Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ
42 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000
KIRKJUSTARF
Breiðholtskirkja
Safnaðarstarf
Tómasarmessa í
A Breiðholtskirkju
ÁHUGAHÓPUR um svokallaðar
Tómasarmessur efnir til fyrstu
messunnar á þessu hausti í Breið-
holtskirkju í Mjódd í kvöld kl. 20.
Tómasarmessan hefur vakið at-
hygli víða um lönd á undanförnum
árum og eru slíkar messur jafnan
fjölsóttar og hefur svo einnig verið
hér. Messan hefur vakið mikla
ánægju þeirra sem þátt hafa tekið og
virðist hafa unnið sér fastan sess í
kirkjulífi borgarinnar, en slík messa
hefur verið haldin í Breiðholtskirkju
'fí Mjódd síðasta sunnudag í mánuði,
frá hausti til vors, síðustu þrjú árin.
Óspart hefur verið hvatt til þess að
áfram verði haldið á sömu braut. Því
hefur verið ákveðið að slík messa
verði haldin reglulega á komandi
vetri og eins og áður síðasta sunnu-
dag í mánuði. Það er von okkar sem
að messunni stöndum að þær góðu
móttökur sem Tómasarmessan hef-
ur hlotið hingað til gefi tóninn um
framhaldið og að hún megi áfram
verða mörgum til blessunar og starfi
íslensku kirkjunnar til eflingar á því
hátíðarári kristnitökunnar sem nú
stendur yfir. Framkvæmdaaðilar að
þessu messuhaldi eru Kristilega
skólahreyfingin, Félag guðfræði-
'nema, Breiðholtskirkja og hópur
presta og djákna.
Heiti messunnar er dregið af post-
ulanum Tómasi sem ekki vildi trúa
upprisu drottins nema hann fengi
sjálfur að sjá hann upprisinn og
þreifa á sárum hans. Markmið Tóm-
asarmessunnar er öðru fremur að
leitast við að gera nútímamanninum
auðveldara að skynja návist Drott-
ins, einkum í máltíðinni sem hann
stofnaði og í bænaþjónustu og sál-
gæslu, en mikil áhersla er lögð á fyr-
irbænarþjónustu. Þá einkennist
messan af fjölbreytilegum söng og
tónlist og sömuleiðis af virkri þátt-
töku leikmanna. Stór hópur fólks
tekur jafnan þátt í undirbúningi og
framkvæmd Tómasarmessunnar og
er það yfir 30 manna hópur, bæði
leikmenn, djáknar og prestar, sem
stendur að hverri messu.
Vetrarstarf
Hvamms-
tangakirkju
Vetrarstarf Hvammstangakirkju
er nú hafið. Starfið verður fjölbreytt
að vanda og ættu allir að geta fundið
eitthvað við sitt hæfi.
Bamamessur verða alla sunnu-
daga kl. 11.00. Þær eru í samstarfi
við Melstaðarprestakall. Þar er mik-
ið sungið, hlýtt á sögur, spjallað við
fuglinn Konna og svona mætti áfram
telja.
Fjölskyldumessur eru einu sinni í
mánuði. Þar taka börn og unglingar
virkan þátt í þjónustunni og félagar
úr kirkjukór leiða almennan söng.
Messur með hefðbundnu sniði eru
einnig einu sinni í mánuði. Þar ann-
ast kirkjukórinn og organisti tónlist-
arflutning auk þess sem boðið er upp
á altarisgöngu.
Kvöldsamkomur verða einnig
einu sinni í mánuði. Þar leikur
hljómsveit heimamanna undir al-
mennum söng. Mikill söngur,
predikun og bænastund.
ALFA-námskeið verður á dag-
skrá í haust. Það hefst 8. okt. og
stendur til 26. nóv. Þar er farið yfir
grundvallaratriði kristinnar trúar.
Kennt er einu sinni í viku auk þess
sem farið verður í sólarhringsferð.
Gott samfélag og opið öllum óháð
aldri, stétt og lífsskoðun.
