Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 43
+ Kristín Björg
Gunnarsdóttir
fæddist á ísafirði 10.
október 1918. Hún
lést á Droplaugar-
stöðuni 28. ágúst síð-
astliðinn og fór útför
hennar fram frá
Fossvogskirkju 1.
september.
Eftirfarandi minn-
ingargrein birtist 22.
september og er end-
urbirt vegna mistaka
við vinnslu blaðsins,
þar sem nafn grein-
arhöfundar féll nið-
ur. Hlutaðeigendur eru beðnir
velvirðingar á mistökunum.
Hinn 28. ágúst sl. lézt í Reykjavík
Kristín Björg Gunnarsdóttir eða
Kristín Baarregaard eins og hún var
líka nefnd.
Á ísafirði var fallegur síðsumar-
dagur, Pollurinn spegilsléttur og lit-
brigða haustsins farið að gæta í hlíð-
unum. Við sumarbústaðina í
Tunguskógi blakti íslenzki fáninn í
hálfa stöng i virðingar- og kveðju-
skyni við látna samferðakonu.
Mér varð hugsað til bemskuár-
anna, er ég átti heima í Neðsta-
kaupstaðnum á ísafirði, ásamt for-
eldrum mínum og móðurfjölskyldu,
og frá fyrstu tíð tengist Kristín minn-
ingunum. Ef gengið var fram á svo-
kallaða Háu-bryggju, var gott útsýni
yfir að byggðinni hinum megin við
Pollinn. Að vísu var þá ekki mjög
þéttbýlt og engar voru landfyllingar
sem nú era. En þarna hinum megin,
á Torfnesinu og alveg niður við sjó-
inn, blasti við hvítt hús með rauðu
þaki og umhverfis það svolítill rækt-
aður garður. í minningunni finnst
mér, að á þessum stað hafi alltaf ver-
ið glampandi sól og hann sveipaður
ævintýraljóma. Húsið nefndist Sói-
byrgi og þar bjuggu hjónin Elísabet
Andrésdóttir og Gunnar Kristinsson,
ásamt börnum sínum fimm, þeim
Kristínu, Maríu, Kristni; Andrési og
Aðalsteini. Með þeim Astu móður-
systur minni og Kristínu var góð vin-
átta og samgangur á milli heimilanna
töluverður. Síðar kvæntist svo Finn-
ur, móðurbróðir minn, Maríu, næst-
elztu dótturinni. Á þessum árum áttu
þeir móðurbræður mínir kajaka og
mun það jafnvel hafa verið stundað
að róa yfir Pollinn í heimsóknirnar,
enda töluvert styttra en að ganga.
Kristín kynntist eiginmanni sínum,
Alfred Baarregaard tannlækni, hér á
ísafirði og hér bjuggu þau sér heimili
og eignuðust synina þrjá, þá Gunnar
Anker, Harald og Björn. Baarre-
gaard hafði fljótlega eftir að hann
kom til ísafjarðar komið sér upp
sumarbústað í Tunguskógi, þar sem
hann gróðursetti tré og margvísleg-
ar plöntur og þannig varð Lynghóll,
eins og staðurinn var kallaður, að
sannkölluðum unaðsreit, þar sem
fjölskyldan bjó á sumr-
in og naut samveru og
útivistar. Á vetuma var
farið á skíði og voru
drengirnir ekki háir í
loftinu, þegar þeh- fóru
að fara með mömmu
sinni á „Dalinn“. Krist-
ín var félagi í Skíðafé-
lagi ísafjarðar og tók
reyndar virkan þátt í
félagslífi bæjarins. Var
hún félagi í kvennadeild
Slysavarnafélagsins og
í kvenfélaginu Osk og
sat í stjóm beggja fé-
laganna. Sinnti hún
þeim störfum af alúð og áhuga og
minnast félagar hennar þeirra starfa
með þökk. Þá var Kristín félagi í
Sunnukórnum á Isafirði og eftir að
hún flutti suður fór hún með kórnum
í söngferðalag til Ungverjalands og
varð sú ferð henni til mikillar ánægju
og ferðasagan oft rifjuð upp.
Eftir að eiginmaður Kristínar féll
frá flutti hún ásamt sonum sínum til
Reykjavíkur, en á hveiju sumri, á
meðan heilsa og aðstæður leyfðu,
kom hún vestur til að dvelja í Lyng-
hóli í Skóginum. Synirnir og fjöl-
skyldur þeirra komu líka, stundum
voru baraabömin með ömmu, alltaf
var nóg við að vera, sama hvemig
viðraði. Ef ekki viðraði til útivera var
setið við borðið við stofugluggann,
íylgst með smáfuglunum í trjánum,
spjallað saman og rifjaðar upp
minningar liðinna stunda. Engum
duldist, að staðurinn var þeim einkar
kær. Samband Kristínar við synina
og fjölskyldur þeirra var einstaklega
Opið hús í dag
Lyngmóar 3 - Garðabæ
Mjög björt og falleg 74 fm, 2ja herb. íbúð
á 3. hæð ásamt bílskúr. Parket og flísar
á gólfum. Svalir yfirbyggðar að hluta.
Glæsilegt útsýni. Sameign nýlega
standsett. (búðin er laus. Áhv. bygg.sj.
3,1 millj. Verð 10,1 millj.
