Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 51 ÍDAG BRIDS llinsjón Ouðmundur l’áll Arnarson ÍSLAND mætti La Réun- ion í níundu umferð og Að- alsteinn notaði tækifærið og spurði: „Hvaðan eruð þiðpiltar?" í Ijós kom að Réunion er eyja í Indlandshafi austur af Madagaskar, þar sem íbúafjöldinn er skammar- lega rýr í roðinu, eða um 600 þúsund manns. Portú- galar fundu eyjuna um miðja sautjándu öld, en Frakkar réðu þar ríkjum lengst af. Þetta var í fyrsta sinn sem spilarar írá La Réun- ion tóku þátt í ólympíu- móti og það var augljóst að þeir kunnu vel til verka við spilaborðið. Norður gefur; NS á hættu. Norður * KD875 v 843 * f>8 * A109 Vestur Austur • Á94 • 1032 • 65 ¥ Á972 ♦ G109732 ♦ K54 + K8 + 752 Suður * Gfi * KDG10 * Á6 + DG643 ísland vann leikinn 16- 14, en stærsta sveiflan datt í dálk Réunion- manna, nánast eins og fyr- ir tilviljun: Opinn salur: Vestur Norður Austur Suður Aðalsleinn Deleflie Sverrir Gerente - Pass Pass llauf 2tiglar Pass 2spaðar 4spaðar 3 tíglar Allirpass 3spaðar Lokaður salur: Vestur Norður Austur Suður Mondon Ifröstur Dumas Magnús - lspaði Pass 21auf Pass Pass 2spaðar 3grönd Pass Allirpass 2grönd í opna salnum kom Sverrir Armannsson út með tígul frá kóngnum gegn fjórum spöðum og skömmu síðar hafði sagn- hafi innbyrt 11 slagi: 650 í NS. Á hinu borðinu opnaði Þörstur Ingimarsson á spil norðurs og þá var til- gangslaust fyrir vestur að skipta sér af sögnum. Þrjú grönd er eðlilegur samn- ingur á spil NS, og jafn eðlilegt er að spila út tíg- ulgosa. Þar með var tígullinn brotinn í fyrsta höggi og Magnús Magnússon end- aði fjóra niður: 400 í AV og samtals 14 IMPar til La Réunion. A ÁRA afmæli. í dag, O \/ 24. september, heldur systir Mary Immaculata Daltún hátíð- legt í Péturskirkju á Akur- eyri 60 ára afmæli þess að 4. september 1940 vann hún heit sín sem systir í „Reglu miskunnseminn- ar“. Messa verður kl. 11 og á eftir kaffiveitingar í fé- lagsheimilinu. —— /7A ÁRA afmæli. í dag, 4 vf sunnudaginn 24. september, verður sjötug- ur Jónas Ásmundsson, Sunnubraut 43, Kópa- vogi. Hann er að heiman í dag. 27.Hh8! d6 28.h6 Bd7 29.h7 dxeö 30.Hhg8 e4 31.h8=D exd3+ 32.cxd3 Dc5 33.Dh6 Df5 34.Hlg5 og svartur gafst upp. Skákin í heild sinni var vægast sagt skrautleg: l.e4 c5 2.RÍ3 e6 3.d4 cxd4 4.Rxd4 Rf6 5.Rc3 Rc6 6.Rdb5 Bc5 7.BÍ4 0-0 8.e5 Re8 9.Re4 Be7 10.Bd3 a6 ll.Dh5!? g6 12.Dh6 axb5 13.h4 Í514.h5 g5 (Væntan- lega var 14...gxh5 sterkara) 15.Rxg5 Bxg5 16.Bxg5 Da5+ 17.Bd2 b4 18.f4 Hf7 19.g4 Re7 20.Hgl Hg7 21.Ke2 Kh8 22.gxf5 Rxf5 og nú er staðan á stöðu- myndinni komin upp. Taflfélagið Hellir heldur eitt af sínum vinsælu at- kvöldum mánudaginn 25. september og hefst mótið kl. 20:00. Teflt verður í Hellis- heimilinu, Þönglabakka 1. Fyrst eru tefldar 3 hrað- skákir þar sem hvor kepp- andi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár atskákir, með tuttugu mín- útna umhugsun. Ljúffeng verðlaun. Allir velkomnir. UOÐABROT VÍSUR Af kæti þú hlærð ekki kátast, svo kátlegur er þinn mátinn. Þér lætur svo vel að látast, að látinn verður þú grátinn. Skyldi hann látast líka þá, ef leiðinu þínu hann stæði hjá, og fara bara í frakkann svarta, en finna ekki vitund til í hjarta? Ólöf Sigurðardóttir. SKAK llmsjón llclgi Ass Orótarsson Hvítur á leik. AFTUR er gripið niður í einvígi skákkvennanna Xu Yuhua (2505), hvítt, og Piu Cramling (2484) á heims- bikarmóti FIDE sem lauk fyrir skömmu í Shenyang í Kína. 23,Hxg7! 