Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 219. TBL. 88. ARG. SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bandaríski sendi- herrann í fsrael Sviptur heimild til að nota leyniskjöl Washington. AP. UTANRÍKISRÁÐUNEYTI Banda- rílqanna hefur svipt sendiherra landsins í Israel, Martin S. Indyk, heimild til að nota leynilegar upplýs- ingar meðan meint brot hans á örygg- isreglum verða rannsökuð, að sögn embættismanns í ráðuneytinu í gær. Heimildarmaðurinn sagði að ekki hefðu komið fram „neinar vísbending- ar um njósnir í þessu máli“ og Indyk hefði verið fús til að veita allar þær upplýsingar sem óskað hefði verið eftir við rannsókn utanríkisráðuneyt- isins og alríkislögreglunnar, FBI. Indyk var meinaður aðgangur að leynilegum upplýsingum og hann má ekki fara inn í byggingu utanríkis- ráðuneytisins í Washington nema í fylgd embættismanna. „Að svo stöddu bendh- ekkert til þess að leynilegar upplýsingar hafi komist í rangar hendur,“ sagði embættismaðurinn. The Washington Post sagði að rannsóknin beindist að „hroðvirkn- islegri meðferð upplýsinga á löngum tíma“ áður en Indyk varð sendiherra í annað sinn. Hann var sendiherra í ísrael írá apríl 1995 til október 1997 og tók aftur við stöðunni í fyrra. Blaðið sagði að málið snerist um notkun Indyks á fartölvu í eigu ríkis- ins þegar hann skrifaði athugasemdir um viðræður við erlenda leiðtoga. Ut- anríkisráðuneytið hefur lagt fast að bandarískum stjórnarerindrekum að fara eftir öryggisreglum frá því í apríl þegar í Ijós kom að fartölva sem geymdi leynilegar upplýsingar um út- breiðslu gereyðingarvopna hafði horf- ið. Ákvörðun ráðuneytisins gerir Ind- yk nær ókleift að gegna starfi sínu á mjög mikilvægum tíma í friðarumleit- unum ísraela og Palestinumanna. ----------------- Sprenging í Arósum DANSKUR maður særðist alvar- lega þegar mikil sprenging varð undir bíl hans við hótel í Árósum í gær. Talið var að um sprengjutilræði hefði verið að ræða en ekki var vitað hverjir kynnu að hafa verið að verki. Sprengingin varð þegar maðurinn ræsti bifreiðina á bílastæði við hótel- ið. Hún var mjög öflug og öllum gest- um hótelsins var sagt að fara út úr byggingunni. ' - ' 1 ® _ 1 % m AP Besti spretthlaupari allra tíma MAURICE Greene frá Banda- ríkjunum varð í gær ólympíumeist- ari í 100 metra hlaupi karla. Þar með hefur hann náð betri árangri en nokkur annar spretthlaupari, að Carl Lewis meðt öldum, því auk ól- ympíutitilsins er Greene handhafi fjögurra heimsmeistaratitla og þriggja heimsmeta. Marion Jones frá Bandaríkjunum vann yfir- burðasigur í 100 metra hlaupi kvenna. Maurice Greene fagnar hér sigri sínum í 100 metra hlaupinu. Til vinstri er Jonathan Drummond frá Bandaríkjunum sem varð fimmti en til hægri er Obadele Thompson frá Barbados sem hreppti bronsverð- launin. ■ Greene búinn/18 Blaða- mönnum vísað frá Júgóslavíu Belgrad. Reuters. EVRÓPUSAMBANDIÐ (ESB) krafði í gær stjórnvöld í Belgrad skýringa á fréttum um að 20 erlend- um blaðamönnum hefði verið vísað frá Júgóslavíu fyrir kosningamar í dag, sunnudag. Fulltrúi Evrópusambandsins í Belgrad, sænskur stjórnarerindreki, lagði kröfuna fram á fundi erlendra stjórnarerindreka með hátt settum embættismanni í júgóslavneska ut- anríkisráðuneytinu í gær. Embætt- ismaðurinn lofaði að svara kröfunni á