Sorgarhópur hefur starfsemi sína
miðvikudaginn 4. okt. Hópurinn hitt-
ist vikulega í sex skipti í kapellu
sjúkrahúss Hvammstanga. Þar
verður lesin bókin „Til þín sem átt
um sárt að binda“, þá verður tími
fyrir umræður og endað á stuttri
helgistund.
Æskulýðsstarf verður í tveimur
hópum. Fyrir 10-12 ára krakka
verður starf í samstarfi við KFUM
og K á mánudögum kl. 17.30 í félags-
miðstöð Grunnskólans á Hvamms-
tanga. Æskulýðsfélagið Kærleiks-
birnimir, sem er fyrir unglingana,
hittist á þriðjudagskvöldum kl. 20.00
á prestssetrinu.
Safnaðarheimili: Brýn þörf er á
safnaðarheimli við Hvammstanga-
kirkju. Unnið hefur verið að teikn-
ingum að undanfomu. Sóknamefnd
hefur opnað söfnunarreikning vegna
verkefnisins og er hann nr. 640500 í
Sparisjóði Húnaþings og Stranda.
Sigurður Grétar Sigurðsson,
sóknarprestur.
Foreldramorgnar
í Dómkirkjunni
Á miðvikudagsmorgnum kl. 10.30
era nýbakaðir foreldrar, og ömmur
og afar boðin velkomin 1 safnaðar-
heimili Dómkirkjunnar til skrafs og
ráðagerða. Þetta era notalegar sam-
verustundir yfir kaffibolla, auk þess
sem fagaðilar koma tvisvar í mánuði
til þess að miðla af þekkingu sinni og
reynslu. Hjúkranarfræðingur frá
heilsugæslu miðbæjar kemur t.a.m. í
heimsókn miðvikudaginn 27. sept-
ember. Umsjón með morgnunum
hefur Bolli Pétur Bollason guðfræð-
ingur. Verið velkomin.
Laugarneskirkja. 12 spora-hóp-
arnir mánudag kl. 20 í safnaðarheim-
ilinu.
Neskirkja. Starf fyrir 6-9 ára
börn mánudag kl. 14-15. Foreldra-
morgnar miðvikudag kl. 10-12. Kaffi
og spjall.
Árbæjarkirkja. Æskulýðsfélag
fyrir 13 ára (fermingarbörn vorsins
2001) kl. 20-21.30. Æskulýðsfélag
eldri deildir 9. og 10. bekkingar kl.
20-21.30. Kirkjuprakkarar 7-9 ára
kl. 16-17 á mánudögum. TTT-starf
fyrir 10-12 ára kl. 17-18 á mánudög-
um.
Felia- og Hólakirkja. Starf fyrir
9-10 ára drengi á mánudögum kl.
17-18. Æskulýðsstarf fyrir 9.-10.
bekk á mánudögum kl. 20-22.
Grafarvogskirkja. Bænahópur kl.
20. Tekið er við bænarefnum í
kirkjunni alla daga frá kl. 9-17 í síma
587-9070. KFUK mánudag kl. 17.30-
18.30 og miðvikudag kl. 16.30-17.30.
Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir
8. bekk kl. 20.30 á mánudögum.
Prédikunarklúbbur presta í Reykja-
víkurprófastsdæmi eystra er á
þriðjudögum kl. 9.15-10.30. Umsjón
dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson.
Seljakirkja. Fundur í æskulýðsfé-
laginu Sela kl. 20 íyrir unglinga 13-
16 ára.
Hafnarfjarðarkirkja. Æsku-
lýðsstarf yngri deild kl.20.30-22 í
Hásölum.
Fríkirlgan í Hafnarfirði. Æsku-
lýðsfélag 13 ára og eldri kl. 20-22.
Lágafellskirkja. TTT-fundur í
safnaðarheimilinu fýrir 10-12 ára
krakka kl. 16-16.45. Æskulýðsfélag
fyrir 13-15 ára kl. 17.30-18.30.
Krossinn. Almenn samkoma að
Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir vel-
komnir.
