Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 35
SKOÐUN
UM GEÐHEILBRIGÐI
Á GEÐDEILDUM Landspítalans
hefur umræða um óánægju ófag-
lærðs starfsfólks með laun og starfs-
hætti aukist. Slíka umræðu er ekki
hægt að blása frá sér með hummi
eða almennu skilningsleysi. Þess
konar viðbrögð kalla einungis á
meiri óánægju, sem gerir það að
verkum að geðgeirinn verður óskil-
virkari en hann er nú. Ef undirstöð-
um þjóðfélags, eins og geðheilsu og
geðvernd, er ábótavant getur það
valdið meiriháttar afleiðingum í
þjóðfélaginu öllu. Því er það einstak-
lega mikilvægt að koma auga á galla
í tæka tíð og bæta upp með sértæk-
um aðgerðum áður en meiri skaði
hlýst af. Til þess að festa hendur á
umræðunni og snúa henni í betri far-
veg ætla ég að líkja geðgeiranum við
sjúkling.
Geðgeirinn er til þess fallinn að
sinna fólki með geðræna kvilla. I
grófum dráttum felst það í grein-
ingu og meðferð. Greining felst í því
að koma auga á geðræn einkenni
sjúklings með almennum athugun-
um lækna, sálfræðinga, félagsráð-
gjafa og hjúkrunarfólks. Til hjúkr-
unarfólks teljast hjúkrunarfræð-
ingar sem hafa yfirumsjón með
hjúkrun en einnig sjúkraliðar og
starfsmenn. Meðferð felst í því að
koma sjúklingi aftur í eins gott jafn-
vægi og mögulegt er; það er að
sjúklingur nái sem mestum hugsan-
legum bata. Það er gert með marg-
víslegum hætti. Sjúklingur dvelst á
deild og tekur þátt í meðferð hvað
varðar lyf, viðtöl, hópfundi og þess
háttar. Dagleg þátttaka með hjúkr-
unarfólki og öðrum sjúklingum er
einnig hluti af meðferð. Slík meðferð
tekur hlutfallslega mest af heildar-
tíma meðferðar. Til þess að bati
sjúklings verði sem mestur er mikil-
vægt að þeir sjá um slíkt séu vel
þjálfað og hæft starfsfólk sem er
ánægt í sínu starfi.
Ófaglærðir starfsmenn geðdeild-
ar vinna undir stjórn hjúkrunar-
fræðings. Ófaglærðir starfsmenn
vinna sama starf og sjúkraliðar, en
vegna þess hve erfitt reynist að fá
sjúkraliða í slík störf eru starfsmenn
í meirihluta. Þótt starfsmenn séu
ófaglærðir að nafninu til er þó nokk-
uð um að slíkir starfsmenn séu með
háskólapróf eða á leiðinni að ljúka
háskólaprófi.
Starfsmenn sinna meðferð eftir
fyrirmælum hjúkrunarfræðinga. í
því felst að sjá um daglegt líf innan
deildar. Starfsmenn ræða við sjúkl-
inga um vandamál, fara með sjúkl-
ingum í gönguferðir og sinna tóm-
stundum með þeim. Einnig sjá
starfsmenn um að reglum deildar sé
framfylgt. Starfsmenn sjá um að
sitja yfir sjúklingum sem eru í sturl-
unarástandi og í miklu oflæti. Aukn-
ar líkur eru á að slíkir sjúklingar
beiti ofbeldi. Einnig þurfa starfs-
menn að hafa gát á sjúklingum í
sjálfsvígshættu. Öllu slíku starfi
fylgir mikil áhætta, annars vegar er
hætta á átökum, hins vegar geta
sjúklingar verið með smitsjúkdóma
eins og alnæmi og lifrarbólgu. Það
kallar á aukna varúð.
Að ofansögðu er Ijóst að starfs-
menn taka þátt í að halda um lífæð
sjúklinga. Ef þátttakendur í slíku
starfi eru óánægðir er óhjákvæmi-
legt að þrýst sé á með fullum þunga.
