Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS * Eg er óperusöngv ari, ég er flón Frá Davíð Ólafssyni: TIL GUÐMUNDAR óperusöngv- ara frá ráðvilltum fyrrum nemanda. Sæll meistari og takk fyrir síðast og vonandi ertu orðinn betri í hnjánum. Mér hefur gengið alveg prýðiiega sem óperusöngvari hér í útlöndum. Ég er fastráðinn við óp- eruna í Lubeck og hef nóg að gera. Ég var í San Francisco í sumar og söng þar hlutverk Bartolo í Brúðkaupi Figaros. Einn daginn fékk ég upphringingu frá tónskáld- inu Kirke Mechem sem hafði séð mig og viidi fá mig til að syngja að- alhlutverkið í Evrópufrumsýningu á óperunni Tartuffe sem hann samdi við sögu Moliere. Pað er víst búið að sýna þessa óperu 192 sinnum við San Francisco-óperuna. En nú er mér vandi á höndum. Ég held að þessi uppfærsla muni eiga sér stað í Vínarborg eftir um eitt og hálft ár. Ég veit ekki hvort ég ráði við þetta með svona stuttum fyrirvara. Ég var nefnilega að lesa í Morgunblaðinu 7. september sl. að Sinfóníuhljómsveit íslands geti ekki ráðið íslenska söngvara í uppfærsl- una á Carmen með stuttum fyrir- vara. Kannski var átt við að við gætum ekki unnið eins hratt og út- lenskir söngvarar. Þessi kona frá Sinfóníunni segir orðrétt í viðtali; „Við hefðum gjarnan viljað reyna að koma fleiri íslenskum söngvur- um að en það er erfitt þar sem þessi uppfærsla gerist svo hratt - við höfum ekki nema viku eða tíu daga til undirbúnings, meðan óp- eruhúsin hafa tvo til þrjá mánuði. Svo eiginlega verður það að vera þannig að hljómsveitarstjórinn, sem hefur þetta allt í hendi sér, verður að þekkja fólkið og hafa unnið með því.“ Þetta er líklegast alveg rétt. Manstu hvað ég var lengi að læra ljóðið um Sverri konung? Ég víxlaði meira að segja línum á lokatónleik- unum en það tók sem betur fer eng- inn eftir því og ég fékk að útskrif- ast. Gott ef þú fórst ekki einu sinni línuvillt á honum Sverri konungi á kvenfélagsfundi hér forðum daga. Annars vorum við hér í Lúbeck að setja upp I vespri Siciliani eftir Verdi á fjórtán dögum og það með íslending eins og mig innanborðs. Ég verð að passa mig og láta þetta ekki enðurtaka sig. Veistu hvort að hægt sé að fá vottorð við þessu? Þetta er nú allt svolítið merki- legt. Manstu þegar ég heimsótti þig um páskana svo kátur. Þá var ég nýbúinn að syngja fyrir hljómsveit- arstjórann og hann var svo jákvæð- ur og sagðist hugsanlega hafa eitt- hvað handa mér í Carmen að ári liðnu. Ég hafði nefnilega hringt upp í Sinfóníu um morguninn og spurði hvort ég gæti fengið að syngja fyrir hljómsveitarstjórann. Þá sagði þessi kona að ég gæti hitt hljóm- sveitarstjórann í Hallgrímskirkju eftir tvær klukkustundir. Nú voru góð ráð dýr. Ég hringdi í systur mína sem býr í Keflavík og er ansi fær píansiti og bað hana um að bjarga mér. Hún kom börnunum í pössun, brunaði til Reykjavíkur og við spiluðum og sungum eins og hershöfðingjar fyrir hljómsveitar- stjórann sem virtist himinlifandi. Þetta gerðum við með tveggja klukkustunda fyrirvara. Hann Bjarni Þór vinur minn, sem er núna að syngja við Ríkisóperuna í Berlín, var ekki eins heppinn og ég. Hann pantaði nefnilega tíma með einhverjum íyrirvara. Svo þeg- ar hann mætti niður í Sinfóníu með píanóleikara vissi enginn neitt og hljómsveitarstjórinn farinn á fund. Það var aldrei haft samband við hann út af þessum misskilningi eða hann beðinn afsökunar. Ég kann fleiri skemmtilegar sögur af því hvemig það er fyrir íslenska söngv- ara að kynna sig fyrir Sinfón- íuhljómsveit íslands en ég ætla að eiga þær inni næst þegar við hitt- umst. Það er svo ótrúlegt hér úti í hin- um stóra heimi hvað íslendingar eru vel kynntir. Allir kollegar mínir hér þekkja og hafa unnið með ís- lenskum söngvurum. I hverju ein- asta alþjóðlegu óperublaði birtast fleiri en ein krítík um stórsýningar með íslenskum söngvurum. Eru þessi stóru hús kannski