Hvammstangakirkja. KFUM og
K-starf kirkjunnar mánudag
kl.17.30 í Grannskóla Hvamms-
tanga.
Hjálpræðisherinn. Kl. 19.30 bæn,
kl. 20 hjálpræðissamkoma. Umsjón
majórarnir Turid og Knut Gamst.
Kafteinn Miriam Óskarsdóttir talar.
Mánud: Kl. 15 heimilasamband fyrir
konur.
Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Al-
menn samkoma kl. 16.30. Lofgjörð-
arhópurinn syngur. Ræðumaður
Robert Maasbach, forstöðumaður
frá Englandi. Allir velkomnir.
Víkurprestakail í Mýrdal. Ferm-
ingarfræðsla á mánudögum kl. 13.45.
Frelsið, kristileg miðstöð. Al-
menn fjölskyldusamkoma sunnu-
dagakl. 17.
Sólvallagata - einbýli - 4 íbúðir í leigu
frábær fjarfestingarkostur
í einkasölu 175 fm einbýli, kjallari,
hasð og ris. Séríbúðir m. sérinng. í
kj., og risi. og 2 stúdíóíbúðir á
miðhæð. Nær allt nýstandsett, nýtt
þakjám og rennur. Gott gler. Allar
íbúðir eru í góðri leigu alls 186 þ.
pr.mán. Áhv. 30 ára lán 10 m.
(5,95% vxt) og 3,0 m. til 10 ára.
Verð 22 m. 44512.
Valhöll fasteignasala, Síðumúla 27
sími 588 4477. Opið í dag sunnudag frá kl. 12-14
A
Skólastræti 5 - miðborgin
Nú er í ákveðinni sölu glæsileg,
efri sérhæð og ris í þessu virðu-
lega gamla húsi. Stærð íbúðar-
innar er alls 152 fm. Hægt er að
fá styrk frá húsfriðunarnefnd.
Hús með mikinn „karekter".
Áhv. húsbr. 6,2 millj. Nánari
upplýsingar veitir Jason í síma
899 3700.
FASTEICSAftAlAN
fasteign.i,
Borgartúni 22
105 Reykjavík
Sími 5-900-800
filMI.1 ftTMT.T
FASTEIGNASALAN GIMLI, ÞÓRSGÖTU 26, FAX 552 0421, SÍMI 552 5099
Opið hús - Fellsás 12
)
Vorum að fá í sölu þetta fallega
240 fm parhús á glæsilegum
útysýnisstað í Mosfellsbæ.
Húsið er 187 fm á tveimur
hæðum auk 53 fm bílskúrs
með mikilli lofthæð. Húsið er
tilb. til afh. í dag fullbúið að ut-
an og einangrað. Að innan er
húsið nánast tilb. til innr. Búið
er að einangra og rakav. loft.
Vatn hiti og rafm komið inn. Pípu- og raflagnir komnar að hluta.
Verð kr. 14,9 millj.
Benedikt sýnir húsið á milli kl. 14 -17 í dag sunnudag.
Til sölu fullbúið 2.450 fm iðnaðarhúsnæði til afhendingar strax. Áhv. 110 millj. á lánakjörum
sem eru ófáanleg á fjármagnsmarkaðnum í dag! Um er að ræða ca 2x1.000 fm
iðnaðarhúsnæði, fullkomna starfsmannaaðstöðu, mötuneyti, verkstæði, kælivélar,
loftræstikerfi ofl. ofl. Þrjár innkeyrsludyr eru á húsnæðinu, 2 yfir 4 m háar. Lofthæð er 5-7 m.
Stór fullfrágengin 8.800 fm sjávarlóð með möguleika á byggingarétti (3 einbýlishúsalóðir).
Stutt í alla þjónustu. Hér er um að ræða vel byggt og velviðhaldið húsnæði, sem getur
hentað undir hvers kyns iðnfyrirtæki. Teikningar og myndir er að fá á skrifstofu. Nánari
upplýsingar veitir Guðlaugur í síma 896 0747.
Sl 511-2900
Matvælaframleiðendur!