Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Dæmdur til sektar í Héraðsdómi
Hafði hvorki
haffærisskír-
teini né leyfi
SKIPSTJÓRI og framkvæmda-
stjóri útgerðarfélags í Vík í Mýr-
dal hefur verið dæmdur til sektar
fyrir að sigla skipi með farþega án
þess að hafa haffærisskírteini um
borð. Skipið var auk þess án leyfis
til farþegaflutninga og án þess að
í áhöfn skipsins væri vélgæslu-
maður með tilskilin réttindi.
Atvikið átti sér stað í ágúst-
mánuði í fyrrasumar. Skipinu
Fengsæli sem er hjólabátur var
siglt með um 20 farþega frá Vík-
urfjöru en ferðinni var heitið
vestur fyrir Reynisfjall í Reynis-
fjöru. Öðrum hjólabát, Farsæli, í
eign sömu útgerðar, sem öll til-
skilin leyfi voru fyrir, var siglt í
sömu för. Vélin í Fengsæli bilaði
og var komið taug á milli bátanna
og Fengsæli og farþegum komið í
land.
Hefði mátt temja sér agaðri
meðferð skipsskjala
í dómnum, sem kveðinn var
upp í Héraðsdómi Suðurlands á
mánudag, segir að ákærða hefði
mátt vera ljóst að hann hefði ekki
í höndum haffærisskírteini fyrir
Fengsæl. Leyfi til farþegaflutn-
inga hafði ekki verið gefið út.
Rannsóknargögn um ástæður
þessa eru sögð óljós, en upplýs-
ingar um það hvað olli því að Sigl-
ingastofnun vildi ekki gefa út haf-
færisskírteini með farþegaleyfi
voru heldur ekki skýrar í gögnum
málsins. Akærði taldi sig hafa
greitt fyrir leyfið en staðfest er af
Siglingastofnun að ekki er krafið
um greiðslu fyrr en leyfi hefur
verið gefið út.
Segir í dómnum að ákærði
hefði með réttu átt að kanna hvað
olli því að formlegt leyfi, svo og
haffærisskírteini hafði ekki verið
gefið út. Hafði þetta verið enn
brýnna þar sem ákærða bar sem
skipstjóra og framkvæmdastjóra
útgerðarinnar að sjá til þess að
skjal um farþegaleyfið væri með-
al skipsskjala um borð í Fengsæli.
Talið var ákærða til málsbóta að
hann hafði fengið í hendur skjal
frá Siglingastofnun sem menn
ókunnugir útgerð gætu skilið sem
fullgilt haffærisskírteini. Dómari
sagði í niðurstöðum sínum að á
þeim rúma áratug sem ákærði
hefði stundað útgerð hefði hann
mátt temja sér agaðri meðferð
skipsskjala.
40.000 króna sekt
Brot mannsins voru talin varða
við lög um eftirlit með skipum og
lög um atvinnuréttindi vélfræð-
inga, vélstjóra og vélavarða á ís-
lenskum skipum.
Skipstjórinn var dæmdur til að
borga 40.000 króna sekt til ríkis-
sjóðs innan fjögurra vikna frá
birtingu dóms þessa, en sæta ella
fangelsi í 6 daga. Jafnframt var
honum gert að borga allan sakar-
kostnað, þ.m.t. málsvarnarlaun,
80.000 krónur.
FOLK
Doktor í
efnafræði
• SIGURÐUR V. Smárason varði
10. apríl sl. doktorsritgerð í efna-
fræði (analytical chemistry) við
Tufts University
í Massachusetts
fylki í Banda-
ríkjunum. Rit-
gerðin nefnist
„Advances in
cone penetrom-
etry and fast
gas chromato-
graphy/mass
spectrometry
for the sampling
and analysis of
subsurface pollutants".
Leiðbeinandi Sigurðar í dokt-
orsverkefninu var prófessor dr.
Albert Robbat Jr. Hann hefur sett
fram hugmyndir um nýjar aðferðir
við mengunarmælingar sem Um-
hverfisverndarstofnun Banda-
ríkjanna (U.S. Environmental
Protection Agency) notar nú við
slíkar rannsóknir. Andmælendur
við doktorsvörnina voru dr. Samu-
el Kounaves og dr. Arthur Utz frá
Tufts University og Dr. Nora
Conlon frá Umhverfisverndar-
stofnun Bandaríkjanna.
