Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
„Þetta hefur verið mjög skemmtileg-
ur tími og gefandi fyrir mig.
Mér finnst þau verkefni sem við
höfum verið að taka þátt í mjög
áhugaverð," segir Óli Rúnar.
eigi að vera unnt að ná góðri nýt-
ingu á gistiplássið. Horfir hann sér-
staklega til nálægðar þess við höf-
uðborgina og segir að staðurinn sé
að sínu mati áhugaverður til ráð-
stefnuhalds.
Flest hótel landsins eru með ein-
um eða öðrum hætti hluti af hótel-
keðjum. Oli Rúnar segist vera op-
inn fyrir þátttöku í slíku samstarfi.
Fyi-irtækið sé einnig áhugasamt um
þátttöku í hótelrekstri eða öðrum
áhugaverðum verkefnum, jafnvel í
öðrum landshlutum, sem falla vel að
meginstarfsemi þess.
Fjárfest í hlutabréfum
og fasteignum
Sala hlutafjár Kaupfélags Árnes-
inga í Kaupási skapaði töluvert
svigrúm fyrir félagið til að taka þátt
í öðrum verkefnum. Söluverð bréf-
anna hefur ekki verið opinberað en
það hefur verið talið slaga hátt upp
í 1,5 milljarða króna. Oli Rúnar tek-
ur fram að hluti söluverðsins, eða
um 400 milljónir kr., hafi gengið til
að greiða niður skuldir og óhag-
kvæm langtímalán. Þá hafi fjár-
magnið verið notað til að bæta
reksturinn, eins og nefnd hafa verið
dæmi um, og til nýrra fjárfestinga í
áhugaverðum fyrirtækjum. Nefnir
Óli Rúnar fjárfestingarfélagið Gild-
ingu hf. sérstaklega í því sambandi
en þar fjárfesti KÁ fyrir 125 millj-
ónir.
Félagið keypti nýlega fasteignina
Austurveg 69 á Selfossi, Smiðjurnar
svokölluðu, en þar eru búrekstrar-
deild og dótturfélög hennai- til húsa.
Kaupfélagið lét þessar eignir á sín-
um tíma frá sér þegar minnka
þurfti skuldir félagsins við banka-
stofnanir. Óli Rúnar telur að kaupin
séu góð fjárfesting því leigutekjur
standi undir greiðslu kaupverðsins
auk þess sem félagið fái góða að-
stöðu til uppbyggingar fyrir fram-
tíðina. Umrædd eign er 4,5 hektara
eignarland með byggingarrétti fyrir
8000 fennetra til viðbótar þeim
7000 fermetrum sem þar eru í
byggingum.
Félagið er að skoða þátttöku í
uppbyggingu 3000 fermetra versl-
unarhúss á góðum stað í Hvera-
gerði. Fyrstu athuganir benda til
þess að þar sé um hagkvæma fjár-
festingu að ræða, að sögn fram-
kvæmdastjórans. Viðræður standa
yfir við hugsanlega leigjendur en
Óli Rúnar tekur fram að ekki sé
hægt að taka ákvarðanir um fram-
kvæmdir fyrr en fyrir liggi samn-
ingur við leigjendur.
Kaupfélag Árnesinga á eignir um
allt Suðurland, nokkra tugi þúsunda
fermetra. Megnið af eignunum er
leigt út, meðal annars til verslana
Kaupáss og eigin rekstrardeilda
KÁ. Þá hefur félagið einnig verið að
losa sig við óhagkvæmar eignir og
jafnvel látið rífa fasteignir sem ekki
eru taldar geta staðið undh- sér.
Óli Rúnar segir að þessi þáttur í
starfseminni sé áhugaverður og
stefnt sé að því að gera hann hag-
kvæmari. í þessum viðskiptum sé
miðað við að leigutekjur borgi upg
stofnkostnaðinn á 100 mánuðum. í
þeim tilfellum, þai- sem eftirspurn
eftir húsnæði er mikil, tekst það; en
fyrir jafn eignamikið félag og KA er
hljóta aðstæður á markaði að ráða
hversu hratt fjárfestingin greiðist.
