólíklegt að mælingar geri minna
úr framleiðniaukningu í Evrópu en efni standi
til. Jafnframt hafi Bandaríkjamenn hafið fjár-
festingar í upplýsingatækni fyrr en önnur lönd
og þess vegna sé ekki óeðlilegt að þeir njóti
ávaxtanna fyrr. Þetta getur líka átt við hér á
íslandi, þegar við berum okkur saman við
Bandaríkjamenn að þessu leyti.
Upplýsingatæknin er líka alger grundvöllur
nýrra atvinnugreina, sem hér hafa orðið til.
Þar má að sjálfsögðu nefna hugbúnaðariðnað-
inn, sem er orðinn umtalsverður en einnig og
ekki síður nýjar atvinnugreinar á borð við líf-
tækniiðnaðinn. íslenzk erfðagreining hefði
ekki orðið til án hinnar nýju upplýsingatækni.
Hið sama má segja um merkilegt fyrirtæki,
sem hljótt hefur verið um, sem er lyfjaverk-
smiðja Delta í Hafnarfirði, þar sem stunduð er
háþróuð starfsemi á sviði lyfjaþróunar og lyfja-
framleiðslu og byggist í ríkum mæli á upp-
lýsingatækni. Ekki er fráleitt að ætla, að um
1500 manns starfi nú við líftækni, lyfjafram-
leiðslu, sölu og dreifingu á Islandi.
Utþensla íslenzkra fjármálafyrirtækja í öðr-
um löndum og þá ekki sízt Kaupþings byggist
m.a. og að verulegu leyti á markvissri nýtingu
upplýsingatækninnar. Óhætt er að fullyrða að
þessi útrás hefði ekki orðið jafn mikil og raun
ber vitni um ef hún væri ekki fyrir hendi, þótt
þar komi að vísu fleira til.
Fjölmörg fleiri dæmi mætti nefna um áhrif
upplýsingatækninnar á íslenzkt atvinnulíf.
Flest bendir til þess, að svara megi spurningu
Svanfríðar Jónasdóttur alþingismanns um hvar
nýja hagkerfið sé á íslandi á þann veg, að
sterkur og breiður grundvöllur hafi verið lagð-
ur að því og að íslenzka þjóðin muni njóta
ávaxtanna af því á næstu árum og áratugum.
„Hins vegar er eftir-
tektarvert, að rann-
sóknir sýna, að það
líður oft langur tnni
frá því að byltingar
af þessu tagi verða
og þangað til þeirra
sér stað í aukningu
framleiðni og er þar
aftur komið að
þeirri spurningu,
sem Svanfríður
Jónasdöttir varpar
fram í umræddri
grein sinni. Sagan
sýnir, að langur túni
leið þangað til guíii-
vélin og rafmagnið
leiddu til fram-
leiðniaukningar.
Rannsóknir hag-
fræðings við
Oxford-háskóla
sýna, að Ijórir ára-
tugir hafi liðið frá
því að rafmagnið
kom til sögunnar og
þar til framleiðni fór
að aukast að ráði.“
t