með hpp lækna og sérfræðinga sem leiða Is- lendingana í gegnum þetta erfiða ferli sem óperuuppfærsla er? Það er því kannski engin furða að þér hafi gengið svona illa að ná í sér- fræðinginn þinn héma um páskana. Til Islands hafa komið margir stórkostlegir erlendir söngvarar. En það er víst misjafn sauður í mörgu fé. Ég var að gamni mínu að glugga í gagnrýni Morgunblaðsins á Vínartónleika Sinfóníunnar þann 6. janúar sl. en þar sungu tveir er- lendir einsöngvarar. Þeir hafa sennilega ekki þurft að syngja fyrir hljómsveitarstjórann í hliðarher- bergi inni í Hallgrímskirkju eins og ég en eittvað fannst gagnrýnandan- um bogið við þetta. Hann orðaði þetta pent og sagði að þetta væm nú ekki sólistar úr allra fremstu röð. Ég veit ekki hvað ég skal halda en mér dettur helst í hug að þeir hafi verið pantaðir af því að þeir vinna svo hratt! Hingað til hef ég lært og sungið þijú til fjögur aðalhlutverk á ári en mun nú snarlega hætta öllum sl£k- um tilraunum. Ég er að hugsa um að láta leggja mig inn á stofnun og fá úr því skorið hversu illa gefinn ég sé og hversu hratt mér tekst ekki að læra eitt óperuhlutverk á einu ári. Þekkir þú einhverja á Heilsuhælinu í Hveragerði sem hefðu áhuga á að hjálpa mér? Með vinarkveðju. DAVÍÐ ÓLAFSSON, útlendingur í Lúbeck, Þýskalandi. ALFA Námskeið Hafnarfjarðarkirkju Alfa námskeið gefur þér þýðingarmikla þekkingu. Hver er Jesús? Læknar Guð í dag? Er Guð til? Kennt verður á fimmtudögum frá kl. 19.00 — 22.00. Námskeið hefst fimmtud. 28 sept. kl. 19.00, nánari upplýsingar og skráning í síma 867 6365. 4- 3DBK f- kunic Gamalt alingur kvjstir Kotircxrw -vinur vina sinna. n í Gjafapakka 6 Rauðvínsglös, 6 Kampavíns (eða hvítvínsglös), 6 Bjórglös (eða ölglös) Aðeins Kr. 7.9‘lb'' I ^vKRISTALL Kringlunni - Faxafeni SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 49 3DStudio - alvöru þrívríddrtrliönnun... Kennt er á 3D Studio Max sem er eitt öflugasta þrívíddarforritið á markaðinum í dag og læra nemendur m.a. að vinna með líkanagerð, efnisáferðir, myndsetningu og hreyfimyndagerð. Næsta námskeið sem er 162 kennslustundir, byijar 14. október og lýkur 14. desember. Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 18 - 22 og laugardögum kl. 13:15 - 17:15 StefAii R. Þorsson Ég frétti hjá vini mínum að NTV væri að kenna á 3D studio MAX. Þar sem ég er tækniteiknari og notkun þrívíddarforrita fer vaxandi á teiknistofum, nýöst þetta nám mjög vel í mínu starfi og frekara námi. Það er vel staðiðað kennslu ogeru námsgögn og öll aðstaða tíl fyrirmyndar. Ég mæli hiklaust með þessu námskeiði fyrir alla sem hafa áhuga á Þrívíddarvinnu. Opplýstngciir og inniitun í síinuin 544 4500 og 555 4980 MvU Nýi tölvu- & iKKV viðskiptaskólinn $------------------------------------- Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfiröi - Sfmi: 555 4980 - Fax: 555 4981 Hlföasmári 9 - 200 Kópavogi - Sfmi: 544 4500 - Fax: 544 4501 Tölvupóstfang: skoii@ntv.is - Heimasföa: www.ntv.is tölvunámskeið NTV skolcu itii' i Uaftictrfli ði og Kópavogi bjóðrt upp ct tvö hagnýt og mai ktdss toh'im<»niskeið fyrir byrjendur. 90 kennslustundir: - Griumatrlði í upplýsíngatækni - Windows 98 stýiikerfið - Word ritv'inusla — Excel töflureiknir - Access gagnagrunnur - PowerPolnt(gerð kynningarefnls) - Internetið (vefurinn og tölvupóstur) 72 kennslustundir: - Almennt um tölvur og Windows 98 - Word ritviimsla - Exceltoflureikinr - Internetið (vefurinn og tðlvupóstur) Boðið er upp a bæði morgun- og kvoldnámskeið. Næstu námskeið heQastí byrjun október. Upplýslngrtr og innritun í sinmni 544 4500 og 555 4980 & nlv Nýi tölvu- & viðskiptaskólinn Hólshraunl 2 - 220 Hafnarfirðl - Sfml: 555 4980 - Fax: 555 4981 Hlföasmára 9- 200 Kópavogl - Sfml: 544 4500 - Fax: 544 4501 Tölvupóstfang: skoli@ntv.is - Heimaslða: www.ntv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.