Óli Rúnar segir að mikill uppgang-
ur sé á Selfossi og nágrenni og
eignir þar standi vel fyrir sínu. Aft-
ur á móti sé minni eftirspum eftir
húsnæði á austurhluta Suðurlands
og efast megi um að stofnkostnaður
eigna þar greiðist jafnhratt niður.
„Ég geri ráð fyrir því að við auk-
um þátttöku okkar á þessu sviði á
næstu árum,“ segir hann.
Rætt um breytingar
á rekstrarformi
Eftir að Kaupfélag Amesinga
hætti verslunarrekstri er það að
stóram hluta komið út úr hefð-
bundnum rekstri samvinnufélaga.
Að vísu er búrekstrardeildin í góð-
um tengslum við félagsmenn en síð-
ur eignaumsýslan og ferðaþjónust-
an. Hafa þessar breytingar því
vakið upp umræður um það hvort
rétt sé að breyta rekstrarformi
kaupfélagsins.
Þeir fjögur þúsund félagsmenn
sem eiga kaupfélagið eiga samtals 4
milljónir í stofnsjóði. Áætlað eigið
fé félagsins er hins vegar 1.200-
1.300 milljónir kr. Á síðasta aðal-
fundi var til kynningar hvernig fé-
lagið gæti þróast og hvort breyta
ætti því í hlutafélag. Óli Rúnar seg-
ir að það sé álit margra að helsti
ókostur samvinnufélagsformsins í
rekstri sé að eigendavitund félags-
manna sé ekki nægilega skýr. Við
að breyta félaginu úr samvinnufé-
lagi í hlutafélag myndu félagsmenn
eignast aukinn hlut í eigin fé félags-
ins. Engin stefnumörkun eða
ákvarðanir hafa verið teknar af að-
alfundi eða stjórn félagsins í þess-
um efnum. „Við munum væntanlega
bíða eftir afdrifum frumvarps um
samvinnufélög sem leggja á fyrir
Alþingi í haust. Þar er gert ráð fyr-
ir möguleikum samvinnufélaga til
að breyta sér í hlutafélög," segir Óli
Rúnar.
Framkvæmdastjórinn segir að
ýmsar leiðir komi til greina. Nefnir
hann sem dæmi að halda mætti
áfram hlutafélagavæðingu hinna
einstöku rekstrareininga en reka
móðurfélagið áfram sem eignar-
haldsfélag í samvinnufélagsformi.
Einnig komi til greina að stíga
skrefið til fulls með því að breyta
félaginu í hlutafélag og skipta eigin
fé þess upp. Það þurfí að gerast
innan þriggja ára frá gildistöku um-
ræddra laga til þess að útgefin jöfn-
unarbréf verði ekki skattskyld hjá
viðtakendum.
Einfalt skipulag
Óli Rúnar tók við gamalgrónu
fyrirtæki á tímamótum. Félagið átti
miklar eignir en skuldaði einnig
mikið. Er hann í góðri samvinnu við
stjórn félagsins að vinna úr þeim
málum, eins og hér kemur fram.
„Þetta hefur verið mjög skemmti-
legur tími og gefandi fyrir mig. Mér
finnst þau verkefni sem við höfum
verið að taka þátt í mjög áhuga-
verð,“ segh- Óli Rúnar.
Hann segist vilja hafa einfalt
skipulag á stjórnun fyrirtækisins.
Yfirstjórnendur em fjórir. „Ég lít á
það sem meginhlutverk mitt að
móta framtíðarsýn fyrir félagið og
deila henni niður á starfsmenn eftir
því sem við á. Síðan þarf ég að sjá
til þess að hver starfsmaður fyrir-
tækisins fái starfshvatningu, hann
þarf að sjá við lok hvers vinnudags
að hann hafi áorkað einhverju. Eg
þarf að tryggja að viðskiptavinir
okkar séu ánægðir með viðskiptin.