Því hefur verið lýst hvað sá hluti
sjúkiings gerir þar sem umrætt
mein eða röskun liggur. I framhaldi
af því þarf að lýsa einkennum,
greina sjúkling, tala um orsaka-
fræði, ræða um meðferð og loks spá
fyrir um horfur.
Einkenni
Almenn óánægja með laun. Byrj-
unarlaun eru um það bil 75.000 krón-
ur. Með vaktaálagi hækka slík laun í
90.000 krónur. Vinna starfsmanna
er ekki metin að verðleikum, miðað
við álag og kröfur um gæði. Starfs-
menn ganga í störf sjúkraliða, en
sjúkraliðar eru betur launaðir, þess
vegna er heilbrigðis-
kerfið að fá meira íyrir
minna.
Nám starfsmanna er
ekki metið að verðleik-
um. Þeir starfsmenn
sem hafa lokið eða eru
að ljúka háskólanámi
fá slíka menntun ekki
metna til fulls.
Hvatning til starfs-
fólks til þess að mennta
sig er lítil. Starfsmenn
eiga möguleika á helg-
ar- og vikunám-
skeiðum. Starfsmaður
hefur möguleika á
hækkun launa fyrir
fyrstu 2-3 helgar- og
vikunámskeið. Öll námskeið
menntun eftir það er ekki metin.
Starfsreynsla starfsmanns á geð-
deild er aðeins metin að litlu leyti.
Samkvæmt kjarasamningum skiptir
lífaldur starfsmanns meira máli.
Þótt ungur starfsmaður hafi unnið
mun lengur en eldri starfsmaður
fær sá eldri meiri laun. Þetta eykur
líkur á að meðalaldur starfsmanna
verði hærri en eðlilegt þykir.
Starfstími starfsmanna á geðdeild
er lágur. Mikil hreyfing er á starfs-
fólki og eðlileg festa á geðdeild rask-
ast. Ef starfsreynsla starfsmanns er
ekki metin nema að litlu leyti er
þetta eðlileg afleiðing.
Sjúklingar eru óánægðir með
mikla hreyfingu starfsfólks. Flestir
sjúklingar sækja þjónustu á eina
geðdeild, svo festa verði í meðferð.
Slík festa raskast ef sjúklingur þarf
að kynnast hópi af nýju starfsfólki í
hvert sinn sem hann sækir þjónustu.
Mikil hreyfing á starfsfólki veldur
manneklu í lengri eða styttri tíma.
Erfitt reynist að manna deildir fyrr
en skólafólk kemur á vorin. Þess
vegna þarf að manna deildir með því
að kalla fólk á aukavaktir. Það kost-
ar meira fé en þyrfti ef hægt væri að
fylla í stöðugildi.
Starfsmaður sem lyftir launum
upp með aukavöktum eykur á kuln-
un í starfi. Ef starfsmaður missir
áhuga á starfi getur það skaðað
meðferð sjúklinga. Einnig aukast
líkur á því að hann hætti.
Vegna þess að það vantar oft fólk í
lengri eða styttri tíma veldur það því
að reynt er með öllum mætti að ráða
fólk og ráðningarkröfur minnka.
Það veldur því að óhæft fólk er ráð-
ið. Það skaðar meðferð sjúklings.
Viðhorf til menntunar og hæfni
starfsmanna er ekkert og það veldur
því að starfsmenn sjá engan hvata í
því að mennta sig. Einnig er hætta á
stöðnun starfsmanns í starfi. Starfs-
maður sér engan hvata að taka sjálf-
an sig í naflaskoðun.
Þjálfun og hæfni starfsmanna eru
minni en kröfur eru gerðar til. Þegar
þarf að grípa til sértækra aðgerða,
vegna sturlunarástands eða ofbeld-
is, hafa starfsmenn að jafnaði ekki
eins mikla þjálfun og þyrfti til þess
að sjá um slík mál. Slíkir sjúklingar
eru oft sviptir sjálfræði tímabundið.
Meðan sjúklingur er sviptur sjálf-
ræði eru starfsmenn að sinna nokk-
urs konar löggæslustörfum. Slík
starfsemi er á mörkum dómkerfis og
heilbrigðiskerfis. Engin kerfisbund-
in þjálfun fer fram í slík störf vegna
þess að lög um slíkt eru ekki til.
