Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 8
8 SUNN UDAUUK 24. SEFPEMBEK 200U MORGUNBLADIÐ
FRÉTTIR
Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra á ráðstefnu f Luxemborg
Hvað ert þú að blaðra um mína peninga í útlandinu, góði??
Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson
Hross voru höfð á beit í a.m.k. þrjá daga í mýrinni í Landmannalaugum fyrir um viku síðan.
Lausaganga hrossa í Landmannalaugum
Náttúruvernd skoð-
ar ummerkin
UM 100 hross gangnamanna voru á
beit í mýrinni við Landmannalaug-
ar í a.m.k. þrjá daga fyrir um viku
en landið er friðland og þar gilda
mjög strangar reglur um umgengni
og óheimilt er að beita þar hestum.
Árni Bragason, forstjóri Nátt-
úruverndar ríkisins, sagði að svæð-
ið í kringum laugarnar væri mjög
viðkvæmt og maður frá stofnuninni
væri á leið á þangað til þess að
skoða ummerkin eftir hrossin.
Hann sagði að Náttúruvernd
myndi ekki aðhafast neitt þangað
til því væri lokið. „Menn telja sig
eiga einhvern rétt á að beita
þarna,“ sagði Árni. „En það að
vera með 100 hross og halda þeim
til beitar á þetta viðkvæmum stað
er hlutur sem maður hélt að menn
myndu ekki gera.“
Ráðgjafanefnd kölluð saman
Árni sagði að eftir að svæðið
hefði verið skoðað yrði ráðgjafa-
nefnd um friðlandið, en í henni eiga
sæti fulltrúar sveitarstjórna, kölluð
saman og málið rætt. Hann sagði
að viðbrögð Náttúruverndar myndi
liggja fyrir eftir þann fund.
I reglum um friðland að Fjalla-
baki segir: „Gangandi fólki er
heimil för um friðlandið, enda fylgi
það merktum stígum í Landmanna-
laugum og annarsstaðar þar sem
það á við. För á hestum er aðeins
heimil á merktum reiðslóðum og
afmörkuðum áningarstöðum.
Óheimilt er að beita hestum í
Landmannalaugum og annars stað-
ar þar sem [Náttúruvemd ríkisins]
kann að ákveða."
Fyrsti alþjóðlegi hjartadagurinn
Látum
hjartað púla
IDAG er fyrsti alþjóð-
legi hjartadagurinn.
Þema dagsins er al-
menn hreyfing. Hjarta-
vemd vekur athygli á þess-
um degi. Rannsóknarstöð
Hjartavemdar hefur skoð-
að gildi hreyfingar gegn
hjarta- og æðasjúkdómum
og liggja niðurstöður þeirr-
ar rannsóknar nú fyrir.
Uggi Agnarsson er læknir
hjá Hjartavemd, hann var
spurður um gildi alþjóð-
legs hjartadags.
„Kjörorð dagsins er gildi
reglubundinnar áreynslu
og á að minna fólk á að
hugsa vel um hjartað sitt.
Muna að gott hjarta er lyk-
ill að heilbrigði og al-
mennri vellíðan. Aliir geta
fundið það á sér ef hjart-
anu líður ekki vel. Við viljum sér-
staklega minna á gildi hreyfingar
að þessu sinni en einnig á þau
sjálfsögðu atriði að borða rétt
fæði, gæta líkamsþyngdar og
reykja ekki. Hjartavemd hefur
mælt kólesteról hjá fólki og er
gildi þess að hafa vitneskju um sitt
eigið kólesterólgildi ótvírætt.“
- Er mjög nauðsynlegt að
hreyfa sig reglubundið?
„Já, margar rannsóknir hafa
stutt þá tilgátu að líkamleg hreyf-
ing hafi heilsubætandi áhrif og
hafa einnig sýnt fram á mælanleg-
an ávinning í lífslengd og aukinni
starfsgetu. Frumkvöðlum rann-
sóknar Hjartavemdar var strax
ljóst í upphafi rannsóknarinnar
1967 þessi sannleikur og ákváðu
því frá byrjun að afla upplýsinga
um líkamshreyfingu meðal þátt-
takenda rannsóknarinnar og lögðu
þar með grunninn að þeim upplýs-
ingum sem við nú búum yftr rúm-
lega þijátíu ámm síðar. Við höfum
skoðað gildi hreyfingar hjá rúm-
lega níu þúsund körlum og tæp-
lega tíu þúsund konum, þátttak-
endum í hóprannsókn Hjai-ta-
vemdar og nú síðast höfum við
einnig notað svo til sömu spum-
ingar í nýjasta verkefni rannsókn-
arstöðvarinnar: Afkomendarann-
sókninni."
- Hvers konar rannsókn er það?
