Morgunblaðið - 24.09.2000, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 24.09.2000, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 21 LISTIR Myndlist skólabarna SÝNINGIN í nágrenni - Min hembygd hefur verið opnuð í Norræna húsinu. Síðastliðinn vetur unnu nem- endur í 4. bekkjum Granda- skóla í Reykjavík og Mártensbro skola í Esbo í Finnlandi að myndlistarverkum er tengdust nánasta umhverfi síns skóla. Hluti af afrakstri þeirrar vinnu verður sýndur á sýningu er kall- ast í nágrenni - Min hembygd. Það eru myndlistarkennarar við fyrrnefnda skóla sem standa að verkefninu en það er styrkt af og á dagskrá Reykjavík menn- ingarborg Evrópu 2000. Nánari upplýsingar er að fínna á heima- síðu verkefnisins og hjá Birni Sigurðssyni í Grandaskóla. Heimasíða verkefnisins er: http://www.grandaskoli.is/ Bjossi/nagr/nagrenni.html Sýningin mun standa til 18. október. Opnunartími er 9-17, mánudaga til laugardaga en sunnudaga 12-17. Sýningin verð- ur síðan flutt til Esbo þar sem henni verður komið fyrir í Esbostads Kulturcentrum og verður sýningin þar opnuð 6. nóvember og mun standa til 19. desember. Tónleikar Blásarakvintetts Reykjavíkur Frumflutt verk eftir Tryggva M. Baldvinsson Morgunblaðið/Ami Sæberg Blásarakvintett Reykjavíkur. BLASARAKVINTETT Reykja- víkur heldur tónleika í hinum nýja tónleikasal Ými við Skógar- hlíð nk. þriðjudagskvðld, 26. september. Efnisskráin spannar rúm 200 ár, allt frá árdögum kvintettbók- menntanna til þess allra nýjasta. Elsta verkið er eftir Anton Reicha en það yngsta glænýtt verk eftir Tryggva M. Baldvins- son, sem frumflutt verður á tón- leikunum og nefnist „3 íslenskar myndir". Tónskáldið samdi verkið sérstaklega fyrir þessa tónleika. Önnur verk eru eftir Ligety, Hindemith og Rasmussen. Sá síð- astnefndi, danska tónskáldið og orgelleikarinn Peter Rasmussen samdi fallegan kvintett í klassísk- um stíl fyrir rúmum 100 árum og má heyra hann meðal annarra norrænna verka á nýútkominni geislaplötu Blásarakvintetts Reykjavíkur hjá Chandos útgáf- unni. Þeir félagar munu síðan endurtaka tónleikana í Bergen 15. nóvember nk. Tónleikarnir eru í samvinnu við Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000. Guðrún Kristjánsdóttir sýnir bræðrunum Romano (t.v.) og Vittorio Prodi veggmynd sína í Dozza. Gerir veggmynd í Dozza í MIÐALDAÞORPINU Dozza, sem er rétt utan við Bologna, var um sl. helgi opnuð sýning á verk- um 9 listamanna frá öllum menn- ingarborgum Evrópu árið 2000. Að sögn Þórunnar Sigurðardóttur stjórnanda Reykjavíkur - menn- ingarborgar 2000 er sýningin er sérstök fyrir þær sakir, að verkin eru öll máluð á húsveggi. ,',40 ár eru síðan byrjað var að mála slík- ar „freskur" á veggi í þessu forna þorpi, sem nú er orðið frægt fyrir þessar einstöku myndir. Að þessu sinni var leitað eftir myndlistar- mönnum frá menningarborgunum 9 árið 2000 og höfðu menningar- borgirnar milligöngu um að lista- menn færu frá hverri borg,“ seg- ir Þórunn. Héðan frá Islandi fór Guðrún Kristjánsdóttir og henni til aðstoðar var Guðbjörg Lind Jónsdóttir, formaður FÍM og dvöldust þær í rúma viku í boði yfirvalda Dozza og Bologna 2000 við að mála stórt verk á húsvegg- inn, sem Guðrúnu var úthlutað. „Það er gaman að segja frá því að í sérstakri opnunarathöfn heiðraði Romano Prodi, fyrrum forsætisráðherra ftalíu og núver- andi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins samkomuna með nærveru sinni og hélt ræðu og þakkaði listamönnunum. Hann og bróðir hans, Vittorio Prodi, sem er héraðsstjóri í Bolognahér- aði, skoðuðu siðan verkin.“. Fimmtu auka- tónleikarnir FIMMTU aukatónleikamir til heiðurs Sigfúsi Halldórssyni verða haldnir á miðvikudags- kvöld í Salnum í Kópavogi kl. 20. Það eru þau Sigrún Hjálm- týsdóttir, Bergþór Pálsson og Jónas Ingimundarson sem flytja margar af þekktum perl- um Sigfúsar, lög eins og Dagný, Tondeleyó, Vegir liggja til allra átta, Þín hvíta mynd, Enn syngur vornóttin o.fl., o.fl. Eftir hlé spreyta þau sig svo á ítölskum sönglögum og aríum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.