Jón Pétur tekur vel á móti ykkur í dag
milli kl. 14.30 og 17.00
F.1STSICSAS.UAII
/'
N\ fasteign
»ia
Borgartúni 22
105 Reykjavík
Sími 5-900-800
Vinnubúðir
mnmnmm
Til sölu ný vinnubúðasamstæða, sem samanstendur af
12 eins manns herbergjum, 1 skrifstofu, 2 snyrtingum,
1 forstofu m/fatageymslu, setustofu, matsal og stóru eldhúsi
m/búri. Til afgreiðslu strax. Verð kr. 10.800.000. m/vsk.
Allar frekari upplýsingar hjá:
Mót heiidverslun, soitum 24,
s. 511 2300, 511 2360, 892 9249 og 862 0252.
KRISTIN BJORG
GUNNARSDÓTTIR
tíf ............... ^
JÖRÐiN HVAMMUR í SKORRADAL
Höfum fengiö tii sölu jöröina Hvamm í Skorradal. Stærð jarðarinnar er
um 390 ha. og og liggur norðan við Skorradalsvatn, milli Vatnsenda í
vestri og Dagverðarness í austri.
Um er að ræða skógivaxið land í rómaðri útivistarparadís og gefur lega
landsins við vatnið jörðinni aukið gildi ásamt fegurri fjallasýn þar sem
Skarðsheiðin blasir við með hinu tignarlega Skessuhorni.
Frábær staðsetning í um 90 km. fjarlægð frá höfuðborginni.
Miklir framtíðarmöguleikar. Einstakt tækifæri.
Allar nánari
upplýsingar veittar
á skrifstofu
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 570 4500, FAX 570 4505
OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 9-18. Netfang: http://habil.is/fmark/
=#
gott og það var ljúft að vera í nálægð
þeirrá. Á milli okkar Kristínar og
fjölskyldna okkar hafa legið sterk
vináttubönd. Að leiðarlokum þökk-
um við í Silfurgötunni þá vináttu og
munum varðveita ljúfar minningar
og rifja upp á góðum stundum.
Sonum Kristínar, tengdadætran-
um og ástvinum öllum sendum við
einlægar samúðarkveðjur og biðjum
Guð að blessa minningu hennar.
Auður H. Hagalín.
Lindasmárí 57 - opið hús í dag kl. 15-17
Vorum að fá í einkasöiu þetta glæsilega 190 fm 2ja hæða endaraðhús
i Smáranum. Á jarðhæðinni eru rúmgóðar stofur og sólskáli, eldhús,
baðherbergi og rúmgóóur bílskúr með millilofti. Á efri hæðinni eru 3
svefnherb. og baðherb. Fallegur garður i mikilli rækt. Verð 22,6 millj.
Daði, sölumaður á Holti, tekur vel á móti ykkur i dag.
OPIÐ HÚS í dag, sunnudag,
frá kl. 14-16
íYrsufelli 14, Reykjavík
Mjög gott endaraðhús á einni hæð ásamt miklu rými í kj. og
sérbyggðum bílskúr. Húsið skiptist í 4 góð herbergi. Góðar
stofur. og stórt fjölskyldurými. Hús klætt að utan og í góðu
ástandi. Frábær staðsetning. Góður garður. ATH: Skipti á minni
eign möguleg. Verð 17,2 millj.
Verið velkominn milli kl. 14 - 16. í dag.
Sími 533 4040 Fax 533 4041
Armúla 21
DAN V.S. WIIUM, hdl. lögg. fasteignasali.
V
Skrifstofan opin í dag frá kl. 12-14
Þingholtsstræti 29A
Reykjavíkurborg auglýsir fasteignina Þingholtsstræti 29A til sölu og óskar
eftir kauptilboðum.
Húsið er byggt árið 1916 og er ytra byrði þess friðað. Það er steinsteypt,
474m2 að stærð og skiptist í kjallara, tvær hæðir og risloft. Aðalinngangur
er á norðurhlið en tveir inngangar í kjallara. Af Grundarstíg er innkeyrsla,
nýlega hellulögð með hitalögn. Húsið stendur á 1196m2 eignarlóð en lóð-
in er skilgreind sem stofnanalóð samkvæmt Aðalskipulagi Reykjavíkur
1996-2016. Steyptur veggur umlykur garðinn sem er í góðri rækt. Engin
tán hvíla á eigninni. Nánari lýsing er á vefsíðu Reykjavíkurborgar
http://www.reykjavik.is og á skrifstofu borgarlögmanns.
í kauptilboði skal tilgreina heildarandvirði tilboðs og gera skýra grein fyrir
greiðsluskilmálum (upphæð útborgunar, lengd lánstíma, vöxtum og trygg-
ingum), ef ekki er um staðgreiðslu að ræða. Þá skulu tilboðsgjafar tilgreina í
kauptilboði fyrirhuguð not hússins því sérstaklega mun litið til þeirra við
mat kauptilboða.
Húsið verður til sýnis frá kl. 13.00-15.00 mánudaginn 25. og þriðjudaginn i
26. september nk. eða eftir samkomulagi við skrifstofu borgarlögmanns.
Tilboð merkt Þingholtsstræti 29A skulu berast skrifstofu borgarlög-
manns, Ráðhúsi Reykjavíkur, eigi síðar cn kl. 14.00, miðvikudaginn
4. október 2000. Tilboðin verða opnuð á framangreindum stað og
tíma að viðstöddum þcim tilboðsgjöfum er það kjósa. Tilboð eru
bindandi í 10 daga frá opnunardegi. Áskilinn er réttur tii að (aka
hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.