Loks þarf að gæta þess að stunda
aðeins arðbæran rekstur og í þeim
tilgangi þarf að halda áfram að
bæta eða skera niður óarðbærar
rekstrareiningar,“ segir Óli Rúnar
Ástþórsson, framkvæmdastjóri
Kaupfélags Ámesinga.
Sérhönnuð
vatnsglös
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18
SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 31
Ingólfur Guðbrandsson
tJíátt uppi í ‘RÍO
Morgunsólin roðagyllir fjöllin kringum RÍÓ meðan vængjaði stálfákurinn frá British
Airways rennir sér flslétt niður braut á flugvelli Galileos Galilei.
Þessi dæmalausu íjöll sindra í sólskininu einsog glitrandi smaragðs hálsmen frá STERN
á líkama fagurrar konu. Uppi á fjallstindi Corcovado gnæfir Kristsstyttan, 30 m há, og
Mannkynslausnarinn breiðir út faðm sinn að blessa allt mannkyn, allar þjóðir, hver sem
litarhátturinn er, rangláta sem réttláta, bersynduga sem hreinlífa og fylla sálirnar friði,
sem er ofar öllum skilningi. Fjall Freistinganna er í Júdeu, en héðan af tindi Corcovado
sést miklu meira af dýrð heimsins og freistingum mannlífsins, er þetta samkvæmt því
sjálft „Freistingafjallið?“
í landi kvöldroðans
í þessum hugrenningum renn ég gegnum göngin undir Fjallinu í fylgd með sjálfum
Abraham Peczenik, pólskum að uppruna, fæddum í Buenos Aires með fyrirtæki sitt
Tours Brazil í Río, miklum heimsborgara, sem ekki getur hugsað sér að búa annars
staðar en hér, rétt við Copacabana ströndina. Abraham er slyngur fjármálamaður, þótt
ekki jafnist hann á við Onassis sáluga skipakóng, en báðir ólust þeir upp í hafnarhverfi
Buenos Aires.
Río býr yfir einhverju ómótstæðilegu aðdráttarafli, sem dregur fólk að víðsvegar frá.
Þannig er sagan af Huldu Geirlaugsdóttur, píanóleikara, sem hefur búið hér í 11 ár,
starfar sem tónlistarmaður við Borgarleikhúsið í Río og vill hvergi annars staðar búa.
Nú tekur hún sér vikufrí frá starfi til að aðstoða farþega Heimsklúbbsins meðan á dvöl
stendur hér, 15.-22. október, og fagnar þessu tækifæri til að tala móðurmálið, en fyrst og
fremst er farþegum það fagnaðarefni, svo vel sem hún þekkir borgina.
Ég er hér þeirra erinda að leggja síðustu hönd á undirbúning fyrir RÍO-FERÐINA í
október undir kjörorðinu FRÍ 1 RÍO - TOPPUR TIL VERUNNAR!
Ferðalag mitt er búið að taka 30 klst. með 11 stunda bið í London og annarri millilcnd-
ingu í Sao Paulo. Mér verður hugsað, hve miklu þetta verði léttara hjá okkur Arngrími í
Atlanta að fljúga beint frá Keflavík til Rio á 11 klst. í dagflugi hinn 15. október og til
baka yfir nótt 22.—23. okt., tækifæri, sem aldrei hefur boðist áður, og hver veit hvort
býðst aftur? Þetta flug er svo auðvelt og tímamunur lítill, að fólk finnur ekki fyrir því.
Þannig var reynslan af flugi til Cape Town í vor, en þetta flug er 2 stundum styttra og
liðið áður en fólk veit af, er það stígur inn í nýja veröld, sem er líkari draumi en veru-
leika.