23. Bxf5 væri mun lakara sökum þess að þá opnast sjötta reitaröðin sem svartur get- ur notfært sér til að koma mönnum sínum í vörnina. 23...Rxh6 24.Hxh7+ Kg8 25.Hgl+ Kf8 26.Hxh6 Ke7 Árnað heilla ORÐABÓKIN Stíga á stokk Fyrir fáum dögum sagðist kunningi minn hafa lesið frásögn í DV. þar sem sagt var frá upplestri skálda og rithöfunda og komizt svo að orði: Þeir stigu á stokk í Nor- ræna húsinu og lásu úr verkum sínum. Það, sem kom illa við hann var orða- lagið að stíga á stokk í þessu sambandi. Enda þótt þetta orðalag hefði áður verið til umræðu í þessum pistlum, ætti ekki að saka að minnast enn einu sinni á það. Það virð- ist líka svo, að ýmislegt af því, sem hér er fjallað um, fari fram hjá mörgum. Of- angreint orðalag er glöggt dæmi um það, að farið er að fyrnast yfir uppruna ýmissa orðasambanda. Þá getur komið fram mis- skilningur, sem kemur illa við þá, sem þekkja til hins rétta uppruna. Einkum virðist bera á þessu, þegar menn og þá ekki síður blaðamenn reyna að vanda mál sitt og vilja hefja það eitthvað upp úr hinu hversdagslega málfari. Sú viðleitni er vel skiljanleg, en þá er einmitt þörf að gæta sín vel. Stokkur merkir hér setstokkur, „e. k. pallur innan húss (hlað- inn upp af bjálkum)", svo sem stendur í orðabókum. Eru ýmis sambönd leidd af þessum stokki. Þau munu ekki almenn í mæltu máli nema ofan- greint orðalag og þá yfir- leitt orðað svo: að stíga á stokk og strengja heit, þ. e. að lýsa hátíðlega og formlega yfir (staðfastri) fyrirætlan sinni um að framkvæma eða koma e-u í verk. - J.A.J. STJÖRMSPÁ cftir Frances Urake VOG Afmælisbam dagsins: Þú ert smekkvís oggætir þess vel hvað þú býður sjálf- um þérandlega oglík- amlega. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þótt þér finnist þú hafa fulla stjórn á öllum hiutum skaltu samt ekki loka augunum fyr- ir hættunni á því að eitthvað geti farið úrskeiðis. Naut (20. apríl - 20. maí) Það er eins og allir séu á eft- ir þér svo að þú þarft á öllu þínu jafnaðargeði að halda svo að ekki sjóði upp úr. Tvíburar . (21. maí - 20. júní) M Það er allt í lagi að segja skemmtisögur en gættu þess að ganga ekki of langt því að þá hafa hlutirnir öfug áhrif og þú situr í súpunni. Krabbi (21. júní - 22. júlí) ^Trlfó Þú skalt hugsa þig vandlega um áður en þú festir fé þitt í einhverju. Leitaðu ráða hjá traustum aðila, því að ekki er allt gull sem glóir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) m Þú ert á góðri leið með að sigrast á þeim erfiðleikum sem hafa mætt þér í starfi og þegar þeir eru að baki getur þú unað glaður við þitt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) IHL Finndu þér afdrep þar sem þú getur sest niður og íhug- að málin í ró og næði. Það hjálpar þér að standast eril dagsins og byggir þig upp fyrir framtíðina. Vog m (23. sept. - 22. okt.) Þú ættir að athuga þann möguleika að fjöiga í vina- hópnum en gættu þess samt að fara ekki of bratt í hlutina því að góðir vinir eru vand- fundnir. