Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 9
FRETTIR
Breytt inntökupróf
í læknadeild HI
UNDIRBUNINGUR er hafinn að
grundvallarbreytingum á inntöku-
prófi í læknadeild Háskóla Islands
sem gæti stytt læknanámið um allt
að hálft ár. Einnig eru fyrirhugað-
ar breytingar á námskrá lækna-
deildarinnar til að námið geti sem
best svarað kröfum tímans og sam-
félagsins. Talsverður skortur er á
menntuðum læknum í heilsugæsl-
unni og einnig vantar yngri
spítalalækna, sem margir hverfa
til útlanda til sérnáms.
Reynir Tómas Geirsson prófess-
or, deildarforseti læknadeildar,
segir að fjöldatakmarkanir í
læknadeild HI eigi sér langa sögu.
Þær hafi verið settir á vegna
takmarkaðrar getu spítalanna til
að anna kennslu læknanema.
Læknanám sé auk þess dýrt nám
og takmörk fyrir því hve marga sé
hægt að mennta. Engu að síður
jókst fjöldi þeirra sem hélt áfram
námi í læknadeild að loknum sam-
keppnisprófum í lok fyrsta misser-
is um 10% á síðasta ári, úr 36
manns í 40. Utlit er fyrir að um
enn frekari aukningu verði að
ræða á næsta ári.
„Það er í stöðugri endurskoðun
hjá Háskólanum hvernig eigi að
halda á þessum málum. Núna er-
um við að undirbúa nýtt form á
inntökuprófum sem verður vænt-
anlega hleypt af stokkunum árið
2002,“ segir Reynir Tómas.
Inntökupróf strax að loknu
stúdentsprófi
Breytingarnar felast í því að
inntökupróf verður haldið að vori
að loknum stúdentsprófum og
verða þá strax þeir valdir sem
hefja nám og halda því áfram til
loka þess.
Markmiðið er að einfalda ferlið
og stytta. I stað þess að stúdentar
innritist að vori í læknadeild, verji
sumrinu og haustinu til lesturs og
undirbúnings og þreyti síðan sam-
keppnispróf, er ætlunin að stúd-
entar þreyti strax inntökupróf að
vori.
Þeir sem nái því hefji síðan nám
að hausti. Með þessu móti og með
breyttri námskrá er unnt að stytta
námið um jafnvel allt að hálfu ári,
sem Reynir Tómas segir að sé
þjóðhagslega hagkvæmt. Inntöku-
prófið verður sömuleiðis með nýj-
um hætti og verður það byggt á
námsefni menntaskólanna. Gefnar
verða út leiðbeiningar um það
hvaða fög nemendur þurfa að
leggja áherslu á í menntaskóla til
þess að standa sem best að vígi
þegar kemur að inntökuprófi í
læknadeild. I breytingum á nám-
skrá er m.a. litið til þess að minni
tíma verði varið til kennslu vissra
faga sem þegar hafa verið kennd í
menntaskóla.
Um 200 manns sækja um nám í
læknadeild á hverju ári og segir
Reynir Tómas að einhverja aðferð
verði að hafa til þess að velja nem-
endur til áframhaldandi náms. Há-
skólinn sé engan veginn í stakk
búinn til að taka á móti öllum um-
sækjendum miðað við fjármagn til
læknadeildar háskólans og aðstöðu
til kennslu.
Hann segir að miðað við núver-
andi fyrirkomulag sé hugsanlegt
að fjölga eitthvað þeim sem kom-
ast í læknanám, en með breyting-
um í kjölfar samninga um háskóla-
sjúkrahús gæti fjöldi nýrra lækna-
nema aukist enn frekar.
Samræmd stúdentspróf
Bjarni Þór Eyvindsson, formað-
ur Félags læknanema, segir að sér
lítist vel á fyrirhugaðar breytingar.
„Inntökuprófin hafa reynt á þolrif
margi-a sem hafa undirbúið sig í
þrjá mánuði og sitja svo kannski
eftir. Þetta gefur þeim tækifæri
sem ekki komast inn að hafa heilt
ár til að mennta sig í einhverju
öðru,“ sagði Bjarni Þór. Hann seg-
ir að með þessu sé læknadeildin í
raun að gefa undir fótinn þeirri
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Oxygen face
^ Ji' " % I
■*
%
2* • I P
Sfe
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18.
Lau. frá kl. 11-14
Franskar buxnadragtir
frá stærð 34
TESS
JczJMk
V Neðst við Dunhagu
\ sími 562 2230
Opið virka daga kl. 10-18
Opið laugardaga kl. 10-14
Glœsilegt úrval
af samkvœmiskjólum
Ný sending
Allir jylgihlutir
Fataleiga Garðabæjar, sími 565 6680.
Opið virka daga frá kl. 10 til 18, laugardaga kl. 10 til 14.
stefnu að komið verði á samræmd-
um stúdentsprófum. Stúdentar frá
vissum skólum, einkum Mennta-
skólanum í Reykjavík, njóti óneit-
anlega ákveðins forskots á inn-
göngu í læknadeild þangað tii
komið verði á samræmdu stúdents-
prófi í öllum greinum. Bjarni Þór
segir að það sé ekki raunhæf hug-
mynd að útrýma öllum fjöldatak-
mörkunum í læknadeild. „Til þess
að svo mætti verða yrði að verða
til mikil aukning á kennslustöðum
á spítölum. Eins og staðan er í dag
er hægt að fjölga um 10-20 manns
á hverju ári en með meiri fjölgun
yrði óhjákvæmilega mikil náms-
skerðing hjá hverjum einstakl-
ingi,“ sagði Bjarni Þór.
Loðskinnshúfur
°9
-treflar
1
PELSINN rfti
Kirkjuhvoli - sírai 5520160 I J MÍI
TIMALAUS
FATNAÐUR
Hönnun frá Eistlandi
|f" *^'v^**'
LIIVIALEéKIN
TALLINN COLLECTION
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 22 - SÍMI 511 1611
Lagersala á Bíldshöfða 14
Skór, töskur, belti, leðurhanskar, nærföt o.fl.
Mikið úrval. Alltaf eitthvað nýtt!
Opið alla föstudaga milli kl. 16 og 19,
laugardaga milli kl. 12 og 16
og sunnudaga milli kl. 13 og 17.
www.sokkar.is
oroblu@sokkar.is
Nýkomið
mikið úrvai af peysum
Rita
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
s. 557 1730 s. 554 7030.
Opið mán.—fös. frá kl. 10—18,
TtSKU VERSLUN lau. 10-15.
Síðir kjólar,
samkvæmisjakkar
og samkvæmispils
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00.
Einn fallegasti skutbíll landsins...
...er til sölu. BMW 520i touring 1996, svartur metallic, 6 cyl,
150 hö, ekinn 60 þús, "M" leðursæti, sumar- og vetrardekk, 16 tommu'
álfelgur, geislaspilari... Bíll sem sameinar notagildi og ánægju í akstri.
Hagsteett verð: kr 1.990 þús. eða kr. 1.800 þús. staðgreitt.
Til sýnis hjá Bílasölu Guðfinns v/Vatnsmýrarveg, sími 562 1055
Solusyning
á nýjum og gömlum, handhnýttum, austurlenskum
gæðateppum á Grand Hótel í Sigtúni
föstudag 20. okt. kl. 13-19,
laugardag 21. okt. kl. 12-19,
sunnudag 22. okt. kl. 13-19.
Glæsilegt úrval - gott verð
10% staðgreiðslu-
afsláttur
HOTEL
REYKJAVÍK
PS: LS
RADEREIÐSLUR
sími 861 4883