Ritgerðin, sem skiptist í þrjá
meginþætti, fjallar um efnagrein-
ingartækni og endurbætur á mæli-
tækjum.
Fyrst er fjallað um hina nýju
aðferð við skipulagningu og fram-
kvæmd mælinga á mengunarsvæð-
um og gerður samanburður við
niðurstöður, tímalengd og kostnað
slíkrar rannsóknar við aðrar við-
urkeundar.aðferóir. Niðurstöður.
leiddu í ljós að staðsetning meng-
unar var ákvörðuð með sambæri-
legri eða meiri nákvæmni, á mun
skemmri tíma og með minni til-
kostnaði þegar nýja aðferðin var
notuð.
í öðru lagi fjallar ritgerðin um
nýsmíði og endurbætur Sigurðar á
tækjum til sýnatöku og efnagrein-
ingar á lífrænum efnasamböndum
í jarðvegi. Tækin eru tvenns kon-
ar. Annars vegar er um að ræða
nýsmíði á tæki til sýnatöku sem
byggir á hitaútdrætti (thermal
extraction). Hins vegar er um að
ræða endurbætur á gasskilju/
massagreini (gas chromatography/
mass spectrometry) sem notaður
er við mælingar á lífrænum efnum
og efnablöndum.
í þriðja og síðasta lagi fjallar
ritgerðin um þróun Sigurðar á
nýrri aðferð til að finna varma-
fræðilega fasta (thermodynamic
constants) er segja til um hegðun
efna í gasskiljum. Þessi aðferð
gerir vísindamönnum kleift að
finna fastana samtímis fyrir öll
efni í flóknum efnablöndum í stað
hvers efnis fyrir sig. Þessir fastar
eru síðan notaðir til að reikna
tepputíma (retention time) efn-
anna í hitastýrðum gasskilju-
keyrslum. Sýnt var fram á að
reiknaðir tepputímar voru að með-
altali 60% nákvæmari en þegar
fastar fundnir með hefðbundnum
aðferðum eru notaðir.
Sigurður V. Smárason er fædd-
ur árið 1969, sonur Smára S. Sig-
urðssonar og Nönnu K. Sigurðar-
dóttur. Hann lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum á Akureyri
1989, starfaði síðan hjá Vatnsveitu
Akureyrar í eitt ár. Hóf nám í
efnafræði við Háskóla íslands
1990 og lauk þaðan B.S.-prófi vor-
ið 1993. Hann hóf doktorsnám við
efnafræðideild Tufts University
sama haust. Sigurður starfar nú
Sigurdur V.
Smárason
Morgunblaðið/Snorri Snorrason
Gunnfaxi í hægri beygju eftir flugtak inn SkutulsQörð. Hjólin eru á leiðinni upp og tekin 15 gráðu beygja.
40 ár frá því Þristurinn
lenti á Isafjarðarflugvelli
FJÖRUTÍU ár eru um þessar
mundir liðin frá því fyrsta Dougl-
as flugvél þáverandi Flugfélags
íslands, „Þristurinn", lenti á Isa-
fjarðarflugvelli. Um þessar mund-
ir eru líka 40 ár frá því flugstöðin
á fsafirði var tekin í notkun,
reyndar í öðru húsi en hún er nú.
Þann 30. september 1960 fóru
allmargir Flugfélagsmenn á
Gunnfaxa, TF ISB, til ísafjaðrar
og æfðu sig í lendingum og flug-
tökum í báðar áttir, þ.e. bæði inn
og út fjörðinn. Á þessum árum
var flugbrautin malarborin og
var hún ekki malbikuð fyrr en
allmörgum árum síðar og sett á
hana lýsing.
I flugtaki inn fjörðinn fólust
æfingarnar meðal annars í því að
draga allt afl af hægri hreyflinum
svo til strax eftir flugtak og sjá
hvernig Þristurinn myndi klára
sig í beygjunni til hægri, út fjörð-
inn. Ekki mátti halla flugvélinni
nema fimmtán gráður eða svo,
þar sem beygt var á„dauðan“
hreyfil eins og það var kallað, eða
afllausan. Þetta tókst og náði
flugvélin um 90 hnúta hraða í
þessari 180 gráðu beygju, ekki
mátti það vera minna.