morgun, daginn eftir kosningarn- ar. Beta, óháð fréttastofa í Júgóslav- íu, skýrði frá því að 20 erlendir blaðamenn hefðu fengið fyrirmæli á föstudag um að fara úr landi innan sólarhrings. Þeir hefðu ekki fengið neinar skýringar á fyrirmælunum. Sænski stjórnarerindrekinn sagði að staðfest hefði verið að a.m.k. tveimur blaðamönnum, Finna og Portúgala, hefði verið vísað úr landi. Júgóslavnesk yfirvöld hafa neitað að veita mörgum erlendum frétta- mönnum vegabréfsáritanir fyrir for- seta- og þingkosningarnar í dag. Nokkrum fréttamönnum hefur þó verið leyft að fara til Júgóslavíu. ■ Óttast að Milosevic/6 Þjóðaratkvæðagreiðslan í Danmörku um myntbandalagið Utlendinarar koma • ® # # evrusinnum til hiálpar annahöfn. Moreunblaðið. Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. PEDRO Solbes sem fer með efna- hagsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lýst því yfir að hann vilji að efnahagsstefna og styrkveitingar ESB verði fram- vegis tengdar ákveðnum umhverfis- vemdarskilyrðum. Holger K. Niel- sen, formaður Sósíalíska þjóðar- flokksins í Danmörku, sem berst gegn aðild landsins að evrópska myntbandalaginu, er lítt hrifinn og vill að Danir hafni hugmyndinni, því ljóst sé að ef þessi stefna verður tek- in upp muni þau ríki sem standa utan myntbandalagsins, og hafa þar með minni áhrif á efnahagsmálin en hin, einnig hafa minna að segja um um- hverfismálin. Nielsen er þó í erfiðri aðstöðu því að talsmaður flokksins í umhverfisvemdarmálum sem er fylgismaður evrunnar fagnar tillög- unni mjög og hið sama gera Náttúm- vemdarsamtök Danmerkur og Norðurlandadeild grænfriðunga og Ijóst er að hún er í samræmi við þá stefnu sem Danir og ekki síst flokkur Nielsens hafa beitt sér fyrir í ESB. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörg- um um það hvernig yfírlýsingar og athafnir erlendra embættismanna og stjórnmálamanna hafa hjálpað fylgismönnum evrunnar í Danmörku undanfarna daga, hvort sem það hef- ur verið viljandi gert eður ei. Aukið fylgi við evruna Nielsen hefur kvartað við Niels Helveg Petersen, utanríkisráðherra Danmerkur, vegna yfirlýsinga sem birst hafa í dagblöðum seinni hluta vikunnar frá sendiherrum Austur- Evrópuríkja sem segja að aðild Dan- merkur að myntbandalaginu muni koma þeim vel. Nielsen telur þetta Þarf að vera góður fjármaður ogaveiki út úr skugganum “ VERSLAÐ MEÐ FASTEIGNIR OQ HLUTABRÉFI STAÐMATVÖRU vera óeðlileg afskipti af dönsku þjóðaratkvæðagreiðslunni. Tilkynningin á föstudag um að seðlabanki Evrópu og seðlabankar Bandaríkjanna og Japan ætluðu að kaupa evrur til að styrkja gengi gjaldmiðilsins og hækkun gengisins í kjölfarið hefur hugsanlega einnig styrkt stöðu fylgismanna aðildar Danmerkur að myntbandalaginu. Skoðanakannanir Gallup sem birt- ar eru í blaðinu Berlingske Tidende hafa frá sl. þriðjudegi sýnt hægt vax- andi stuðning við evruna. I könnun sem birt var í gær sögðust 47% að- spurðra ætla að greiða atkvæði gegn aðild að myntbandalaginu, 41% sagðist ætla að styðja aðild en 12% voru enn óviss. Aðrar skoðanakannanir sýna ým- ist meiri eða minni fylgismun en að minnsta kosti virðist sem evrusinn- um hafi aftur tekist að ná forystunni í áróðursbaráttunni úr höndum and- stæðinganna. MORGUNBLAÐIÐ 24. SEPTEMBER 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.