„Afkomendarannsóknin er
rannsókn á áhættuþáttum hjarta-
og æðasjúkdóma og lífsvenjum
meðal afkomenda fólks sem fengið
hefur kransæðastíflu. Til saman-
burðar var einnig valinn stór hóp-
ur fólks sem ekki hefur fjölskyldu-
sögu um kransæðastíflu. Við
höfum nú þegar skoðað um 4.000
þátttakendur í þessari rannsókn
sem enn er yfirstandandi. Niður-
stöður Hjartavemdar á giidi
reglubundinnar hreyfingar liggja
nú að nokkru fyrir. Það hefur
komið í ljós að veruleg aukning er
nú á reglubundinni hreyfingu
meðal íslendinga. Þannig má
segja að milli 15 til 20 % fertugra
töldu sig stunda reglubundnar
íþróttir fyrir um 30 árum. En nú
við aldamótin 2000 má segja að
milli 60 og 70 % karla og kvenna á
þessum sama aldri telji sig stunda
reglubundna hreyf- ____________
ingu. Þessi gríðarlega
aukning endurspeglar
mikinn og vaxandi
áhuga á gildi hreyfing-
ar, hún kann einnig að
endurspegla vissa
breytingu á þjóðfélags-
háttum þar sem líkam-
leg áreynsla í starfi virðist minni
og fólk finnur sig því meira knúið
til að verja frítíma sínum með
þessum hætti. Við sjáum einnig að
fólk leggur í auknum mæli áherslu
á fremur einfalda líkamsáreynslu,
svo sem gönguferðir, sund og leik-
fimi. Þessar tegundir hreyfingar
Uggi Agnarsson
► Uggi Agnarsson fæddist í
Reykjavík 19. nóvember 1949.
Hann lauk stúdentsprófí 1969 frá
Menntaskólanum í Reykjavík og
læknaprófi frá Háskóla Islands
1976. Hann stundaði framhalds-
náms í lyf- og hjartalækningum
við háskólannum í Connecticut í
Bandaríkjunum. Sérfræðipróf-
um (ABIM og AB cardiology)
lauk hann 1983 og 1985. Félagi í
Evrópusamtökum hjartalækna
frá 1997. Hann hefur starfað að
sérgrein sinni frá 1986 við rann-
sóknarstöð Hjartaverndar,
Landspitala, Sjúkrahús Akra-
ness og nú á Landspítala - há-
skólasjúkrahúsi, Fossvogi. Uggi
er kvæntur Margréti Guðnadótt-
ur listakonu og eiga þau þijú
börn.
Milli 60 til
70% karla og
kvenna um
fertugt hreyfa
sig reglu-
bundið
hafa hins vegar verulegt gildi þótt
einfaldar séu og yfir langan tíma,
að meðaltali tæplega tuttugu ár,
lækkar þessi ástundun áhættu
gagnvart hjarta- og æðasjúkdóm-
um um 25 til 30 %. Og sýnir þannig
áhættuminnkun sem er í svipuð-
um mæli og að mæla blóðfitu og
fylgjast með blóðþrýstingi. Gildi
þess að nota ekki tóbak er einnig
mjög ótvírætt."
-Er þessi þróun sú sama víða
umheim?
„Já, það er meginástæða þess
að alþjóðlegi hjartadagurinn velur
að taka sérstaklega fyrir líkam-
lega hreyfingu og helga hana þess-
um degi, 24. september. Þeir
minna á að það sé margt sem vinn-
ist, auk þess að draga úr hjarta-
áföllum minnkar hætta á heila-
áföllum og heilablæðingum og má í
því sambandi geta þess að rann-
sókn Hjartavemdar hefur einnig
kannað það meðal íslendinga og
séð gildi hreyfingar til að draga úr
þeirri áhættu. Voru þær niður-
stöður birtar á síðasta ári í víð-
lesnu, bandarísku læknablaði:
Annals of Internal Medicine. Lík-
amleg hreyfing lækkar blóðþrýst-
ing og hefur góð áhrif á blóðfitu
með þeim hætti að æðaskemmandi
lágþétt (LDL)kólesteról minnkar
meðan æðaveijandi góða kólester-
ólið (HDL) eykst. Vöðv-
ai' og bein styrkjast og
di-egur úr áhættu á
brotum. Rannsóknin
sýnir einnig að líkur á
dauðsfalli vegna
krabbameins eru um-
talsvert lækkaðai' eða
....11 um 25% áhættmninnk-
un. Áreynslan eykur h'fsgleði,
hjálpar tií að halda réttri þyngd og
bætir svefn. Fólki líður almennt
betur. Þetta vita flestir en stund-
um er erfitt að byija að hreyfa sig.
Þá er gott að setja hófleg markmið
°g byrja rólega, gjaman í góðum
félagsskap annarra.