Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ "poz>i> QQp Guðrún í síðasta ríðli GUÐRÚN Amardóttir verð- ur í 5. og siðasta riðli undan- rásanna í 400 m grinda- hlaupi kvenna snemma í dag, að íslenskum tíma, kl. 8.43. Alls eru sjö keppendur í riðli Guðrúnar og Ijóst að það verður um hörkukcppni að ræða því meðal þeirra er Ionela Tirela frá Rúmeníu, Evrópumeistari 1998, Rúss- inn Irina Privalova, sem hef- ur hlaupið best á 54,06 sek- úndum á þessu ári og Toi\ja Buford Bailey, Banda- ríkjunum, en hún hefur hlaupið hraðast á 54,80 sek- úndum á árinu. Bailey á best 52,62 frá því á HM 1995 en það er jafnframt annar besti árangur í greininni frá upp- hafi, aðeins Yioo frá heims- metinu sem Kim Batten setti á sama móti fyrir fimm ár- um. Auk þeirra hlaupa Keri Maddox, Bretlandi sem á 55,22 á þessu ári, Patrina Allen, Jamaíku, 55,63 í riðl- inum og Stephanie Price, Ástralíu, 56,04 í riðlinum. íslandsmet Guðrúnar er 54,37 frá því f byijun ágúst og er það áttundi besti ár- angur í greininni í ár. Guðrún verður á sjöttu braut með Price sér á vinstri hönd og Allen á þá hægri. Tveir fyrstu í hveij- um riðli vinna sér sæti í und- anúrslitum sem fram fara á mánudaginn, auk þeirra sem eiga sex bestu tfmana fyrir utan þá tíu sem hafna í fyrsta og öðru sæti hvers riðils. Afar öruggt hjá Völu Þórey Edda Elísdóttir hefur lokið keppni á ÓL. „ÞAÐ var fyrst og fremst alveg ákaflega gaman að stökkva á vell- inum í kvöld, stemmningin var rosalega góð,“ sagði Vala Flosa- dóttir stangarstökkvari ákaflega glöð í bragði og hafði líka ástæðu til eftir að hún hafði tryggt sér sæti í úrslitum stangar- stökks kvenna í gær. Vala stökk 4,30 metra, hærra þurfti ekki að stökkva til þess að tryggja sér sæti í úrslitum á mánudaginn. Þór- ey Edda Eiísdóttir náði sér ekki á strik og stökk 4 metra, en felldi 4,15 metra í þrígang og var þar með úr keppni. Eg hef nú ekki farið yfir stökkin í smáatriðum en ég held að þau hafi verið mjög góð,“ sagði Vala um leið og hún gekk út lvar af vellinum og hitti Benediktsson Morgunblaðið að skrifarfrá máli. „Mér leið ákaf- Sydney lega vel á vellinum að þessu sinni og stökkin báru keim af því,“ sagði Vala ennfremur sem sýndi mjög mikið öryggi í undan- keppninni. Vala byrjaði á því að stökkva yfir 4 metra, þá 4,15 síðan 4,25 og loks 4,30 og stökk hún ör- ugglega yfir allar hæðir og virtist hafa lítið fyrir því. Vala var ein sex keppenda sem komust í gegnum undankeppnina án þess að fella einu sinni. Þetta er jafnt því besta sem Vala hefur náð í sumar og sex sentímetrum frá ís- landsmetinu. „Það gekk vel að þessu sinni, mér tókst að slaka á, en samt þannig að það var alveg mátu- leg spenna í mér,“ bætti Vala við og vildi lítið gefa út á framhaldið sem fram fer á morgun, mánudag, en það má að minnsta kosti draga þá ályktun af því hvernig Vala stökk að þessu sinni að hún ætti að hafa alla möguléika á að bæta íslandsmetið. „Þetta er alltaf spurning um dags- formið, það var gott hjá mér að þessu sinni,“ sagði Vala. Um það hvort hún hafi ekki reiknað með því að þurfa að fara yfir 4,40 til að kom- ast í úrslitin sagði hún. „Nei, ekkert frekar. Ég bjóst við að það yrði nóg að fara yfir 4,30 eða 4,35, þannig að þetta kom ekkert á óvart. Hins veg- Astralinn Grant Hackett batt enda á átta ára ólympíusigurgöngu landa síns Kieren Perkins í 1500 m skriðsundi á síðasta degi sundsins á Ólympíuleikunum í gær. Hackett vann tilfinningaþrunginn sigur á heimsmethafanum í greininni sem Áströlum fannst sú mikilvægasta í sundkeppninni. Inge De Brujjn sýndi enn einu sinni kraft sinn og sigurvilja er hún nældi í sín þriðju gullverðlaun í 50 m skrið- sundi. Hinir sigrar hennar voru í 100 m flugsundi og 100 m skriðsundi en hún sló eigin heimsmet í öllum greinum. Bandaríkjamenn unnu alls 14 gull í sundgreinum og enduðu sundkeppn- ina á nýjum heimsmetum í bæði 4x100 m fjórsundi karla og kvenna. Jenny Thompson vann sitt áttunda gull, en öll hafa komið úr boðsundum og er það met hjá kvenkyns sund- manni. Hún vann einnig þar með sín tíundu verðlaun á Ólympíuleikum sem er einnig met hjá sundkonu. Ástralir unnu næstflest gull í sundi á leikunum, alls fimm, ásamt Hollend- ingum, en öll gull þeirra unnu þau Pieter van den Hoogenband og Inge De Bruijn. Alls voru fjórtán heimsmet sett í Homebush Bay-lauginni og eitt jafn- að. ar getur maður aldrei verið viss um þess háttar," sagði Vala. Þóreyju Eddu gekk ekki sem skyldi. Hún fór nokkuð örugglega yfir 4 metra í fyrsta stökki, en lenti í basli með næstu hæð þar á eftir, 4,15, og tókst aldrei að sýna sínar réttu hliðar í þremur tilraunum við þá hæð. Voru það henni greinilega gríðarleg vonbrigði, mátti glöggt sjá það. Þórey hefur stokkið hæst á þessu ári, 4,30 metra. Hafnaði Þórey í 22. sæti af 30 keppendum. Alls voru það tólf stúlkur sem fóru yfir 4,30 en sú þréttánda sem fór yfir þá hæð, Doris Auer, hafði of margar tilraunir að baki og komst ekki inn í úrslitin. Nokkrar þekktar stúlkur komust ekki áfram, þeirra þekktust heimamaðurinn Émma Goerge, sem hafði dreymt um að vinna gullverðlaun á heimavelli nú þegar í fyrsta sinni er keppt í stang- arstökki kvenna á Ólympíuleikum. Vala Flosadóttir fagnar - hún keppir í úrslitum á morgun. Melissa Múller, Bandaríkjunum, náði heldur ekki inn í úrslitin, svo og Janie Whitlock, Bretlandi, Tékkinn Pavla Hamackova, Jelena Belyak- ova, Rússlandi og Susanna Zsabó svo fáeinar reyndar séu nefndar. Tvö heimsmet á síðasta degi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.