Vorregnið er að ganga yfir hér við mörk hitabeltisins og sumarið á næsta leiti í Río,
sumartíminn tekinn upp hér hinn 8. október, og er þá aðeins tveggja stunda munur frá
íslandi. Október er sólríkur mánuður og hitinn hæfilegur, kringum 25—30 C. Fólk
undrast hvað pottaplönturnar þeirra vaxa vel hér undir beru lofti, eins og best sést í
Botaníska garðinum, sem er mikið augnayndi, svo og í Tijuca þjóðgarðinum á leið upp á
Corcovado, þar sem hluti leiðarinnar liggur gegnum hitabeltisfrumskóg. Ofan af fjallinu
blasir öll borgin við, strendurnar, eyjarnar úti fyrir strönd Guanabara flóans og langt á
haf út. Héðan horfum við niður á „Sykurtoppinn“, frægasta kennileiti Río.
í dag er gott myndaveður með skörpum línum lands og strandar og bláma himins og
hafs. Kvöldroðinn er frægur hér og varir lengur en morgunroðinn. Hann sveipar fjöll og
strönd töfrabjarma, sem situr fastur í minningunum. Tuttugu ára kynni af Río renna
fyrir sjónum mér einsog myndasýning á tjaldi. Þannig vona ég að fyrstu kynni hinna
nærri 500 farþega verði af Río hinn 15. október, þegar við lendum síðla dags undir roða-
gylltum fjöllum og dettum beint í veisluna BRAZILIA í 500 ÁR, en landið fannst fyrst af
evrópskum landkönnuðum árið 1500.
Við komumst varla öllu nær uppsprettum lífsgleði og lífsnautnar en hér. Það gerir feg-
urðin, yfirskyggjandi allt einsog Guðsblessun, og sérstök frelsistilfinning, sem fylgir því
að vera til á þessum stað, án amsturs og armæðu, þótt aðeins sé um stundarsakir. Sól-
skinsstundir lífsins eru dýrmætar, sbr. áletrun á fornrómverskt sólúr: „Ég tel aðeins sól-
skinsstundirnar.“
Lystisemdir kvöldsins
Río er gósenland matgæðinga og kræsingar ódýrar á heimsvísu. f gær dreif Abraham
mig með sér eftir vinnu kl. 9 um kvöld að kynna mér nýjasta glæsiveitingastaðinn
Marius í Leme, sem er framhald af Copacabana. Úrvalið var með því besta sem þekkist
og þjónusta eftir því, óteijandi réttir, ótakmarkað að vild hvers og eins og verðið aðeins
um kr. 1.500. Brazilíumenn eru frægir hönnuðir, og innrétting staðarins undirstrikar
staðal gæðanna í frumlegum skreytingum, en opið er út á pálmabrydda ströndina.
Veitingasalurinn skiptist í tvennt, öðru megin fiskveitingahús, hinum megin steikarhús,
Churrascaria, sem er afar vinsælt hér.
Eftir þessa veislu stakk Abraham upp á að við litum inn á kvöldstað með danssýningu í
DOMA og fengjum okkur „nátthúfu“ í lokin. Við settumst við langbar meðfram sviðinu
í miðju í háskalegri nálægð við innfæddar þokkadísir, sem svifu um léttklæddar í
sömbu og öðrum exotískum dönsum, þar sem hreyfingar urðu lostafyllri eftir því sem
fötum fækkaði. Sumt af því sem bar fyrir augu í bakherbergjum á leið okkar út verður
ekki tíundað hér, en sjón er sögu ríkari.
Hvílík veisla sem í boði er hvern einasta af sjö dögum til að njóta lífsins í slíkum ramma
fegurðar og lífsnautnar á nóttu sem degi. Þetta er sú Río, sem birtist hverjum jákvæðum
gesti og fyllir hann lífsorku, áður en hann heldur aftur norður í nepjuna og strekking-
inn, en tekur með sér minningar um sólarstundir ævinnar.
Rio de Janeiro, 19. september 2000.
Ingólfur Guðbrandsson.
PÖNTUNARSÍMI
562 0400
lltnefnd í alþjóðasamtökin
EXCELLENCE IN TRAVEL NETWORK
Fyrir frábærar ferðir
Austuntrati 17. 4. hæð. 101 Reykjavik, sími 562 0400, fav 562 6564,
netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasiða: http://vww.heimsklubbur.is