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Þú þarft að gera þér glögga grein fyrir því hvernig þú ætlar að bregðast við þeim vanda sem nú er að koma upp í sambandi við sam- starfsmann þinn. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) ifcCr Stundum þarf að taka áhættu í lífinu og þótt gott sé að vita útkomuna fyrir- fram er það stundum svo að þú verður að láta kylfu ráða kasti. Steingeit (22. des. -19. janúar) Þér hættir um of til þess að líta framhjá öðru fólki. Þótt þú meinir það ekki illa getur það virkað sem ókurteisi á aðra. Vatnsberi , . (20. jan. - 18. febr.) Reyndu að forðast að taka hlutina of persónulega. Það sem um er að ræða eru bara starfsaðferðir þínar en hvorki persóna þín né sálar- heill. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er eitt og annað sem ruglar þig í ríminu þessa dagana. Sestu niður og festu þá hluti á blað sem þú vilt Ieggja atorku þína i. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Hef opnað lækningastofu Lækning, Lágmúla 5, 108 Reykjavík. Tímapantanir eru í síma 533 3131 mánudaga til föstudaga frá kl. 9.00-17.00 Ragnhildur Steinbach, sérgrein almennar skurðlækningar J LÆRÐU SJALFSDALEIÐSLU Frábær árangur Einkatímar • sími 694 5494 »Námskeið Næsta nániskeiö liefst 2S. sept. Með dáleiðslu getur þú sigrast á kvíða og ójafnvægi og aukið getu þína og jákvæða uppbyggingu á öllum sviðum. Hringdu núna Leiðbeinandi: Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur. BRIDSSKOLINN Námskeið á haustönn _ hefjast í vikunni Byrjendur: Hefst nk. þriðjudag 26. september og stendur yfir í 10 þriðjudagskvöld frá kl. 20-23. Ekki er gert ráð fyrir neinni kunnáttu og ekki er nauðsynlegt að hafa með sér spilafélaga. Framhald: Hefst nk. fimmtudag 28. september og stendur yfir í 10 fimmtudagskvöld frá kl. 20-23. Nánari upplýsingar og innritun í síma 564 4247 milli kl. 13 og 17 daglega. Sýningar hefjasl að nýju í Borgarleikhúsinu! Bergþór Pálsson í hlutverki Freds Grahams/Petrúsíós Jóhanna Vigdís Arnardóttir í hlutverki Lilli Vanessi/Kötu ..Besta skemmtan fyrir aðdáendur góðrar söngleikjatónlislar..." „Jóhanna Vigdís Arnardóttir sýnir og sannar að hún hefur stórkostlega rödd jafnframt því að vera gædd miklum leikhæfileikum." Sveinn Haraldsson i Mbl. 28. mars 2000 ..Hlutverkið er eins og sriiðið a Bcrgþór.” ..Tvö einföld orð lýsa best þætti Bergþórs í sýningunni, kraftur og leikni." Sveinn Haraldsson í Mb). 4. mai 2000 Næstu sýningar: Fös 29. sept kl. 19 Fös 13. okt kl. 19 Sun 15. okt kl. 19 Miðasala: 568 8000 Miöasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Simi miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 midasala d borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is Ekki missa af þessari einstöku sýningu! BORGARLEIKHUSIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.