Samkvæmt lögum eru starfsmenn
Guðmundur Ágúst
Skarphéðinsson
og
að sinna störfum sem
tilheyra ekki þeirra
verksviði.
Greining og orsakir
Ónóg laun og lítil
þjálfun starfsmanna
eru þau einkenni sem
draga má saman. Til
þess að ræða um undir-
liggjandi mein þarf
umfjöllun um þann
ramma og það hlutverk
sem starfsmenn geð-
deildar vinna eftir.
Einnig þarf að íhuga
stöðu starfsmanna
miðað við hliðstæða
starfsmenn innan heil-
brigðiskerfis.
Starfsmenn geðdeildar eru skil-
greindir og vinna eftir sama ramma
og annað ófaglært starfsfólk Land-
spítalans. Þeirra hlutverk felst í
þrifum, eldamennsku og þjónustu-
störfum. Auk þess eiga starfsmenn
að sinna sjúkraliðastörfum ef ekki
tekst að fá sjúkraliða. Samkvæmt
þessum lagaramma er ófaglært
starfsfólk Landspítalans ekki aðilar
að meðferð og hafa ekki mikil sam-
skipti við sjúklinga. Starfsmenn
geðdeildar falla undir sama ramma.
Gott dæmi um þetta er auðkennis-
fólk starfsfólks Landspítala. í auð-
kenniskortum er liturinn rauður
tákn um mikil samskipti við sjúkl-
ing. Fjólublár litur er tákn þeirra
sem hafa lítil samskipti við sjúkling.
Starfsmenn geðdeildar hafa fjólu-
bláan lit í sínu auðkenniskorti og
eiga því ekki að taka þátt í meðferð
sjúklings. En í raun og veru taka
starfsmenn þátt í meðferð, þótt hlut-
verk þeirra sé ekki skilgreint þann-
ig. Það má því með sanni segja að á
Islandi er verið að reka geðdeildir
með minni tilkostnaði en þyrfti í
raun og veru.
Starfsmenn barna- og unglinga-
geðdeildar Landspítalans (BUGL)
vinna eftir öðrum lagaramma. Þar
eru þeir nefndir ráðgjafar og hafa
rauðan lit á auðkenniskorti sínu.
Ef undirstöðum þjóðfé-
lags, eins og geðheilsu
og geðvernd, er ábóta-
vant, segir Guðmundur
Ágúst Skarphéðinsson,
getur það valdið meirí-
háttar afleiðingum í
þjóðfélaginu öllu.
Samkvæmt lagaramma hafa þeir
mikil samskipti við sjúklinga. Byij-
unarlaun ráðgjafa eru um það bil
20.000 kr. hærri en á fullorðins- og
áfengisdeildum.
Vaktmenn á Landspítalalóð sinna
nokkurs konar öryggisgæslu. Vegna
þess að starfssvið þeirra fellur undir
þá skilgreiningu hafa þeir mun
hærri laun en starfsmenn geðdeild-
ar. Þeir vaktmenn sem gæta húss
geðdeilda á Landspítalalóð fá auk
þess áhættuþóknun.
Bæði ráðgjafar á BUGL og vakt-
menn Landspítala eru frábrugðnir
starfsmönnum geðdeilda að því leyti
að þessar stéttir eru í Starfsmanna-
félagi Reykjavfloir. Starfsmenn geð-
deildar eru innan Eflingar, eins og
annað verkafólk, og eru háðir sömu
kjarasamningum. Efling er víðtækt
stéttarfélag og þess vegna eru litlar
líkur á því að slflct félag geti komið á
róttækum breytingum.
Loks erum við komin að kjama
málsins. Starfsmenn geðdeildar eru
alhliða verkafólk, án menntunar og
sérhæfingar sem þarf til þess að
hafa samskipti og sinna umönnun
fólks með geðræna kvilla. Innan
geðdeilda Landspítalans er heil stétt
á launum við að sinna röngu starfi.
Meðferð
Von er á bata ef sjúklingur tekur
þátt í öflugri meðferð. Meðferð
skiptist í nokkra hluta. Nauðsyn er
að sinna hverjum hluta samtímis og
hefja meðferð fljótt.
