Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 1
4
J
11
STOFNAÐ 1913
247. TBL. 88. ARG.
FOSTUDAGUR 27. OKTOBER 2000
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Síðasti meðlimur
Drakúla-ættarinnar
Flýr kastal-
ann undan
nýnasistum
Schenkendorf. The Daily Telegraph.
„SÍÐASTI raeðlimur Drakúla-
ættarinnar leitar að gömlum
kastala á Englandi til kaups.
Hafið samband við Vlad
Drakúla Kretzulesco, prins í
Drakúla-kastala í Schenken-
dorf í Þýskalandi." Ef svohljóð-
andi auglýsing væri birt í dag-
blaði myndu fáir taka hana
trúanlega, en þetta er samt sem
áður dagsatt.
Kretzulesco prins er eini
maðurinn sem enn ber nafn
hinnar fornu rúmensku
Drakúla-ættar, sem flestir
tengja nú við vampírur og hryll-
ingsmyndir. Hann hefur búsetu
í kastala sunnan við Berlín, en
kveðst nú vera „of hræddur" til
að búa áfram í Þýskalandi og
vill flytja til Englands. Síðasta
hálfa árið hafa brennuvargar
tíu sinnum lagt eld að kastalan-
um, nýnasistar hafa málað
hakakross á turn á landareign-
inni og hinum sextuga prinsi
hafa borist morðhótanir.
„Ég hef fengið mig fullsadd-
an á hugarfari sumra íbúanna
hérna,“ sagði Kretzulesco í
samtali við The Daily Tele-
graph. „Ég þori ekki að vera
hérna lengur og ég vildi gjarn-
an finna mér kastala á Eng-
landi,“ en þar telur hann íbúana
jákvæðari í garð útlendinga.
Býður hann hlut í fyrirtæki
sínu í skiptum íyrir góðan ensk-
an kastala.
Ættleiddur
Raunverulegt „Drakúlablóð"
rennur þó ekki um æðar
Kretzulescos, því hann var ætt-
leiddur af Katarínu Olympíu
Caradja, síðasta beina afkom-
anda hins upphaflega Drakúla
greifa. Prinsinn festi kaup á
kastalanum í Schenkendorf fyr-
ir fimm árum, en engir erfða-
munir úr ranni Drakúla-fjöl-
skyldunnar prýða hann, því að
sögn Kretzulescos var allt ætt-
argóssið gert upptækt í stjórn-
artíð kommúnista í Rúmeníu.
Slitnar upp úr viðræðum Færeyinga og Dana um breytta stöðu Færeyja
Kallsberg- boðar þjóðar-
atkvæði um sambandsslit
ENDANLEGA slitnaði upp úr við-
ræðum Dana og Færeyinga um sjálf-
stæði Færeyja í gærkvöld, en þær
hafa staðið í sjö mánuði. Lögmaður
Færeyja, Anfinn Kallsberg, boðaði í
kjölfarið þjóðaratkvæðagreiðslu í
Færeyjum um einhliða sambandsslit
Færeyja frá Danmörku. Er talið lík-
legt að hún verði haldin þegar á
næsta ári. Svo stirt var á milli full-
trúa þjóðanna í gærkvöld að ekki var
haldinn sameiginlegur blaðamanna-
fundur til að segja frá niðurstöðun-
um. Að sögn dagblaðsins Politiken
skella Færeyingar skuldinni alfarið
á dönsku ríkisstjórnina og segja
Poul Nyrup Rasmussen, forsætis-
ráðherra Danmerkur, ekki hafa sýnt
neinn samningsvilja.
Kallsberg lagði því til í gærkvöld
að í stað þess að halda þjóðar-
atkvæðagreiðsluna þegar viðræðum
við Dani væri lokið yrði hún haldin
við íyrsta tæki-
færi. Ekki verður
lögð fram mótuð
tillaga um hvern-
ig standa beri að
sambandsslitun-
um heldur ein-
ungis spurt hvort
Færeyingar séu
hlynntir sjálf-
stæði eða ekki.
Til dæmis munu
Poul Nyrup
Kasmussen
Anfinn
Kallsberg
kjósendur ekki vita hvort um verði
að ræða fjögurra ára aðlögunartíma-
bil, eins og danska ríkisstjórnin hef-
ur lagt til, en það er talið geta haft
áhrif á afstöðu færeyskra kjósenda.
Heimildarmaður Politiken í
dönsku ríkisstjóminni líkti þessu við
það ef Danmörk hefði haldið þjóð-
aratkvæðagreiðslu um inngöngu í
Evrópubandalagið (nú Evrópusam-
bandið) árið 1972 án þess að þekkja
skilmála inngöng-
unnar. Anfinn
Kallsberg svaraði
spurningu blaða-
manns PoUtiken,
um hver við-
brögðin yrðu ef
danska ríkis-
stjórnin héldi fast
við fjögurra ára
aðlögunartímabil
að lokinni þjóð-
aratkvæðagreiðslunni, á þann veg að
þá myndu samningaviðræður hefjast
á nýjan leik. Færeyingar hafa farið
fram á lengri aðlögunartíma. Kalls-
berg vildi hvorki tjá sig um hvenær
þjóðaratkvæðagreiðslan yrði haldin
né hversu bindandi hún yrði.
Samninganefnd Færeyinga krafð-
ist þess áður en upp úr slitnaði að
Danmörk viðurkenndi Færeyjar
sem ríki í þjóðréttarlegum skilningi.
Það myndi ráða úrslitum fyrir Fær-
eyinga, vegna þess að þá væru þeir
tryggðir gegn því að Danmörk gæti
hunsað vilja Færeyinga færi svo að
meirihluti þeirra samþykkti sam-
bandsslit. Danska ríkisstjórnin hafn-
aði þessari kröfu.