Snorri Snorrason, einn flug-
stjóra Flugfélagsins á þessum ár-
um, segir að miklar takmarkanir
hafi því verið á þessum vélum í
flugtaki inn fjörðinn og því hafi
Douglas vélarnar lítið verið not-
aðar til ísafjarðarflugs.
Viscount tók fljótlega við
Viscount skrúfuþotur Flugfé-
lagsins tóku fljótlega við ísaljarð-
arfluginu. Þær voru mjög hrað-
fleygar og segir Snorri því hafa
Nokkrir Flugfélagsmenn á ísafjarðarflugvelli 30. september 1960 þeg-
ar flugmenn æfðu flugtök og lendingar á vellinum. Frá vinstri: Henning
Bjamason flugstjóri, afgreiðslumennirnir Grétar Haraldsson og Krist-
ján Aðalbjörnsson, þá flugstjórarnir Björn Guðmundsson og Ólafur
Indriðason, Jóhann Gíslason flugrekstrarstjóri og flugstjórarnir Jó-
hannes R. Snorrason og Snorri Snorrason.
verið talsvert vandasamt að snúa
þeim í svo þröngum firði sem
Skutulsfirðinum en oft var lent út
fjörðinn sem þýddi að flogið var
inn yfir bæinn, inn fjörðinn og
tekin vinstri beygja til að lenda
út.
Stundum voru rúðurnar ísaðar
eftir aðflug í ísafjarðardjúpi að
vetri til en ekki var hiti á rúðun-
um eins og í öllum nýrri flugvél-
um og alkóhólrennsli aðeins á
framrúður beggja flugmanna en
ekki á hliðarrúðurnar né miðrúð-
una að framan. En hinn mikli
kostur Viscount vélanna var aflið,
fjórir Rolls Royce túrbínuhreyfl-
ar.
Þeir flugstjórar, sem mest
flugu Viscount fiugvélunum vest-
ur þessi ár, voru auk Snorra þeir
Bragi Norðdahl og Viktor Aðal-
steinsson.
Eftir að Viscount skrúfuþoturn-
ar höfðu þjónað ísafjarðarfluginu
í nokkur ár tóku Fokker flugvél-
arnar við því kringum 1967 og
hafa sinnt því síðan og gera enn.
Nú seinni árin hefur einnig verið
flogið þangað á vegum Flugfélags
fslands hins nýja á 19 manna
flugvélum af gerðinni Metró.
Aðalfundur Samtaka fískvinnslu án útgerðar
Vilja að gámafiskur
verði seldur hérlendis
SAMTÖK fiskvinnslu án útgerðar
vilja að óunninn fiskur sem nú er
sendur óseldur úr landi verði seldur
á íslenskum fiskmörkuðum. Þetta
kom fram á aðalfundi samtakanna
sem haldinn var gær. Sagði Óskar
Þór Karlsson, formaður samtakanna,
að í því fælist einkum að sá fiskur
sem nú er sendur út í gámum yrði
hoðinn upp.á markaði hérlendis þar
sem bæði íslenskir og erlendir ættu
þess kost að kaupa hann. í því fælist
jafnræði og það væri í samræmi við
eðlilegt samkeppnisumhverfi. Sagð-
ist Óskar sannfærður um að efjgáma-
fiskur yrði seldur á markaði á Islandi
myndu erlendir fiskkaupendur með
tímanum sjá sér mestan hag í því að
láta íslenska ferskfiskvinnslu vinna
hagsmunum fiskvinnslunnar í land-
inu heldur tryggði útgerðunum um
leið hæsta verð fyrir fiskinn.
Árni M. Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra sagðist á fundinum ekki
telja rétt að selja allan gámafisk á
markaði hérlendis því að þá skapað-
ist hætta á að tilteknir markaðir er-
lendis, sem til þessa hafa borgað hátt
verð fyrir fiskinn, töpuðust.