Starfsmenn geðdeilda eru hvattir
til þess að skipta um stéttarfélag.
Nauðsynlegt er að allir starfsmenn
taki þátt í því. Hægt er að gera það
með tvennum hætti. Annars vegar.
að fara úr Eflingu í Starfsmannafé-
lag Reykjavíkur, þar sem ráðgjafar
á BUGL og vaktmenn Landspítala
eru lyrir. Hins vegar að stofna eigið
stéttarfélag sem vinnur eingöngu að
framgangi mála sem varða starfs-
menn geðdeilda.
Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðherra og ríkisstjóm Islands þarf
að grípa inn í meðferð með þeim
hætti að móta lög sem varða aðeins
starfsmenn geðdeilda. I mótun
slíkra laga þarf að skilgreina
starfssvið og hlutverk starfsmanna,
skyldur og réttindi. Nauðsynlegt er
að móta heiti á nýrri stétt. Slíka
stétt væri hægt að kalla geðfulltrúa.
Með því móti væri verið að koma á
stéttarvitund og auka virðingu nýrr-
ar stéttar, stéttar sem tæki hlut-
verki sínu með þeirri alvöru og af
þeirri ábyrgð sem nauðsynlegt þyk-
ir.
I framhaldi af lagasetningu væri
hægt að koma á fót skóla fyrir geð-
fulltrúa. Til er skóli fyrir stéttir eins
og tollverði, fangaverði og leikskóla-
kennara. Jafn mikilvægt er að til sé
skóli, þar sem væri hægt að mennta
geðfulltrúa. Þannig væri hægt að
þjálfa kerfisbundið þau atriði sem
nauðsynlegt er að kunna skil á þegar
þarf að hafa samskipti við fólk með
geðræna kvilla.
Sjúklingur getur átt von á bata ef
farið yrði eftir þessari meðferðar-
áætlun. Ef horfur em á því að með-
ferð sjúklings verði frestað hvet ég
starfsmenn geðdeildar að grípa til
harkalegra aðgerða.
Horfur
Sjúklingur getur átt von á því að
ná sér að fullu. Væntanlegir geðfull-
trúar öðlast víðtæka stéttarvitund.
Nýr lagarammi gerir það að verkum
að starf þeirra er betur skilgreint og
geta geðfulltrúar því átt von á að
meiri ábyrgð færist til þeirra. Með
nýjum lagaramma og aðild að öðm
stéttarfélagi geta geðfulltrúar átt
von á mikilli hækkun launa. Sjúkl-
ingur getur því starfað aftur af fullu
afli við geðvernd og geðrækt í ís-
lensku þjóðfélagi, öllum til bóta.
Höfundur er nemif sálfræði við HÍ
og starfsmaður A geðdeiid Land-
spftala.
TIL SÖLU
Þessi bátur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar er til sölu
Gerð: Viking Norvik Rc 25, árgerð 1990
Lengd: 7,8 metrar - Þyngd: 2,5 tonn - Djúprista: 50 cm - 15 manna - Vél: Volvo Penta Turbo, 200
hestöfl, dísel - Drif: Castoldie 06 vatnsþrýstidrif - Ganghraði: 27 hnútar - Drægni: 140 sjómílur -
Eldsneytistankar: 200 lítrar - Lensidælur: Rafmagnsdæla og handdæla - Siglingatæki: Silva áttaviti -
Fjarskipti: Skanti 2500 VHF, 25 wött -
Öryggisbúnaður: Sjálfréttibúnaður, neyðarflugeldar, slökkvitæki, sjálfvirkur staðsetningarbúnaður.
Upplýsingar í símum 696 2925 eða 569 1162 á mánudag
NETVERSLUN ■ ■ ■ ■ ■
íAiww.hillur.is
Ef þig vantar hiliur eða hillukerfi
fyrir iagerinn, verslunina,
heimilið, skrifstofuna, bílskúrinn...
Þú skoðar í rólegheitum, pantar og við sendum um hæl.
ísoldehf.
Umboðs- og heildverslun
Nethyl3-3a -110 Reykjavík
Sími53 53 600 - Fax 5673609
www.isold.is