Rasmussen segir framlag Dana
í færeyska landsjóðinn sökina
Fram kemur á fréttavef danska
ríkisútvarpsins að Nyrup hafi sagt
að þetta hafi ekki verið raunveruleg
ástæða viðræðuslitanna heldur hafi
þau orðið vegna fjárframlaga danska
ríkisins til Færeyja. Ríkisstjórn og
þing Dana eru reiðubúin til að viður-
kenna sjálfstæði Færeyja, svo fremi
sem Færeyingar samþykki fullveld-
issáttmála sem samninganefndir
landanna hafi samið um áður en
gengið verður til þjóðaratkvæða-
greiðslu um málið.
Aframhaldandi átök á Fflabeinsströndinni í kjölfar forsetakosninganna
Gbaffbo tekur við völdum
hidian. Berlfn. SÞ. AFP. AP. ^. ^
Abidjan, Berlfn, SÞ. AFP, AP.
SÓSÍALISTINN Laurent Gbagbo
sór í gær embættiseið sem forseti
Fílabeinsstrandarinnar, eftir að
hæstiréttur landsins hafði lýst hann
sigurvegara kosninganna, sem fram
fóru á sunnudag. Tugir manna féllu í
gær í átökum milli stuðningsmanna
Gbagbos og manna sem hliðhollir
eru Alassane Ouattara, fyrrverandi
forsætisráðherra, en honum var
meinað að taka þátt í kosningunum.
Stuðningsmenn Ouattaras krefjast
þess að kosið verði að nýju og Éin-
ingarsamtök Afríkuríkja tóku undir
þá kröfu í gær.
Samkvæmt endanlegum tölum um
úrslit kosning-
anna, sem yfir-
kjörstjórn gaf út í
gær, hlaut
Gbagbo 59,6% at-
kvæða, en Robert
Guei, leiðtogi
herforingja-
stjórnarinnar
sem hafði verið
við völd frá því í
desember á síð-
asta ári, hlaut 32,7% atkvæða. Guei
hafði lýst yfir sigri strax eftir kosn-
ingarnar, en hann fer nú huldu höfði
eftir að tugþúsundir manna gerðu
Laurent
Gbagbo
uppreisn í höfuðborginni Abidjan
fyrr í vikunni.
Gbagbo lýsti því yfir í útvarps-
ávarpi eftir embættistökuna í gær
að ný ríkisstjórn yrði mynduð í dag
og að nokkrir flokkar myndu eiga
sæti í stjórninni. „Ég býð öllum
sáttahönd," sagði Gbagbo í ávarp-
inu, og gaf til kynna að hann hefði
boðið fulltrúum flokks Ouattaras til
viðræðna um stjórnarsamstarf.
Kynþáttaerjur rót átakanna
Átök brutust út í gærmorgun milli
stuðningsmanna Gbagbos og fylgis-
manna Ouattaras. Skærumar stóðu
fram eftir degi, en undir kvöld hafði
öryggissveitum að mestu tekist að
kveða þær niður. Fylkingarnar köst-
uðu grjóti hver að annarri og börð-
ust með kylfum og sveðjum. Tala
látinna var mjög á reiki, en háttsett-
ur maður í flokki Ouattaras sagði í
gærkvöldi að ekki færri en fjörutíu
stuðningsmenn hans hefðu týnt lífi í
gær, jafnvel allt að áttatíu.
Orsök átakanna má að miklu leyti
rekja til kynþáttaerja. Stuðnings-
menn Ouattaras eru að mestu leyti
múslimar frá norðurhluta landsins
en Gbagbo sækir fylgi sitt aöallega
til kristinna manna í suðurhlutanum.
Kosninga-
fundur í
Kosovo
STUÐNINGSMENN Lýðveldis-
flokks Kosovo (PDK) sjást á mynd-
inni dansa þjóödans, sveipaðir
albönskum fánum, á kosningafundi
á íþróttaleikvangi í héraðshöfuð-
borginni Pristina í gær.
Sveitarstjórnarkosningar fara
fram í Kosovo á laugardag og lauk
kosningabaráttunni formlega í
gær. Þetta eru fyrstu kosningarnar
sem haldnar eru í héraðinu siðan
átökunum lauk þar á síðasta ári og
eru þær haldnar undir eftirliti Sam-
einuðu þjóðanna. Yfirsljórn SÞ í
Kosovo hafði lagt bann við að
albanski fáninn yrði sýnilegur á
kjördag, en vegna mikils þrýstings
af hálfu albanska meirihlutans í
héraðinu var úrskurðað í gær að
fáninn mætti blakta utan við kjörst-
aði, þótt hann mætti ekki sjást inn-
andyra.
Þótt einungis sé kosið til sveitar-
stjórna á laugardaginn líta Kosovo-
Albanir á kosningarnar sem próf-
stein á það hver sé best til þess fall-
inn að leiða baráttuna fyrir
sjálfstæði héraðsins. Flest bendir til
að Lýðræðisbandalag Kosovo
(LDK), sem hinn hófsami Ibrahiin
Rugova fer fyrir, fái mest íylgi, eða
um 45% atkvæða. Þvf er spáð að
PDK-flokkurinn fái um 20% at-
kvæða, en leiðtogi hans er Hashim
Thaci, sem áður stjórnaði skæru-
liðasveitum Kosovo-Albana.
■ Ómögulegt ástand/30
MORGUNBLAÐIÐ 27. OKTÓBER 2000
5 690900 090000